Morgunblaðið - 18.08.1998, Síða 8

Morgunblaðið - 18.08.1998, Síða 8
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 9 FRÉTTIR .. Morgunblaðið/Jim GOTUHREINSUN kostar aukið fé og fyrirhöfn þegar krækja þarf fyrir bíl eða bfla eins og þurfti á Fálka- götunni á fimmtudag þrátt fyrir mörg skilti sett upp daginn áður þar sem fram kom að götusópun yrði kl. 8-12 daginn eftir og því óskað eftir að bflum yrði ekki lagt í stæðin. Götuhreinsun í Reykjavík Bileigendur hunsa oft tilmæli gatnamálastjóra GÖTUHREINSUN í íbúðahverf- um Reykjavíkur gengur ekki sem skyldi vegna þess að bíleigendur hunsa oft tilmæli gatnamálastjóra um að leggja ekki bflum sínum í til- tekin stæði á auglýstum hreinsun- artíma. „Allt of margir sinna ekki til- mælum okkar,“ sagði Sigurður Skarphéðinsson, gatnamálastjóri, við Morgunblaðið spurður um málið. „I sumum tilfellum er skýr- ingin sú að fólk er i fríi og veit því ekki af þessu en annars virðist sem bíleigendur leggi þar sem þeir eru vanir þrátt fyrir óskir um annað.“ Að sögn Sigurðar var sá háttur tekinn upp fyrir nokkrum árum að setja upp ábendingarskilti á gang- stéttir við götur daginn fyrir hreinsun en á skiltunum kemur fram hvenær hreinsunin verði og jafnframt vinsamleg tilmæli um að bílum sé ekki lagt þeim megin göt- unnar sem skiltin eru á meðan hreinsun stendur yfir. „Það skiptir okkur miklu máli að fólk sýni samvinnu í þessu máli,“ sagði Sigurður. „Það léttir okkur störfín og við erum fljótari auk þess sem við getum þrifíð göt- urnar betur ef bílar eru ekki fyrir. Ennfremur sparar tillitssemin borgurunum stórfé því þegar göt- urnar eru auðar þurfum við ekki að koma aftur. Þess vegna mæl- umst við til að fólk fari eftir ósk- um okkar." Ræða breytingar á Reykja nesbraut við Vegagerðina ÞRÍR fulltrúar hafa verið skipaðir af bæjarráði Hafnarfjarðar til við- ræðna við Vegagerðina um breyt- ingar á Reykjanesbraut. Þorsteinn Njálsson, formaður bæjarráðs, segir átt við kaflann milli Kapla- krika og Lækjargötu en brýnt sé að gera götuna þannig úr garði að hún anni umferðinni. Efst á blaði segir formaður bæj- arráðs vera að fá mislæg gatnamót á mótum Reykjanesbrautar og Lækjargötu. Önnur ósk er að fá götuna á umræddum kafla í stokk en hugmyndir hafa einnig verið uppi um að breikka Reykjanes- brautina sem þrengja myndi að nokkrum húsum á þessum kafla. Segir Þorsteinn minni þörf á breikkun ef mislæg gatnamót verði reist við Lækjargötu. Þriðju hug- myndina segir hann hins vegar vera þá að gi-afa göng undir Ásfjall og að gangamunnarnir beggja megin yrðu á sama stað og núver- andi vegarstæði. Þorsteinn Njálsson sagði nauð- synlegt að ræða allar þessar hug- myndir og nú væru bæjaryfírvöld í Hafnarfirði tilbúin til slíkra við- ræðna. Fulltrúar bæjarins eru Ki'istinn Ó. Magnússon, sem ný- lega hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri framkvæmda- og tæknisviðs, Sigurður Einarsson, formaður skipulagsnefndar, og Ómar Smári Ármannsson bæjar- fulltrúi. Fifa • Skátabúðin • Krakkakerrur sími562-9589 FRANSKAR VESS SILKIPEYSUR I MORQUM LITUM Neöst vlð Dunhaga, sími 562 2230. Opiðvirka daga irá kl. 9-18, laugardaga frá kl. 10-14. Áttu von á barni? Slitolían frá Weleda slær í gegn enda ráðlögð af læknum Fæst í Þumalínu, nuddstofum, heilsubúðum og apótekum www.mbl.is Útsala — Góðar vörur — 15% aukaafsláttur Hverfisgötu 78, sími 552 8980 Aukin ökuréttindi (Meirctpróf) Leigubíll, vörubifreiö, hópbifreiö og eftirvagn. Ný námskeið hefjast vikulega. Gerið verðsamanburð. Ökuskóli íslands / Sími 568 3841, Dugguvogur 2 X kom«af ÍT(LL Skólavörðustíg 4a, sími 551 3069 : m $ i UTSALA 20-70% afsláttur B O G N E R Sérverslun v/Óðinstorg, sími 552 5177 AL ÞAKRENNUR Ryðga ekki Brotna ekki Engir óvarðir endar Litir: hvítt og állitað Einfaldar í uppsetningu Samkvæmt athugun Iðntæknistofnunar er ekki hætta á tæringu þar sem álþakrennur komast f snertingu við galvaniserað stál. 30 ára reynsla • Ódýr gæðavara frá Noregi Söluaðilar utan höfuðborgarsvæðisins: Vestmannaeyjar Eyjablikk ehf, Strandvegi 99. Sími 481 2252 Keflavík Blikksmiðja Ágústar Guðjónssonar Vesturbraut 14. Sími 421 2430 Akureyri Blikkrás ehf, Hjalteyrargötu 6 Sími: 462 7770 Selfoss Þ.H. Blikk ehf, Gagnheiði 37 Sími 482 2218 Akaranes Blikksmiðja Guðmundar Hallgrímssonar Sími: 431 2288 HAGBLIKK ehf._________ Smiðjuvegi 4c 200 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.