Morgunblaðið - 18.08.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.08.1998, Blaðsíða 31
32 ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ JMtargttttttfofrifr STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. RÆÐA FORSETA ÍSLANDS RÆÐA forseta Islands, herra Olafs Ragnars Grímssonar, á Hólum í Hjaltadal sl. sunnudag vekur upp spurningar, sem ekki snúa að efni ræðunnar heldur stöðu forsetaembættisins. Þeir forsetar, sem setið hafa frá lýðveldisstofnun hafa smátt og smátt mótað forsetaembættið á þann veg, að þeir hafa ekki blandað sér í umræður um viðkvæm deilumál, smá og stór. Þeir hafa talað til þjóðarinnar á ákveðnum tímamótum og þá um meginmál án þess að gerast aðilar að átakamálum líðandi stundar. Auðvitað má velta því fyrir sér, hvort þetta hafi verið rétt af- staða hjá þeim, sem gegnt hafa embætti forseta Islands. Þó er ljóst, að þessi afstaða hefur ráðizt af því, hvert er og hefur verið meginhlutverk þess, sem hverju sinni gegnir forsetaembætti, þ.e. að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Og það geta forsetar ekki verið, ef þeir taka afstöðu í þeim málum, sem tekizt er á um í sam- félagi okkar hverju sinni. Hvað gerist, þegar þjóðkjörinn forseti tekur ákvörðun um að beina embætti þjóðhöfðingjans í nýjan farveg? Hvað gerist, ef for- seti Islands gerist á vissum augnablikum beinn þátttakandi í þjóð- félagsumræðum og tekur afstöðu með einum skoðanahópi gegn öðrum? Það fyrsta sem gerist er, að forsetinn sjálfur rýfur þá frið- helgi, sem ríkt hefur í kringum forsetaembættið nánast alla tíð. Frá því eru aðeins örfáar undantekningar. Þetta vita allir, sem fylgzt hafa með íslenzkum stjórnmálum undanfarna áratugi. Stjórnmálamenn, og þá ekki sízt ráðherrar og þó sérstaklega for- sætisráðherrar, hafa hverju sinni lagt sig fram um að tryggja for- setaembættinu það skjól, sem það þarf. Fjölmiðlar hafa einnig lagt sitt af mörkum til þess m.a. með því að beina frá vettvangi fjölmiðlanna athugasemdum, sem valdið geta forseta og embætti hans óþægindum. Ef friðhelgi forsetaembættisins er rofin af forseta sjálfum er ómögulegt að sjá fyrir hvaða afleiðingar það hefur. Alla vega er ljóst, að ef forsetinn telur sér heimilt eða henta að taka afstöðu í deilumálum samtímans munu aðrir telja sér heimilt að beina spjótum að forsetanum vegna embættisverka hans og skoðana, sem hann setur fram, með allt öðrum hætti en hér hefur tíðkazt. Forsetakosningar hafa eins og allir vita stundum verið erfiðustu kosningar, sem hér hafa farið fram. Þrátt fyrir það hefur verið al- menn samstaða um, að þegar nýr forseti hefur verið kjöi-inn þurfi hann ekki að búast við mótframboði á meðan hann kýs að gefa kost á sér til endurkjörs. Frá þessu er ein undantekning á lýðveld- istímanum og í þeim kosningum sýndi þjóðin með afgerandi hætti samstöðu með þeim forseta, sem leitaði endurkjörs. Ef forseti gerist beinn þátttakandi í þjóðmáladeilum má búast við, að þessi afstaða breytist einnig og það þyki sjálfsagt, að mótframboð komi fram frá sjónarhóli þeirra, sem eru andvígir þeim viðhorfum, sem forseti hefur sett fram. Ef forsetakosningar verða að pólitiskum átökum á fjögurra ára fresti má spyrja, hvort þá sé ekki farsælla að koma embættisverkum forseta fyrir með öðrum hætti. Þegar ríkisstjórn leggur fram lagafrumvarp á Alþingi er það formlega lagt fyrir þingið af forseta Islands. Þegar Álþingi hefur samþykkt lagafrumvarp verður það að lögum með undirskrift for- seta Islands. Hver er staða forseta í þessu tilviki, sem hefur opin- berlega lýst andstöðu við efni lagafrumvarps áður en það er lagt fram á AJþingi og ef og