Morgunblaðið - 18.08.1998, Síða 9
10 ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Er rétt að forseti
Islands fjalli um
mál í brennidepli?
MARGRÉT Frímannsdóttir, for-
maður Alþýðubandalagsins, sagð-
ist aðeins hafa heyrt og séð brot úr
ræðu forsetans í fjölmiðlum og
erfitt væri að meta hlutina út frá
ákveðnum hlutum sem væru teknir
út úr stærri heild.
„En, miðað við það sem ég hef
heyrt, finnst mér alls ekki að for-
setinn hafi farið út fyrir verksvið
sitt og þarna sé eingöngu um að
ræða beiðni til stjórnmálamanna
og þjóðarinnai’ að íhuga vel hvað
það er sem við erum að fara út í og
á hvaða hátt við ætlum að gera
þetta.“
Margrét sagði að umræðan um
miðlægan gagnagrunn og málefni
íslenskrar erfðagreiningar hefði
óneitanlega einskorðast ansi mikið
við viðskiptahlið málsins. „Mér
finnst að í orðum forsetans felist
einfaldlega beiðni til okkar um að
stíga varlega niður og taka ekki
ákvarðanir í fljótræði út frá við-
skiptahagsmunum, heldur gefa
okkur tíma til að skoða alla þætti
málsins. Mér fannst þetta vera það
sem forsetinn var að segja og út af
fyrir sig er það mjög gott.“
Aðspurð um þá gagnrýni að for-
seti eigi ekki að tjá sig um laga-
frumvörp sagði Margrét: „Mér
finnst hún fráleit þegar þetta er
gert á þann hátt að það er íyrst og
fremst verið að biðja okkur að
íhuga vel það sem við erum að gera
og varðar almannaheill eins og
þetta frumvarp gerir, sem varðar
miklu fyrir þessa þjóð og er
kannski miklu stærra en fólk hefur
almennt gert sér grein íyrir. For-
setinn á fyrst og fremst að vinna
með hag þjóðarinnar í huga og mér
finnst eðhlegt og ekkert að því að
hann beini tilmælum til stjórn-
málamanna og þjóðarinnar um að
íhuga málið vel.“
Efni málsins en ekki
frumvarpsins
Sighvatur Björgvinsson, formað-
ur Alþýðuflokksins, sagðist alls
ekki telja að forseti íslands hefði
farið út fyrir verksvið sitt með um-
mælum sinum í ræðunni á Hólum.
„Hann tekur ekki afstöðu til
frumvarpsins og þeirra tillagna um
útfærslu, sem þar eru gerðar, held-
ur er hann að minna menn á, að í
þessu mikilvæga máli, sem ég er
sammála honum um að er eitthvert
stærsta mál sem við höfum fengið á
okkar borð lengi, megi menn hvorki
horfa á gróðamöguleikana eina út
af fyrir sig né láta afdalamennsku
og þröngsýni eyjarskeggjans ráða
eina,“ sagði Sighvatur. „Menn
verða að reyna að meta bæði kosti
og galla og taka tillit til þess að það
er ekkert gefið í þessum málum.
Mér finnst þessi áminningarorð
hans um að menn reyni að hafa víð-
ari sýn til þessa umfjöllunarefnis
bara vera af hinu góða. Hann var
hins vegar ekkert að taka afstöðu
til frumvarpsins eða leggja til
breytingar á því eða hvemig ætti
að standa að afgreiðslu þess. Hann
var að tala um efni málsins en ekki
efni frumvarpsins."
tít fyrir sín mörk
„Mér þótti hann fara út fyrir sín
mörk,“ sagði Valgerður Sverris-
dóttir, formaður þingflokks Fram-
sóknarflokksins, þegar
hún var spurð álits á
ummælum forsetans.
„Mér fannst að hann
væri að hafa afskipti af
stjómmálum í landinu,
sem jnér finnst ekki í hans verka-
hring að hafa afskipti af.“ Valgerð-
ur sagðist ekki hafa séð ræðu for-
seta í heild sinni en þetta mat
byggði hún á því sem hún hefði
heyrt í fjölmiðlum.
