Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM VÉDÍS og tískan II. Morgunblaðið/Jim Smart NEMENDUR ásamt kennurum, efri röð frá vinstri: Friðrik Tryggvason, Ingibjörg Böðvarsdóttir, Védís Sigurjónsdóttir, Jón Hjörtur Hjartarson, Inga Heiða og Haraldur Hannes. í fremri röð eru Sissa og Karlotta Dúfa Markan. Á myndina vantar Ragnar Leósson. Ljósmyndasýning í Kringlunni Með mynda- vélina ' til Tulsa „VIÐ VERÐUM að flýta okkur með viðtalið því ég er að flytja,“ segir Védís Sigurjónsdóttir við blaðamann þegar hann hringir í hana um hádegið á fimmtudegi. Hvert er verið að flytja? „Ég fer núna klukkan fjögur til Tulsa í Oklahoma." Védís er 25 ára og sat nýverið námskeið hjá Sissu ljósmyndara. -•vVðspurð hvort hún ætli að taka myndavélina með sér svarar hún: „Já, engin spuming." Hún ætlar í tölvunám í Bandaríkjunum og stefnir síðan á framhaldsnám í ljós- myndun. En hvenær kviknaði áhuginn? ,JUveg frá því ég fékk myndavél í fermingargjöf hef ég haft mjög gaman af því að taka myndir. Svo fer maður 'að gera meiri og meiri kröfur og vill fá betri myndir úr sinni eigin vél. Pegar ég sá auglýs- ingu í Mogganum ákvað ég að . skella mér á námskeið hjá Sissu.“ Var það lærdómsríkt? „Já, ég hafði mjög gott af þessu. Það var farið í allt sem tengist ljós- myndun, s.s. framköllun, stækkun og stúdíóvinnu. Við lærðum að vinna úr efninu og fá sem bestar myndir af hverju sem er. Við fór- um m.a. í tískumyndir, portrett, al- ''‘gr.enna stúdíóvinnu og eins unnum við úti með hluti og fólk.“ VÉDIS og tískan I. Védís segir að þetta sé mjög góður grunnur fyrir ljósmynda- skóla „því þarna fær maður nasa- þefinn af þessu“. I kjölfarið á námskeiðinu stendur svo til að opna sýningu á myndum nemend- anna í Kringlunni 20. ágúst. „Við vorum sjö á námskeiðinu, mest ungir krakkar um tvítugt, og það var haldið tvö kvöld í viku,“ segir hún. „Svo hlýddum við líka á ýmsa fyrirlesara. Hópurinn var skemmtilega blandaður. Ein var úr myndlist, annar stefndi á frétta- ljósmyndun og það var gaman að sjá hvað myndirnar voni ólíkar þótt við værum öll að læra það sama. Enda var ekki reynt að steypa okkur í sama mót heldur leitast við að draga fram það besta í hverjum og einum." Verður framhald á þessu í Tulsa? „Nú er bara að byrja,“ svarar Védís með ákefð. „Ef maður hefur bein í nefinu getur maður byrjað að taka myndir og selt þær. Ljós- myndun er ekkert sem maður hef- ur í blóðinu. Hún er aðallega þjálf- un. Það er mikið af íslendingum úti,“ segir hún svo hugsi. „Getur ekki verið að það þurfi að taka fjöl- skyldu- og barnamyndir fyrir jól- in?“ INGIBJÖRG og fjörusandurinn. FRIÐRIK og portrettið. Eins og að bursta tennurnar „ÞEMAÐ x sýningunni er vatn,“ segir Sissa um myndir nemenda sinna. „Þetta eru sjö nemendur og þeir eru fiestir með 5 til 6 mynd- ir.“ Hún segist ljúka hverju nám- skeiði sem hún heldur með ljós- myndasýningu og því að nemend- ur hennar fá myndamöppu. „Þetta námskeið stóð í 3 mán- uði og Haraldur Hannes sá um það með mér. Við kenndum alla flóruna, tækni, framköllun, stækkun, tölvuvinnslu, umbrot og stúdióvinnu. Einnig fengu þau að vera okkur til aðstoðar og fylgj- ast með daglegri vinnu og jafnvel að sitja á viðskiptafundum." Það sem tekur við er sex mán- aða námskeið í haust. „Eftir að nemendur hafa lokið námskeiði hjá okkur hafa þeir vald á ljós- myndun, þá er bara þroskinn eft- ir. Það á að vera þeim jafn eðli- legt að framkalla filmur og bursta tennurnar."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.