Morgunblaðið - 15.08.1998, Síða 52

Morgunblaðið - 15.08.1998, Síða 52
52 LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM JÓNÍ og Þorvaldur segjast helst vinna snemma dags. „því stjörnurnar sofa lengi fram eft- ir og þannig fáum við frið fyrir endalausum kaffiboðum og spjalli. Stjörnurnar eru ákaf- lega einmana manneskjur.“ Morgunblaðið/Arnaldur „VIÐ förum aldrei af stað nema í dulargervi svo við þurfum ekki stöðugt að vera að gefa eiginhandaráritanir." .................. Spáð í stjörnurnar JÓNÍ Jónsdóttir og Þorvaldur Þorsteinsson, upplýsinga- og kynningarfulltrúar „Innan hand- qg“, kynna í dag kl. 16 nýtt síjörnugötukort af svæði 101 í Reykjavík í Fiskinum, Skóla- vörðustíg 22c. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem jafn torfengnar upplýsingar um búsetu íslenskra sljarna (celebrities) hafa náðst saman á einn stað. Blaðamaður spurði Jónf og Þorvald um vinnuaðferð- ir þeirra og helstu leyndarmál að baki starfi „papparassa" á ís- landi. __^ ÍriSÁ ® 'B,r S5SSS‘1“‘-' „VIÐ erfiðar aðstæður þarf að beita fullkomnustu ljósmyndatækni. Takið eftir aðdráttarlinsunni.“ í fréttinni, sem fjallaði um fjáröflunar- ferð forsetans á Vesturströndina, greindi blaðamaðurinn Katharine Seelye frá því að í kvöldflugi á mánudegi um borð í for- setavélinni þegar fjölmiðlafólkið var að horfa á „Deep Impact“ hefði Clinton „sett sig í spor kvikmyndagagnrýnanda". „Hr. Clinton, á fleygiferð í gallabuxum eins og háskólanemi á þeytingi um heimavistina í lokaprófunum, sagði: „Ar- mageddon var betri. En í raun og veru, sagði hann, var Zorró besta mynd sum- arsins.“„ Foster var svo ánægður að hann vakti eiginkonu sína, Jackie, til að segja henni tíðindin. Klukkan hálfátta hringdi leik- konan Nancy Livingstone og spurði: „Hefurðu séð blaðið?“ Síminn hringdi jafnt og þétt það sem eftir lifði dags. „Það er gott að kvik- myndaiðnaðurinn fær lof frá einhveijum í Washington," sagði Foster, „í stað þess að við séum lamin í höfuðið með hafnabolta- kylfu vegna ofbeldis." Clinton er kunnur kvikmyndaaðdáandi og heldur reglulega kvikmyndasýningar í Hvíta húsinu á listrænum myndum á borð við „Enchanted April“ og Undrið eða „Shine“. En hann hafði líka gaman af Beint á ská með Leslie Nielsen og O.J. Simpson. Clinton finnst Zorró bestur ► BILL Clinton Bandaríkjaforseti lífgaði heldur betur upp á dag Davids Fosters. Foster, sem framleiddi „Grímu Zorrós“ ásamt Doug Claybourne, var á fótum klukkan hálfsex á miðvikudags- morgni, með kaffibolla og New York Times eins og venjulega, þegar hann rakst á frétt sem kom honum í gott skap. MYNDBÖND Góð fyrir alla nema fýlupúka Búálfarnir The Borrowers Ævintýri ★★★ Framleiðsla: Walt DeFaria. Leik- stjórn: Peter Hewitt. Handrit: Gavin Scott og John Kamps. Kvikmynda- taka: John Fenner og Trevor Booker. Tónlist: Hans Zimmer. Aðalhlutverk: John Goodman og Jim Broadbent. Bresk. Háskólabíó, ágúst 1998. Leyfð öllum aldurshópum. LENDER fjölskyldan býr í nota- legu gömlu einbýlishúsi sem gömul frænka arfleiddi hana að. Sonurinn á heimilinu er sannfærður um að eitthvað dular- full sé á seyði í húsinu, en á í erf- iðleikum með að sannfæra for- eldra sína um að smáhlutum, sem hverfa, sé stolið af dularfullum verum. Hann hef- ur auðvitað rétt íyrir sér. Klock fjöl- skyldan er af ætt búálfa, örsmárra mannvera sem lifa í námunda við manneskjur en halda sér að jafnaði úr sjónmáli þeirra. Hún hefur lengi búið í húsinu og liflr á að „fá lánað“ frá stóra fólkinu. Þegar illmennið Ocious P. Potter (John Goodman) hyggst sölsa undir sig hús fjöl- skyldnanna og rífa það til að byggja blokk, snúast búálfarnir til varnar. „Búálfamir" er stórskemmtilegt ævintýri sem gerist í einkennilegum og tímalausum ævintýraheimi. Fólk- ið þar er almennt svo undarlegt að örsmáir og sérvitrir búálfar eru eig- inlega venjulegasta fólkið sem þar ber fyrir augu. Illmennið er alvöm illmenni sem auðvitað fær rækilega fyrii- ferðina og gi-einilegt að Goodm- an hefur notið þess að leika þennan dæmalausa skíthæl sem hikar ekki við að reyna að myrða búálfabörn til að koma lúalegum áætlunum sínum í verk. Hinn frábæri breski gaman- leikari Hugh Laurie (Wooster and Jeeves) kemur fram í litlu, ógleym- anlegu hlutverki vingjamlegs, en stórfurðulegs, lögi-egluþjóns. Sviðs- myndin er sérstæð og ægir þar sam- an mismunandi tískustraumum, hiutum frá ólíkum tímabilum og sér- hönnuðum búningum sem styðja skemmtilega við framandleika sög- unnar. Sjálf er frásögnin sígild og einföld. Atburðarásin er hröð og þétt og engum nema verstu fýlupúkum ætti að leiðast yfir myndinni. Guðmundur Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.