Morgunblaðið - 18.08.1998, Síða 38

Morgunblaðið - 18.08.1998, Síða 38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 39 SKOÐUN rökum, þó að ég kunni sjálfur að telja að önnur hefði átt að verða of- aná. Orð mín í Tímariti lögfræð- inga þýða ekki annað en þetta eins og reyndar er augljóst þegar þau eru skoðuð í því samhengi sem þau birtast í. Happið sleppm- því úr hendi Jakobs. Eg hafði þá sömu skoðun og ég hef nú um þessi efni. Ótæk rök fyrir niðurstöðum Þegar ég hef gagnrýnt dóma op- inberlega er það í öllum tilvikum svo að rökin fyrir niðurstöðunum eru augljóslega ótæk. Svo var um dómana frá í vor um reiknireglu skaðabótalaganna. Þar var borið undir dóm hvort það fengi staðist að skerða með lögum bætur til slasaðra manna með þeim hætti sem fólst í reglunni. Á því var byggt, að aflahæfið sem þarna var skert væru eignarréttindi sem nytu verndar stjómarskrár og lög- gjafinn mætti því ekki skerða nema fullar bætur kæmu fyrir, eins og þar er skýrt kveðið á um. Það lá fyrir í málinu, að í athuga- semdum með framvarpi að þessum lögum 1993 og raunar fleiri gögn- um, sem lögð höfðu verið fyrir al- þingismenn, hafði verið sagt, að markmið þeirra væri að bæta tjón að fullu. Málssóknin byggðist á því að þessi orð athugasemdanna stæðust ekki. Reikniregla laganna væri fjarri því að mæla fullar bæt- ur fyrir það tjón, sem fæhst í met- inni örorku slasaðs manns. Sýnt var fram á þetta í málinu. Þar var lagt fram ítarlegt nefndaálit með þessari niðurstöðu. Útreikningur dómkrafnanna sýndi þetta. Alþingi hafði sjálft viðurkennt þetta með lagabreytingu 1996, sem var sögð gerð vegna þess að lögin tryggðu mönnum ekki fullar bætur. I dómi sínum viðurkenndi Hæstiréttur, svo sem óhjákvæmilegt var, að aflahæfið teldist til eignarréttinda og nyti vemdar sem slík. Að þeirri niðurstöðu fenginni lá auðvitað fyr- ir dómstólnum að taka til efnislegr- ar athugunar, hvort lögin fælu í sér þær fullu bætur sem stjóraarskrá- in áskilur. Það gerði hann ekki heldur endurbirti aðeins hinar röngu staðhæfingar um þetta, sem birst höfðu í athugasemdum með framvarpinu og verið var að bera undir dóm hvort réttar væra. Svona vinnubrögð við dómsúr- lausnir er aldrei unnt að sætta sig við. Þau verða aldrei réttlætt með því að setja á orðræður um vafa í meðferð réttarheimilda og vanda í starfi dómstóla. Um slíka hluti er unnt að tala í tilvikum þar sem ein- hver frambærilegur vandi er á ferðinni. Ekki í tilviki sem þessu. Vildarhagsmunir akob finnur að ummælum mín- um um að dómararnir hafi látið vildarhagsmuni gagnvart starfs- bróður sínum í jéttinum ráða nið- urstöðu sinni. Ég get fallist á, að það orki tvímælis að setja opinber- lega fram tilgátu af þessu tagi, fyrst og fremst vegna þess að aldrei verður sannað hvort tilgátan sé rétt eða röng. Ástæðan fyrir því að ég sagði þetta er sú, að ég hafði gert kröfu um að dómararnir vikju sæti með þeim rökum að þeir væra ekki vel til þess fallnir að dæma um atriði sem varða kynni starfsheiður starfsbróður þeirra við réttinn. Hann hafði samið lagaframvarpið, sem dæma þurfti um hvort stæðist stjórnarskrána. Dómurinn synjaði kröfunni án þess að víkja að þess- um rökum fyrir henni. Aðeins var sagt, eins og reyndar Jakob gerir einnig í viðtalinu, að ekki hefði ver- ið litið svo á, að menn yrðu almennt vanhæfir til að dæma í málum, þar sem reyna kynni á löggjöf, sem þeir hafi unnið við að semja. Eng- inn hélt slíku fram. Það er allt ann- að mál að eiga að dæma eftir lög- um sem maður hefúr samið sjálfur, en að fjalla um hvort slík lög fari í bága við stjórnarskrá. Hér stóð í þokkabót svo á, að um var að ræða löggjöf, sem miklum deilum hafði valdið opinberlega, þar sem höf- undur frumvarpsins hafði komið allmikið við sögu. Þegar dómurinn synjaði þessari kröfu án þess að víkja einu oi-ði að rökunum íyrir henni tel ég að hann hafi verið bú- inn að opna fyrir tilgátur af því tagi sem ég hef haft uppi um vildar- hagsmunina. Sérstaklega þegar síðan fór í hönd dómur sem var, eins og að ofan gi-einir, fjarri því að fela í sér frambærilegan í'ökstuðn- ing fyrir þeirri niðurstöðu, að lögin stæðust stjómarskrá. Menn geta svo velt því fyrir sér, hvort sé ámælisverðara að synja kröfu um sætisvikningu, án þess að geta fært fram rök fyrir synjuninni og dæma svo um efni málsins á þann hátt sem Hæstiréttur gerði, eða að setja fram tilgátu eins og ég gerði við þessar aðstæður um vildar- hagsmunina. I öðru tilvikinu er verið að beita þjóðfélagsvaldi með þeim valdhroka sem felst í því að telja sig ekki þurfa að færa viðhlít- andi rök fyrir niðurstöðu sinni; í hinu er