Morgunblaðið - 18.08.1998, Qupperneq 35
36 ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Kennarar
í kapp
„Tilgangur líjsins er að lifa lífinu, taka
þátt í þeim verdmætum sem felast í
lífinu oggefa þvígildi að vera til.
Svipað má segja um kennslu og nám.
Þau bera eigin tilgang í sjálfum sér. “
Páll Skúlason: „Sjálfsblekkingar kennarans"
Til hvaða ráða er raun-
hæft að grípa til þess
að bæta kjör kenn-
ara? í Bretlandi hef-
ur stjórnmálamönn-
um dottið í hug að „árang-
urstengja" (eins og það heitir á
íslensku) laun kennara bæði til
þess að hvetja þá til að standa
sig betur og væntanlega líka til
að nemendur njóti góðs af. Und-
ir þessa hugmynd hefur verið
tekið á Islandi, og hún talin
vænleg til árangurs.
Þetta hljómar reyndar vel:
þeir kennarar sem standa sig
vel fá hærri laun en þeir sem
standa sig síð-
VIÐHORF ur. Rétt eins
----- og starfsmenn
Kristján G. ífyrirtæki
Arngrímsson kunna
að vera
á mismunandi
launum eftir því hversu mikil-
vægir þeir eru lyrirtækinu. Af-
kastahvetjandi launakerfí í skól-
ana.
Hvernig fara á að því, ná-
kvæmlega, að vega og meta ár-
angur kennaranna hefur minna
heyrst um. David Blunkett,
menntamálaráðherra Bretlands,
tók þó fram þegar hann kynnti
þessar hugmyndir í síðasta mán-
uði að ekki væri um að ræða að
einungis yrði litið til þess hvaða
einkunnir nemendur fengju á
prófum.
Meðal þess sem ekki á að
leggja til grundvallar, að því er
The Daily Telegraph hafði eftir
Blunkett, er það hvaða nemend-
um kennararnir kenna eða við
hvaða skóla þeir kenna. Mat á
frammistöðu kennaranna þarf
„að vera byggt á því sem þeir
gera“, sagði Blunkett. Kannski
svolítið óljóst hvað ráðherrann
var að meina.
Spurningin sem við blasir er
þessi: hvernig mælir maður ár-
angur kennara? Það er - við
fyrstu sýn, að minnsta
kosti - eitthvað athugavert við
að tala um „framleiðni" kennara.
Hvað „framleiða“ kennarar?
Þetta eru fremur vandræðaleg-
ar spumingar. En hvers vegna
dúkka þær skyndilega upp?
Sú hugmynd að leysa vanda
skólanna - og jafnvel kennar-
anna - með því að koma á sam-
keppni milli kennara byggir á
þeiiri undirstöðuhugmynd að
lögmál markaðarins eigi að fá að
ráða og geti komið skólakerfinu
til góða. Þetta þarf ekki endi-
lega að vera fráleit hugmynd.
En vandinn sem fylgir henni
er ekki síst sá, að mörg þeirra
hugtaka sem eru sjálfsögð og
eðlileg í markaðsviðskiptum era
út í hött í skólamálum, til dæmis
ofanskrifaðar spurningar um
hvað kennarar framleiði. Þótt
frjáls markaður sé yfírleitt
besta fyrirkomulagið má maður
ekki blindast í trúnni á hann.
Markaður er ekki eina leiðin til
að tryggja frelsi. Gæta verður
þess að ætla markaðslögmálun-
um ekki eitthvað sem þau ráða
ekki við. Annars getur komist
óverðskuldað óorð á þau.
Það er líklega óhætt að full-
yrða að það er minna mál að
mæla frammistöðu bankastjóra.
Það er einfaldlega spurning um
hagnað bankans - að minnsta
kosti ef um einkarekinn banka
er að ræða. Og væntanlega á
þetta við um alla stjórnendur
einkarekinna fyrirtækja. (Sum-
um ríkisfyrirtækjum, til dæmis
sjúkrahúsum, er ekki nauðsyn
að skila hagnaði til að gegna
hlutverki sínu.)
Þannig er lítið mál að tala
með tungutaki markaðarins um
rekstur fyrirtækja á borð við
banka. Það er líklega ekki síst
þess vegna sem manni finnst að
bankarekstur væri best kominn
í höndum einkaaðila. En ef mað-
ur ætlar að ræða um skólamál
með þessu sama orðfæri er hætt
við að það hljómi undarlega.