Getur forseti þá ekki tjáð sig um
mál, sem era almennt til umræðu í
þjóðfélaginu, ef fram er komið
frumvarp til laga um sama efni?
„Hann á ekki að hafa afskipti af
stjórnmálum, það er enginn vafi á
því. Þetta tilvik snýst um stjóm-
mál, umdeilt mál, og þar á forseti
Islands ekki að hafa afskipti.“
Telur Valgerður að afstaða til
deilumálsins og andstaða við fmm-
varpið hafi falist í orðum forseta?
„Já, það var meira í þá áttina, þótt
hann hefði ekki algjörlega tekið af
skarið las maður milli línanna að
afstaðan væri neikvæð," sagði Val-
gerður Svemisdóttir, formaður
þingflokks Framsóknarflokksins.
Góð leið til að vekja
til umhugsunar
Guðný Guðbjömsdóttir, formað-
ur þingflokks Samtaka um kvenna-
lista, kvaðst ekki telja að forseti Is-
lands hefði farið út fyrir sín mörk
með ummælum sínum.
„Mér finnst þetta vera mjög
mikið stórmál fyrir þjóðina og það
skiptir miklu máli hvernig að þessu
máli verður staðið. Reyndar sagði
forsetinn ekkert nýtt í stöðunni.
Hann benti á þessi tvö meginsjón-
armið; annars vegar er þetta
spuming um mikið framlag til vís-
indanna á heimsmælikvarða og um
leið koma viðskiptahagsmunir inn í
myndina. Mér fannst þetta góð leið
til að vekja þjóðina til umhugsunar
um þetta er mál sem við verðum öll
að hugsa um. Mér fannst hann ekki
fara út fyrir sitt verksvið. Vissu-
lega tíðkast ekki að forsetinn sé að
ræða um einstök frumvörp en
þetta mál er sérstakt og hann var
meira að fjalla um málið almennt
og í hvaða ljósi við viljum að þjóðin
verði séð út á við,“ sagði Guðný.
Hún sagðist ekki
telja að í máli forsetans
hefði falist afstaða til
frumvarpsins. „Mér
fannst hann draga fram
að við gætum sem þjóð
lagt fram mjög mikilvægt framlag
til vísindanna með því að þessi
grunnur yrði til en jafnframt komu
kannski fram ákveðnar efasemdir
um viðskiptahagsmuni og einka-
leyfi. Þetta er kannski í hnotskurn
vandinn sem við stöndum frammi
fyrir í þessu máli öllu. Mér finnst
mikilvægt að við festumst ekki í
öðru farinu heldur ræðum þetta af
yfirvegun og víðsýni."
Þarf að taka því að ekki allir
verða sammála honum
Vilhjálmur Egilsson, alþingis-
maður Sjálfstæðisflokksins, sagði í
Ummæli forseta ís-
lands um gagnagrunn
og erfðavísindi í ræðu á
Hólahátíð hafa vakið
athygli. Pétur Gunn-
arsson leitaði við-
bragða stjórnmála-
manna og fræðimanna
við ræðu forsetans.
samtali við Morgunblaðið að í um-
mælum sínum hefði forseti Islands
fjallað um málið frá ýmsum hliðum
en Vilhjálmur kvaðst ekkert vilja
segja um ummælin efnislega.
Um það hvort forsetinn hefði
með þeim farið út fyrir verksvið
sitt, sagði Vilhjálmur að forsetinn
mótaði sjálfur að svo miklu leyti
sitt verksvið að hann gæti í sjálfu
sér sagt allt sem hann vill um það
sem hann vill. „Það er í sjálfu sér
ekkert sem bannar honum það en
hins vegar verður forsetinn líka að
meta hvað það er heppilegt að
hann blandi sér í mál sem eru til
afgreiðslu á hinum pólitíska vett-
vangi hverju sinni. Hann þarf þá að
taka því eins og aðrir, sem blanda
sér í þau mál, að það er ekki víst að
allir séu sammála honum.“
Engin lög eða reglur
„í fyrsta lagi er ekki að finna
nein lög eða reglur sem varða for-
setaembættið sem lúta að því á
hvern hátt forseta Islands er heim-
ilt að tjá sig,“ sagði Gunnar G.
