Morgunblaðið - 15.08.1998, Side 21

Morgunblaðið - 15.08.1998, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 21 ERLENT Efasemdir um bankauppgj örið í Færeyjum Bankastjóri Færeyjabanka segir stefnu dönsku stjórnarinnar í málefnum eyjanna vera vonlausa og nokkrir danskir þingmenn krefjast þess að gerð verði nánari grein fyrir Færeyjabankamálinu. Hefur þetta vakið litla kátínu danska fjármálaráðherrans, segir í grein Sigrúnar Davíðsdóttur. ENGINN vafi er á að bankakreppan í Færeyjum var Færeyingum sjálfum að kenna, en jafnframt sýnir meðhöndlun dönsku stjórnarinnar á málinu að Færeyja- stefna hennar er vonlaus. Danska stjórnin gaf í raun Færeyingum um tuttugu millj- arða íslenskra króna í bankauppgjörinu í júní. Þessari niðurstöðu kemst Jorn Astrup Hansen bankastjóri Færeyjabanka að í gi-ein í Berlingske Tidende. Mogens Lykketoft fjármálaráðherra segir rökfærslu bankastjórans „tröllslegt rugl“, en ýmsir þingmenn hafa farið fram á nánari greinar- gerð fyrir uppgjöri stjórnarinnar við Færey- inga. Enginn dreginn til ábyrgðar í harðorðri grein veitir bankastjórinn ákúrur á báða bóga, þegar hann bendir á hvernig danska stjómin hafi með einu pennastriki 10. júní síðastliðinn og rausnar- legri upphæð til Færeyinga fjarlægt banka- málið af forsíðum blaðanna. Landstjórnin hafði gert kröfur um 1,5 milljarða danskra króna, en hvernig sú tala var fengin var aldrei gaumgæft og í ofanálag samþykkti danska stjórnin í raun að láta landsstjómina hafa hátt í þrjá milljarða danskra króna eftir næturfundi í fjármálaráðuneytinu. „En af hverju þurftum við þá að fara í gegnum nefndarrannsókn, sem vafalaust hefur kost- að jafnmikið og lítill sveitabanki og af hverju þurftum við þá pólitískt að dragnast með málið í fímm ár úr því lausnin var svona ein- föld?“ spyr bankastjórinn. Það versta við þessa lausn er að mati Astr- up Hansens að þar með var málinu lokið án þess að minnsta tilraun væri gerð til að draga nokkurn til ábyrgðar. Þetta hefur skemmt samband Dana og Færeyinga, þar sem skipting ábyrgðar og áhrifa er þegar óljós fyrir. Jafnframt sé ljóst að gróusögur af bankamálinu verði áfram á kreiki. Kreppan sök Færeyinga - en Danir ekki saklausir Astmp Hansen segir kreppuna í byrjun áratugarins hafa stafað af útþenslustefnu landstjórnarinnar, sem hafi styrkt sjávarút- veginn hömlulaust. Þetta og óheppilegar skattareglur hafi leitt til offjárfestinga í sjáv- arútvegi og þenslu í bankageiranum. Þessi berserksgangur landstjórnarinnar hafi síðan leitt til hruns fiskistofnanna og kreppu 1992-1993. Danska stjórnin var þó ekki saklaus. Heima fyrir greip Poul Schlúter þáverandi forsætisráðherra til aðhaldsaðgerða. Um leið kynti danska stjórnin undir færeyska efna- hagsbálinu með milljarði danskra króna ár- lega, í stað þess að aðlaga framlagið þensl- unni, jafnvel þótt dönsk ráðgjafarnefnd væri stöðugt að vara stjórnina við ástandinu í F æreyjum. Þegar kreppan skall á 1992 staðhæfðu færeyskir stjórnmálamenn að hún stafaði af kollsiglingu bankanna. Hið rétta hafi þó ver- ið að stjórnmálamennimir hafi sjálfir stefnt öllu fram á ystu nöf, þó kreppan væri sýni- legust í bönkunum, sem báru lán til atvinnu- veganna. Sparisjóðirnir með lán sín til ein- staklinga sluppu óskaddaðir. Bankarnir hefðu reyndar getað spyrnt við fótum, en þeir gerðu það ekki heldur dönsuðu bara eft- ir pípu stjórnmálamannanna. Óskiljanlegt uppgjör I kjölfar kreppunnar