Er þetta þá bara spurning um
orðfæri? Ekki alveg. (Slík
spurning er reyndar ekkert
„bara“, sökum þess hve ná-
tengdur skilningur er tungutaki
og alls ekki er ljóst hvort ræður
hvoru.) Ef ákvarða á kjör kenn-
ara eftir árangri verður að vera
hægt að meta árangurinn. Þess
vegna er spurningin um það,
hvað telst „árangur" kennara,
þungamiðja þessarar umræðu
og án svars við þessari spurn-
ingu er ekki hægt rjúka í fram-
kvæmdir.
Vist má segja: kennarinn hef-
ur náð árangri ef nemandinn
hefur lært. En þetta væru
ógöngur því samkvæmt þessu
yrði að mæla árangur kennar-
ans með því að meta árangur
nemandans. Þá yrði að taka
með í reikninginn óteljandi
breytur, til dæmis byrjunar-
stöðu nemandans, og jafnvel fé-
lagslega stöðu og málþroska og
guð má vita hvað - að ekki sé nú
minnst á að ekki er gefið að
próf mæli raunverulegan náms-
árangur.
Kannski er vandinn við að
meta árangur kennara fyrst og
fremst fólginn í því að líklega
kann enginn - ekki einu sinni
kennarinn sjálfur - tæknilega
fonnúlu fyrir því hvað honum
beri að gera ætli hann sér að ná
því sem með réttu mætti nefna
„árangur". Og kannski er það
þess vegna sem kennarar eru
svo gjarnir á að vantreysta
prófaniðurstöðum (þótt þeir láti
sig yfirleitt hafa það vegna
skorts á einhverju skárra).
Páll Skúlason, rektor Háskóla
Islands, hefur bent á að það sem
helst valdi kennaranum streitu
sé einmitt það „hversu óafmark-
að verkefni hans er, hversu
ótæknilegt það er“. („Sjálfs-
blekkingar kennarans", Pæling-
ar II.) Það er þess vegna sem
engin formúla er til: „kennarinn
er... ábyrgur gagnvart hverjum
og einum nemenda sinna“.
En hugmyndin um samkeppni
virðist krefjast fonnúlu sem allir
kennarar fara eftir og hægt er
að meta þá út frá. Þess vegna er
hugmyndin um samkeppni dálít-
ið varhugaverð, að minnsta kosti
við fyrstu sýn. Nema sæst verði
á að allir nemendur skuli metnir
eftir sama mælikvarðanum, að
minnsta kosti að einhverju leyti,
burtséð frá mismunandi upplagi
og aðstöðu.
Fjarkennsla Verkmennta-
skólans á Akureyri
FJARKENNSLA
Verkmenntaskólans á
Akureyri hófst árið
1994 á vorönn og vora
nemendur þá vel innan
við tuttugu og kenndir
áfangar ekki nema
tveir, báðir í ensku.
Þegar í þessari smáu
byrjun skipaði ís-
lenska skólakerfið sér
í framvarðarsveit
þeirra, sem leituðu
nýrra kennsluhátta
með notkun þeirrar
tækni, sem byggist á
tölvusamskiptum ein-
um í sambandi við
nám.
Fjarkennsla Verkmenntaskólans
á Akureyri hefur vaxið með sem
næst ótrúlegum hraða. Talandi
dæmi um þetta er það, að á
haustönn 1998 verða í boði 110
áfangar, sem ná vel yfir það, sem
þarf til þess að taka stúdentspróf á
þeim brautum Verkmenntaskólans
á Akureyri, sem lýkur með slíku
prófi.
Nemendur fjarkennslunnar
Nemendur fjarkennslu Verk-
menntaskólans á Akureyri eru fólk
á öllum aldri og þeir koma víða að.
Jafnan hafa nemendur langflestir
verið búsettir á Islandi, svo sem að
líkum lætur, en fjöldi þeirra, sem
búa á erlendri grand, fer sífellt
vaxandi. Auk þess dreifast þeir æ
meir um jarðarkringluna. Á vorönn
1998 vora þeir fjarstu austur í Ta-
ílandi, suður í Namibíu og vestur í
Kaliforníu.
