Morgunblaðið - 15.08.1998, Page 10

Morgunblaðið - 15.08.1998, Page 10
10 LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Niðurstöður nefndar um forgangsröðun í heilbrigðiskerfínu Yilja áherslu á ákveðna þætti grunnþj ónustu Nefnd um forgangsröðun í heilbrigðiskerf- inu hefur starfað frá 1996 og hafa tillögur nefndarinnar nú verið gefnar út af heil- brigðisráðuneytinu ásamt greinargerð nefndarinnar. Tillögurnar snúa að sið- fræðilegum þáttum, áherslum í heilbrigðis- þjónustu, skipulagi og stefnumótun. NAUÐSYNLEGT er að forgangs- raða og beita skipulegri vinnu- brögðura í heilbrigðisþjónustu í rík- ara mæli en gert hefur verið til þessa í ljósi þess að útgjöldum hins opinbera eru ákveðin takmörk sett. Þessi niðurstaða kemur fram í rit- inu Forgangsröðun í heilbrigðismál- um, en í því er að finna niðurstöður nefndar sem starfað hefui' frá 1996 og var skipuð af Ingibjörgu Pálma- dóttm-, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra. Nefndinni var sér- stakleg falið að athuga hvort setja eigi foi-mlegai- reglur um hvaða sjúkdómstilvik skuli hafa forgang og hvort æskilegt sé að setja i-eglur um hámarksbið eftir þjónustu. Reglur um biðlista og tilfærslu sjúklinga I tillögugerð sinni segist nefndin leggja megináherslu á aðgerðir sem nauðsynlegar séu til að tryggja réttláta dreifingu á gögnum og gæðum heilbrigðisþjónustu svo landsmenn geti notið sambærilegra lífskosta óháð búsetu. Nefndin tel- ur að leggja eigi áherslu á ákveðna grunnþjónustu sem víðast og sér- hæfðari þjónustu þar sem því verði komið við. Ákveðnar tæknilegar, rekstrarlegar og faglegar forsend- ur verði að vera til staðar þar sem sérhæfð þjónusta sé staðsett. Nefndin telur forgangsröðun nauðsynlega og eru settar fram til- lögur um ákveðna þjónustuþætti sem skulu ganga fyrir. Nefndin leggur til að settar skuli reglur um biðlista, biðtíma og til- færslu sjúklinga innan heilbrigðis- kerfisins. En nefndin telur til- færslu sjúklinga meðal brýnustu úrlausnarefna vegna þess að eitt helsta vandamál stóru sjúkrahús- anna í Reykjavík sé að hjúkrunar- sjúklingar vistist oft of lengi á dýr- ustu og sérhæfðustu deildunum vegna þess að ekki séu til viðeig- andi úiTæði. í lok mars 1998 hafi 67 hjúkrunarsjúklingar verið í rýmum sem ekki voru talin í sam- ræmi við þjónustuþörf. í tillögum nefndarinnar kemur fram að stuðla beri að auknum gæðum og hagkvæmni með betri nýtingu lækningatækja, mannafla og eflingu rannsókna. Bent er á að í þeim löndum sem við berum okk- ur helst saman við sé 3% til 5% af árlegum fjárveitingum til háskóla- tæknisjúki’ahúsa varið til tækja- kaupa en hér sé hlutfallið í flestum tilvikum innan við 1%. Jafnframt er bent á að vegna aukins vinnuá- lags á sjúkrahúsum síðustu ár hafi skammtímafjarvistir frá vinnu aukist. Þvi sé brýnt að draga úr vinnuálagi og bæta aðbúnað starfsfólks. Öflug grunn- og sérfræði- þjónusta f niðurstöðu nefndarinnar er lögð áhersla á öfluga grunn- og sérfræðiþjónustu og mikilvægi samvinnu og samhæfingar. Sam- ræma þurfi upplýsingakerfi og skilgreina verksvið og hlutverk heilbrigðisstofnana. Bent er á aukna möguleika sem framfarir í íjarskiptatækni bjóði upp á t.d., íjarlækningar. Nefndin segir í til- lögum sínum að móta verði stefnu og heildarskipulag, m.a. þurfí verkaskipting ríkis og sveitarfé- laga að vera skýr og markviss. Jafnframt segir í niðurstöðunni að fjárframlög til heilbrigðismála verði að taka mið af verkefnum til heilbrigðisþjónustunnar. Til að stuðla að hagkvæmni og betri árangri telur nefndin nauð- synlegt að fjárhagsáætlanir heil- brigðisstofnana miðist við skemmst þriggja ára tímabii. Einnig þurfi að byggja hvata inn í kerfið með þvi að hafa hluta fjárveitinga breyti- legan og jafnvel að framlög ráðist að