Morgunblaðið - 18.08.1998, Síða 32
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 33 ~
sunnudaginn kemur
Landnámsbýli í Garðabæ
Morgunblaðið/Golli
sta Reykjavíkurmaraþoni.
iarg-
boði
an hjá Ama er að hlaupa
7-10 km skemmtiskokk í
Reykjavíkurmaraþoninu
og samkvæmt lauslegri
æfíngaáætlun hans síð-
ustu vikuna fyrir hlaupið
reiknar hann með að
hlaupa nokki’a kílómetra
þrisvar í þessari viku. I
huga Árna, sem segist
að upplagi ekki vera sér-
staklega spenntur fyrir
langhlaupum, táknar
Reylq' avíkurmaraþonið
framar öðru hvatningu
til frekari íþróttaástund-
unar og svo mun einnig
eiga við um fjölmarga
þátttakendur. )fAnnars
hef ég alltaf þurft bolta
til að hlaupa,“ viður-
kennir Árni að lokum.
Lúðvík Bergvinsson
hyggur á svipaða vega-
lengd og Ami og býr að
góðu íþróttauppeldi því
hann lék knattspymu
fram til 25 ára aldurs, síðast í íýrstu
deild. Hann segist ekki munu fylgja
neinni vísindalegri áætlun fyrir hlaup-
ið og segir erfitt að skipuleggja áhuga-
mál fram í tímann þegar þingmennsk-
an er annars vegai-. „Eg hef alltaf ver-
ið í ágætu líkamlegu ástandi og er að
því leytinu nokkuð vel undir það búinn
að skokka sjö ef ekki tíu kílómetra,"
segir Lúðvík. „Undirbúningi mínum
verður háttað á þann veginn að ég
mun fara í Fossvoginn og æfa þai- auk
þess sem ég mun eitthvað huga að
mataræðinu. Aðalmarkmiðið er þó að
komast í mark án þess að streklqa sig
á tímatöku þótt ekki sé útilokað að
gamall keppnishugur komi upp í
manni þegar hlaupið er hafið.“ Lúðvík
hefur ekki stundað langhlaup að öðru
leyti en því að á fótboltaárunum var 10
km hlaup stundum á dagskránni og
segist hann ekki hafa hlaupið lengi-a
en sem því nemur, hvorki f'yri' né síð-
ar. „Reykjavíkurmaraþonið finnst mér
lofsvert framtak og það hefur dregið
til sín fjölda þátttakenda og er líka vel
til þess fallið að almenningur taki þátt
í því,“ segir Lúðvík að lokum.
VN fyrir
byrjuöum
untiskokk-
að reyna
ýju fólki á
segir
iskarsson,
stjórnar
kurmara-
ns.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
SAMTALS hefur verið grafið upp um 1.000 fm svæði en rannsóknum lýkur nú í haust. Á myndinni má sjá Rúnu Knútsdóttur Tetzschner íslenskufræðing
ásamt fornleifafræðingunum Andrew West og Ragnheiði Traustadóttur, en hún hefur jafnframt stjórnað rannsóknunum.
Ífpi£L; -
V rkinga-
setur með
glæsibrag
Skammt austan miðbæjar Garðabæjar liggja
rústir stórbýlis sem staðfest hefur verið að
sé frá landnámsöld. Hugi Hreiðarsson var á
staðnum og fylgdist með uppgreftri.
LANGELDUR er í aðalskálanum
en í kringum eldstæðið hafa
fundist klébergsbrot og brýni
sem ættuð eru frá Noregi.
UPPGREFTRINUM við Hofsstaði lýkur í haust en hann hófst árið 1994.
Næstu mánuði verða gólfsýni úr rústunum greind og binda menn vonir
við að þau geti varpað enn betra ljósi á aðbúnað og mataræði víkinga.
NIÐURSTÖÐUR úr gjósku-
lagakönnun staðfestu í síð-
ustu viku að bærinn Hofs-
staðir í Garðabæ er frá land-
námsöld. Er bæði búið að finna efri og
neðri tímamörk byggðar á staðnum en
talið er að honum hafi verið valið nýtt
bæjarstæði eftir árið 1226.
Fyrst varð vart við gamlar rústir á
Hofsstöðum í Garðabæ árið 1985 en
þá var verið að vinna að byggingu
leikskólans Kh-kjubóls. I ljós komu
tvær soðholur og vegghleðsla og var
ákveðið að hrófla ekki við svæðinu.
Þremur árum seinna var svæðið kann-
að nánar vegna bygginga- og vega-
framkvæmda og komu þá í ljós enn
fleiri hleðslur. Fornleifarannsóknin á
Hofsstöðum hefur síðan sýnt að þar
hafi staðið stórbýli á söguöld.