Það má segja með fullum sanni,
að fjarkennsla Verkmenntaskólans
á Akureyri sé alþjóðlegur skóli.
Hann nær til nemenda sinna þar
sem þeir eru og hvar sem þeir era
að því tilskildu, að þeir hafi teng-
ingu við_ tölvunetið. Þannig býður
hann Islendingum eftirsóknar-
verða þjónustu hvar sem þeir era
staddir með því að
veita þeim greiðan að-
gang að íslenska fram-
haldsskólakei’finu. Til-
urð fjarkennslunnar
er þannig mjög stórt
skref í því að jafna að-
stöðu manna til náms
og verðmæt viðbót við
íslenska skólakerfið.
Námsframboð fjar-
kennslu VMA
Auk þess sem fjar-
kennsla Verkmennta-
skólans á Akureyri
býður fullt nám til
stúdentsprófs frá skól-
anum er boðið upp á
aðrar leiðir og verulegan fjölda
valáfanga.
Á meðal framboðs, sem tengist
Fjarkennsla Verk-
menntaskólans, segir
*
Haukur Agústsson, er
alþjóðlegur skóli.
starfsgreinum, má nefna nám til
meistararéttinda í iðngreinum og
nám til starfsréttinda í heilbrigðis-
greinum, svo sem við sjúkraliða-
störf og læknaritarastörf. Einnig
er hafið framboð áfanga, sem lúta
til dæmis að forritun á tölvur.
Fleira mætti til tína tengt starfs-
réttindum, en þessi uppbygging er
viðamikil og ekki komin svo langt á
veg, sem vera mætti. Að henni
verður unnið ötullega á næstu önn-
um.
I svo víðtæku framboði áfanga,
sem fyrir hendi er í framboði fjar-
kennslu Verkmenntaskólans á
Akureyri, er vitanlega mikill fjöldi
valgreina, sem nýtast á hinum
ýmsu námsbrautum. Á meðal
hinna fágætari má nefna áfanga í
latínu, rússnesku og spænsku, en
til athugunar er að koma á áföng-
um í fleiri tungumálum á komandi
önnum. Auk þeirra tungumála,
sem nefnd vora, era danska, enska,
franska og þýska að sjálfsögðu
kenndar í fjarkennslunni.
Vaxandi starf
Þó að fjarkennsla Verkmennta-
skólans á Akureyri hafi vaxið svo
mjög, sem raun ber vitni, er engan
veginn komið að lokum þess, sem
gera má og áætlanir standa til.
Það, að starfið hefur gengið vel og
fallið í góðan jarðveg, sannast ekki
síst af sívaxandi fjölda nemenda.
Þeir eru teknir að skipta hundruð-
um og virðist ekki vera líklegt að
endamörkum fjölgunar sé enn náð.
Þegar hefur fjarkennsla Verk-
menntaskólans á Akureyiá náð því,
að útskrifa sína fyrstu nemendur
með lokapróf úr framhaldsskóla.
Þetta gerðist fyrst á skólaárinu
1997-98, þegar þiir nemendur
brautskráðust. Telja má næsta
víst, að útskriftir verði á hverri önn
héðan í frá, þar sem nemendur,
sem ekki áttu kost á því fyrr kring-
umstæðna sinna vegna að gleðjast
yfir slíkum áfanga í námi, gera það
fyrir tilverknað fjarkennslu Verk-
menntaskólans á Akureyri.
Það er ánægjuefni þeim, sem
standa að fjarkennslu Verk-
menntaskólans á Akureyri, jafnt
kennuram sem stjómendum, að
geta veitt almennum borguram
þessa lands þjónustu sem þá, sem
fjarkennslan hefur reynst vera.
Ekki síður er það gleðiefni, að
skólakerfi íslensku þjóðarinnar
skuli geta boðið þegnum hennar
upp á námstækifæri, sem nær til
þeirra hvar sem þeir era og gefur
þeim þannig möguleika til þess að
svala námsþorsta sínum sem næst
óháð stund og stað.
Höfundur er kennslustjóri fjar-
kennslu Verkmenntaskóliins á
Akureyri.
Haukur
Ágústsson
UM aldamótin síð-
ustu skrifaði Thomas
Hardy um túrisma og
þá staði sem um það
leyti voru mest sóttir
og eftirsóknanlegastir
þóttu af samtíðar-
mönnum hans, fjalla-
dalir Sviss, borgir og
baðstrendur Ítalíu og
Biarritz við Biscaya-
flóann og Cannes og
Nice við Rivieruna.
