Morgunblaðið - 18.08.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.08.1998, Blaðsíða 11
12 ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samstarfssamningur um heilbrigðismál við Möltu SAMSTARFSSAMNINGUR við Möltu á sviði heilbrigðismála verður undirritaður á föstudaginn og mun heilbrigðisráðherra Ingibjörg Pálmadóttir ásamt þeim Þóri Har- aldssyni, aðstoðarmanni sínum, og Einari Magnússyni, skrifstofustjóra heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytis, halda utan til undirskriftar. Samningurinn nær til almenns samstarfs á sviði heilbrigðismála, þar á meðal gagnkvæma miðlun heilbrigðisupplýsinga, skipti á sér- fræðingum og öðru starfsfólki á sviði heilbrigðismála og innra sam- starfí heilbrigðisstofnana en einnig hafa Möltubúar lýst sérstökum áhuga á nánari samstarfí sem snýr að lyfjamálum, menntun og starfí hjúkrunarfræðinga og lækna. I haust mun sendinefnd frá Möltu koma hingað til lands og í framhaldi af því mun nánari útfærsla á sam- starfinu verða ákveðin. Reynsla á íslandi Upphaf samningsins má rekja til heimsóknar Einars Magnússonar til Möltu í desember sl. en þá fór hann á vegum Alþjóða heilbrigðismála- stofnunarinnar WHO til að undir- búa nýja lyfjalöggjöf í landinu. Ástæðu fyi'ir áhuga Möltu á ráðgjöf frá íslandi segir Einar vera tvenns konar. í fyrsta lagi sé nokkur reynsla af slíkri ráðgjöf hér á landi eins og til lýðvelda fyi-rum Rúss- lands og Júgóslavíu og í öðru lagi eigi löndin margt sameiginlegt en á Möltu búa 370 þúsund manns og er þar glímt við mörg svipuð vandamál og Islendingar á sviði heilbrigðjs- mála. Þá segir hann einnig að ís- lendingar geti lært margt af þeim eins og í lyfjainnkaupum en þar er löng hefð fyrir útboðum og er lyfja- verð þar mun lægra en hér á landi. Aðspurður segist Einar telja að hér sé vísir að útflutningi á ráðgjöf varðandi heilbrigðismál og að gríð- arlegir möguleikar séu fyi'ir íslend- inga til að taka slíkt að sér í fram- tíðinni. Möguleikar í framtíðinni í því sambandi nefnir hann að hjá WHO hafí nafn íslands verið nefnt þegar rætt er um forustu smáþjóða til að undirbúa gildistöku reglna Evrópusambandsins á sviði heil- brigðismála. Þar er ísland talið standa framarlega á meðal smá- þjóða eins og Andorra, San Marínó, Lichtenstein, Möltu og Mónakó. Sprengju- gabb í leiguvél Flugleiða SPRENGJUHÓTUN um borð í leiguvél Flugleiða á fiugvellin- um í Munchen síðastliðinn laug- ardag reyndist gabb. Vélin er í eigu Deutsche BA og höfðu Flugleiðir leigt hana í sumai'- flug sitt milli Miinehen og Keflavíkur. Einar Sigurðsson, aðstoðar- forstjóri Flugleiða, segir að Deutsche BA hafí fengið upp- hringingu þar sem sagt var að sprengja væri um borð í þess- ari tilteknu vél um það leyti sem hún var að hefja flugtak. „Það reyndist vera gabb en menn fara engu að síður ávallt að öllu með gát. Því var ákveðið að taka farþegana 80 frá borði og skipta um flugvél til þess að koma farþegunum sem fyrst til Islands. Það varð um tveggja tíma seinkun á ferð farþeg- anna,“ segir Einar. Flesth- farþeganna voru Þjóðverjar en einnig voru um borð Islendingar. Einai' segir að málið sé nú í höndum yfír- valda á staðnum og flugfélags- ins, Deutsche BA. „Við fórum í einu og öllu eftir því sem þeirra öryggiskerfi segir til um,“ segir Einar. s , s Morgunblaðið/Kristinn MALAÐ I SUMARBLIÐUNNI Haldið upp á þrjátfu ára afmæli Norræna hússins 22.-24. ágúst Dagskráin gjöf Norðurlanda- þjóðanna NORRÆNA húsið fagnar nú þijátíu ára afmæli og af því til- efni verður menningardagskrá í húsinu dagana 22. til 24. ágúst. Listamenn og skemmtikraftar koma frá Norðurlöndum og eru það menntamálaráðuneyti land- anna sem gefa Norræna húsinu framlag listamannanna á afmæl- inu. Allir eru velkomnir og ókeypis inn á dagskrána. Fjölbreytt tónlistardagskrá Þingforsetar Norðurlanda munu heimsækja Norræna húsið í tilefni afmælisins og Soren Christiansen, aðalritari norrænu ráðherranefndarinnar, og Berit Brorby Rasmussen, forseti Norð- urlandaráðs, munu flytja ávörp auk frú Vigdísar Finnbogadótt- ur, fyrrverandi forseta, á lokaðri hátíðardagskrá á sunnudag. Afmælisdagskráin hefst klukk- an tvö á laugardag með tónlistar- flutningi Sinikka Langeland frá Noregi, þjóðlagatónlist frá Nor- egi og Svfþjóð og vísnasöng frá