Morgunblaðið - 15.08.1998, Síða 19

Morgunblaðið - 15.08.1998, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 19 Ahern þakkar Gingrich BERTIE Ahern, forsætisráð- herra írlands, þakkaði í gær Newt Gingrich, forseta full- trúadeildar Bandaríkjaþings, fyrir stuðning Bandaríkjanna við friðarumleitanir á N-írlandi en þeir áttu fund saman í gær í Limerick á Irlandi. Mitchel McLaughlin, formaður Sinn Féin sem er stjórnmálaarmur IRA, bað í gær IRA og hver þau samtök önnur sem staðið hafa fyrir ódæðisverkum á N- írlandi að veita upplýsingar um greftrunarstað „týndra" fórn- arlamba þannig að ættingjar geti kvatt ástvini sína hinsta sinni. 58 deyja í skriðuföllum AÐ minnsta kosti fímmtíu og átta fórust í skriðuföllum í Utt- ar Pradesh-héraði á Himalaya- svæðinu í norðurhluta Ind- lands. Mjög hefur rignt á þessu svæði að undanförnu og er það talið hafa valdið því að heilu þorpin urðu skriðum að bráð. Talebanar gagnrýndir RAFSANJANI, fyrrverandi forseti Irans, kallaði leiðtoga Talebana í Afganistan í gær óá- byrga og krafðist þess að þeir slepptu úr haldi ellefu diplómötum sem íranar segja að Talebanar haldi föngnum. Rafsanjani er enn áhrifamikill á bak við tjöldin í íran og sagði alveg ljóst að íranar myndu ekki una því að samlöndum þeirra værri haldið í gíslingu á þennan hátt. Rottur fleiri en menn FLEIRI rottur búa nú í Bret- landi en menn, ef marka má rannsókn sem birt var í gær. Kemur þar fram að sextíu millj- ónir rottna sé að finna á Bret- landi og að þær flytji nú í aukn- um mæli upp á yfirborð jarðar í stað þess að halda sig í holræs- unum. Ferðatölvur rannsakaðar BRESKIR tollverðir reyna nú að hindra útbreiðslu bama- kláms á tölvutæku formi með því að rannsaka ferðatölvur sem ferðamenn flytja með sér inn í landið. Nota þeir sérstakt forrit til að leita í vélunum og segja að leitin hafi oft borið ár- angur. Erlendir andófsmenn látnir lausir Rangoon. Reuters. DÓMSTÓLL í Burma lét í gær 18 erlenda andófsmenn lausa, sem fyrr um daginn höfðu verið dæmdir til fimm ára þrælkunar fyrir að hafa dreift áróðri fyrir lýðræðislegum stjórnarháttum í landinu. Haft var eftir vitnum að dóm- stólnum hefði borist tilskipun frá innanríkisráðuneytinu, þess efnis að refsing skyldi látin niður falla til að koma í veg fyrir deilur við þjóðlönd andófsmannanna. Útlendingarnir voru látnir lausir með því skilyrði að þeir héldu ekki uppteknum hætti, og þeim tilmælum var beint til sendi- ráða viðkomandi ríkja að þau gerðu ráðstafanir til að koma fólkinu tafar- laust úr landi. Átjánmenningarnir eru frá Bandaríkjunum, Taílandi, Malasíu, Indónesíu, Filippseyjum og Ástral- íu. Þeir voru ákærðir fyrir að dreifa bæklingum þar sem Burmabúar voru hvattir til að minnast uppreisn- arinnar gegn herstjórninni árið 1988. Herinn bældi uppreisnina nið- ur með hai'ðri hendi og stjórnarand- stæðingar segja að þúsundir manna hafi látið lífið. Handtaka átjánmenninganna var fordæmd víða um heim og Banda- ríkjastjórn, meðal annarra, hafði krafist lausnar þeirra. Suu Kyi situr enn í bfl sínum Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Burma og friðarverðlaunahafi Nóbels, hélt ennþá til í bíl sínum í gær skammt utan við