Schram, prófessor í stjórnskipun-
arrétti yið lagadeild Háskóla ís-
lands. „I öðru lagi hefur það færst í
vöxt að fyrri forsetar íslands hafa
tjáð sig um mál sem eru ofarlega á
baugi með þjóðinni, m.a. um ástand
í menntamálum, umhverfismál og
önnur helstu vandamál sem þeir
telja að steðji að þjóðinni á hverj-
um tíma. Forsetinn nýtur náttúr-
lega tjáningarfrelsis eins og aðrir
íslenskir þegnar. Á hinn bóginn er
það ljóst að forseti væri talinn fara
út fyrir verksvið sitt ef hann færi
að blanda sér í stjómmálaumræður
eða deilur hér á landi eða beina
órökstuddri og óréttmætri gagn-
rýni að einstaklingum, þingmönn-
um, ráðherrum eða öðrum í þjóðfé-
laginu. Þannig að hann verður að
gæta virðingar og hófs í hvívetna
að því er ummæh varðar."
Um það hvort eiginleg afstaða til
deilumálsins hefði falist í orðum
forsetans sagðist Gunnar hafa
fremur talið ummælin almenns eðl-
is. „Hann varpaði ljósi á bæði sjón-
armiðin í þessu máli, sem hefur
verið mikið til umræðu. Hann var-
aði við því að ísland einangraði sig
og ræddi hættuna á því að gróða-
sjónarmiðin bæru almenna skyn-
semi ofurliði. Menn verða að meta
hvort þeir telja að þar hafi hann
farið út fyrir þessi óskráðu en eðli-
legu mörk sem forseta eru sett í
þjóðmálaumræðunni."
Leyfist að ræða þjóðmálin á rök-
rænum, hófsömum grundvelli
Gunnar sagðist aðspurður ekki
muna til þess að forseti hefði rætt
sérstaklega um mál sem lagafrum-
varp lá var fyrir um. „Enda skiptir
það í sjálfu sér ekki höfuðmáli. Það
má segja að svo framarlega sem
forseti gætir hófs og byggir mál
sitt á rökrænum grundvelli leyfist
honum að ræða þjóðmálin almennt
eins og öðrum þegnum en hann
verður að gæta þess að forseta-
embættið á að vera
hafið upp fyrir pólitísk-
ar deilur og skylming-
ar og má vitanlega ekki
gefa færi á sér með því
að beita óréttmætri
gagnrýni. Sér í lagi vegna þess að
hingað til hafa menn ekki talið við-
eigandi að gagnrýna forsetann op-
inberlega. Þannig að hér er um
nokkuð vandrataða meðalhófsleið
að ræða,“ sagði Gunnar G.
Schram.
Lýsti andstöðu
við einkarétt
Svanur Kristjánsson, prófessor í
stjómmálafræði við félagsvísinda-
deild Háskóla íslands, kvaðst ekki
sjá að forsetinn hefði í ræðunni á
Hólahátíð tekið sérstaka afstöðu til
lagafrumvarpsins um miðlægan
gagnagmnn, aðra en þá að nauð-
synlegt væri að vanda til málsmeð-
ferðarinnar. „Þó held ég að það
verði að segja að hann sé að taka
afstöðu til einkaréttarins og leggj-
ast gegn því að einhver fái einka-
rétt að gagnagrunninum," sagði
Svanur Kristjánsson.
„Það leiðir af sjálfu sér að þegar
forseti tekur til máls_ með þeim af-
gerandi hætti sem Ólafur Ragnai'
hefur gert, að hann er að reyna að
hafa áhrif á stefnumörkun, sem
honum er fullkomlega heimilt.
