Morgunblaðið - 18.08.1998, Síða 36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 37
AÐSENDAR GREINAR
Gerir Útflutningsráð
ÞESSI spurning
hefur enn á ný verið
viðruð. Gagnrýni þessi
er raunar ekki ný af
nálinni. Fjármögnun
Utflutningsráðs hefur
lengi sætt gagnrýni,
þar eð öll fyrirtæki í
landinu, hvort sem
þau stunda útflutning
eða ekki, þurfa að
greiða svonefnt mark-
aðsgjald, sem er
0,015% af virðisauka-
skattskyldri veltu.
Sjálfsagt má færa viss
rök fyrir þessari
gagnrýni, en ekki síð-
ur má færa mjög skýr
og haldgóð rök fyrir því, að sá
stuðningur og þjónusta sem Ut-
flutningsráð veitir útflutningsfyr-
irtækjum, gagnist öllum fyi'ir-
tækjum í landinu. Staðreyndin er
nefnilega sú að auknar útflutn-
ingstekjur gera kleift að flytja inn
vörur. An útflutnings væri enginn
innflutningur.
En gagnrýni beindist ekki bara
að fjármögnun Útflutningsráðs,
heldur einnig að starfsemi ráðsins.
Sú gagnrýni á hins vegar síður rétt
á sér, sérstaklega ef menn þekkja
til eða hafa kynnt sér starfsemi
þess. í því sambandi tel ég rétt að
segja nokkuð frá farsælu samstarfi
Marels hf. og Útflutningsráðs.
Eitt af hlutverkum Útflutnings-
ráðs er að aðstoða lítil og meðal-
stór fyrirtæki við að koma vörum
sínum og þjónustu á
markað erlendis. Til
að sinna þessu hlut-
verki býður ráðið fyr-
irtækjum m.a. þátt-
töku í alþjóðlegum
sjávarútvegssýning-
um, markaðsupplýs-
ingaöflun, umboðs-
mannaleit, þjónustu
markaðsráðgjafa er-
lendis, markaðsráð-
gjöf, þátttöku í kaup-
stefnum og viðskipta-
sendinefndum, sem og
opinberum heimsókn-
um, t.d. forseta Is-
lands og utanríkisráð-
herra. I raun má
segja að öll þessi þjónusta renni
saman í það stóra hlutverk Út-
flutningsráðs að koma íslenskri
vöru og þjónustu á framfæri er-
lendis. Til þess eru notaðar fjöl-
margar leiðir - þátttaka í fjöl-
breyttum verkefnum, alþjóðlegum
tengslum og persónulegum sam-
skiptum.
Ailir sem stunda útflutning og
alþjóðlega starfsemi vita að sú
vinna kostar ekki aðeins verulega
fjármuni og tíma, hún krefst einnig
sérþekkingar á erlendum mörkuð-
um ekki síður en á málefnum ís-
lenskra fyrirtækja. Útflutningsráð
íslands hefur á hverju ári um 200
milljónir til ráðstöfunar til að sinna
þessu viðamikla hlutverld sínu.
Raunar skilar markaðsgjaldið ráð-
inu ekki nema 110 milljónum, aðrar
*
Islensk útflutningsfyr-
irtæki, segir Geir A.
Gunnlaugsson, þurfa
engu að síður að vera
sífellt í leit að nýjum
markaði.
tekjur eru tengdar verkefnum sem
það tekur að sér fyrir íslensk fyrir-
tæki.
Marel telst í dag stórt fyrirtæki
á íslenskan mælikvarða, með yfir
400 starfsmenn (eftir kaupin á
Carnitech) og með um 4 milljarða
veltu í fyrra. Við höfum selt vörur
okkar til um 50 landa og tökum ár-
lega þátt í 10-20 vörusýningum.
Við erum með eigin söluskrifstofur
og fyrirtæki í fimm löndum og um-
boðsmenn í um 25 löndum.