þegar það verður að lögum? Og hver er staða ríkisstjórnar og Alþingis? I slíkum tilvikum mundu áreiðan- lega vakna spurningar um, hvort gera ætti breytingar á þessum formsatriðum, þannig að hvorki séu stjórnarfrumvörp lögð fyrir Alþingi í nafni forseta né sé undirskrift hans nauðsynleg til þess að frumvarp verði að lögum. Þegar á þetta allt er litið er það ekki að ástæðulausu, að forset- ar íslenzka lýðveldisins hafa smátt og smátt mótað embættið á þann veg, sem þekkt er og um það hefur verið almenn samstaða meðal þjóðarinnar. Þjóðin á kröfu til þess, að forseti, sem vill breyta þessu fyrirkomulagi, sem sátt hefur ríkt um, geri þjóðinni grein fyrir því fyrir kosningar, þannig að kjósendur geti tekið af- stöðu til forsetaefna á þeim málefnalegu forsendum. M.ö.o. er ekki ósanngjarnt að segja, að þjóðkjörinn forseti verði að hafa umboð þjóðarinnar til þess að beina embættinu í nýjan farveg áður en hann geri það en leiti ekki eftir samþykki kjósenda eftir á. Ræða forseta íslands á Hólum í Hjaltadal gefur tilefni til þess- ara hugleiðinga vegna þess, að þar var stigið skrefi lengra til þátt- töku í beinum umræðum um málefni, sem mjög skiptar skoðanir eru um, en forsetar hafa áður gert a.m.k. á síðustu áratugum. Vel má vera, að þessar línur hafí ekki legið ljósar fyrir í upphafi lýð- veldistímans en þær hafa orðið til og um þær verið samstaða. Þau tilvik á undanförnum þremur áratugum, sem gefið hafa tilefni til umhugsunar um þessi málefni hafa ekki verið með þeim hætti, að þau hafí ýtt undir breytingar á þeim meginlínum, sem forsetaemb- ættið hefur fylgt. Nú er ekki rétti tíminn til að hefja deilur um það, hvort móta eigi forsetaembættið með nýjum hætti. Forseti Islands, herra Olafur Ragnar Grímsson, hefur sinnt embætti sínu af dugnaði frá því að hann var kjörinn. Forsetafrúin, frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, hefur varpað sérstökum og persónulegum blæ yfír embættisverk þeirra hjóna. Þjóðin öll stendur að baki forsetahjónunum og fjölskyldu þeirra í þeim erf- iðu og alvarlegu veikindum, sem forsetafrúin hefur tekizt á við undanfarin misseri. Þjóðin öll óskar þess innilega, að allt fari það á bezta veg. Fimmtánda alþjóðlega Reykjavíkurmaraþonið verður haldið á Huaum BÚIST er við á fjórða þúsund þátttakenda í 15. alþjóðlega Reykjavíkurmaraþonið 1998. Myndin er frá síða ?> wk 5 frr ,j» -1 * l-uBt Aldrei áður jafnn ar vegalengdir í Biðin eftir Reykjavíkumaraþoninu styttist óðum því þátttakendur verða ræstir um næstu helgi. Þrautþjálfaðir atvinnu- hlauparar, rólegir röltarar og aðrir þar á milli munu þá deila sama vettvangi, sem eru göturnar í Reykjavík. FIMMTÁNDA alþjóðlega Reykjavíkurmaraþonið verð- ur ræst kl. 10 sunnudaginn 23. ágúst. Stystu vegalengd- imar eru 3 km og 7 km skemmtiskokk, en ræst verður í þeim kl. 12.30. Þetta er jafnframt í fyrsta skipti, sem ræsingunni er tvískipt, og aldrei hafa eins margar vegalengdir verið í boði í Reykjavíkurmaraþoni. Knútur Óskarsson, formaður stjómar Reykjavíkurmaraþons, segir að þessi fjölbreytni hafi laðað marga að hlaupinu og nú sé svo komið að hiaupið standi vel undir heitinu „fjöl- skylduhlaup“. „Ástæðan fyrir því að við byrjuðum með skemmtiskokkið var sú að reyna að koma nýju fólki á bragðið," segir Knútur. „Þess má líka geta til gamans að við sem stóðum að Reykjavíkurmaraþoni í upphafi fund- um upp nýyrðið skemmtiskokk, sem þýðingu á erlenda orðinu „Fun-Run“, og nú er skemmtiskokk orðið fast í tungumálinu. Þegar við stofnuðum Reykjavíkurmaraþon höfðum við fyr- irmyndir til dæmis úr Berlínarmara- þoninu og Lundúnamaraþoninu. Við settum okkur það sem markmið að fara eftir þeim reglum sem giltu um stóru hlaupin í löndunum í kringum okkur. Við gerðumst aðilar að al- þjóðasamtökunum AIMS og það varð til þess að framkvæmd Reykjavíkur- maraþons og þjónusta við hlauparana varð í samræmi við það sem tíðkaðist annars staðar. Síðan þá hefur Reykjavíkurmaraþon beitt sér íyrir því að setja upp reglur fyrir önnur götuhlaup hérlendis, sem eru orðin býsna mörg um land allt.