Morgunblaðið - 15.08.1998, Side 46

Morgunblaðið - 15.08.1998, Side 46
46 LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens M M/y/A V?** SÆKJAsr 1 / J w 7 ;V./' m/t/ > W-rl' EFTIJZ f* &JL Grettir Tommi og Jenni Smáfólk BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Sammála Hilmari Frá Theodóri Gunnarssyni og Jens Ormlsev: ÉG fínn hjá mér illviðráðanlega hvöt til að taka þátt í þessari Bing Dao umræðu og segja frá minni reynslu, sérstaklega eftir að hafa lesið svargreinina frá aðstandend- um staðarins. Það er augljóst að þetta fólk hlustar ekki á viðskipta- vinina og reynir ekki hið minnsta að taka tillit til kvartana þeirra. Þannig var að ég og félagi minn, sem báðir erum að sunnan, vorum að vinna verkefni á Akureyri tölu- vert fram á kvöld fimmtudaginn 16. júlí sl. Við urðum svangir og ákváðum að reyna að finna ein- hvem opinn veitingastað og þá helst austurlenskan. Okkur var bent á það á hótelinu að það væri kínverskur veitingastaður, sem héti Bing Dao, á hæðinni fyrir ofan veitingahúsið Pollinn. Við fórum á staðinn og vorum komnir þangað, að mig minnir, klukkan rúmlega 10. Það var enn opið og þegar tekið var á móti okk- ur, spurði ég hvort það væri hægt að fá mat svona seint að kvöldi. Þjóninn sagði að það væri ekkert vandamál, vísaði okkur til sætis og fékk okkur matseðlana. Móttök- urnar, húsnæðið og allt umhverfið lofaði góðu, huggulegt og notalegt. Eftir nokkrar vangaveltur ákváðum við að skella okkur á þessa margumræddu „Himna- sælu“. Ef ég man rétt, sem ekki er alveg víst, þá var það sett sem skil- yrði á matseðlinum að það væri pantað að lágmarki fyrir 2. Auk þess pöntuðum við flösku af rauð- víni. Nú sá ég fyrir mér að allt færi af stað í eldhúsinu og kokkurinn færi að elda ofan í okkur þessa engla- fæðu með brauki og brölti. Við fengum vínið, sem ekkert var út á að setja, og settum okkur í stelling- ar til að bíða eftir matnum í mak- indum og sötra dálítið vín á meðan. Við vorum varla búnir að halla okkur aftur í stólana þegar matn- um var bara snarað á borðið eins og hamborgurum á McDonald’s veitingastað! Fyrst kom fat með einhverjum kjötrétti í sósu, svo annað fat með öðrum kjötrétti sem leit nokkurn veginn eins út, svo það þriðja, sem líka leit alveg eins út, þá það fjórða og að síðustu fat með djúpsteiktum rækjum, sem var útlitslega skemmtileg tilbreyt- ing. Að auki kom lítil skál af hrís- grjónum, en við pöntuðum strax meira, sem ekki reyndist vanda- mál. Við fórum nú að borða og áttuð- um okkur strax á því að við værum að borða ómerkilega pottrétti. Það var sem sagt augljóst hvers vegna það var ekkert vandamál að elda ofan í okkur mat svona seint að kvöldi. Það þurfti einungis að moka þessu upp úr pottunum og sletta þessu á diskana! Þetta var ósköp svipað að gæðum og ef við hefðum farið út í búð og náð okkur í nokkrar mismunandi dósir af ódýrum tilbúnum austurlenskum sósum og brytjað út í þær ýmsar kjöttegundir. Við hefðum örugg- lega fengið betri mat ef við hefðum labbað inn á einhvern austurlensk- an skyndibitastað í Reykjavík. Munurinn er sá að í Reykjavík hefði maturinn kostað u.þ.b. 500 krónur, en á Bing Dao kostaði hann 2.200 krónur eða eitthvað ná- lægt því. Við fórum ekki fram á neina af- slætti eða nokkuð slíkt og borguð- um bara reikninginn. Við gátum samt ekki stillt okkur um að lýsa yfir óánægju okkar að því loknu. Þjónustustúlkan brást leiðinlega við og reyndi að réttlæta þessa vit- leysu og fullyrti að maturinn hefði verið eldaður sérstaklega ofan í okkur. Þó að horft sé fram hjá því hve ómerkilegur maturinn var er alveg öruggt að á þeim tíma sem leið frá því að við settumst við borðið og þar til maturinn var kominn á það, hefði varla verið hægt að steikja handa okkur egg, hvað þá að elda 5 mismunandi austurlenskar „Himnasælur" ofan í okkur. Við tökum undir með Hilmari ljósmyndara. Við hefðum alveg eins getað hent peningunum í sjó- inn og komum aldrei aftur á Bing Dao. THEODÓR GUNNARSSON, Laugarnesvegi 51, Rvík. JENS ORMSLEV, Engjaseli 55, Rvík. Allt efni sem birtist I Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fyigir fyrirvari hér að lútandi. Mér er illt í Af hverju læturðu mig Kastarar hafa ekki Ég skal veðja að Ty Cobb var handleggnum ... ekki kasta? Ég er með snotra handleggi! með snotran handlegg, var snotran handlegg! hún það ekki? Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur www.mbl.is/fasteignir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.