Morgunblaðið - 15.08.1998, Qupperneq 11
MORGUNB LAÐIÐ
LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 11
legra langvinnra sjúkdóma. End-
urhæfing og hæfíng. Líknandi
meðferð.
3.Meðferð vegna minna alvar-
legra slysa og minna alvarlegra
bráðra og langvinnra sjúk-
dóma.
4-Önnur meðferð sem fagleg rök
eru fyrir að hafi skilað árangri.
Tryggja skal að þeir sem
vegna æsku, fötlunar eða öldr-
unar eiga erfitt með að gæta
réttar síns njóti jafnræðis á við
aðra.
•Setja skal reglur um biðlista,
biðtíma og tilfærslu sjúklinga
innan heilbrigðiskerfisins
Markmið:
1. Enginn skal vera á biðlista
nema um viðurkennda þörf fyr-
ir aðgerð eða rannsókn sé að
ræða.
2.Setja skal fram hlutlæg skil-
merki (criteria) fyrir viðkom-
andi rannsókn eða aðgerð.
3. Hámarksbiðtíma eftir þjónustu
skal skilgreina eftir því sem við
á í hveiju tilviki en hann skal
ekki vera lengri en 3-6 mánuð-
ir.
4. Hver sjúklingur skal á hverj-
um tima fá þjónustu á þeim
stað eða stigi innan heilbrigð-
iskerfisins sem hentar honum
best.
5. Tryggja ber að sú greining eða
meðferð sem valin er í hverju
tilviki sé gagnleg og eins hag-
kvæm og kostur er.
•Stuðla ber að auknum gæðum
og hagkvæmni innan heilbrigð-
isþjónustunnar, svo sem með
betri nýtingu lækningatækja,
mannafla og eflingu rannsókna
Markmið:
1.011 ný lækningatæki og með-
ferðarúrræði skulu uppfylla
ákveðnar kröfur um árangur
og öryggi.
2. Komið verði á fót þverfaglegu
ráði sem m.a. íjalli um hagnýt-
ingu tækninýjunga og rann-
sóknarniðurstaðna.
3. Tryggt verði að heilbrigðis-
kerfið geti hagnýtt sér
tækninýjungar og rannsóknar-
niðurstöður, t.d. með því að ár-
lega verði 3-5% af fjárframlög-
um til stofnana varið til tækja-
kaupa og endurnýjunar á
tæknibúnaði.
4. Efla skal grunnrannsóknir með
langtímamarkmið í huga.
ð.Heilbrigðisþjónustan skal styðj-
ast við viðurkennda gæða-
staðla.
Formaður starfs-
mannafélags
Búnaðarbanka
Starfsfólk
í óvissu
TILBOÐ íslandsbanka í öll
hlutabréf ríkissjóðs í Búnaðar-
bankanum kom starfsmönnum
Búnaðarbankans talsvert á
óvart, að sögn Önnu Rósu Jó-
hannsdóttur, formanns starfs-
mannafélags Búnaðarbankans.
Yfírstjórn Islandsbanka
boðaði fund með starfsmanna-
félagi Búnaðarbankans, starfs-
mannafélagi Islandsbanka og
stjórn Sambands íslenskra
bankamanna sl. fimmtudag til
að kynna þeim tilboð bankans í
Búnaðarbankann og hug-
myndir stjórnenda íslands-
banka um sameiningu bank-
anna.
Anna sagði að óvissa væri
meðal starfsfólksins um hvert
framhaldið yrði. „Ákvörðunin
er í höndum ráðherra, ríkis-
stjórnarinnar og Alþingis og
við getum lítið annað gert en
bíða og sjá til. Við vitum að ein-
hverjar breytingar verða gerð-
ar en hverjar þær verða er
óvíst. Auðvitað er alltaf ein-
hver ótti meðal starfsmanna,"
sagði hún.
FRÉTTIR
Heimdallur velur alþingismann ársins
Verðlaun fyrir að
sýna hugsjónir í verki
HEIMDALLUR, félag ungra
sjálfstæðismanna í Reykjavík,
veitti Friðriki Sophussyni viður-
kenninguna þingmaður ársins á
fundi félagsins í gær.
Friðrik var formaður ungra
sjálfstæðismanna á árunum 1973
til 1977 og segir í fréttatilkynningu
frá Heimdalli að þá hafí hann lagt
grann að mikilli hugmyndafræði-
legri sókn undir slagorðinu Báknið
burt. Þykir Heimdalli hann hafa
sýnt hugsjónir sýnar í verki m.a.
með því að stuðla að því að ríkis-
valdið dragi sig út úr þeirri starf-
semi sem hægt sé að láta einstak-
linga reka. Segir í fréttatilkynn-
ingu að Friðrik hafi náð góðum ár-
angri í störfum sínum sem fjár-
málaráðherra og hefur Heimdallur
væntingar til þess að Friðrik muni
stuðla að aukinni samkeppni í
einkavæðingu í orkugeiranum í
nýju starfí sínu hjá Landsvirkjun.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
FRIÐRIK Sophusson tekur við viðurkenningu frá Illuga Gunnarssyni
formanni Heimdallar.
VERSLANIR
i 1 - S. 577-5858 - Skeifunni 19 - S. 568-1717
Sportswear Company*
[ciLDAmarx]
ORFAIR DAGAR EFTIR