einhverju leyti af árangri starf- seminnar. Nefndin segir möguleika á skjótri framkvæmd tillagna um forgangsröðun hljóta að verulegu leyti að ráðast af því hve mikil áhrif ákvarðanir um nýja starfsemi, ný- byggingar og tæknivæðingu komi til með að hafa á útgjöld til heil- brigðismála á næstu árum. Ef gert sé ráð fyrir að hlutfall útgjalda eða fjárhagsrammi heilbrigðisþjónust- unnar verði svipaður og undanfarin ár verði annaðhvort að auka gjald- töku eða nýta fjármunina betur með breyttu skipulagi og aukinni hagræðingu. Þriðji kosturinn sé að leggja niður eða hætta að greiða fyrir ákveðna starfsemi. Áframhaldandi starf í . ljósi samstöðu Samkvæmt upplýsingum frá heil- brigðisráðuneyti eni tillögurnar gninnhugmyndir og almenn viðmið, fyrsti áfangi til að ná samstöðu um stefnumörkun í heilbrigðismálum en ekki heilbrigðisáætlun. Hins veg- ar er sumt af því sem fram kemur í niðurstöðum nefndarinnar þegar komið á verkefnalista, að sögn Ingi- mars Einarssonar skrifstofustjóra í heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu. „Meðal þess er skipun nefnda um gæðamál í heilbrigðis- kerfinu og nefndar sem fjallar um uppbyggingu upplýsingakei’fis. Endurskoðun á langtíma heilbrigð- isáætlun er langt komin og þegar hafa verið gerðir þjónustusamning- ar við nokkrar stofnanii- og reynslu- sveitarfélög til þriggja ára,“ sagði Ingimar í samtali við Morgunblaðið. I nefndinni sátu fulltrúar allra stjórnmálaflokka, neytenda, stjórnenda og fagfólks í heilbrigð- isþjónustunni. í fréttatilkynningu frá heilbrigðis- og tryggingarmála- ráðuneytinu segir að í ljósi sam- stöðunnar sem hafi náðst hafi heil- brigðisráðheiTa ákveðið að for- gangsröðunamefnd eða fulltrúar þeirra aðila sem sátu í nefndinni komi saman ái’lega á næstu áram til að meta árangur og þróun á sviði heilbrigðismála. Aherslur heilbrigð- isþjónust- unnar NEFND um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu kemst að þeirri niðurstöðu í nýútkominni skýrslu að þörf sé á að forgangs- raða verkefnum í heilbrigðis- kerfinu í ríkara inæli en nú sé gert. Þegar forgangsraða þurfí sjúklingum skuli sú ákvörðun fyrst og fremst byggð á sið- fræðilegum og læknisfræðileg- um sjónarmiðum. Nefndin telur að setja eigi reglur um biðlista og setur fram hugmyndir um hagræðingu með aukinni sam- vinnu og samnýtingu. •Ákveðnir þjónustuþættir skulu ganga fyrir Markmið: Eftirtaldir þjónustu- þættir og tegundir þjónustu skulu hafa forgang (þessi for- gangur miðast við þörf fyrir heilbrigðisþjónustu): 1. Meðhöndlun alvarlegra bráða- tilfella, lífshættulegra sjúk- dóma, jafnt líkamlegra sem geðrænna, og slysa sem geta leitt til örorku eða dauða án meðferðar. 2. Heilsuvernd sem sannað hefur gildi sitt. Meðferð vegna alvar- Morgunblaðið/Árni Sæberg STARFSFÓLK á skurðstofu Rikisspítala að störfum. Forystumenn Búnaðarbanka gengu á fund viðskiptaráðherra Telja kauptilboð Islandsbanka of Iágt Formaður Sambands íslenskra spari- sjóða um áhuga Búnaðarbanka á FBA Efast um að al- vara fylgi máli PÁLMI Jónsson, formaður banka- ráðs Búnaðarbankans, og Stefán Pálsson, aðalbankastjóri bankans, telja að átta milljarða króna tilboð Is- landsbanka í hlutafé Búnaðarbank- ans sé of lágt. Pálmi og Stefán áttu fund með Finni Ingólfssyni við- skiptaráðherra í gærmorgun þar sem fjallað var um tilboð íslandsbanka og stöðu þessara mála en Búnaðarbank- inn hefur óskað eftir viðræðum um kaup á eignarhlut ríkisins í Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins. Pálmi sagði að sameinmg Búnaðarbanka og íslandsbanka væri ekki efst á óska- lista Búnaðarbankans. Verðmat Islandsbanka kom á óvart Fundurinn með ráðherra var hald- inn að ósk stjórnenda Búnaðarbank- ans. Stefán segir að tilboð Islands- banka sé lægra