Morgunblaðið - 18.08.1998, Síða 24

Morgunblaðið - 18.08.1998, Síða 24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 25 ERLENT Kenneth Starr yfírheyrir Bill Clinton Bandaríkjaforseta í hálfa sjöttu klukkustund í Hvíta húsinu Yfírheyrslan sögð niðurlægjandi BILL Clinton varð í gær fyrsti sitj- andi forseti Bandaríkjanna sem ber vitni fyrir kviðdómi í rannsókn sem beinist að honum. Kenneth Starr, sérskipaður saksóknari, yfirheyrði Clinton í Hvíta húsinu í hálfa sjöttu klukkustund, með hléum, og var yf- irheyrslunni sjónvarpað beint á lok- aðri rás til umdæmisdómshússins í Washington, þar sem 23 manna rannsóknarkviðdómur í málinu sit- ur. Geysileg spenna ríkti í Was- hington í gær um hvort forsetinn myndi játa á sig „ósæmilegt" sam- band við Monicu Lewinsky, er hún var lærlingur í Hvíta húsinu, en það stangast á við eiðsvarinn vitnisburð forsetans íyrr á árinu. Clinton ítrekaði opinberlega, á frétta- mannafundi í janúar, að hann hefði ekki átt í ástarsambandi við Lewin- sky en talið er að á síðustu mánuð- um hafi Starr aflað sannana um að hið gagnstæða væri raunin. Laga- sérfræðingar CNN sögðu yfir- heyrsluna í gær vafalaust hafa verið „smásmugulega og niðurlægjandi". Vitnisburður Clintons er að margra áliti hápunktur rannsóknar Kenneths Starr, sem staðið hefur í fjögur ár. Hún beindist í upphafí að því hvort forsetinn og eiginkona hans hefðu gerst brotleg við lög í fasteignaviðsldptum í Arkansas sem kennd hafa verið við Whitewater. Rannsóknin fór brátt að teygja anga sína út fyrir ríkisstjóratíð Clintons og hefur m.a. beinst að ferðaskrifstofu Hvíta hússins og láti Vincents Fosters, lögfræðilegs ráðgjafa^ og vinar for- setans. I upphafi þessa árs hóf Starr hins veg- ar formlega rannsókn á ásökunum um að for- setinn hefði átt í ástar- sambandi við lærling í Hvíta húsinu, að hann hefði logið til um það eiðsvarinn, og reynt að fá lærlinginn, Monicu Lewinsky, til að segja ósatt til um það. Síðastliðna sjö mán- uði hefur Starr yfir- heyrt fjölda vitna um hugsanlegt samband forsetans og Lewinsky er myndi stangast á við framburð hans í Jones-málinu. Með- al annars hefur ritari forsetans, Betty Currie, verið yfirheyrð, einka- þjónn hans, auk á annan tug manna úr lífvarðasveitum forsetaembættis- ins er staðið höfðu vörð fyrir utan skrifstofu Clintons. Þá mun Lewin- sky hafa lýst því yfir við yfirheyrsl- ur að hún hafi átt í ástarsambandi við forsetann í eitt og hálft ár. Samstarfsmenn Clintons sagðir fullir vonbrigða Stuðningsmenn Cintons hafa á undanförnum mánuðum verið ómyrkir í máli í gagnrýni sinni á St- arr og hafa m.a sakað hann um nornaveiðar. Þrátt íyr- ir sleitulausar tilraunir sl. fjögur ár, hafi hon- um ekki tekist að sanna að Clinton hafi aðhafst nokkuð ólög- legt. Um helgina fór hins vegar að kvisast út að líklega myndi for- setinn breyta fram- burði sínum og var fyrsta vísbendingin um það frétt í dagblaðinu New York Times. Segja sérfræðingar að þar hafi aðstoðarmenn Clintons viljað kanna jarðveginn fyrir slíka stefnubreytingu. Eftir að ljóst þótti að forsetinn myndi breyta fyrri framburði sín- um, hafa nokkrir nánir, ónafn- gi-eindir, samstarfsmenn hans látið í ljósi vonbrigði með að forsetinn skyldi draga svo lengi að segja sannleikann. Sumir hafa tekið svo djúpt í árinni að segja forsetann hafa svikið þá. I þættinum „Meet the Press“ á sjónvarpsstöðinni NBC á sunnudag sagði Dee Dee Myers, fyrrum fréttafulltrúi forsetans, að hann yrði að greina frá öllu satt og rétt í yfir- heyrslunni. Hann myndi ekki kom- ast upp með að gefa einhverja „klikkaða skýringu“ á sambandi sínu við Lewinsky. Yfirheyrslan yfir Clinton hófst kl. Monica Lewinsky Reuters CLINTON ráðgast við Erskine Bowles, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Sandy Berger, öryggisráðgjafa sinn, áður en yfirheyrsla Starrs hófst. 