Grænlandi. Frá fjögur til fímm verður tekið við heillaóskum til Norræna hússins. Dagskrá helguð börnum Eftir það tekur tónlistar- flutningur við á ný og stendur allt til hálfellefu, meðal þeirra sem spila er kvartett Svend Asmussen frá Danmörku og segir Riitta Heinámaa, fram- kvæmdastjóri Norræna hússins, að búast megi við mörgum á þann tónlistarviðburð. Hún segir að margt fleira verði um að vera í húsinu um helgina, bæði sýningar og veitingar í boði. Morgunbiaðið/Jim Smart AFMÆLISDAGSKRÁ Norræna hússins kynnt af Astrid Rystad, Ingi- björgu Björnsdóttur, Árdísi Sigurðardóttur og Riitta Heinámaa. Dagskrá sunnudags og mánu- dags verður helguð börnum og segir Árdís Sigurðardóttir, upp- lýsingafulltrúi Norræna hússins, að mikil áhersla sé lögð á að vekja áhuga barna á norrænni menningu og samfélagi. Á sunnu- dagsmorgun verða sýndar nor- rænar barnamyndir frá ellefu til þrjú. Myndbandssýningar eru í barnahelli bókasafns Norræna hússins en þar er að finna úrval myndskreyttra barnabóka á Norðurlandamálum. Á sama tíma verður flutt fjölbreytt tónlist, m.a. syngur skólakór Kársnes- skóla. Leikskólabörnum er svo boðið í Norræna húsið á mánu- dag en þá mun tónlistarhópur- inn Mukaralla frá Finnlandi skemmta. Menntamálaráðuneyti Eist- lands færir Norræna húsinu að gjöf sýningu á handavinnu frá Eistlandi og verður sýningin opin um helgina en hún stendur til 15. september, samkvæmt upplýs- ingum frá Norræna húsinu. Lyfjaverðsnefnd Forstjóri Ríkiskaupa vanhæfur til formennsku GAUKUR Jörundsson, umboðs- maður Alþingis, hefur í fram- haldi af kvörtun Félags ís- lenskra stórkaupmanna komist að þeirri niðurstöðu að forstjóri Ríkiskaupa sé vanhæfur til að gegna stöðu formanns lyfja- verðsnefndar, en það hefur hann gert frá því í mars 1996. Lyfja- verðsnefnd tekur ákvarðanh' um hámarksverð lyfja. Gaukur bendir á að Ríkiskaup aðstoði sjúkrahúsin við lyfjainn- kaup, og þar sé haft að leiðar- ljósi að ná sem lægstu verði. Hann telur þessi tvö hlutverk forstjóra Ríkiskaupa ósamrým- anleg. I áliti sínu beinii' umboðsmað- ur Alþingis einnig þeim tilmæl- um til heilbrigðis- og trygginga- málaráðunejrtisins að framvegis verði kannað nánar hvort nefnd- armenn í lyfjaverðsnefnd upp- fylli hæfisskilyrði. Tvisvar áður hefur þurft að skipta um nefnd- armenn vegna vanhæfis. Símabúnaður ekki orsök óhappsins ENGAR viðvaranh' hafa verið sendar út frá farsímafyrirtæk- inu Motorola í kjölfar þess að sænsk kona fékk raflost nýlega þegar hún ætlaði að svara i far- síma sinn, sem er af gerðinni Motorola dl60. I síðustu viku var það haft eft- ir konunni í sænska dagblaðinu Aftonbladet að raflostið hefði verið svo öflugt að hún hefði tapað heyrn á öðru eyra og hálft andlitið lamast. Þetta gerðist eftir að hún hafði tengt farsím- ann við sígarettukveikjara í bíl sínum. Fram kom að fulltrúar Motorola hefðu ekkert athuga- vert fundið við símann eða út- búnað hans en hins vegar hefði leiðslan, sem síminn var tengdur við sígarettukveikjarann með, ekki verið viðurkennd af fyrir- tækinu. Símafyrirtækið Tal hf. selur m.a. farsima af umræddri gerð og aðspurður segir Þórólfur Ámason, forstjóri Tals, að eng- ar viðvaranir hafi verið sendar út frá framleiðandanum, enda ekkert sem bendi til þess að hægt sé að rekja óhappið til símabúnaðarins. Líklegt sé að skammhlaup hafi orðið og við það hafí rafhlöður símans skyndilega leitt í gegnum sig mjög háan straumstyrk. Kanna meng- un frá almenn- ingsvögnum BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hefur samþykkt að heilbrigðis- fulltrúi kanni hversu margar klukkustundir á degi hverjum almenningsvagnar eru látnir ganga í lausagangi við verslun- armiðstöðina í miðbæ. Þorsteinn Njálsson, formaður bæjarráðs, segir könnunina til komna vegna kvartana um mengun. Við verslunarmiðstöðina í miðbæ er skiptistöð almenn- ingsvagna og segir Þorsteinn nokkuð um kvartanir vegna mengunar frá vögnunum, ekki síst á góðviðrisdögum eins og oft hafi verið í sumar. Því hafí bæjarráð ákveðið að kannað verði hversu lengi vagnarnir séu látnir ganga í lausagangi og í framhaldi af því ræða við stjórn- endur um hvernig hugsanlega megi draga úr mengun. Hann segir skiptistöðina þýðingar- mikla og vel staðsetta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.