Morgunblaðið - 18.08.1998, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 18.08.1998, Qupperneq 29
30 ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN ✓ Efnafræði Núna bíður atvinnulífíð óþreyjufullt eftir nýjum efna- og lífefnafræðingum frá Háskóla Islands. Gunnar Hersveinn uppgötvaði að í fögnuðinum yfír atvinnutækifærunum býr kvíði vegna þess að skólakerfíð veitir ekki raunvísindalega sinnuðum grunn- og framhaldsskólanemum þá undirstöðu sem til þarf. Brennandi hugur á vísindum • „10-15 útskrifast árlega úr efnafræði en þyrftu að vera talsvert fleiriu # Þörf atvinnulífsins á vísindamönnum er ekki mætt í framhaldsskólum Morgunblaðið/Arnaldur „ÞAÐ er ekki snjallt að leggja allt sitt traust á eina tekjulind," segir Guðmundur G. Haraldsson prófessor og skoðar sýni af hreinni omega-3 fitusýru á Rannsóknarstofnun Háskólans. Afurðir unnar úr henni eru feikilega verðmætar og eftirsóttar. Morgunblaðið/Kristinn FAGMENN að störfum við að slökkva logandi elda visindanna. Tjón efnafræðiskorar HI var sárt og enn hafa rannsóknarmenn ekki komist að ástæðu brunans. s tskrifaðir efna- og lífefna- fræðingar frá Háskóla ís- lands í vor fengu umsvifa- laust vinnu hjá Islenskri erfðagreiningu. Þeir sem leggja stund á efnafræði virðast því ekki þurfa að kvíða framtíðinni. Þess þurfa hins vegar stofnanir og fyrir- tæki sem ekki geta boðið þeim góð laun og starfsskilyrði. I framhalds- skólum eru t.d. ekki til mörg ráð til að iaða raungreinakennara inn í skólastofurnar. Það er vit í því að læra efna- og lífefnafræði en aftur á móti skortir oft aðstæður í framhaldsskólum til að vekja áhuga á þessum greinum. „Tíu til fimmtán útskrifast árlega úr efnafræðiskor en það þyrftu að vera talsvert fleiri,“ segir dr. Guðmund- ur G. Haraldsson, prófessor við Há- skóla íslands, „því möguleikarnir hérna heima eru góðir, bæði fyrir fólk með B.S. gráðu og þá sem hafa farið í framhaldsnám til útlanda." Eftirspurnin er orðin það mikil að Guðmundur jiurfti að sækja efna- fræðing til Irlands til að vinna á Raunvísindastofnun Háskólans á Dunhaga. Líklegt er að erlendir efnafræðingar verði eftirsóttir starfskraftar hér á næstu árum og að áfram verði fáir til að glæða áhuga ungra íslendinga á fræðun- um. „Ég hugsa að það taki 20 ár að laga ástandið eftir að farið verður að sinna raunvísindum af alvöru í framhaldsskólum," segir Guðmund- ur, „við gerum okkur mikinn óleik með því að vanrækja þessa nemend- ur“. En hverja heillar efnafræðin? „Þá sem eru vísindalega þenkj- andi og hafa gaman af því að gera tilraunir," svarar hann, „en við ger- um mikið af þeim hér í deildinni. Einnig þá sem njóta sín í að vinna með tæki og í tölvutækni. Það er margt vitað í efnafræði og því margt skemmtilegt að gerast t.d. með stóru sameindimar í lífverum og samspil þeirra. Fræðin eru gróskumildl og gagnleg og þvi eftir miklu að slægjast." Hvernig fara þjóðir að því að ná árangri? Efnafræðiskor raunvísindadeild- ar byrjaði árið 1970 og í sumar var því fagnað að 25 ár eru liðin frá út- skrift fyrstu efnafræðinganna. Karlmenn hafa löngum sótt í deild- ina en árið 1991 var boðið upp á BS nám í