Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM JÓNÍ og Þorvaldur segjast helst vinna snemma dags. „því stjörnurnar sofa lengi fram eft- ir og þannig fáum við frið fyrir endalausum kaffiboðum og spjalli. Stjörnurnar eru ákaf- lega einmana manneskjur.“ Morgunblaðið/Arnaldur „VIÐ förum aldrei af stað nema í dulargervi svo við þurfum ekki stöðugt að vera að gefa eiginhandaráritanir." .................. Spáð í stjörnurnar JÓNÍ Jónsdóttir og Þorvaldur Þorsteinsson, upplýsinga- og kynningarfulltrúar „Innan hand- qg“, kynna í dag kl. 16 nýtt síjörnugötukort af svæði 101 í Reykjavík í Fiskinum, Skóla- vörðustíg 22c. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem jafn torfengnar upplýsingar um búsetu íslenskra sljarna (celebrities) hafa náðst saman á einn stað. Blaðamaður spurði Jónf og Þorvald um vinnuaðferð- ir þeirra og helstu leyndarmál að baki starfi „papparassa" á ís- landi. __^ ÍriSÁ ® 'B,r S5SSS‘1“‘-' „VIÐ erfiðar aðstæður þarf að beita fullkomnustu ljósmyndatækni. Takið eftir aðdráttarlinsunni.“ í fréttinni, sem fjallaði um fjáröflunar- ferð forsetans á Vesturströndina, greindi blaðamaðurinn Katharine Seelye frá því að í kvöldflugi á mánudegi um borð í for- setavélinni þegar fjölmiðlafólkið var að horfa á „Deep Impact“ hefði Clinton „sett sig í spor kvikmyndagagnrýnanda". „Hr. Clinton, á fleygiferð í gallabuxum eins og háskólanemi á þeytingi um heimavistina í lokaprófunum, sagði: „Ar- mageddon var betri. En í raun og veru, sagði hann, var Zorró besta mynd sum- arsins.“„ Foster var svo ánægður að hann vakti eiginkonu sína, Jackie, til að segja henni tíðindin. Klukkan hálfátta hringdi leik- konan Nancy Livingstone og spurði: „Hefurðu séð blaðið?“ Síminn hringdi jafnt og þétt það sem eftir lifði dags. „Það er gott að kvik- myndaiðnaðurinn fær lof frá einhveijum í Washington," sagði Foster, „í stað þess að við séum lamin í höfuðið með hafnabolta- kylfu vegna ofbeldis." Clinton er kunnur kvikmyndaaðdáandi og heldur reglulega kvikmyndasýningar í Hvíta húsinu á listrænum myndum á borð við „Enchanted April“ og Undrið eða „Shine“. En hann hafði líka gaman af Beint á ská með Leslie Nielsen og O.J. Simpson. Clinton finnst Zorró bestur ► BILL Clinton Bandaríkjaforseti lífgaði heldur betur upp á dag Davids Fosters. Foster, sem framleiddi „Grímu Zorrós“ ásamt Doug Claybourne, var á fótum klukkan hálfsex á miðvikudags- morgni, með kaffibolla og New York Times eins og venjulega, þegar hann rakst á frétt sem kom honum í gott skap. MYNDBÖND Góð fyrir alla nema fýlupúka Búálfarnir The Borrowers Ævintýri ★★★ Framleiðsla: Walt DeFaria. Leik- stjórn: Peter Hewitt. Handrit: Gavin Scott og John Kamps. Kvikmynda- taka: John Fenner og Trevor Booker. Tónlist: Hans Zimmer. Aðalhlutverk: John Goodman og Jim Broadbent. Bresk. Háskólabíó, ágúst 1998. Leyfð öllum aldurshópum. LENDER fjölskyldan býr í nota- legu gömlu einbýlishúsi sem gömul frænka arfleiddi hana að. Sonurinn á heimilinu er sannfærður um að eitthvað dular- full sé á seyði í húsinu, en á í erf- iðleikum með að sannfæra for- eldra sína um að smáhlutum, sem hverfa, sé stolið af dularfullum verum. Hann hef- ur auðvitað rétt íyrir sér. Klock fjöl- skyldan er af ætt búálfa, örsmárra mannvera sem lifa í námunda við manneskjur en halda sér að jafnaði úr sjónmáli þeirra. Hún hefur lengi búið í húsinu og liflr á að „fá lánað“ frá stóra fólkinu. Þegar illmennið Ocious P. Potter (John Goodman) hyggst sölsa undir sig hús fjöl- skyldnanna og rífa það til að byggja blokk, snúast búálfarnir til varnar. „Búálfamir" er stórskemmtilegt ævintýri sem gerist í einkennilegum og tímalausum ævintýraheimi. Fólk- ið þar er almennt svo undarlegt að örsmáir og sérvitrir búálfar eru eig- inlega venjulegasta fólkið sem þar ber fyrir augu. Illmennið er alvöm illmenni sem auðvitað fær rækilega fyrii- ferðina og gi-einilegt að Goodm- an hefur notið þess að leika þennan dæmalausa skíthæl sem hikar ekki við að reyna að myrða búálfabörn til að koma lúalegum áætlunum sínum í verk. Hinn frábæri breski gaman- leikari Hugh Laurie (Wooster and Jeeves) kemur fram í litlu, ógleym- anlegu hlutverki vingjamlegs, en stórfurðulegs, lögi-egluþjóns. Sviðs- myndin er sérstæð og ægir þar sam- an mismunandi tískustraumum, hiutum frá ólíkum tímabilum og sér- hönnuðum búningum sem styðja skemmtilega við framandleika sög- unnar. Sjálf er frásögnin sígild og einföld. Atburðarásin er hröð og þétt og engum nema verstu fýlupúkum ætti að leiðast yfir myndinni. Guðmundur Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.