Morgunblaðið - 18.08.1998, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 18.08.1998, Qupperneq 13
! 14 ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 ORLOFSHÚS í EYJAFIRÐI Nýlegt 122 fm hús í Eyjafjarðarsveit er til sölu. Tilvalið sem orlofshús fyrir einstaklinga eða félagasamtök. Hagstæð áhvílandi lán fylgja. Upplýsingar í síma 463 1300 (Kristjana) MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Arnór Þorgeirsson hefur gefíð blóð í 50 skipti Morgunblaðið/Björn Gíslason HELGA Sigurðardóttir, starfsmaður Blóðbankans á FSA, tekur blóð úr Arnóri Þorgeirssyni í 50. skipti í gærmorgun. Starfsstúlkur Blóð- bankans tóku vel á móti Arnóri, færðu honum penna úr íslensku lerki að gjöf og buðu upp á glæsilega tertu í tilefni dagsins. Líður miklu bet- ur á eftir ARNOR Þorgeirsson, pípulagn- ingamaður á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri, hefur verið blóðgjafi frá árinu 1983 og í gær lagðist hann á bekkinn í Blóð- bankanum á FSA og gaf blóð í 50. skipti. Hann er jafnframt fyrsti eintaklingurinn sem nær þeim áfanga hjá Blóðbankanum á Akureyri frá því að marktæk skráning þar hófst. Arnór sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa farið að gefa blóð á sínum tíma að læknisráði. Hann hafi fengið svimaköst við ákveðna áreynslu og eftir að heimilislæknirinn hafi mælt í honum blóðið,, sem þótti of mik- ið, hafi hann farið að gefa blóð. „Eg gef blóð fjórum sinnum á ári og líður miklu betur á eftir. Konan mín veit líka hvenær kom- inn er tími því eftir því sem nær dregur blóðgjöfinni þeim mun háværari gerast hroturnar hjá mér. Ég er líka mun léttari í svefni og vakna við minnsta píp. Áður dugði ekki einu sinni að láta vekjaraklukkuna hringja í vaskafati.“ Hefur gefið tæpa 25 lítra af blóði Arnór hefur gefið tæpa 25 lítra af blóði í þessi 50 skipti og hann sagði ekki síður mikilvægt að geta gert gagn með því að gefa blóð. Auk þess sem því fylgi ákveðið eftirlit, enda gerðar ýmsar mælingar þvi samfara. Hann sagðist aldrei hafa fundið neitt fyrir því að gefa blóð og stykki jafnan af bekknum mun hressari eftir hveija blóðgjöf. Vilborg Gautadóttir, deildar- sljóri Blóðbankans, sagði alltaf þörf fyrir nýja blóðgjafa þótt ekki væri um neitt neyðarástand að ræða. Alls eru um 950 blóðgjafar í Blóðbankanum, 800 karlar og 150 konur, og eru þeir mjög misvirk- ir, að sögn Vilborgar. Morgunblaðið/Anton Benjamínsson Gufuháfar í Kröfluvirkjun SLIPPSTÖÐIN hf. á Akureyri hef- ur lokið smíði tveggja gufuháfa fyr- ir Kröfluvirkjun. Hvor þeirra er um 20 metrar á hæð, um 2 metrar í þvermál og tæp 20 tonn að þyngd. Við flutning þeirra frá Akureyri austur í Kröflu, þurfti að fá stóran flutningabíl og krana frá Reykjavík. Smíði gufuháfanna var tilboðs- verk og vann Slippstöðin verkið fyr- ir um 20 milljónir króna en inn í þeirri tölu var flutningurinn austur í Kröflu og uppsetning á staðnum. Gufuháfarnir voru boltaðir niður á steyptar undirstöður við skilju- stöð virkjunarinnar sl. fóstudag og hér sést hvar öðrum þeirra hefur verið komið fyrir. Fjölmenni á hand- verkssýn- ingunni HREIÐAR Hreiðarsson, framkvæmdaraðili handverks- sýningarinnar Handverk’ 98, áætlar að 9-10 þúsund gestir hafi komið á sýninguna þá fjóra daga sem hún stóð yfir. Hreiðar sagði að bæði sýnend- ur og gestir hefðu verið mjög ánægðir með sýninguna og sjálfur taldi hann hana þá bestu til þessa. Sýningin, sem var sölusýn- ing, fór fram á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit og var nú haldin í sjötta sinn. Um 200 að- ilar víðs vegar af landinu tóku þátt í henni í 70 sýningarbás- um. Margir sýnenda hafa tekið þátt í sýningunni áður og ein- hverjir í öll sex skiptin. Framfarir hafa orðið miklar í þessari grein og sagði Hreið- ar að miðað við aðsóknina væri þetta greinilega eitthvað sem fólk vildi sjá. Hann sagði jafn- framt stefnt að því að endur- taka leikinn að ári. Nú bjóðast þessar ) mögnuðu amerísku s JV glæsibifreiðir á óviðjafnanlegu verði. Gríptu tækifærið og iáttu ameríska drauminn rætast. Aihl Takmarkað magn af bílum á þessu lága verði. JÖFUR * NÝBÝLAVEGI 2 * KÓPAVOGI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.