lífefnafræði og eru konur um helmingur nemenda þar. Kennsla í verklegri efnafræði fer m.a. fram í Verk- og raunvísinda- húsi I en þar brann ein aðalkennslu- stofan í júlí. „Við máttum síst við þessu tjóni því það hefur reynst erfitt að fá tæki og búnað. Hann er svo dýr,“ segir Guðmundur, „ís- lendingar hafa nefnilega haft til- hneigingu til að draga úr rannsókn- um þegar að kreppir og að treysta á góða fiskgengd. Þegar Bandaríkja- menn voru í síðustu efnahags- kreppu ákváðu þeir hins vegar að veita fé í rannsóknir, til að byggja á traustum forsendum. Þeir sjá ekki eftir því.“ Fjárfesting í grunnþekkingu er forsenda árangurs þjóða að mati Guðmundar og skrifaði hann nýlega um það í Snefil, blað efna-, lífefna- og efnaverkfræðinema, því til árétting- ar: „Nærtækt dæmi er árangur Norðmanna í fiskeldi. Við hugðumst gleypa í okkur markaðina á einu bretti fyrir framan nefið á Norð- mönnum með því að ryðjast inn í lax- eldið án nokkurrar reynslu eða fyrir- hyggju, en vanræktum alla undir- stöðuna sem byggist á kunnáttu, þjálfun, reynslu og rannsóknum. Því fór sem fór, milljarðar fóru í súginn. Norðmenn gáíú sér hins vegar góð- an tíma í að byggja upp grunninn og eru nú farnir að njóta afraksturins af skynsemi sinni og fyrirhyggju, þolin- mæði og þrautseigju 20-30 árum eft- ir að hafist var handa.“ Hann nefnir hins vegar að skyn- samlegt og vel heppnað rannsóknar- starf sé stundað hjá Fiskeldi Eyja- fjarðar. Aðferðir Guðmundar verða t.d. nýttar þar til að framleiða omega-3 fitusýrur til að ala lúðuseiði. Guðmundur segir að rannsóknir séu mikilvægasti þáttur háskóla- starfseminnar og í raun greina góða háskóla frá þeim lakari. „í efna- fræðinámi fá nemendur að kynnast mikilvægi rannsókna fyrir hvers kyns framfarir," segir hann, „annað merkir stöðnun." Rannsóknir sem skapa umsvif og kosta nemendur Rannsóknavettvangur kennara efnafræðiskorar er Raunvísinda- stofnun Háskólans og Hafrann- sóknastofnun. Rannsóknirnar eru af margvíslegum toga og á mörgum sviðum efnafræðinnar. Stofnunin hefur átt heilladrjúga samvinnu við fyrirtæki og má nefna að Marel hf. varð til við frumstæðar aðstæður innan eðlisfræðiskorar. Guðmundur hefur stundað rann- sóknir á omega-3 fjölómettaðri fitu (lýsi). „Ég hef stundað þær í meira en áratug eða frá því ég kom heim úr framhaldsnámi," segir hann, „af- urðirnar geta nýst sem heilsubótar- efni, fæðubótarefni, til lyfjagerðar og á ■ stærri skala í fóðurgerð til bæði dýraeldis og fiskeldis, en einnig til manneldis.“ Hann segir skilyrðin hér til rannsókna ákjósan- leg. Hér er þekking og reynsla og rótgróin lýsisvinnsla. Hann uppgötvaði og þróaði að- ferðir fyrir Lýsi hf. ásamt rann- sóknarhópi til að ná fram lýsis- þykkni í náttúrulegu form með um og yfir 70% EPA og DHA innihaldi. EPA og DHA eru verðmætustu og eftirsóttustu omega-3 fitusýrumar í sjávarfangi. Einkaleyfi fékkst á þeim. „Framhald þessara rann- sókna reyndist of dýrt fyrir íslensk fyrirtæki og varð ég því að gera samning við Norðmenn eða Norsk Hydro. Þær rannsóknir hafa skapað töluverð umsvif á Raunvísindastofn- un og hafa Norðmenn kostað tvo ís- lenska nemendur í meistaranám