Hann skrifar: „Mig
granar að í framtíð-
inni muni fjöldi ferða-
manna sækjast meira
eftir auðnum og víð-
áttu hrjóstrum ís-
lands, en aldingörðum og grónum
dölum suðurlanda og Sviss.“ Nú er
svo komið hér á landi að eftirsókn
túrista eftir víðáttum þessa lands,
ósnortnum víðernum sanda,
hrauna og jökla og heiðaflákum, er
staðreynd. Enda eru hér á landi
mestu víðemi Vestur-Evrópu,
ósnortin og óspillt. Það er talað um
„ört vaxandi atvinnugrein" og um
stórauknar tekjur af ferðaþjónust-
unni í ár miðað við fyrri ár, - leið-
ari Morgunblaðsins, laugardaginn
8. ágúst sl. - Svisslendingar og
aðrar þjóðir hafa haft drjúgar
þjóðartekur af ferðaþjónustu og
hafa gætt þess vel að forða um-
hverfisspjöllum, af eðlislægum
smekk og einnig kaupsýsluviti.
Fjallavötn eru látin ósnortin og
landslag varðveitt í
sinni upphaflegu
mynd. I hugi'enning-
um leiðarahöfundar í
tilvitnaðri grein er
áætlað að tekjur af
ferðaþjónustu á næsta
átta áram geti numið
hundruðum milljarða.
Þetta er engin draum-
sýn, heldur skynsam-
leg ályktun.
En til þess að svo
verði verður þegar í
stað að leggja af „stór-
iðju“mýraljósin og
vernda víðernin og
ósnortnar náttúru-
perlur fyrir ágengni
virkjanasinna með meðfylgjandi
eyðileggingu og kaffæringu hluta
hálendis íslands.
Stöðva verður tilburði
til að kaffæra, ekki að-
eins stór landsvæði,
segir Siglaugur Bryn-
leifsson, heldur einnig
merkustu hverasvæði
_________á jörðinni.__________
Áhugamenn um „rafmagnaða
áldrauma" telja sig geta „skapað"
allt upp í tólf þúsund ný störf í sel-
stöðuálverum á næsta áratug.
Hvaða fólk á að manna þau störf?
Það verður ekki gert nema með því
að leggja niður atvinnugreinar, svo
sem smábátaútgerð sem er reynd-
ar enn við lýði í dreifðum byggðum
umhverfis landið, í fjörðum og fló-
um og með auknum kvótaþreng-
ingum í landbúnaði og enn meiri
ríkisafskiptum og fjarstýringu í
þeirri atvinnugrein. Aukin ferða-
þjónusta með sem allra minnstum
afskiptum forsjárhyggju ríkis-
valdsins samræmist hinum hefð-
bundnu atvinnuvegum þjóðarinnar
og myndi auka atvinnuuppbygg-
ingu í hinum dreifðu byggðum, en
endilega án aðstoðar „þjónustu
stofa“ Byggðastofnunar. Höfuð-
atriðið er að halda „ímynd“ lands-
ins með óspilltum víðemum og öll-
um þeim furðuverkum sem þar er
að finna, listaverkum náttúrannar
sjálfrar svo og þeim lendum sem
eru griðastaður hjarða hreindýra
og varplönd fugla.
Nú þegar verður að stöðva allar
áætlanir og framkvæmdatilburði
stíflugerðarmanna Landsvirkjun-
ar um að kaffæra ekki aðeins stór
landsvæði heldur einnig merkustu
hverasvæði á jörðinni, þar sem
meiri orka býr i djúpunum en ýkt-
ar og falsaðar áætlanir um „end-
urnýjanlegar orkulindir" fall-
vatna.
Nú er komið að því að hafna
endanlega öllu stóriðjurugli með
selstöðuál og járnblendióþrifum
sem þeim stefnu fylgja og þar
með einokun Landsvirkjunar á
allri rafmagnsframleiðslu lands-
manna. Hér koma til átök milli sið-
menntaðs smekks og kurteisi við
land og líf og vandalismans.
Höfundur er rithöfundur.
Ferðaþjónusta
eða vandalismi
Siglaugur
Brynleifsson