heldur en eigið mat Búnaðarbankans á verðmæti bank- ans. Hann vill ekki greina frá hvert það sé. „Við greindum ráðherra frá því að við teldum þetta ekki vera við- unandi tilboð,“ sagði hann. Stefán segir að tilboð íslands- banka komi þeim Pálma ekki á óvart þar sem lengi hafi legið ljós fyrir áhugi íslandsbanka á kaupum á Búnaðarbankanum. Hins vegar komi verðmat Islandsbanka á Búnaðar- bankanum á óvart. Pálmi Jónsson sagði að það væri aðeins á markaðnum sem hægt væri að leiða í Ijós hvert raunverðið á eignarhlut ríkisins væri. „Við gefum ekki út neitt mat á bankanum í til- efni af þessu tilboði," sagði hann. Aðspurður kvaðst Stefán telja ágætt að tilboðsfrestur Islandsbanka væri stuttur eða til 15. september. „Það er ekki gott að vera með þetta hangandi lengi yfir höfði sér,“ sagði hann. Mikill titringur meðal starfsfólks „Við heyrum að það er mikill titr- ingui’ meðal starfsfólks bankans og það liggur alveg Ijóst fyrir að ef á að ná fram 15% hagræðingu á skömmum tíma þá hlýtur að koma til þess að æði margir missi störf sín,“ sagði Stefán aðspurður um hugsanlega sameiningu íslandsbanka og Búnaðarbankans. Stefán og Pálmi telja að sameining Búnaðarbankans og Fjárfestingar- bankans yrði mjög hagstæður kostur fyrir ríkissjóð sem eiganda þessara stofnana. Með því móti gæti ríkis- sjóður aukið verðmæti sín en þeir taka fram að það sé ríkisins en ekki stjórnenda bankans að taka ákvarð- anir um slíkt. Pálmi bendir á að við kaup Búnað- arbankans á FBA yrði til mjög sterkur banki sem myndi væntan- lega auka verðmæti þessara eigna ríkisins. „Við lítum svo á að í því felist miklir kostir fyrir ríkið sem eiganda þessara tveggja banka. Meðal þess sem skiptir máli er að verðmæti þessara eigna sé sem mest þegar til sölu kemur,“ sagði hann. Pálmi benti einnig á að það skipti miklu máli hver niðurstaðan yrði í þessum málum öllum og hvernig banka- og fjármagnsmarkaðurinn liti út hér á landi. „Menn eru að velta þeim málum fyrir sér,“ sagði hann. Finnur Ingólfsson sagði í samtali við blaðið að stjórnendur Búnaðar- bankans he ÞÓR Gunnarsson, formaður Sambands fslenskra sparisjóða, segist telja mjög eðlilegt af hálfu íslandsbanka að gera kauptilboð í Búnaðarbankann og hann er þeirrar skoðunar að þetta útspil Islandsbanka geti vel fallið að markmiðum ríkis- stjórnarinnar. Viðræður hefjast í næstu viku á milli sparisjóðanna og við- ræðunefndar af hálfu ríkisins vegna áhuga sparisjóðanna á að kaupa hlutafé ríkisins í Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins. Fram hefur komið að Búnaðarbankinn hefur einnig óskað eftir viðræð- um við viðskiptaráðuneytið um kaup á FBA. „Þegar maður horfir á Búnað- arbankann gera tilboð í Fjár- festingarbanka atvinnulífsins gæti maður látið sér detta í hug að það væri frekar gert til að dreifa athyglinni en að það væri alvara í því máli, þótt ég vilji ekki gera Búnaðarbankanum neitt óeðlilegt upp,“ segir Þór. Hann bendir á að bæði Búnað- arbankinn og Fjárfestingarbank- inn séu í eigu ríkissjóðs og því vakni sú spurning hvaða ástæður hafi verið fyrir því að setja Fjár- festingarbankann á stofn ef til stóð að sameina hann annarri ríkisstofnun. Sparisjóðirnir falast af fullri al- vöru eftir FBA Þór segir alveg ljóst að spari- sjóðirnir séu af fullri alvöru að falast eftir að kaupa Fjárfest- ingarbankann. „Það mál hefur verið skoðað af okkar sérfræð- ingum. Við höfum unnið þetta á vettvangi Kaupþings, með að- stoð endurskoðanda og lög- manna, og það er engin spurn- ing að það er mjög auðvelt fyrir sparisjóðina að gera þetta. Ferlið er alveg ljóst fyrir okkur. Spurningin er bara sú hvort rík- isvaldið lítur svo á að þetta sam- ræmist þeirra markmiðum," segir Þór.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.