Morgunblaðið - 18.08.1998, Qupperneq 15
16 ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
MÚLAKVÍSLARBRÚIN vestast á Mýrdalssandi.
Múlakvíslar-
brúin að
hverfa í aur
Fagradal. Morgunblaðið.
MIKILL aur hefur hlaðist að
brúnni yfir Múlakvísl. Brúin var
byggð um 1990 og voru þá 3 metr-
ar undir hana en nú er það aðeins
tæpur metri og þegar mikil úr-
koma er og bráðnun á jöklinum þá
gutlar vatnið upp undir gólfið á
brúnni. Mikið er búið að vera í
ánni að undanförnu.
Að sögn Guðjóns Þorsteinssonar
starfsmanns Vegagerðarinnar í
Vík er vatnið í henni ekki ósvipað
hlaupvatni. Guðjón segir að ekki
hafi verið tekin ákvörðun um hvað
hægt sé að gera svo að brúin fari
ekki í kaf. Einnig geti verið mjög
hættulegt ef klakastífla komi í
Múlakvísl en fylgst verði grannt
með gangi mála.
Þessi aursöfnun við brúna hefur
komið Vegagerðarmönnum mjög á
óvart því að meðan gamla bráin
stóð grófst stöðugt undan henni
eða í kringum 3 metra en hún stóð
á svipuðum slóðum og sú nýja.
Öðruvísi fyrirtæki
1. Ein þekktasta unglingaverslun landsins, leiðandi ítísku til
margra ára, til sölu þótt ótrúlegt sé. Vel staðsett. Nýr og góður
lager. Frábærtfyrirtæki fyrir réttfólk með hausinn í lagi og
þá, sem vilja verða ríkir og vilja vinna fyrir því.
2. Fiskvinnslufyrirtæki til sölu í eigin húsnæði á höfuðborgar-
svæðinu. Góð aðstaða. Nægur markaður. Hráefni á mörkuðun-
um. Hægt að stórauka veltuna.
3. Viðgerðar- og smíðaverkstæði fyrir bíla, vagna og járnsmíði
til sölu. Vel þekkt og viðurkennt. Öll tæki til staðar og mikil
vinna. Framtíðarfyrirtæki.
4. Þekkt bón- og dekkjaverkstæði til sölu, staðsett á besta stað
í Reykjavík, þar sem fólkið og bílarnir eru. Öll tæki. Næg vinna.
Föst viðskiptasambönd. Þetta geta allir og allir græða.
5. Þjónustufyrirtæki fyrir kvikmyndafólk. Myndsetning, fjölföldun,
klipping, upptaka, útlán. Öll þjónusta fyrir mál og myndir.
Landsþekkt fyrirtæki og aðeinsfyrir filmufíkla. Endalausir
möguleikar fyrir ungt fólk með hugmyndir og þor.
6. Ein þekktasta og sérstakasta nýlendu- og matvöruverslun
landsins til sölu. Þekkt fyrir uppákomur og þjónustulund.
Skemmtilegur vinnustaður þar sem mannleg tengsl skipta
máli. Staðsett í Reykjavík á gömlum stað. Óvenjulegt tækifæri
til að eignast óvenjulega framtíðarfyrirvinnu.
7. Steikhús til sölu. Einn vinsælasti matsölustaður borgarinnar
til sölu, þar sem steikurnar renna út á færibandi og peningarn-
ir til baka beint i kassann . Dæmi fyrir trausta aðila.
8. Herrafataverslun við Laugaveginn, sem allir þekkja og er
á frábærum stað. Með ómetanlega góð erlend viðskiptasamb-
önd sem þróast hafa í tímans rás.Nokkuð fyrir þig?
9. Auglýsingaskilti við aðalumferðargötu borarinnar. Endalausir
tekjumöguleikar. Meðf. ertölva og skrifstofubúnaður. Þægi-
legt fyrir snjalla sölumenn. Auðvelt í meðhöndlun, engin
sérþekking.
10. Einstakur veitingarstaður, sem sagður er af sérfræðingum
einn sá besti á allri kúlunni. Menn eru krýndir fyrir og eftir
hverja máltíð. Dæmi um frábæran árangur snillinga. Getur
verið laus strax þó aðalvertíðin sé rétt að byrja.
