Morgunblaðið - 15.08.1998, Side 50

Morgunblaðið - 15.08.1998, Side 50
MORGUNBLAÐIÐ 50 LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 Sýningar hefjast kl. 20. Miðasala sími 551 1475. Opin alla daga kl. 15-19. Símapantanir frá kl. 10 virka daga og frá kl. 13 um helgar. i eulSi Gamanleikrit í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar lau. 15/8 kl. 23, uppselt fim. 20/8 kl. 21, örfá sæti laus fös. 21/8 kl. 21 Miöaverö kr. 1100 fyrir karla kr. 1300 fyrir konur Vðröufélagar LÍ fá 30% afslátt Sýnt í íslensku óperunni Miðasölusími 551 1475 í s ú p u n n i í kvöld kl. 20 UPPSELT í kvöld kl.23.30aukas./UPPSELT sun. 16/8 kl. 20 UPPSELT fim. 20/8 kl. 20 örfá sæti laus fös. 21/8 kl. 20 UPPSELT fös. 21/8 kl.23.30 aukas./örfá sæti sun. 23/8 kl. 20 örfá sæti laus Mlðasala opti kl. 12-18 Ósóttar pantanlr selúar ttaglega Mlðasölusiml: 5 30 30 30 Fjölskyldu -og Húsdýragarðinum —Lau;t5.ágústKt.l4.00og 16 Sun. 16. ágúst kl. 14.00 Síðasta syningarhelgi Mið. 19. agúst kl. 14.30 Miöaverð aöeins kr. 790,- Innifaliö í veröi er: Miði á Hróa hött Miöi í Fjölskyldu -og Húsdýragaröinn Fritt í öll taeki í garðinum Hestur, geitur og kanínur eru í sýningunni Sýningin fer fram í sirkustjaldi Miðasala: 562 2570 • Nótt&Dagur MYNDBÖND Börn berja fullorðna Ninjastrákarnir á Ofurfjallinu (3 Ninjas: High Noon at Mega Mountain)__________________ l> il III il IIIII V II ll ★ Framleiðendur: Yoram Ben-Ami og James Kang. Leikstjóri: Sean McNamara. Handritshöfundar: Se- an McNamara og Jeff Philips. - Kvikmyndataka: Blake T. Evans. Tónlist: John Coda. Aðalhlutverk: Mathew Botuchis, Michael O’La- skey II, James Paul Roeske II, Hulk Hogan og Loni Anderson. (94 mín.) Bandarísk. Sktfan, ágúst 1998. Myndin er öllum leyfð. NINJABRÆÐURNIR þrír mæta hér sterkir til leiks eftir stranga þjálfun hjá afa sínum. Karaoke stangast á við búddisma KAMBÓDÍSKUR munkur var gerður burtrækur eftir að upp komst að hann strauk úr hofínu að næturlagi til að iðka dulda ástríðu sína - að syngja karaoke. Á daginn var Kung Bunchhoeun, sem er 22 ára, í látlausum appel- sínugulum munkakufli en að næturlagi" smeygði hann sér í venjuleg föt og strauk úr hofínu í Phnom Penh til að syngja kara- oke á börum í grenndinni, að því er dagblaðið Koh Santipheap greinir frá. Hann vogaði sér einnig öðru hverju út á dans- gólfíð. „Við viljum ekkert hafa lengur með þennan munk að gera vegna þess að hann hefur of mikið frelsi, hegðun hans brýtur gegn reglum búddism- ans,“ sagði forstöðumaður munkahofsins í viðtali við dag- j, biaðið. Drengirnir komast í hann krappan er þeir heimsækja skemmtigarðinn Ofurfjallið til að sjá bardagasýningu með sjónvarpsstjörnunni Dave Dra- gon. Hópur glæpamanna tekur þá óvænt yfir tæknistjórn skemmti- garðsins, hótar að vinna gestunum mein og krefst tíu milljóna dala í lausnargjald. Bræðurnir sitja ekki aðgerðalausir og ráðast gegn glæpahyskinu með aðstoð Dave Dragon. Velflestar barna- og unglinga- myndir sem koma frá Hollywood eru dulbúnar hasar- og spennu- myndir. Munur- inn er aðeins sá að í barnamynd- unum eru aðal- hetjurnar börn og