„Við vitum ekki hvað margir hafa
búið hér en um margar húsaleifar er
að ræða,“ sagði Ragnheiður Trausta-
dóttir fornleifafræðingur, en hún hef-
ur stjórnað uppgreftri staðarins frá
því hann hófst árið 1994.
Fundu nælu
„Við höfum fundið margt sem varp-
að hefur ljósi á þá búskaparhætti sem
hér hafa verið stundaðir. Sem dæmi
má nefna að í soðholunum höfum við
fundið mikið af brenndum svínabein-
um en þau benda til þess að hér hafi
verið stunduð mikil svínarækt á land-
námsöld. Þá hefur það komið okkur á
óvai-t hversu mikið við höfum fundið
af kvarnarsteinum en það bendir til
þess að kornrækt hafi verið nokkur á
þessum tíma. Þá er þarna stór hring-
laga grjóthleðsla sem við teljum að
hafi verið aðhald fyrir dýr en hún er
sennilegast frá 11. eða 12. öld,“ sagði
Ragnheiður sem bætti við að merkasti
fundurinn til þessa hafi verið árið
1995. Þá fannst næla sem hefur verið
aldursgreind í kinngum árið 950.
„Þetta er mjög sérstök næla af svo-
kallaðri Jalangursgerð en tvær slíkar
hafa fundist í Svíþjóð og Danmörku.
Þessi fundur er enn mikilvægari fyrir
þær sakir að þetta mun vera í fyrsta
sinn á íslandi sem skartgripur irá
þessum tíma finnst í húsarústum en
ekki í kumli.“
Erfítt svæði
Fornleifagröfturinn í Garðabæ er
kostaður af bæjarfélaginu en rann-
sóknin er gerð á vegum Þjóðminja-
safnsins. Rannsóknarsvæðið er um 25
metrar á breidd og 40 metrar á lengd
og skiptir sá jarðvegur sem hefur ver-
ið fluttur til mörgum tonnum. Að auki
hafa verið gerðir könnunarskurðir
sem taka til stærra svæðis en það er
nauðsynlegt til að kortleggja allt um-
hverfið í kring. Ragnheiður segh- að
verkið sé frekar flókið og erfitt sökum
þess að miklu hafi verið rótað til
vegna kartöfluræktar á staðnum og
þá hafi svæðið einnig blásið upp í ald-
anna rás.
Merkasti fundurinn í sumar er
langeldur landnámsskálans sem líkt
og soðholurnar varpar ljósi á mannlíf-
ið á þessum tíma. Hann var notaður
við matseld og til að hita upp híbýli á
10. öld. Ennfremur hafa fundist þarna
brýni, snældusnúðar og pottabrot úr
klébergi sem allt er ættað frá Noregi
og eru dæmigerðir hlutir íyrir þetta
tímabil.
Bústaður
landnámsmanna
Hvergi er getið um í Landnámu að
búið hafi verið á Hofsstöðum á þess--
um tíma. Fyrstu heimildirnar um bú-
skap þar er að finna í Fornbréfasafni
en þar eru Hofsstaðir tilgreindir sem
eign Viðeyjarklausturs, sem ekki var
stofnað fyrr en árið 1226. Ragnheiður
segir hins vegar ekki einsdæmi að býli
frá landnámsöld sé ekki getið í forn-
ritunum og séu tveir skálar á Bessa-
stöðum dæmi um það. Hún segir þó að
nýleg rannsókn á gjóskulagi staðfesti
að á Hofsstöðum hafí búið samtíma-
menn Vífils og Ingólfs Arnarsonar.
„Við notuðum landnáms- og mið-
aldalagið við aldursgreiningu og
ásamt nælufundinum og langeldinum
getum við slegið því föstu að þarna
hafi búið landnámsmenn. Elstu leifar
um búsetu í Garðabæ eru því meira en>v.
1000 ára gamlar og þess vegna ómet-
anlegar heimildir um sögu bæjarfé-
lagsins," sagði Ragnheiður.
Uppgreftri lýkur í haust
Hún segir að nú snúist rannsókn-
irnar mikið til um umhverfisfornleifa-
fræði en í því felst að rannsaka á
hverju íbúarnir hafi lifað og hvernig
þróun byggðar og húsagerðar hafi
verið. Að auki gefist þama sjaldgæft
tækifæri til að kanna þessa þætti á vel
afmörkuðum tíma þar sem neðri tíma-
mörk virðast vera um árið 900 og efri í
kringum árið 1200. Þá eru öll sýni-
greind á Þjóðminjasafninu og er mikil
vinna framundan við úmnnslu þeirra
gagna. Meðal annars standa vonir til
að gólfsýni úr skálanum og öðrum
tóftabrotum megi vai’pa ljósi á aðbún-
að og mataræði víkinganna sem þarna
bjuggu sagði Ragnheiður að lokum.
Áætlað er að fornleifagreftri ljúki
við Hofsstaði í haust og hefur bærinní-.
hyggju að varðveita rústirnar.