Morgunblaðið - 18.08.1998, Qupperneq 25
26 ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ðu
ritgerðirnar enn
tri með litmyndum
Aflaðu þér fróðleiks á
Internetinu
Gefðu út skólablað
Búðu til þín eigin
boðskort og prentaðu
myndir á boli
Kynntu þig á
Internetinu
Lífgaðu upp á
fjölskyldumyndirnar
Hyundai töiva turn
233mhz örgjörvi
32mb sdram vinnsluminni
3.2GB harður diskur
4mb skjákort
Skólapakkinn
Tæknival býður þér kraftmikla
24x geisladrif
tölvu með mótaldi fyrir
Internetið ásamt öflugum Epson
litaprentara og myndskanna á
ótrúlegu verði.
Skólapakkinn er
sérstaklega
hannaðurfyrir
allt skólafólk
og gerir
námið
fjölbreyttara
og skemmtilegra.
Soundblaster 16 hljóðkort
80w hátalarar
33.6 baud modem
Epson prentari
Stylus Color 400
Litableksprautuprentari
30 bita borðskanni
' i-V „ , ' i
, Allt þetta
o oóeins
ta .10,9.90
frá kr.% U *
www.taeknival.is
LISTIR
VERKIÐ Gjafír, hluti af skipan Helga.
Svanasöngur
MYIVÐLIST
20 fermetrar, Vestur-
ííiitii lOa. kjallara
SKIPAN (INSTALLATION)
HELGI HJALTALÍN
EYJÓLFSSON
Til 23. ágúst. Opið miðvikudaga til
sunnudaga frá kl. 15-18. Aðgangur
ókeypis.
SÝNING Helga Hjaltalíns er
lokasýningin í Gallerí 20 fermetr-
um. Þar með lýkur stuttri en giftu-
ríkri sögu þessa litla salar sem
fóstrað hefur svo margar afbragðs-
sýningar á undanförnum ánim. 20
fermetrar er ekki fyrsti sýninga-
salurinn sem þannig lýkur göngu
sinni og eflaust ekki heldur sá síð-
asti. Islensk myndlist er á eilífum
hrakhólum svona eins og ein-
yrkjamir á Jökuldalsheiðinni forð-
um daga. Tatararnir taka sig upp
eftir nokkuð velheppnað stopp og
halda svo sína leið þegar syrta fer í
álinn.
Þetta hefur sína kosti. Klæð-
skerar sem alltaf geta verið á sama
stað, nema þegar þeir þurfa að
stækka eilítið við sig, geta boðið
viðskiptavinum sínum upp á
aukasmell í formi listrænnar uppá-
komu. Þegar búið er að mæla
menn hátt og lágt og finna á þá
akkúrat það sem þeir þurfa svo
þeir teljist menn með mönnum er
þeim vísað inn í bakherbergi eða
ofan í kjallara þar sem þeir fá kok-
teilglas með einhverju gómsætu
meðan þeir taka í spaðann á
stjömuliðinu. Allir em í fínu foi-mi
því gamli staðurinn er búinn að
vera og nú er komið eitthvað nýtt
og spennandi til að máta sig við.
íslenskt menningarlíf er eilíf
veisla, því ella mundu allir fara að
geispa og snúa sér að einhverju
öðra, íþróttum ef ekki vill betur.
Með sínu framapoti og stjörnu-
stríði, athyglissýki, sjálfspeglun og
niðurbældu snobbi er menning
okkar hvort sem er orðin að hálf-
gerðri heimsmeistarakeppni þar
sem hver og einn reynir að huga að
sinni golfkúlu. Ef ekki tekst að
pútta henni í holuna má alltaf slá
hana í hausinn á keppinautnum svo
honum takist heldur ekki að hitta í
mark.
Það er eins og þessi losaragang-
ur - þreyta - setji mark sitt á
merkilega skipan Helga Hjaltalíns
í kjallaraborunni á Vesturgötunni.
Hann er í döpra og firrtu skapi,
svona rétt eins og Tonio Kröger -
eða skapari hans, þýski rithöfund-
urinn og Nóbelsverðlaunahafinn
Thomas Mann - sem upplifir hálf-
guggið, menningarlegt gegnsæi
sitt í síungri og síseiðandi hafgol-
unni í Lýbiku, töfrandi heimabæn-
um sem hvarvetna hvíslar til hans
ljúfsáram endurminningum frá
þeim tíma þegar allt var í fyi-sta
sinn.
Helgi notar einmitt söguna sem
gagnrýninn útgangspunkt sýning-
arinnar. Heimsókn söguhetjunnar
Tonios til vinkonu sinnar, hstmál-
arans Lisavetu Ivanovnu, sem má
hlusta á hann tíunda dapurlegt
upplag listamannsins - öfgafulla
sjálfsvitund, óheilindi og getuleysi
hans til að samsama sig öðram - er
sett upp sem sjálfstætt ónúmerað
verk, eða inngangur, að framvindu
sýningarinnar. Sú spurning hangir
óútkljáð í loftinu hvort listamaður-
inn geti nokkurn tímann losað sig
við sína kaldhömraðu en ofumæmu
sjálfsvitund.
Helgi virðist ekki í vafa um að
hin listræna sjálfsvitund ógni nú
framvindu myndsköpunar svo um
muni. Allt nútímalegt sýningarhald
gengur út á einhvers konar gesta-
þraut - næmispróf - sem listamað-
urinn leggur fyrir gesti sína.
ÞeiiTa er að botna fyrripartinn
sem hann sendir þeim líkt og hug-
myndaríkur glæpamaður í bófa-
hasar við leynilögguna bráðsnjöllu
- Sval, Val og félaga. Sjálfur lúrir
hann [glottandi] að tjaldabaki, haf-
inn yfir allan gran eins og alvitur
kennari.