11. Hjólbarðafyrirtæki á Austurlandi til sölu ásamt tilheyrandi
húsnæði. Góð vinna og mikil í kyrrlátu umhverfi og fögru.
12. Einn af stærri söluturnum landsins til sölu. Er í eigin húsnæði
sem er nýlegt og einnig til sölu . Margar bílalúgur og hröð
afgreiðsla. Mikil velta og góð álagning, enda er selt mikið
af eigin framleiðslu, steiktu. Miklar aukatekjur, kassar, lottó,
leiga á aðstöðu o.fl. Selst traustum aðila.
13. Ein fullkomnasta og þekktasta málningarverslun landsins
til sölu. Vel staðsett í Reykjavík. Verslun sem allir þekkja.
Þægileg framtíðarvinna fyrir iðnaðarmann, sem vill verða
sjálfstæður.
14. Ein glæsilegasta sérverslun landsins er til sölu, sem selur
vörur fyrir dömur, þó ekki fatnað. Staðsett við ný endurbættan
Laugaveg. Mikil verslun og möguleikarnir endalausir. Glæsi-
legur vinnustaður fyrir ungar tignarlegar konur. Verðið mjög
sanngjarnt.
15. Þekktur söluturn við mikla og vaxandi umferðargötu til sölu
strax. Tvær bílalúgur, góð afgreiðsla, lottó, spilakassar, smyr
brauðið sjálfur. Góð velta, sanngjarnt verð. Gott fjölskyldufyrir-
tæki.
16. Gjafa- og blómaverslun í fjölmennasta hverfi landsins og
sú eina sinnar tegundar. Vaxandi velta. Mjög góð aðstaða.
Gott fyrirtæki með góða afkomu. Besti tíminn framundan.
Lifandi tekjuöflun.
17. Þjónustufyrirtæki með mikla tekjumöguleika. Engin sérþekk-
ing, fyrirtæki í fullum gangi og hefur auk þess mjög góðan
tilgang. Óteljandi hugmyndir fylgja með. Þetta geta flestir.
Rífandi tekjur.
18. Framleiðslufyrirtæki sem getur verið hvar sem er á landinu.
Steypir ýmsar framleiðsluvörur í mót, flytur inn hráefnið sjálft
að hluta til. Fastir viðskiptavinir. Góð tæki. Þarf 50-70 fm.
19. Framleiðslufyrirtæki í byggingariðnaðinum. Aðeins tvö svona
fyrirtæki á landinu og verkefnin vaxandi. Allar vélar, tæki
og áhöld ásamt vinnu langt fram í tímann. Gæti hentað með
öðru en þarf 250 fm. Framleiðir viðhaldsfría vöru sem er mikil
húsaprýði og lífsgæðafylling. Starfsþjálfun.
Höfum aldrei haft meira úrval af góðum fyrirtækjum
en í dag. Hafið samband. Fullur trúnaður.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
F.YRIRTÆKIASALAIM
SUÐURVE R I
SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.
Heimshorn og Hornsteinar afhentir
Morgunblaðið/Aðalheiður
FRÁ úthlutun Heimshornsins og Hornsteina Töðugjalda og Sunnlenska fréttablaðsins. F.v. Drífa Hjartar-
dóttir frá úthlutunarnefndinni, Kári Stefánsson forstjóri íslenskrar erfðagreiningar hf., Guðmundur Ármann
Pétursson frá Sólheimum, Dofri Eysteinsson framkvæmdastjóri Suðurverks-Arnarfells, Hallur Hallsson frá
Free WiIIy Keiko Foundation, Hrönn Sigurðardóttir sem tók við Hornsteini fyrir hönd Hjartar Þórarinssonar
og Gunnar A. Gunnarsson frá Vottunarstofunni Túni.
TÖÐUGJALDAHÁTÍÐ lauk í blíð-
skaparveðri á Gaddstaðaflötum
við Hellu á sunnudag. I lok dag-
skrár fóru fram viðurkenningar
Töðugjaldanna og Sunnlenska
fréttablaðsins til aðila á Suður-
landi sem skarað hafa fram úr að
mati dómnefndar. Auk þess var
svokölluðu Heimshorni úthlutað,
en þau fá aðilar, íslenskir eða er-
lendir, sem komið hafa íslandi á
framfæri á erlendri grund. I fyrra
hlaut söngkonan Björk Heims-
hornið og 1996 Vigdís Finnboga-
dóttir, fyrrverandi forseti.