“ Fjölmargir erlendir gestir hafa hlaupið í Reykjavíkurmaraþoni á liðn- um ái'um og segir Knútur það vera lýsandi um þá kynningu sem hlaupið hefur fengið erlendis. Þeirra á meðal eru nokkrir afreksmenn, sem unnið hafa alþjóðleg maraþonhlaup. „Hugh Jones, sem unnið hefur Lundúna- maraþonið, hefur oft komið hingað til lands og keppt hjá okkur. Ennfremur þótti okkur mikill heiður að þátttöku Freds Lebowe, sem lést fýrir fáeinum árum. Hann var einn af stofnendum New York-maraþonsins og einn af brautryðjendum þessara mála í heim- inum. Bandai-íkjamaðurinn Frank Shortei', sem varð ólympíumeistari í maraþonhlaupi árið 1972 í Múnchen og í öðru sæti á ólympíuleikunum í Montreal árið 1976, hefur einnig hlaupið í Reykjavíkumaraþoni." Stutt forsaga Meðal boðsgesta Reykjavíkur- maraþons að þessu sinni eru Dan Rathbone frá Bretlandi, sem breska frjálsíþróttasambandið valdi til þátt- töku, en Dan hljóp Lúndúnamaraþon- ið í fyrra á 2:16.23 klst. Þá kemur bandaríska hlaupakonan Lorraine Masuoka sem hefur tvisvar keppt með bandaríska landsliðinu í heims- meistarakeppninni í hálfmaraþoni, en hún mun keppa í heilu maraþoni að þessu sinni. I hálfmaraþoni keppir Tansaníumaðurinn Onesmo Ludago, sem varð í þriðja sæti fyrr á þessu ári í Hong Kong-maraþoninu á tímanum 2:14.15 klst. I hálfmaraþoni kvenna keppir breska hlaupakonan Anita Mellowdew, sem hljóp Lundúnamara- þonið í vor á 2:46.18 klst. Forsagan að Reykjavíkunnaraþoni var ekki löng þrauta- ganga því hugmyndinni var vel tekið hjá þeim sem komu að málum í ár- daga hlaupsins. Hug- myndina fékk Knútur þegar hann var staddur í Gautaborg árið 1983 í við- skiptaerindum. „Ég var staddur í miðbæ Gauta- borgar og sá allt í einu fjölda fólks hlaupa um götumar. Slíkt hafði ég aldrei séð fyrr og komst að því að þama var verið að hlaupa friðarhlaup. Ég stakk síðan upp á því við Stein Lámsson hjá ferða- skrifstofunni Úrvali að við héldum maraþon- hlaup í Reykjavík. Flug- leiðir og Reykjavíkur- borg komu einnig að mál- um og allir samstarfsaðil- ar vora einhuga um að hrinda hugmyndinni í framkvæmd sumarið 1984. Síðan komu fleiri aðilar að hlaupinu eins og Örn Eiðsson, íyrr- verandi fonnaður Frjálsíþróttasam- bandsins, Morgunblaðið og Henson. Eftir það varð ekki aftur snúið og síð- an hefur þátttakendum fjölgað jafnt og þétt,“ segir Knútur. Þá hljópþingheimur Ýmsir stjórnmálamenn hafa lýst yf- ir þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni og þeirra á meðal eru þingmennirnir Ámi M. Mathiesen, annar þingmaður Reykjaneskjördæmis, og Lúðvík Bergvinsson, sjötti þingmaðux- Suður- landskjördæmis. Þingstöi’fín útheimta mikinn tíma svo tómstundir þing- manna verða gjaman óreglulegar svo þeir Árni og Lúðvík setja sér hæfileg markmið. „Ég hef reynt að halda mér í fonni með því að ganga þegar tími vinnst til og við þingmennimir leikum líka fót- bolta einu sinni í viku,“ segir Árni. „Annai’s er ei’fitt að stunda áhugamál sem M-efjast reglubundinnar ástund- unar samhliða þingstöi'fum því maður ferðast mikið vegna starfsins.“ Stefn- „ÁSTÆÐx því að við með skeni ið var sú að koma n bragðið," Knútur ( formaður Reykjaví þo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.