kom fjárþörf bank- anna. Afskriftir dugðu ekki til og í mars 1993 dró Danski bankinn, er átti 60 prósent í Færeyjabanka, sig út og Fjármögnunarsjóð- urinn yfirtók hlutinn á vegum landstjómar- innar. Landstjórnin tók lán til að endurfjár- magna bankana tvo, sem vom sameinaðir í einn banka, Færeyjabanka. Upp úr þessu sprattu tröllasögur um hve mikið fé bank- arnir hefðu fengið. Það era öll þessi fjár- framlög, sem Astrup Hansen álítur að eng- inn hafi kannað nægilega vel. Skiljanlegt sé að færeysku stjórnmálamennirnir hafi viljað viðhalda ofmati á hversu mikið þetta var, en óskiljanlegt sé hvers vegna danska stjómin hafí ekki skýrt málið til hlítar. í þessum eft- irleik sé danska fjármálaeftirlitið ekki sak- laust. Miðað við þróunina síðan, hagkvæmnina af sameiningu bankanna og að bankinn er nú rekinn með hagnaði álítur Astrap Hansen uppgjörið frá í júní alveg óskiljanlegt, nema menn leggi sama skilning í það og Oli Breck- man þingmaður færeyska Fólkaflokksins. Hann álíti bæði fjárapphæðina og tímasetn- ingu uppgjörsins hafa ráðist af því að rámum tveimur vikum seinna samþykkti danska þingið efnahagsaðgerðir, sem stjórnin hefði ekki komið í gegn án færeyskrar aðstoðar, því stjórnin hefur annars ekki meirihluta. Gallinn við uppgjörið sé ekki aðeins upp- hæðin, heldur að ekki sé tekið fram hvað sé verið að bæta, upphæðinni bara slengt ósundurgreindri á borðið. Þar með sé stað- fest sú færeyska trá að þar sem bankakerfið sé á ábyrgð Dana samkvæmt heimastjórnar- lögunum beri þeir líka ábyrgð á öllu tapi þar. Með þessu hafi danska stjómin einmitt tekið á sig alla ábyrgðina. Af hverju sömdu Danski bankinn og landstjórnin ekki 1992-93? Að mati Astrap Hansen áttu landstjórnin og Danski bankinn mestra hagsmuna að gæta, landstjórnin sem yfirvald og bankinn sem lánardrottinn. Það vefst því fyrir banka- stjóranum að skilja hvers vegna þessir tveir aðilar reyndu ekki í samvinnu að greiða úr fjármála- og bankaflækjunni. Það hefði spar- að Færeyingum fimm ára óleyst kreppumál eftir kreppuna 1992-93. í staðinn sluppu þessir tveir hagsmunaaðilar, en danska stjórnin tók allt á sig. í lokin segir bankastjórinn að mestu mis- tökin hafi Færeyingar gert sjálfir, en málið sýni hugsanlega að Færeyjastefna dönsku stjómarinnar sé marklaus. „Er allt þetta ferli ekki aðeins dæmi um að Danmörk hefur fallið á prófinu um að vinda ofan af nýlendu- tengslunum?" spyr greinarhöfundur. Grein bankastjórans vekur margar spurn- ingar og þá ekki síst hvers vegna hann hafi kosið að vekja málið upp aftur. Þingmenn era enn í fríi, en nokkrir þeirra hafa lýst yfir að þeir vilji láta kanna júníuppgjörið betur. Lykketoft fjármálaráðherra aftekur að út- legging bankastjórans sé rétt. Það á þó eftir að koma í Ijós hvort ráðherrann er búinn að bíta úr nálinni með Færeyjar. Fyigstu daglega með öflugustu úrvalsdeild í heimi á mbl.is Boltavefur mbl.is vindur enn upp á sig með ítarlegri og lifandi umfjöllun um enska boltann f vetur. Fréttir af hverri einustu umferð á meðan leikirnir fara fram Liðin, leikirnirog leikmennirnir. Heimasíður félaganna, nýjar fréttir á hverjum degi, nánast allar upplýsingar sem hægt er að finna jnapc árangur a||ra |jða> Fy|gStu með . ^ } frá upphafi. Enski boltinn er byrjaður ^ að rúlla á mbl.is mbl. is/bolti nn/enski ■ . Enski boltinn á mbl.is - þar sem hlutirnir gerast hratt! N

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.