Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 17 VIÐSKIPTI ✓ Hagnaður Lyfjaverslunar Islands 22,5 milljónir á fyrri árshelmingi Hyggst afskrifa hluta- fé sitt í Ilsanta UAB Rekstrartekjur samstæð- unnar jukust um 12% HAGNAÐUR Lyfjaverslunar ís- lands hf. nam 22,5 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum árs- ins en var 24,4 milljónir í fyrra. Hagnaðurinn minnkar því lítillega á milli ára. Rekstrartekjur sam- stæðunnar jukust hins vegar um 12%, námu nú 792 milljónum króna á fyrri árshelmingi en 706 milljónum á sama tímabili í fyrra. Vegna erfiðleika í rekstri Ilsanta UAB í Lithaugalandi hefur Lyfja- verslunin ákveðið að undirbúa af- skrift á hlutafjáreign sinni í félag- inu á þessu ári. Eigið fé félagsins var 550 millj- ónir í lok tímabilsins og eiginfjár- hlutfall 45%. Veltufjárhlutfallið var 2,8 og nam handbært fé frá rekstri 80 milljónum króna. Arð- semi eigin fjár var 4,1% á tímabil- inu. Sturla Geirsson, fjármálastjóri fyrirtækisins, segir að niðurstaðan sé í samræmi við áætlanir um af- komu ársins. Meginástæða þess að hagnaður minnki lítillega þrátt fyr- ir vaxandi tekjur sé aukinn launa- kostnaður samstæðunnar. Hann hafi hækkað um 29 milljónir frá sama tíma í fyrra vegna fjölgunar starfsmanna, auk samningsbund- inna launahækkana. Pá hafi annar kostnaður samstæðunnar aukist um tíu milljónir vegna aukinna um- svifa en rekstrarþættir verið í jafn- vægi á tímabilinu. Útlit sé fyrir að afkoman í ár verði heldur betri en í fyrra. Minnkandi tap hjá Ilsanta Lyfjaverslunin á um 26% hlut í lyfjafyrirtækinu Ilsanta UAB í Lithaugalandi en rekstur þess hefur ekki gengið sem skyldi. Á fyrri árshelmingi nam tap af rekstri Ilsanta 35 milljónum króna. Það er þó nokkur bati frá sama tímabili í fyrra en þá nam tapið 70 milljónum króna. Rekstur lyfjaheildsölufyrirtækis Ilsanta, Ilsanta Pharma UAB, hefur hins vegar farið vel af stað að sögn Sturlu. Vegna rekstrarerfiðleika Ilsanta hefur stjórn Lyfjaverslunarinnar nú ákveðið að hefja afskrift á hlutafjáreign sinni í félaginu á þessu ári, verði ekki horfur á því í árslok að rekstur þess verði arð- Lyfjaverslun íslands hf. Úr milliuppgjöri 30. júní 1998 _ tS^^Hr Jan.-júní Jan.-júní f|P Rekstrarreikningur Míiijónir króna 1998 1997 Breyling Rekstrartekjur Rekstrargjöld 791,7 751,6 706.2 673.2 +12,1% +11,6% Hagnaður fyrir fjármagnsliði Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) 40,0 (6,6) 33,0 (6,6) +21,4% ■1,2% Hagnaður fyrir skatta Tekju- og eignarskattur Hlutdeild minnihl. í hagn. dótturfél. 33,5 (5,6) (5,4) 26,3 (0,9) (1,0) +27,1% +507% +454% Hagnaður tímabílsins 22.4 24.4 ■8,2% Efnahagsreikningur Miiijónir króna 30/6 '98 30/6 '97 Breyting I Elgnlr: \ Fastafjármunir 541,2 526,8 +2,7% Veltufjármunir 680,1 682,9 -0,4% Eignlr samtals 1.221,3 1.209,7 +1,0% | Skuldlr og oigið 16: \ Eigiðfé 550,5 538,6 +2,2% Hlutdeild minnihluta í dótturfél. 10,5 5,1 +107,5% Langtímaskuldir 419,0 323,2 +29,6% Skammtímaskuldir 241,3 342,8 -29,6% Skuldir og eigið fé samtals 1.221.3 1.209.7 +1,0% Sjóðstreymi 1/1 - 30/6 1998 1997 Breyting Veltufé frá rekstri Milljónir króna 60,3 54,2 +11,3% bær í framtíðinni. Bókfært verð eignarhlutar Lyfjaverslunarinnar í Ilsanta er nú 136 milljónir króna. Að undanförnu hafa staðið yfir viðræður lithaugska heilbrigðis- ráðuneytisins fyrir hönd ríkis- stjórnar landsins og fulltrúa stjórnar Ilsanta, með stuðningi ís- lenskra stjórnvalda, um nýjan samstarfssamning. Kæmi sá samningur í stað þess, sem gerður var árið 1993, og ekki var staðið við af hálfu stjórnvalda í Lit- haugalandi að sögn Sturlu. Standi vonir til að jákvæðar niðurstöður af þessum viðræðum leiði til bætts rekstrarumhverfis félagsins í ljósi umbóta á stjórnarfari sem orðið hafi að undanförnu í Lithauga- landi. Lyfjaverslunin vinnur nú að kostnaðarsömum þróunarverkefn- um varðandi skráningu og fram- leiðslu lyfja fyrir erlendan markað, bæði á eigin vegum og í samvinnu við Delta hf. Fyrirtækið er því á undirbúnings- og fjárfestingar- tímabili að sögn Sturlu. „Við reikn- um með að framleiðsla og útflutn- ingur í tengslum við þessi verkefni hefjist á síðari hluta árs 1999 og fyrr skila þau ekki tekjum. Árið 2000 og síðar er á hinn bóginn reiknað með verulegum tekjum vegna þessara verkefna. Batnandi framtíðararðsemi félagsins verður m.a. háð árangri af þessum verk- efnum.“ Rekstri félagsins skipt í þrennt Á síðastliðnum þremur mánuð- um hafa starfsmenn og stjórnend- ur félagsins unnið að umfangsmik- ilh stefnumótun. Hefur nú verið ákveðið að hefja undirbúning að aðskilnaði þriggja rekstrarþátta fé- lagsins, þ.e. heildsöludreifingar, þróunar og framleiðslu lyfja og umboðsþjónustu. — skemmtilegi bilinn Armúla 13 • Sími 575 1220 - 575 1200 verð frá aðeins 1.445.000 Hyundai Coupe er kraftmikill sportbill, með 116 ha. eða 138 ha. vél Á Hyundai Coupe er eftir þér tekið i umferðinni. Rennitegar og ávalar tínur ásamt aftinu undir vétarhiífinni gefa þér réttu tilfinninguna. Komdu og skoóaðu mest selda sportbíl á íslandi. ORTBILL sem horft er á eftir!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.