Þegar Marel var að stíga sín
fyrstu spor á alþjóðlegum markaði,
var mikil þörf fyrir stuðning og að-
stoð í markaðssetningu erlendis. A
þeim tíma stóð Útflutningsráð fyr-
ir þátttöku íslenskra fyrirtækja í
alþjóðlegum sjávarútvegssýning-
um. Þar komst Marel að vissu leyti
fyrst í snertingu við erlenda mark-
aði. í framhaldi af þessu hefur
Marel náð fótfestu á mörkuðum
um allan heim. Samstarfið við Út-
flutningsráð hefur að þessu leyti
skipt verulegu máli.
Starfsemi Útflutningsráðs var
Marel hf. mikilvæg á fyrstu árum
gagn?
fyrirtækisins, bæði í tengslum við
sýningar og með stofnun svonefnds
útflutningshóps, en fyrirtækið var
þátttakandi í tveim slíkum hópum.
I dag býður Útflutningsráð fjöl-
breytta þjónustu sem Marel nýtur
á ýmsan hátt, þó svo fyrirtækið sé
nú bæði miklu stærra og öflugra en
áður og hafi burði til að fara sínar
eigin leiðir.
Allt frá upphafi hefur samstarf
Útflutningsráðs og Marels hf. verið
bæði farsælt og ánægjulegt. Nú
snýst þetta samstarf sem fyrr um
þátttöku í sýningum undir merkj-
um Útflutningsráðs, en einnig hef-
ur Marel tekið þátt í opinbei-um
heimsóknum til Kína, Kóreu, Ar-
gentínu og Chile, sem Útflutnings-
ráð hefur skipulagt að verulegu
leyti. Auk þessa er Marel eitt fyrir-
tækjanna sem eiga samstarf við
Markaðsráðgjafa Útflutningsráðs í
Ekvador.
Ef áfram á að auka hagvöxt á
íslandi og þar með bæta lífskjör
verður það ekki gert nema með
auknum útflutningi á vöru og
þjónustu. Stór og öflug fyrirtæki
sem tekist hefur að byggja upp
markað erlendis skipta þar vissu-
lega verulegu máli. En það er ekki
síður mikilvægt að taldst að efla
fleiri fyrirtæki í útflutningsstarf-
semi. Starfsemi Útflutningaráðs
skiptir þessi fyrirtæki mestu máli.
Sú aðstoð sem ráðið hefur og get-
ur veitt þessum fyrirtækjum hefur
skipt sköpum og það er þeirra
vegna, sem við öll eigum að leggj-
ast á eitt og styrkja og efla Út-
flutningsráð.
I velflestum nágrannalöndum
okkar, bæði helstu samkeppnis-
löndum okkar og einnig lönduní
sem menn bera sig gjaman saman
við þegar meta þarf árangur í efna-
hagsmálum, eru starfandi stofnan-
ir og opinber sjálfseignarfyrirtæki
af svipuðum toga og Útflutnings-
ráð Islands. Flest þessara landa
leggja um þessar mundir aukna
áherslu á starfsemi sinna útflutn-
ingsráða og stjórnvöld beita þeim
fyrir sig í útflutningshvetjandi
starfsemi og aðgerðum. Til dæmis
má nefna að í Danmörku er lögð
enn meiri áhersla á starfsemi af
þessu tagi og veitt til hennar aukið?
fjármagn þegar vel gengur í út-
flutningsgreinunum.
Okkur íslendingum hættir hins
vegar til þess að gleyma þeirri
staðreynd, að þótt útflutningur frá
Islandi gangi vel á einhverjum
tíma, þarf að sinna viðskiptavinun-
um hvar sem þeir eru í heiminum
og sýna sig og sjá aðra á alþjóðleg-
um sýningum, svo dæmi séu nefnd.
Þannig er harðnandi samkeppni
mætt, samkeppnisforskotið skerpt
og erfiðari tímar undirbúnir, því
þeir koma líka, alveg eins og góð-
ærið.
Útflutningsráð íslands býður ís-
lenskum útflutningsfyrirtækjun^
þá víðtæku, alþjóðlegu og sér-
hæfðu þjónustu sem þau þurfa til
að auka útflutning, styrkja sig á al-
þjóðlegum markaði og auka þannig
gjaldeyristekjur okkar Islendinga.
