Morgunblaðið - 18.08.1998, Síða 17

Morgunblaðið - 18.08.1998, Síða 17
18 ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ / Verðbréfaþing Islands Viðskipti aldrei meiri VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi ís- lands í gær námu 2.200 m.kr. og eru viðskipti ársins þar með orðin meiri en á öllu árinu 1997 sem þó var metár. Viðskipti ársins nema nú um 189,4 milljörðum króna en voru rúmir 188,9 milljarðar króna árið 1997. Á hlutabréfamarkaði námu viðskipti í gær 77 m.kr., mest með bréf Islandsbanka, 23 milljón- ir króna, Eimskipafélagsins, 13 milljónir, og Opinna kerfa, 8 m.kr. Úrvalsvísitala Aðallista lækkaði í gær um 0,39%. Stefán Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfaþings, seg- ir að ef tekið er mið af sambærileg- um löndum sem þegar hafa gengið í gegnum þessa þróun, þá sé ljóst að markaðurinn hér á landi eigi eftir að stækka enn frekar á næstu ár- um: „Öflun og ráðstöfun fjármuna, sem áður var að mestu leyti í hönd- um banka og hefðbundinna lána- stofnana hér á landi, hefur verið að færast yfir á hendur markaðarins. Nú líta menn á það sem eðlilegan og sjálfsagðan hlut að fjármagna vöxt í atvinnustarfsemi með hluta- fjárútboðum og hið sama getur allt eins átt við með öflun lánsfjár þar sem menn fara í skuldabréfaútboð í stað þess að taka lánin beint í bönk- um eða lánastofnunum. Annað veigamikið atriði er að þeir aðilar sem safna fjármunum almennings með skipulögðum hætti, s.s. lífeyr- issjóðir, tryggingafélög og verð- bréfasjóðir, búa nú við breyttar reglur sem stýra þeim í æ ríkari mæli inná fjármagnsmarkað miðað við það sem áður var.“ Stefán segir einnig ljóst að und- anfarin misseri og ekki hvað síst á þessu ári hafi sést vaxtabreytingar á skuldabréfamarkaði sem hafa átt sinn þátt í auknum viðskiptum. Aukin hreyfing fjármagns og fjölda skráðra aðila Hann bendir á að markaðurinn sýni mun meiri viðbrögð við frétt- um en áður. Það skili sér í aukinni hreyfingu sem mælist sem velta hjá Verðbréfaþingi: „Við eram að ganga í gegnum þetta ferli talsvert síðar en mörg nágrannalönd okkar og í samanburði við þær þjóðir er ljóst að við eigum eftir að sjá þenn- an markað vaxa enn frekar á næstu árum, bæði hvað varðar hreyfingar fjármagns sem og fjölda skráðra aðila á VÞÍ.“ S „Svindlreikningar“ halda áfram að berast til Islands Varað við reikningum frá svissnesku fyrirtæki KAUPMANNASAMTÖKIN vara menn við svissnesku fyrirtæki, IT&T, en það hefur sent fyrirtækj- um víða í Evrópu reikning fyrir skráningu í faxnúmeraskrá án þess að beðið hafi verið um slíka þjón- ustu. Ekki er þó vitað til þess að ís- lenskt fyrirtæki hafi bitið á agnið. Reglulega berst póstur til fyrir- tækja hérlendis þar sem reynt er með skipulegum hætti að svíkja út úr þeim fé eða blekkja þau til að undirrita bréf, oft beiðni um skrán- ingu í þjónustuskrá, sem hafa fjár- skuldbindingar í fór með sér. Þá tíðkast það einnig að fyrirtæki fá reikninga fyrir þjónustu sem aldrei hefur verið innt af hendi eða óskað eftir. Þekktustu dæmin af slíku svindli eru líklega bréfasendingar frá Ní- geríu og fleiri Afríkuríkjum en þá er viðtakanda oft lofað gulli og grænum skógum fyrir að leyfa af- not af bankareikningum sínum íyr- ir peningaþvætti. Oftast er óskað eftir því að viðtakandinn sendi upplýsingar um bankareikning sinn og jafnvel undimtuð blöð með bréfhaus fyrirtækisins en óútíyllt að öðra leyti. Á móti er honum boð- in ákveðin þóknun fyrir ómakið, oft upp á tugi eða hundrað milljóna króna. Talið er að hinir óþekktu „pennavinir" ætli sér í raun að nota blöðin og upplýsingamar til að svíkja fé af umræddum banka- reikningum og koma fyrirtækjum í fjárskuldbindingar. Erlendis era mörg dæmi um að einstaklingar og fyrirtæki hafi tapað fé á slíkum við- skiptum og hérlendis a.m.k. eitt dæmi. Svindlarar útsmognari en áður Á undanfömum árum virðast sendendur slíkra bréfa vera orðnir útsmognari en áður og það færist í aukana að þeir stíli þau ekki ein- ungis á fyrirtækin, heldur nafn- greinda menn innan þeirra. Slíkir reikningar vekja oft meira traust en ónafngreindir og líta fremur þannig út að einhver ákveðinn maður innan fyrirtækisins hafi beðið um þjónustuna sem verið er að rakka fyrir. Ef hinn nafngreindi er í sumarfríi, era þar að auki h'kur á að samstarfsmenn taki við reikn- ingnum og borgi hann í góðri trú. Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtakanna, segir veralega hafa kveðið að því að undanfömu að svissneskt fyrir- tæki, IT&T, sendi fyrirtækjum reikning fyrir skráningu í faxnúm- eraskrá og hljóðar hann upp á 4.600 danskar krónur eða 48 þús- und íslenskar krónur. Segir Sig- urður að treyst sé á að stjórnendur séu í fríi og að afieysingafólk greiði reikninginn. Geta komið hvaðan sem er „Þarna er um svindl að ræða og er fyllsta ástæða er til að hvetja fólk í viðskiptalífínu til að vera á varðbergi gagnvart slíku. Bréfum frá þessum svissneska aðila hefur rignt yfir dönsk fyrirtæki að und- anförnu og fer danska rannsókn- arlögreglan nú með rannsókn málsins. Lengi vel komu slík bréf nær eingöngu frá Nígeríu eða öðr- um Afríkulöndum en nú er greini- legt að þau geta komið hvaðan sem er.“ Varað er við IT&T í nýjasta fréttabréfi Kaupmannasamtak- anna. Sigurður segir að honum sé kunnugt um að einhver íslensk fyr- irtæki hafi fengið svindlbréf frá fyrirtækinu en honum sé ekki kunnugt um að neitt þeirra hafi lát- ið blekkjast. STÁLSMIÐJAN h1 Úr árshlutareikningi 30. júní 1998 F. Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1998 1997 Breyting Rekstrartekjur Rekstrargjöld 373.3 322.4 353.2 276.3 +5,7% +16,7% Hagnaður fyrir afskr. og fjármagnsliði Afskriftir Fjármagnsliðir 50,9 -12,6 -6,9 76,9 -9,0 -6,6 -33,8% +39,7% +4,7% Hagnaður af reglulegri starfsemi Tekju- og eignaskattar Aðrar tekjur og gjöld Áhrif dóttur- og hlutdeildarfélaqa 31,4 -0,8 -0,3 0 61,3 -0,5 1,1 0 -48,7% +59,3% 0 Hagnaður tímabilsins 30.4 61,9 -50,9% Efnahagsreikningur 30. júní 1998 1997 Breyting I Eignir: | Milljónir króna Fastafjármunir 282,3 241,4 +16,9% Veltufjármunir 281,7 209,9 +34,2% Eignir samtals 563,9 451,4 +24,9% | Skuidir og eigið fé:\ Eigið fé 229,5 165,7 +38,5% Langtímaskuldir 120,8 117,0 +3,2% Skammtímaskuldir 213,6 168,7 +26,6% Skuldir og eigið fé samtals 563,9 451,4 +24,9% Sjóðstreymi og kennitölur 1998 1997 Breyting Veltufé frá rekstri Milljónir króna 42,4 71,3 -40,6% Eiginfjárhlutfall 40,7% 36,7% Veltufjárhlutfall 1,32 1,24 30 milljóna króna hagnaður Stálsmiðjunnar Góð verkefna- staða félagsins HEILDARVELTA Stálsmiðjunn- ar hf., fyi’stu sex mánuði ársins nam 373,4 m.kr. samanborið við 353,2 m.kr. veltu á sama tíma í fyrra. Veltuaukning er 5,7%. Hagnaður félagsins nam 30,4 m.kr. fyrir skatta sem er 8,3% af tekjum, samanborið við 61,9 m.kr. hagnað fyrstu sex mánuði ársins 1997. Eigið fé Stálsmiðjunnar hinn 30. júní sl. nam 230 m.kr. en var 166 m.kr á sama tíma á síðasta ári. Eiginfjárhlutfall var 40,7% saman- borið við 36,7%, veltufé frá rekstri nam 42 m.kr. en var 71 milljón og veltufjárhlutfall var 1,32 saman- borið við 1,24 á sama tíma í fyrra. I árshlutareikningi Stálsmiðj- unnar er ekki tekið tillit til afkomu Stálverktaks hf. sem er dótturfé- lag Stálsmiðjunnar (68% Stál- smiðjan hf. 32% Normi ehf.), Landssmiðjunnar hf. né Lyftis hf. sem era hlutdeildarfélög. Ágúst Einarsson forstjóri sagð- ist í samtali við Morgunblaðið vera sáttur við afkomuna á fyrri hluta ársins: „Niðurstaðan er reyndar nokk- uð slakari en við gerðum ráð fyrir sem skýrist fyrst og fremst af því að starfsemin lá að mestu leyti niðri í júní sökum þess að skipta þurfti um vír í báðum dráttar- brautunum. Engu að síður er fyr- irtækið að skila yfir 8% hagnaði af tekjum sem er í mínum huga mjög viðunandi árangur. Við ger- um ráð fyrir að hagnaður á síðari hluta ársins verði svipaður og á þeim fyrri. Verkefnastaðan er góð og útlitið fram yfir aldamót já- kvætt. Verkefnum félagsins við Grundartanga mun t.a.m. ljúka í haust auk þess sem við gerum ráð fyrir að vinnu við Sultartanga- virkjun verði lokið í upphafí árs- ins 2000.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.