Leiði, auðsæi og endurtekning
er afrakstur þessarar framvindu
mála. Listamaðurinn horfir upp frá
mótum gólfs og veggjar, jafn svip-
laus og dapur og kollega Diirer á
ská, sem dundaði sér við að telja
kanínurnar upp úr hattinum um
500 árum fyrr: „Við eram svo mikl-
ir snillingar - [loddarar] - að okkur
verður flökurt.“
Þessi tegund af sjálfsgagnrýni
er mér vitanlega óþekkt hér á
landi, en lýsir með athyglisverðum
og nýstárlegum hætti því öng-
stræti sem hugmyndlistin nálgast
óðfluga.
Halldór Björn Runólfsson
Að fela sig um
stund fyrir sólinni
TÖNLIST
Digraneskirkja
EINLEIKSTÓNLEIKAR
Howard Klug klarinettuleikari
frá Bandaríkjunum og Anna Guð-
ný Guðmundsdóttir fluttu umrit-
anir fyir klarinett og frumsamin
amerísk verk. Sunnudagurinn 16.
ágúst, 1998.
ÞAÐ er vandamál að velja góð
viðfangsefni fyrir þau hljófæri
sem ekki hafa verið í uppáhaldi
sem einleikshljóðfæri og hefur
klarinettið m.a. þá sérstöðu, að
vera meðal yngstu klassísku
hljóðfæranna, svo að t.d. tón-
skáld barokktímans þekktu ekki
þetta hljóðfæri og á fyrri hluta
klassíska tímans, var það jafnvel
lítið notað í hljómsveitarverkum,
hvað þá að samin væra einleiks-
verk fyrir það. Þeir sem gerðu
þessu hljóðfæri ærleg skil, vora
Weber, Mozart og af rómantíker-
um var það Brahms, með sínar
tvær sónötur, að vísu snilldar-
verk í sérfiokki, ásamt konsert-
um Mozarts.
Nútímahöfundar hafa samið
nokkuð fyrir þetta hljómfallega
hljóðfæri, enda var það sem
áhugaverðast var á þessum tón-
leikum, eftir tónskáld fædd á
þessari öld. Illu heilli vora önnur
verk umritanir, sem sumar
hverjar vora því miður ankanna-
lega hljómandi á klarinettið, þó
einleikarinn Howard Klug, sem
er frábær hljóðfæraleikari, léki
af snilld. Þetta á sérstaklega við
um umritun eftir Jozsef Balogh,
á Zigeunarweisen op. 20, eftir
Pablo de Sarasate, glæsilegu
sýningarverki í fiðlutækni, sem
alls ekki naut sín i þessari umrit-
un.
Tónleikamir hófust á þremur
mjög frægum sönglögum eftir Ga-
briel Faure, Aprés un révé, Ici-
bas og Clair de lune, afburðafogr-
um tónsmíðum sem hljómuðu
einkar fallega í frábæram flutn-
ingi Önnu Guðnýjar og Howard
Klug. Þriggja þátta sónata eftir
David Baker, sem samin var 1989
var annað viðfangsefni tónleik-
anna og eins og í fyrri verkunum
var flutningurinn á margan hátt
mjög góður, þó flytjendur næðu
ekki að „swinga“, í fyrsta þættin-
um sem nefnist „Blues“ en þó sér-
staklega í þeim síðasta, sem nefn-
ist „Dance“. Besti hluti og best
flutti þáttur verksins var miðþátt-
urinn „Loneliness".
Á seinni hluta tónleikanna lék
Howard Klug fjögur verk á
bassakalrinett, fyrst Elegiu, eftir
Alec Templeton (1909-1963)
Templeton var velskur, fæddur
blindur og aðallega frægur fyir
að ,jazza“ verk eftir J.S. Bach og
samdi meðal annars skemmtilega
jazzfúgu fyrir blásara, sem hann
nefndi „Bach Goes to Town“.
Önnur verk hans era aðallega af
léttara taginu. Elegían er ágæt-
lega samin en á köflum minnti
ýmislegt í tónmáli verksins á
Brahms. Consert Piece, samið
1942 af Burrill Phillips (f. 1907)
bandarísku tónskáldi og kennara
og samkvæmt tónleikaskrá hans.
er Consert Piece samin fyrir
fagott og strengjasveit, ágætlega
samið verk og í raun eina „nú-
tímaverkið" á þessum tónleikum,
því verkin eftir Baker og Temp-
leton era sérlega hefðbundin, auk
þess að vera hálfgert léttmeti. I
síðasta verkinu, smástykki op
102, eftir Schumann, naut
bassaklarinettið sín mjög vel og
féll tónn þess ágætlega að þessu
„alþýðlega" sellóverki. Það er
sérkennilegt að Schumann tekur
það fram, að verkið sé í „alþýð-
legum stíl“ en hann viðhafði eitt
sinn þau orð, að henn kærði sig
ekki um að semja fyrir alla, held-
ur aðeins þá sem „kunna að meta
góða tónlist“.
Þrátt fyrir stuttan æfingatíma,
var samspil Önnu Guðnýjar og
Howard Klug býsna gott, en
Klug er fær klarinettuleikari,
eins og reyndar mátti heyra í tat-
aralögunum eftir Sarasate en
sérstaklega var ánægjulegt að
heyra flosmjúkan leik hans á
bassaklarinettið. í heild vora
þetta góðir tónleikar, sem góða
veðrið hafði af mörgum, er að
öðra leyti hefðu ekki séð eftir því
að fela sig um stund fyrir bless-
aðri sólinni.
Jón Ásgeirsson