Það var Kári Stefánsson sem
afhenti viðurkenningarnar fyrir
Töðugjöldin og Sunnlenska
fréttablaðið. Hornstein fyrir at-
vinnumál hlaut verktakafyrirtæk-
ið Suðurverk-Arnarfell fyrir
mikla verkkunnáttu, skipulag,
dirfsku og hröð vinnubrögð við
byggingu frárennslisskurðar
orkuveitunnar á Sultartanga.
Fyrir menningarmál fékk Hjörtur
Þórarinsson, framkvæmdasljóri
Tónlistarskóla Árnesinga Horn-
stein, en hann hefur um árabil
unnið mikið menningarstarf í liér-
aði. Hefur hann stuðlað að upp-
byggingu og starfsemi tónlistar-
skóla í samstarfi við sveitarfélög-
in sem og að standa fyrir fjöl-
Keikó
heiðraður
á Töðu-
gjöldunum
breytilegum tónleikum, kórastarfi
og ýmsum öðrum tónlistarvið-
burðum á Suðurlandi. Sólheimar í
Grímsnesi fengu Hornstein fyrir
umhverfismál, en síðan 1936 hef-
ur þar verið unnið merkilegt
starf, bæði með dvalar- og vist-
heimilinu og atvinnustarfsemi.
Þar eru nú m.a. trjáplöntustöð,
grænmetisræktun, húsdýrahald,
vefstofur, kertagerð, verslun og
ferðaþjónusta. Umhverfismál hafa
verið vaxandi þáttur í starfsem-
inni, hvað varðar uppbyggingu og
ræktun, sem og fræðsla og nám-
skeiðahald.
Gunnar Á. Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Vottunarstof-
unni Túni í Vík, hlaut Hornstein
vegna frumkvöðulsstarfa sinna,
en liann hefur unnið manna mest
hér á landi að þróun í lífrænum
landbúnaði. Hugmyndafræði,
framsetning og kynning á vottun-
arreglum eru hans verk og þrátt
fyrir töluverðan mótbyr kerfisins
hefur Gunnar ekki látið deigan
síga, en haldið verkinu áfram af
þrautseigju, vandvirkni og fram-
sýni. Nú eru á Suðurlandi á annan
tug býla með vottaða framleiðslu
og þrjú leiðandi landbúnaðarfyr-
irtæki.
Hvalurinn Keikó
fjarri góðu gamni
Uthlutunarnefnd viðurkenning-
anna sem skipuð er Drífu Hjartar-
dóttur, Jóni Þórðarsyni og Birgi
Þórðarsyni fannst við hæfi að sá
Islendingur sem hvað mesta at-
hygli og aðdáun hefur fengið að
undanförnu hérlendis og erlendis
fengi Heimshornið, en það er að
sjálfsögðu hvalurinn Keikó. Hann
hefur um leið vakið athygli á sínu
gamla heimalandi, skapað atvinnu
nú þegar og mun vafalaust eiga
eftir að draga íjölmarga ferða-
menn til landsins með tilheyrandi
gjaldeyristekjum og atvinnutæki-
færum tengdum ferðaþjónustu.
Að flytja hvalinn heim vekur mjög
mikla athygli á íslandi og hefur
tvímælalaust auglýsingagildi.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Margt um manninn
í Baldursheimi
Laxamýri - Gestkvæmt var hjá þingeyskum bændum
um helgina, en opið hús var á bæjunum Baldursheimi
í Mývatnssveit og Halldórsstöðum í Bárðardal. í
Baldursheimi var fjölmennt mestan hlut dags og gátu
gestir skoðað búfénað, þegið veitingar og litið augum
mikinn árangur í landgræðslu allt í kringum bæinn.
Yngri kynslóðin skemmti sér vel og boðið var á
hestbak. Á myndinni má sjá Ólöfu Þuríði
Gunnarsdóttur í Baldursheimi teyma undir Þóru
Bryndísi Másdóttur frá Húsavík.