Og um það snýst nú málið, þegar
öllu er á botninn hvolft.
Höfundur er forstjóri Marels hf.
Geir A.
Gunnlaugsson
INNLENT
Dulrænir dagar
á Selfossi
SÁLARRANNSÓKNARFÉLAG
Suðurlands heldur Dulræna daga
20.-30. ágúst nk. í Listasafni Árnes-
inga, Tryggvagötu 23, Selfossi. Þar
verða myndlistar- og bókasýningar
ásamt erindum og námskeiðum.
Tilgangur með sýningunni er að
sem flestir fái tækifæri til að kynn-
ast þessum málum á aðgengilegan
og auðveldan hátt. Aðgangseyri er
stillt í hóf en félagið verður með
kaffi og tækifæriskort til sölu sem
ætlað er að borga fræðslustarf í vet-
ur. Einnig verður opið í húsi félags-
ins, Tryggvagötu 24, frá kl. 17 og
þar til erindi kvöldsins byrja.
Myndlistai-sýningin er opin
þriðjudaga til sunnudaga kl. 14-17.
Listamennimir koma úr ýmsum
áttum og þeir sem sýnt hafa áður
eru: Anna Magnúsdóttir með álfa
og engla úr grjóti, Bergljót Njóla
Jakobsdóttir og Sigrún Olsen,
Brynja Grétai’sdóttir með olíumál-
verk, Dóra Kristín Halldórsdóttir
sýnir pastelmyndir og Erla Stefáns-
dóttir er með myndir af náttúruver-
um. Listamenn sem eru að sýna í
fyrsta sinn eru Herder Andersson
sem sýnir 7 vatnslitamyndir og Þór-
unn Emilsdóttir miðill kemur á
pappír þeim myndum sem hún
skynjar og hafa ákveðna merkingu.
Meðal mynda hennar er mynd frá
Atlantis hinu forna.
Tvö námskeið verða. Þórhallur
Guðmundsson miðill kennir fólki að
nota liti og tónlist til sjálfshjálpar og
til að bæta samskipti við fólkið okk-
ar. Guðvarður Birgisson er með
grunnnámskeið í tarotlestri.
Rútuferð verður með Erlu Stef-
ánsdóttir sjáanda. Heimsóttir verða
huldu- og álfafólksbyggðir. Eva
Einarsdóttir ljósmóðir veltir fyrir
sér hvenær sálir komi í líkamann og
Kristinn Á. Friðfinnsson talar um
sjálfrækt og trú til forna.
Smd&W (huÍA&h'
Haustafsláttur á pallhýsum!
Eigum fyrirliggjandi
4 pallhús,
sem seljast með
50 þúsund króna
afslætti.
'u ' ’
Palíbílaeígendur
Pallhús sf., Ármúla 34, sfmar 553 7730 og 561 0450.
www.mbl.is
S-
3 Tnémudir én
endurgjalds
C
Ofurtilbod í opnunarul
Allir sem gerast áskrifendur
hjá Símanum Internet fyrir
22. ágúst fa þriggja mánaöa
áskrift án endurqjalds.
Pjónustuuer
allt sem þú uilt uita um Internetid
I nýja þjónusfuvcrinu facröu alla tækniþjónustu, upplýsingar, ráógjöf,
mótöld, síma, ISDN kort, GSM farsíma, ISDN síma, hugbúnaö, tímarit
um Internctiö og allt sem þarf á nctinu!
lijóddii löluunm junni im*d.
Þú kcmur cinfaldlcga mcö tölvuna til okkar í nýja Þjónustuveriö og
færð hana daginn cftir með öllum intcrnctforritum uppscttum.
800 7575
Stjiádu |utj í símu
9 19 dci<j«t D(j \/ 18 l«iti(j<Ht|i)(jft.
HuitJl, IbMJSfcplt ut’tí) OCJ «»|(l t Cl <1 Llll
SIMINN ínternet