Morgunblaðið - 15.08.1998, Page 53

Morgunblaðið - 15.08.1998, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ Ástfangnir aular KVIKMYNDIN „Why Do hjartans. Aðalleikararnir voru Fools Fall In Love“ var for- að sjálfsögðu mættir og fóru sýnd í New York fyrr í vikunni þar fremst í flokki Miguel Nu- og fjallar eins og nafnið gefur nez, Lela Rochon og Larenz til kynna um hin mikilvægu mál Tate. intra Fæst í bvggingavöruversiunum um landallt. Stálvaskar Intra stálvaskamir fást í mörgum stærðum og gerðum. Þessi vaskur ber nafnið Eurora og hefur hlotið matgvíslegar viðurkenningar íyrir frábæra hönnun. Heildsöludreifing: Sraiðjuvegi H.Kópavogi T^llGlehf. Sími 564 1088.fax5B410B9 Björk vill vinna með Lars von Trier „DANINN Lars von Trier vill fá íslendinginn Björk [Guðmundsdótt- ur] í aðalhlutverk í nýjum söngleik. Það gæti verið grund- völlur fyrir nor- rænu drauma- bandalagi,“ segir < í grein í Bergens Tidende. „Lars er stirðlyndur og ég er enn verri,“ segir hún sjálf í samtali við blaðið. „Ég legg ríka áhersiu á að vinna með Lars. Fram til þessa hef ég gert þrjár plötur sem all- ar hafa fjallað uni mig, mínar tilfinningar og mína texta. Ég er tilbúin til að búa til ténlist fyrir einhvem annan,“ heldur hún áfram. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá vill Lars von Trier fá Björk til að leika aðalhlutverk og búa til ténlistina í nýrri kvik- mynd, „Dansar í myrkrinu“. Þungamiðjan í söngleiknum verður steppdans og verður hún tekin upp í Washington. „Ég hef mestan áhuga á að búa til ténlistina, en ég veit að Lars hefur mikinn áhuga á að ég taki einnig að mér að leika í myndinni,“ segir Björk. Leikstjérinn Lars von Trier vakti heimsathygli með Brimbroti eða „Breaking the Waves“ fyrir nokkrum ámm og var Emily Watson tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir framúr- skarandi leik sinn í myndinni. Nýlega var svo mynd hans Fá- vitarnir eða „Idioterne“ fram- sýnd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes og vakti bersögli mynd- arinnar éskipta athygli. Lars von Trier er sjúklega feiminn, ferðast helst aldrei út fyrir Danmörku og blandar lítið geði við félk. Hann kynntist Björk þegar hún samdi ténlist við barnamynd sem framleidd var af kvikmyndafyrirtæki Tri- ers, Zentropa. Vibeke Windelor hjá Zentropa segir í samtali við Bergens Tidende: „Björk og Lars hafa lengi verið kunnug og virðast eiga mjög vel saman. En það hafa engir samningar verið gerðir." LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 53 FÓLK í FRÉTTUM Hjónabandssæla og ekkert framhjáhald LEIKKONAN Melanie Griffith er ástfangin af eiginmanni sínum, spænska leikaranum Antonio Banderas, og vill að allir viti af því. I viðtali við bandarískt kvennablað segir Griffith frá því að hjónabandið verði betra með hverjum deginum. Hún þvertekur fyrir að nokkurt sannleikskorn sé að finna í slúðursögu um að hún hafi komið að Banderas í rúminu með nuddkonu sinni. „Ef hann ákvæði að leika þann leik þá veit hann að ég yrði farin áður en hann lyki honum. Við vitum nákvæm- lega hvar mörkin í sambandi okk- ar liggja og við fylgjum þeim,“ sagði Griffith. Leikkonan, sem nýlega hélt upp á 41 árs afmælið sitt, segist svo ástfangin af hjartaknúsaranum Banderas að hún vonist til að verða þunguð af öðru barni þeirra í haust. Fyrir eiga þau hin tveggja ára gömlu Stellu. „Mig dreymdi um svona ást þegar ég var lítil. Svo kom „millikaflinn" í lífi mínu þar sem ég var sorgmædd og útjöskuð. Svo kom Antonio fram á sjónar- sviðið." „Millikaflinn“ í lífi Griffith var skrautlegur þar sem hún átti í áfengis- og vímuefnavanda og gift- ist tvisvar. „Ég drekk hvorki né nota kókaín lengur. Ég mun hins vegar aldrei verða svo hrokafull að lýsa því yfir að ég muni aldrei nota vímuefni. Ég er algjör fíkill í eðli mínu.“ Melanie Griffith bíður þessa HJÓNABANDSSÆLA Melanie Griffith og Antonio Banderas er mikil ef marka má orð leikkonunnar. dagana spennt eftir viðbrögðum við nýrri sjónvarpsþáttaröð, „Me & Henry", sem hún leikur í og óvíst er hvort sýnd verður í sjónvarpi. Antonio Banderas reyndi hins veg- ar nýlega fyrir sér sem leikstjóri og stýrði eiginkonunni í myndinni „Crazy in Alabama". Hinn lukku- legi eiginmaður er talsvert hóg- værari í lofsöng sínum um Griffith. „Melanie er mjög örlát. Hún er ekki flókinn persónuleiki... Hún er mjög einföld og ástrík manneskja,1*' sagði Banderas. i' i i ! í i i i i í \ eða heimilið i wk)ý

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.