Hann er handhafi löggjafaivalds-
ins ásamt Alþingi. En um leið hlýt-
ur forsetaembættið, og sá sem
gegnir því á hverjum tíma, að opna
fyrir þá möguleika að embættið
verði umdeildara en það hefur ver-
ið í tíð Kristjáns Eldjárns og Vig-
dísar Finnbogadóttur.“
Svanur sagði að stjórnarskráin
gerði enda ráð fyrir ágreiningi for-
seta, Alþingis og ríkisstjórnar og
fengi forseta vald til að leggja laga-
frumvörp fyrir Alþingi og til að
neita að undimta lög og skjóta
þeim þannig til þjóðaratkvæðis.
Svanur áréttaði að það væri inn-
an ramma heimilda forsetaemb;
ættisins að taka afstöðu til mála. „I
2. gr. stjórnarskrárinnar segir að
Alþingi og forseti Islands fari sam-
an með löggjafarvaldið. Það er
alltaf verið að setja málin upp eins
og ísland sé þingræðisríki þar sem
forsetinn hefur ekkert hlutverk.
En það er mikilvægt í þessari um-
ræðu að hafa í huga að í stjómskip-
uninni erum við með sambland af
forsetaræði og þingræði. Forsetinn
hefur, eins og Sigurður Líndal hef-
ur bent á, sjálfstæðar heimildir
sem handhafi löggjafarvalds „og er
þar ekki á neinn hátt háður atbeina
ráðherra enda er það í samræmi
við að hann sæki umboð sitt beint
til þjóðarinnar“,“ sagði Svanur og
vitnaði þar að sögn í grein sem
birtist eftir Sigurð Líndal lagapró-
fessor í Skírni 1992 um þetta efni.
Hann sagði að í sömu grein Sig-
urðar kæmi fram að þegar horft
væri á stjórnskipulega stöðu for-
setans yrði að skýra stjórnarskrár-
ákvæði út frá því að forseti sækti
umboð sitt beint til þjóðarinnar.
Það bæri að hafa í huga, ásamt því
að forsetinn gæti ekki leitt það hjá
sér að líkt og margt sameini þjóð-
félagið sem hann væri skipaður yf-
ir væri annað sem ylli þar sundur-
þykkju.
Svanui- sagðist draga þá ályktun
að út frá lögfræðilegu sjónarmiði
væru ummæli Ólafs Ragnars því
innan þess ramma sem forseta-
embættinu væri sniðinn. Með tilliti
til hefðarinnar um afskipti forseta
af stjómmálum hefði forsetinn ekki
tekið þátt í flokkapólitík með svip-
uðum hætti og t.d. Sveinn Björns-
son og Ásgeh- Ásgeirsson gerðu við
stjórnarmyndanir, eins og lýst
væri í nýrri bók Vals Ingimundar-
sonar. Auk þess að beita sér gegn
stjórnaraðild sósíalista hefði Ás-
geir á tímabili rekið utanríkis-
stefnu í andstöðu við sitjandi ríkis-
stjóm.
„Ólafur Ragnar hefur heldur
ekki reynt að hafa beint áhrif á það
hvaða mál em tekin til umfjöllunar
og sett í forgang eins og Vigdís
gerði í nýársávarpinu 1995 þegar
hún lýsti því yfir að
menntamál ættu að
vera helstu mál kosn-
ingabaráttunnar fyrir
alþingiskosninganna
heldur er hann að taka
afstöðu til þessa máls sem uppi er í
samfélaginu. Það er hvergi gert
ráð fyrir því í okkar hefðum eða
lögum að þeir einir megi taka til
máls um mikilvæg mál í samfélag-
inu sem sitja á Alþingi."
Svanur sgaði að þegar haft væri
í huga að stjórnmálaflokkarnir
hefðu bmgðist því hlutverki að
hafa áhrif á stefnumótun í gagna-
grannsmálinu, sem væri komið
fram vegna þrýstings og kynning-
ar hagsmunaaðila mætti líta svo á
að enn brýnna væri en ella að for-
seti Islands blandaði sér í umræð-
una.
Benti á tvö
megin-
sjónarmíð
Embættið á að
vera hafið yfir
pólitískar deilur