aðeins verið að iðka þann rétt sem í tjáningarfrelsi felst. Réttmæt ástæða tilað draga óhlutdrægni í efa Ég geri ráð fyrir að flestum mönnum sé það ljóst, að fastir starfsbræður sérfróðs manns eru ekki besti aðilinn til að dæma um, hvort honum hafi orðið alvarlega á í fræðilegum efnum. Ef ég teldi Styrmi Gunnarsson ritstjóra Morg- unblaðsins hafa brotið gegn siða- reglum blaðamanna þætti mér ótækt, að Matthías Johannessen samritstjóri hans dæmdi um það. Ef á það reyndi í máli, hvort lög- fræðileg ráðgjöf prófessors við lagadeild Háskóla íslands hefði ver- ið forsvaranleg myndi ég ekki velja annan prófessor til að skera úr um það. I dómaframkvæmd liðinna ára er að finna ýmsa dóma sem byggj- ast á því, að úrskurðaraðilar verði að vera til þess fallnir að njóta trauste hjá þeim sem hlut eiga að máli. í dómi Hæstaréttar 1993 (bls. 603 í dómasafni) var fjallað um hæfi þáverandi skiifstofustjóra í heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu til setu í svonefndri lyfja- verðlagsnefnd. Hæstiréttur taldi þá setu hans í nefndinni brjóta í bága við „þá grandvallarreglu um al- mennt hæfi í opinberai stjómsýslu, að íyrir fram beri að girða fyrir það, að borgararnir hafi réttmæta ástæðu til að efast um að mál þeirra hljóti lögmæta og hlutlæga meðferð á öllum úrskurðai’stigum“. Og 3. nóvember sl. taldi Hæstiréttur í dómi, að einn færasti sérfræðingur þjóðarinnar í skattamálum, maður sem m.a. starfai' við kennslu í Há- skóla Islands og hefur oftsinnis gegnt störfum meðdómara í skatta- málum, væri almennt vanhæfur til að vera meðdómari í málum um skattaleg málefni, meðan fyrirtæki sem hann ætti aðild að, samkvæmt opinberri ski'áningu, væri til rann- sóknar hjá skattrannsóknarstjóra. Var talið, að skattyfirvöld hefðu haft réttmæta ástæðu til að draga óhlutdrægni hans í efa meðan svo stæði. Lesendur geta velt því íyrir sér, hvort réttmæt ástæða hafi ver- ið til að draga hlutleysi dómaranna í Hæstarétti í efa, þegar að því kom að dæma um hvort samdómari þeiira hefði lagt til við ráðherra og Alþingi að brotið yrði gegn stjóra- arskránni við lagasetningu. Svo er að sjá sem annað réttlæti gildi fyrir borgarana þegar meint hlutdræg staða dómaranna sjálfra á í hlut, heldur en gildir í öðram tilvikum. Gagnrýni lögmanna sjálfra Að lokum verð ég að hnýta í eitt atriði enn í viðtalinu við Jakob R. Möller hrl. Hann segir það vera yf*T irleitt óheppilegt, að lögmenn gagn- rýni dóma í málum sem þeir hafi flutt sjálfir. Þetta er undarleg kenning. Hvarvetna í hinum frjálsa heimi tíðkast, að málsaðilar og mál- flytjendur tjái sig opinberlega um dómsmál, hvort sem er meðan þau era enn til meðferðar fyrir dómi eða eftfr að málsmeðferð lýloir og dómur gengur. Þetta sjáum við t.d. oft í sjónvarpsfréttum. Lögmaður sem flutt hefur mál og tjáir sig um dómsniðurstöðu er ekkert að dylj- ast. Sú staðreynd að hann flut!J| málið er aðeins til þess fallin að auka kröfurnar til þess að hann rökstyðji mál sitt vel. Ef lögmaðm-- inn sem þannig tjáir sig hallar réttu máli er einsýnt að aðrir aðilar eiga þess kost að koma að leiðrétting- um. Það er að mínum dómi fráleitt sjónarmið að telja eitthvað athuga- vert við það í sjálfu sér, að lögmað- ur tjái sig um dómsniðurstöðu í máli sem hann hefin’ flutt og telur vera ranga. Ég tel þvert á móti mjög æskilegt að hann geri það. SKkt er aðeins liður í frjálsum opn- um umræðum um þýðingarmikil þjóðfélagsmál. Þar era auðvitað þeir sem hagsmuna eiga að gæt^- líklegastir til að vilja tjá sig. Dóm'- arar þurfa hka að skilja að þeir fjalla um raunveralega hagsmuni fólksins í landinu og era útsettir fyrir gagnrýni á störf sín þegar mönnum mislíka þau. Mér finnst sjónarmið af því tagi sem fram koma í viðtalinu við Jakob um þetta vera ættuð frá annarri öld en þein-i sem við lifum. Vilji hann sjá að sér er hann boðinn velkominn inn á 20. öldina. Það er ekki seinna vænna. ----------------------------------rrt Höfundur er hæstaréttarlögmaður. ■ftgggj^*, ! r Fylgstu daglega með öflugustu úrvalsdeild í heimi á mbl.is Boltavefur mbl.is vindur enn upp á sig með ítarlegri og lifandi umfjöllun ía| um enska boltann í vetur. Fréttir af hverri ' H| einustu umferð á meðan leikirnir fara fram. Liðin, leikirnir og leikmennirnir. Heimasíður félaganna, nýjar fréttir á hverjum degi, nánast allar upplýsingar sem hægt er að finna WKHP- um árangur allra liða. Fylgstu með -JÉw J frá upphafi. Enski boltinn er byrjaður sgÉfe að rúlla á mbl.is mbl.is/boltinn/enski 3| Enski boltinn á mbl.is - þar sem hlutirnir gerast hratt!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.