höfuðborgina, en hermenn stöðvuðu för hennar á miðvikudag er hún var á leið til fundar við stuðn- ingsmenn sína í vesturhluta lands- ins. Yfirvöld sögðust í gær hafa séð henni fyrir sólhlíf, stólum og dag- blöðum „til þess að hjálpa henni að drepa tímann“. Hermenn þvinguðu Suu Kyi til að yfirgefa bifreið sína eftir sex daga dvöl í síðasta mánuði. Þá, eins og nú, bera yfirvöld því við að þau geti ekki heimilað henni að ferðast til vestur- hluta landsins, þar sem öryggi henn- ar kunni að vera ógnað. Reuters KONUR söfnuðust saman við sendiráð Bandaríkjanna í Nairóbí í gær og minntust fórnarlamba sprengjutil- ræðisins. 235 Kenýabúar og 12 Bandaríkjamenn fórust. Fyrir miðri mynd má sjá Charity Kaluki Ngilu, þing- konu og leiðtoga Jafnaðarmannaflokks Kenýa. Reuters Kónguló- armaður- inn klifrar FRANSKI ofurhuginn Alain Ro- bert klifraði í gær upp vegg eins háhýsisins í Defense-fjármála- hverfinu í París, án nokkurra hjálpartækja eða öryggisbúnað- ar. Hann var aðeins hálfa klukkustund að snara sér upp 183 metra háa bygginguna og hafði ekki einu sinni fyrir því að fá tilskilin leyfí frá yfírvöldum. Hann hefur af augljósum ástæð- um fengið viðurnefnið Kónguló- armaðurinn, en hann hefur áður klifrað upp háar byggingar víða um heim, m.a. Eiffelturninn og Golden Gate-brúna í San Francisco. ^inningarathöfn vegna fórnarlamba sprengingarinnar í Nairóbí Ottast fleiri sprengiutilræði Zurich, Nairóbí, Washington. Reuters. RÝMA þurfti sendiráð Bandaríkj- anna í Bern í Sviss í gær í um tvær klukkustundir eftir að sprengjuhót- un barst. Var starfsfólki leyft að snúa aftur til starfa sinna eftir að lögregla hafði leitað af sér allan grun í byggingunni. Á sama tíma tilkynnti Banda- ríkjastjórn að loka ætti tímabundið sendiráðinu í Albaníu vegna ótta um að öfgasinnaðir íslamstrúar- menn reyndu að feta í fótspor þeirra sem stóðu fyrir sprengjutil- ræðunum við sendiráð Bandaríkj- anna í Kenýa og Tansaníu í síðustu viku. Hafa Bandaríkjamenn átt hlutdeild í handtökum nokkurra múslima á svæðinu að undanförnu og telja þeir þvi vissara að hafa all- an vara á. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að hún myndi ferðast til Kenýa og Tansaníu nú um helgina. Sheila Horan, stjórnandi rannsóknar bandarísku alríkislögreglunnar í Kenýa, segir mikilvægar vísbend- ingar hafa fundist á vettvangi, m.a. hluta bifreiðarinnar sem notuð var við tilræðið. Fórnarlamba minnst í Nairóbí Við höfum grátið svo mikið að tárin eru upp urin,“ sagði kenýsk kona við minningarathöfn, sem fram fór í Nairóbí í gær, um fórnar- lömb sprengjutilræðisins við banda- ríska sendiráðið í Kenýa. Tugir kvenna, hindúar, múslimar, og ki-istnar konur, söfnuðust saman og báðu fyrir fórnarlömbum spreng- ingarinnar. Þingkonan Charity Kaluki Ngilu stýrði samkomunni. Hún sagði Kenýabúa bera þyngri byrðar en Bandaríkjamenn vegna tilræðisins, þótt því hafi ekki verið beint gegn þeim. 235 Kenýubúar fórust í sprengingunni í Nairóbí. Seljum í nokkra daga lítið útlitsgölluð húsgögn með allt að 50% afslætti. Opið: 12:00-18:00 virka daga 9:00-16:00 lau. 15. ágúst Mörkinni 3 Sími 588 0640 Fax 588 0641 casa@islandia.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.