menp/ eru barðir illilega í stað þess að vera drepnir. „Ninja- strákarnir" er engin undan- tekning hvað þetta varðar og höfðar til áhorf- enda sinna með slagsmálum, stór- um byssum, sprengingum og Ijósku í þröngum leðurfatnaði. Þá geta böm fengið útrás fyrir biturð sína gagnvart fullorðnum með því að fylgjst með 7-12 ára strákum greiða fullvöxnum mótherjum sín- um hvert höggið á eftir öðru. Það sem þó forðar þessari mynd frá al- gerum ömurleika er að hún tekur sig ekki of alvarlega og verður skemmtilega fáránleg á köflum. Þannig teflir hún fram hjákátlegum ímyndum, þ.e. fimmtugri ofurhetju í lendaskýlu með hártopp og síli- konbætta megabeibinu Medusu (Loni Anderson) sem er 20 árum of gömul fyrir ímynd sína. Þá má finna vísanir í kvikmynda- og teiknimyndasöguhefðina sem leikið er með á nokkuð skemmtilegan hátt og gerir það myndina örlítið innihaldsríkari en við mátti búast. Heiða Jóhannsdóttir FÓLK í FRÉTTUM Stórir menn í pilsum Islensku Hálandaleikarnir verða haldnir um þessa helgi og næstu. Heimsmeistar- inn Ryan Vierra er mættur til leiks, og --------------7----------------------- ætlar að fá Islendinga til að taka á honum stóra sínum. HANN er viðkunnanlegur stóri sterki maðurinn sem er þrefald- ur heimsmeistari í Hálandaleik- um. íþróttin er ættuð frá Skotlandi eins og nafnið bendir til, og er einskonar tugþraut iðk- uð þar til forna. En sá besti í heimi heitir Ryan Vierra. Ekki er það nafn af skoskum uppruna, eða hvað? Fjölbreyttari íþrótt Vierra: „Nei, ég er portú- galskur Ameríkani, og mörgum finnst skrítið að ég skuli vera að sérhæfa mig í þessari íþrótt sem byggist á skoskri menningararf- leifð. En mamma á ættir að rekja til Skotlands. Hún er af Snelson ættinni frá Glasgow." - Hvernig fékkstu áhuga á þessari íþrótt? „Kúluvarpsþjálfarinn minn hafði mikinn áhuga á þessari íþrótt og lét mig æfa hana í og með, því margt er líkt með henni og kúluvarpinu. Svo fór að mér fannst þetta skemmtilegra, því í kúluvarpinu á ég mín sex köst, svo er ég búinn. Hálanda- leikarnir eru tugþraut, sem tek- ur lengri tíma, er fjölbreyttari auk þess sem íþróttinni fylgir skemmtilegt fólk og einstök stemmning." - Hefurðu alltaf verið svona stór? „Nei, það tók mig heil fimm ár að byggja mig upp í það sem ég er núna með því að borða rétt fæði og þjálfa á réttan hátt. Það hjálpar við margar þrautimar að vera svona stór og sterkur, en það em samt sumir hverjir mun grennri sem ná líka góðum ár- angri.“ Prótín í fæðingu - Ég frétti að þú vaknaðir upp á nóttunni til að æfa þig. Getur það virkilega verið? „Já, þetta er satt. Finnst þér það fyndið? Stundum á nóttunni man ég einhver tækniatriði sem ég verð að þjálfa. Þá stekk ég fram á gólf eða út í garð eftir Erfiðir andstæðingar - Finnst þér skemmtanagildi íþróttarinnar mikilvægt? „Það er mjög gaman að sýna fyrir framan marga því fólk hefur almennt gaman af þessu. Best er að sýna í Skotlandi eða Nova Scotia í Kanada þar sem áhorfendur eru almennilega k með á nótunum. Heima í Hk Kaliforníu erum við bara a stórir menn í pilsum fyrir ■ áhorfendur.