og hafa áhuga á að kosta nemanda í doktorsverkefni," segir Guðmundur og að vaxtarbroddurinn sé í dokt- orsverkefnum. I grein um rannsóknir Guðmund- ar í Tímariti Háskóla íslands 1. tbl. 3. árg. 1997 segir að fyrir aðferðir og vörur sem út úr þessum rannsókn- um komu hafi fengist einkaleyfi og að japanska stórfyrirtækið Ámano hafi verulegan áhuga á árangrinum. „Ég myndi vilja gera þessar rann- sóknir undir merld Islands en þess er ekki kostur,“ segir hann. Rannsóknir af þessum toga hafa reynst feikilega mildlvægar fyrir deildina og hafa nemendur oft fengið tækifæri til að ljúka meistaraprófi og fengið vinnu í framhaldi af því. Hátækniefnaiðnaður er til um- ræðu í þjóðfélaginu, m.a. vegna ís- lenskrar erfðagreiningar, og þar koma efna- og lífefnafræðingar vissulega til sögunnar. Rannsóknir Guðmundar flokkast undir hátækni- iðnað. „Við verðum að leggja pen- inga í rannsóknir og fjölga möguleik- unum. Það er ekki snjallt að leggja allt sitt traust eina tekjulind,“ segir hann, „við getum heldur ekki þjálfað vísindamenn nema með því að stunda rannsóknir og ef umsvif í há- tækni verði meiri eflist um leið áhugi almennings og nemenda á raun- greinum og menntun á sviði efnavís- inda. Hann segir að núna starfi um 10 efna- og lífefnafræðingar hjá Í.E. en að þar sé reiknað með að ráða 50 slíka starfsmenn á næstu misserum. Hvernig á að kveikja áhuga ungra nemenda? Núna í haust verða heldur fleiri nemendm- ski'áðir í efnafræðiskor eða milli 70-80, þar af 30 nýnemar. Óljóst er hins vegar hversu margir af þeim útskrifast eftir þrjú ár því álagið er töluvert, til dæmis fara nokkrir eftirmiðdagar í verklega vinnu sem gera þarf skýrslur um. Einnig eru áfangar í stærðfræði og eðlisfræði sem nemendur þurfa að þreyja. „Hins vegar ætti þeim að ganga vel ef þeir hafa haft fagkenn- ara í framhaldsskóla og hafa áhuga á viðfangsefninu," segir Guðmundur og bætir við að það sé óviðjafnan- legt að verða vitni að því að nem- endur fái áhuga á vísindastarfi og fyllist eldmóði." Áhugann þarf að kveikja því spurn eftir efna- og lífefnafræðing- um er núna svo mikil að fjölmörg fyrirtæki og stofnanir sem byggja á efnafræði eiga í erfiðleikum með að manna starfsemi sína. Efnafræðingar hafa löngum starfað hjá rótgrónum opinberum stofnunum en annar vettvangur er að opnast þeim: umhverfismálin. Guðmundur segir að þar hafi skap- ast feikileg vandamál vegna lífsmáta nútímamannsins og að of lítið hafi verið aðhafst hér á landi þótt það sé vissulega að breytast. Hann nefnir líka að stóriðjur krefjist starfsmanna eins og efna- og efnaverkfræðinga. Og loks að búast megi við að starfsemi lyfja- fyrirtækja á Islandi kalli á starfs- krafta margra efnafræðinga. Atvinnuhorfurnar eru því ekki slæmar. Hins vegar eru áhöld um að skólakerfið veiti efnilegum raun- vísindalega sinnuðum grunn- og framhaldsskólanemum þá undir- stöðu sem til þarf. ,Áherslan í þjóð- félaginu hefur verið röng og við þurfum að súpa seyðið af því,“ segir hann. En í hans huga er enginn vafi á að hér er um að ræða menntun sem borgar sig margfalt aftur til þjóðfélagsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.