12.59 að staðartíma, er klukkuna vantaði mínútu í fimm að ísl. tíma. Hálftíma áður komu Kenneth Starr og nokkrir samstarfsmenn hans til Hvíta hússins til ýfirheyrslunnar. Sagði talsmaður saksóknarans hann ætla að halda áfram rannsókn sinni áfram og ljúka henni á eins „réttlát- an og skilvirkan“ hátt og hægt væri. Gífurlegur fjöldi fréttamanna hafði komið sér fyrir við Hvíta húsið og dómshúsið og fylgdist grannt með hverri hreyfingu. Um kl. 17.30 að staðartíma, kl. 22.30 að ísl. tíma, yf- irgáfu Starr og samstarfsmenn hans forsetabústaðinn. „Hlakkaði ekki beinlínis til“ Áður en yfirheyrslan hófst sagði talsmaður Clintons Mike McCuitv, að forsetinn „hlakkaði ekki beinlínis til“ en að hann vissi hvað hann ætl- aði að vitna um. Búist er við að Clinton haldi ásamt eiginkonu sinni, Hillary Rodham, og dóttur þeirra, Chelsea, í frí til Martha’s Vineyard í dag. Forsetahjónin fóru til messu á sunnudagsmorgun og héldust þar í hendur. Á sunnudagskvöld ræddi trúnaðarvinur þeirra, séra Jesse Jackson, við fjölskylduna og baðst fyi'ir með forsetanum. Sagði Jackson menn verða að horfast í augu við að málið væri vandræða- legt fyrir Clinton, „hvað svo sem gerðist - hvemig sem menn skil- greina óviðeigandi, og Hillary hefur þurft að horfast í augu við niður- læginguna sem felst í þessu öllu. En höfum það í huga að hún er þroskuð manneskja, þau era ástfangin og hjónaband þeirra mun lifa þetta af‘, sagði Jackson. Kvaðst hann telja að það skipti Clinton mestu máli að eiginkona hans og dóttir stæðu með honum. Hefur Hillary tekið virkan þátt í undirbúningi forsetans fyrir yfirheyrsluna ásamt lögfræðingum hans. Hvílíkur pakki! Ðaihatsu Terios 4x4 Fjölhæfni og svakaseigla Terios sameinar kosti sem nýtast við fjölbreyttar aðstæður. Bíllinn er sprækur og lipur í daglegum borgarakstri. Næmt vökvastýri, lítill beygjuradíus og gott útsýni gera þrengstu svæði aðgengileg. Vondir vegir eru Terios heldur engin hindrun. Sítengt aldrif, læsanlegur millikassi og tregðu- læsing á afturöxli skila honum örugglega áfram í þungri færð. Hæð undir lægsta punkt er 185 mm. Sportpakki á engu verði - bókstaf lega Terios er vel búinn og að auki býður Brimborg takmarkaðan fjölda bíla með ókeypis sportpakka að verðmæti um 120.000 kr. [ pakkanum eru toppgrind, dráttarkúla, vetrardekk, vindhlífar á glugga, Ijósahlífar, mottur og hlífðarmotta í farangursrými. Allir bílar frá Daihatsu eru með þriggja ára ábyrgð og sex ára ryðvarnarábyrgð. Beinskiptur frá kr. 1.598.000.- Sjálfskiptur frá kr. 1.678.000.- BRIMBORG Faxafeni 8 • Sími 515 7010 Brimborg-Þórshamar Tryggvabraut 5 • Akureyri Sími 462 2700 Bílasala Keflavlkur Hafnargötu 90 • Reykjanesbæ Sfmi 421 4444 Bíley Búðareyri 33 • Reyðarfirði Sími 474 1453 Betri bílasalan Hrísmýri 2a • Selfossi Sími 482 3100 Fjaðurmýkt og hörkuöryggi Fjöðrunarbúnaðurinn í Terios sameinar mýkt í borgarakstri og frábæra aksturseiginleika á slæmum vegum. Terios er fáanlegur með öflugri fjögurra gíra sjálfskiptingu sem gerir aksturinn enn þægilegri. Daihatsu hefur einnig lagt mikla áherslu á að gera Terios öruggan. Farþegarýmið er sérstaklega styrkt og grindin dreifir vel höggi við árekstur. Tveir loftpúðar eru staðalbúnaður. 3 ára ábyrgð Tvisturinn Faxastig 36 • Vestmannaeyjum Sfmi 481 3141 DAIHATSU fínn ( rekstri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.