“ ■ - Hvað ætlarðu að gera m u íslandi? „Núna um helgina eru Hálandaleikar í Keflavík og um næstu helgi í Hafnarfirði. Eg ætla að keppa á móti Is- lendingunum og þarf að taka á mínum stóra. Andrés Guð- mundsson er í góðu formi núna, Pétur Guðmundsson, Sæmundur Sæmundsson og Hjalti „Úrsus“ Árnason. Þetta eru allt verðugir og erflðir andstæðingar." nú verð ég á íslandi í tvær vik- ur. Svo á ég sex mánaða gamla dóttur sem ég sakna mjög mik- ið.“ - Pú hefur vonandi verið heima þegar hún kom í heiminn ? „Jú, ég var að æfa mjög erfitt prógramm þegar ég fékk hring- ingu um það að konan væri kom- in af stað. Eg þaut upp á sjúkra- hús og var þar alla nóttina með henni í óhreinum æfmgafötun- um. Til að fá næringu var ég með prótínið mitt með mér og fór að háma það í mig. Konan varð ekki mjög hress með það að ég ein- beitti mér meira af því að borða en að kvölun- um sem hún var að ganga í gegnum!“ hversu mikið pláss ég þarf, og æfi mig svo ég gleymi þessum atrið- um ekki.“ - Hvað fumst konunni um þetta? „Þetta er vinnan mín, og hún skilur það mjög vel. Það eru hinsvegar löngu ferðalögin mín sem hún á erfitt með að þola. Ég var að koma úr mánaðar ferðalagi, var heima í tvo daga og Morgunblaðið/Jim Smart RYAN í góðri sveiflu. MYNDBÖND Vantar púðrið Vökudraumar (Dream for an Insomniac) Rúmantísk gainanmynd ★★ Framleiðandi: Rita J. Rokisky. Leikstjóri og handritshöfundur: Tiffanie DeBartolo. Kvikmynda- taka: Guillermo Navarro. Tónlist: John Laraio. Aðalhlutverk: Ione Skye, Jennifer Aniston og MacKenzie Astin. (91 mín.) Banda- rísk. Skífan, ágúst 1998. Myndin er öllum leyfð. í ÞESSARI mynd segir frá draumórastúlkunni Frankie sem vinnur á kaffihúsi í San Francisco. Frankie er gáfuð en bölsýn og á við langvarandi svefnleysi að stríða. Brösug- lega gengur í karlamálunum enda sættir hún sig aðeins við það besta. Þegar Da- vid er ráðinn á kaffihúsið tekur tilvera Frankie á sig lit. Frankie er sannfærð um að hér hafi hún fundið draumprins sinn, jafningja og sálufélaga, allt þar til í Ijós kemur að David á kær- ustu, sem þar að auki er að læra lögfræði. En Frankie gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Vökudraumar er dæmigerð mynd úr „sjálfstæða geiranum“ um ungt hugsandi fólk í stórborginni, sem viðhefur vitrænar samræður á kaffihúsum með framsækna rokktónlist í bakgrunni. Allt er á sínum stað: Athyglisvert fólk sem fylgir hugsjónum sínum í stað þess að láta glepjast af efnislegum gæð- um, afslappað andrúmsloft meðal vina, rómantík, hnyttin tilsvör og fjölþjóðlegur bakgrunnur. En púðr- ið vantar alveg í þessa frumraun leikstýrunnar Tiffanie DeBartolo. Frumsamið handrit hennar er fínt á köflum, en almennt of ófrumlegt og víða tilgerðarlegt. Leikstjórnina höndlar hún illa, því samræður og atburðarás hafa yfir sér viðvarandi stirðleikakeim. Þetta slyppi ef til vill fyrir horn ef aðalleikkonan, Ione Skye, væri ekki svo óörugg og til- þrifalaus sem raun ber vitni. Með- leikararnir halda myndinni hins vegar gangandi og standa sig vel. Niðurstaðan er sæmileg afþreying sem gott er að móka yfir. Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.