Morgunblaðið - 18.08.1998, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 18.08.1998, Qupperneq 18
MORGUNB LAÐIÐ ÞRIÐ JUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 19 _________________________________VIÐSKIPTI „Endurreisnartölvanu komin á markað í Bandaríkjunum HÖNNUN iMac-tölvunnar er framúrstefnuleg og hefur vakið mikla athygli. Væntanleg hingað í byrjun september SALA Á nýjustu afurð Apple tölvufyrirtækisins, iMac, hófst í Bandaríkjumun um helgina. Tölvunnar hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda hafa forráðamenn fyrirtækisins spáð því að tölvan muni hjálpa Apple upp úr þeirri Iægð sem fyrirtæk- ið hefur verið í undanfarin ár. Samkvæmt fréttum frá Banda- ríkjunum fór sala vel af stað og gekk hratt á birgðir hjá smásöl- um. Byijað var að taka niður pantanir á tölvunni 3. ágúst síð- astliðinn og áður en sala hófst síðastliðinn laugardag höfðu þeg- ar um 150.000 tölvur verið pant- aðar fyrirfram. Miklum Qármunum verður varið í markaðssetningu tölv- unnar og á sunnudaginn hratt Apple fyrirtækið af stað dýr- ustu auglýsingaherferð sem það hefur nokkru sinni ráðist í. Herferðin, sem standa mun yfir til loka þessa árs, kostar 100 milljónir dollara eða 7.150 milljónir króna. Ódýr og netvæn Það sem helst er lögð áhersla á í markaðssetningunni er að tölv- an sé sérstaklega notendavæn og einföld í meðförum og Netið verði ákafiega aðgengilegt með henni. Einnig er lögð mikil áhersla á að nú verði hægt að fá Apple tölvu á sambærilegu verði og PC tölvu en hingað til hafa Apple tölvur verið nokkru dýrari en PC-vélar. Jón Kristjánsson þjónustustjóri hjá Aco hf., sem er með umboð fyrir Apple-vörur á íslandi, segir að iMac sé væntanleg á markað- inn hér á landi í byrjun næsta mánaðar. „Þessi vél er það sem menn hafa vonað að muni endurreisa Apple og hún hefur fengið mjög góðar viðtökur. Með tölvunni er verið að hverfa lítillega aftur til gömlu Macintosh tölvanna sem voru sambyggðar og ákaflega notendavænar, eins og þessi er,“ sagði Jón. Hann sagði að helstu kostir tölvunnar væru einmitt þeir, að hún væri tilbúin beint inn á heim- ili og inn í fyrirtæki, nóg sé að stinga henni í samband og fara að vinna. „Núna er loksins að koma öfl- ug vél frá Apple á hagkvæmu veðri sem er með allt sem þarf fyrir heimilið og fyrirtækið," sagði Jón. Verð tölvunnar verður 129.000 krónur, að sögn Jóns. Hann sagði að mikil eftirspurn væri eftir tölvunni hér á landi og áhugi mikill. Ný Apple-verslun Um framtíðarhúsnæði undir Apple-vörur fyrirtæksins sagði Jón að það ætti að skýrast nú í vikunni, verið væri að leita að hentugu húsnæði undir verslun og þjónustudeild. Ört vaxandi umsvif 10-11 Hagabúðin hættir og Breiðholtskjör gjaldþrota NÆR ljóst er, að sögn eiganda Hagabúðarinnar, Hreins Bjarna- sonar kaupmanns, að 10-11 verslun muni hefja starfsemi í húsnæðinu á næsta ári. Leigusamningi Hreins var sagt upp nýlega og segir hann það tengj- ast því að nýir eigendur séu orðnir að húsnæði verslunarinnar á Hjarð- arhaga 47. „Ég efast ekkert um að það er kominn nýr eigandi sem ætlar að leigja 10-11 húsnæðið. Fyrri eigend- ur og þeir sem kaupa eru báðir bún- ir að segja mér það,“ sagði Hreinn. Hreinn hóf kaupmennsku í Haga- búðinni árið 1971. Hann átti for- kaupsrétt á húsnæðinu og var tilbú- inn að greiða 44 milljónir á borðið fyrir það en fékk ekki. Að hans sögn greiddu nýir eigendur svipaða eða sömu upphæð fyrir húsnæðið. Umsvíf 10-11 aukast nú ört. Þeg- ar hefur Vöruveltan, sem rekur 10- 11 verslanirnar, keypt verslunar- miðstöðina Grímsbæ og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa sömu aðilar og keyptu Hagabúðina keypt Breiðholtskjör, en óskað var eftir að rekstur Breiðholtskjörs yrði tekinn til gjaldþrotaskipta sl. föstu- dag. Mun vera stefnt að því að leigja húsnæðið undir rekstur 10-11 verslunar. Nýr stjórnarfor- maður Islandspósts fram kemur í fréttatil- kynningu. Á fundi hinn 13. ágúst síðastliðinn skipti stjóm íslandspósts þannig með sér verkum að Bjöm Jósef er formaður, Ólafur Sig- urðsson varaformaður og Elías Jónatansson ritari. Meðstjómendur em Elin Jónsdóttir, Guðmundur bergsson framkvæmdastjóri tekið Oddsson, ísólfúr Gylfi Pálmason og sæti í stjóm fýrirtækisins að því er Jón Ásbergsson. BJÖRN Jósef Amviðar- son, sýslumaður á Akur- eyri, hefur tekið við for- mennsku stjómar Islands- pósts hf. Jenný Stefama Jensdóttir, sem gegnt hef- ur starfinu að undanfömu, hefur látið af setu í fyrir- tækinu að eigin ósk þar sem hún er á fómm til út- landa á næstunni. Þá hefur Jón Ás- Björg ,s kcni m tilcgi hilin n /<> í > 1 V i:;J' Armúla 13 • Sími 575 1220 - 575 1200 PORTBILL ________sem horft er á eftir! verð frá aðeins 1.445.000 Hyundai Coupe er kraftmikill sportbill, með 116 ha. eða 138 ha. vél A Hyundai. Coupe er eftir þér tekið í umferðinni. Rennilegar og ávatar línur ásamt aflinu undir vélarhlífinni gefa þér réttu tilfinninguna. Komdu og skoðaðu mest selda sportbíl á íslandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.