Morgunblaðið - 18.08.1998, Page 42

Morgunblaðið - 18.08.1998, Page 42
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 43 I Magnús biðjum guð að blessa ykk- ur öll. Þuríður Ólafsdóttir. J i + Núna er Nína vinkona mín horfin úr augsýn, nú er ekld lengur hægt taka upp símann og hlýða á ráðin hennar og heyra jákvæðar fréttir, en endurminningar skildi hún eftir margar skemmtilegar og lærdóms- ríkar. Eg kynntist henni þegar ég var níu ára. Við urðum strax vinkonur. Þá var ég send í sveit upp í Vatns- fjörð þar sem sr. Þorsteinn faðir hennar bjó með fjölskyldu sinni. Það mun hafa verið fyrir tilverknað afa míns, sr. Friðriks Hallgrímsson- ar dómkirkjuprests, sem ég komst í svo góðan stað til sumardvalar. Og mér finnst eins og ég hafí búið að því alla tíð síðan. í endurminning- unni var alltaf sólskin í Vatnsfirði. Það kemur ekki hvað síst til af því að lífsviðhorf fólksins sem byggði staðinn var svo jákvætt, á heimili sr. Þorsteins og Laufeyjar í Vatns- firði var enginn skuggi, þar giltu hin jákvæðu lífsviðhorf ein. Nína vinkona mín hlaut þessa já- kvæðu lífssýn í heimanmund. Hún gat aldrei heyrt neinum hallmælt og sá alltaf ljósu hliðarnar á hverju máli. Það má líka segja að hún hafi aldrei yfirgefið fóðurhús, því hún bjó næstum alla tíð undir sama þaki og foreldrar hennar. Á unglingsárunum fluttist ég til útlanda til náms og síðar eignaðist ég ytra börn og buru, þannig að um hríð fjarlægðumst við vinkonui'nar. En þegar ég kom heim aftur með börnin min fjögur höguðu örlögin því svo að við eignuðumst heimili í námunda við þessa bemskuvinkonu mína við Bugðulæk. Og einmitt þar bjuggu þau Nína vinkona og Guð- mundur bóndi hennar og dæturnar fjórar. I sama húsi bjuggu foreldrar hennar sem hún rækti svo fallega meðan hún gat. Við Bugðulækinn bjó stórfjölskyldan - og meira að segja hafa sumar dætur þeirra búið sér heimili í nágrenninu á seinni ár- um. Þannig hefur stórfjölskylda sr. Þorsteins í Vatnsfirði haldið áfram að dafna og sýna einstæða sam- heldni nú í Reykjavík. Nína vinkona var gædd sérstök- um hæfileikum, svo sem elskusemi og varkámi í mannlegum samskipt- um. Hún var einnig með eindæmum heiðarleg, samviskusöm og ná- kvæm. Það segir sína sögu um Nínu að ég held að hana hafi aldrei vant- að í vinnu einn einasta dag í tæpa tvo áratugi sem hún gegndi síma- vörslu hjá Eimskipum. Hún hætti að vinna þegar hún var 67 ára gömul. Hún hafði átt við slæmsku í mjöðmum að stríða og fór í aðgerð af þeim sökum. Er skemmst frá því að segja að hún varð aldrei góð - og fékk um svipað leyti vitneskju um mein það sem dró hana til dauða á örfáum mánuðum. Við ræktuðum vináttu okkar með margvíslegum hætti; í 37 ár spiluð- um við hálfsmánaðarlega brids með þeim hléum sem urðu meðan ég bjó erlendis. Saman fórum við í ferð til London og oftsinnis í hverri viku spjölluðum við vinkonurnar saman í síma eða heimsóttum hvor aðra. Það var ekki háttur Nínu að tala um erfiðleika eða það sem skyggði á í lífinu. Hún lifði því af dugnaði og lífsgleði þar sem fjölskylduböndin voru mikilvægust. Guðmundi Finn- björnssyni manni sínum hafði hún búið með í nærri hálfa öld í ham- ingjuríku hjónabandi. Hún átti góð- an bónda, fjórar yndislegar dætur og glæsilegan hóp barnabarna sem öll áttu sterk ítök í Nínu. Þau sakna hennar öll sem og faðir hennar sem orðinn er eitt hundrað ára. Um leið og ég votta þeim öllum mína ein- lægustu samúð vona ég að hin já- kvæða lífssýn hennar og sterku fjöl- skyldubönd verði þeim til styrktar í sorginni. Nína vinkona mín stendur hjarta mínu nær, hún yfirgaf þenn- an heim með sömu tillitsseminni og hún hafði lifað í honum. Mér þótti vænt um að vera á staðnum og geta haldið í höndina á vinkonu minni rétt áður en hún leið hljóðlega út af, - kærleiksljósinu geymd. Þóra Hallgrímsson. FRIÐFINNUR GÍSLASON Friðfinnur Gíslason fæddist 26. maí árið 1923 á Efri-Vindheimum á Þelamörk í Hörgár- dal. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsi Akureyrar 10. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Friðfinns voru Rannveig Pálsdóttir og Gísli Friðfinnsson. Þau áttu fjögur börn og eru tvö á lífi, Stein- unn og Þórdís. Friðfinnur kvæntist 6.1. 1945 Ingunni Helgu Hall- grímsdóttur, f. 14.2. 1924. Þau bjuggu lengst af í Sæborg í Glerárhverfi. Börn Friðfínns og Ingunnar eru: 1) Gísli, f. 7.11. 1943, 2) Sóley, f. 8.11. 1944, 3) Skúli, f. 18.8. 1946, 4) Þórdís, f. 10.5. 1948, 5) Brynja, f. 8.5. 1949, 6) Jóna, f. 22.11. 1951, 7) Edda, f. 10.6. 1962, 8) Hrönn, f. 23.9. 1964. Barnabörn Friðfinns og Ing- unnar eru 28 talsins og barnabarnabörn 29. Friðfinnur fór ung- ur til sjós, aðeins 14 ára, en lengst af starfaði hann hjá verksmiðjum Sambandsins á Gleráreyrum, eða í 45 ár. Útför Friðfinns fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi, við þökkum þér fyrir allar góðu stundimar sem við áttum með þér. Alltaf var stutt í grín og hlátur, alveg fram á síðasta dag. „Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Eg er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þó látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót, til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur. Og ég, þó látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífínu.“ (Kahlil Gi- bran.) Við söknum þín sárt, minningin um þig mun lifa í hjörtum okkar. Guð styrki þig, elsku mamma, í þinni sorg. Far þú í ffiði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt (V. Briem.) Ástarkveðjur, Börnin. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Elsku afi minn. Þegar ég sit hér og hugsa til þín finnst mér eins og ég eigi eftir að hitta þig rétt bráð- um. Eins og þú hafir bara skroppið í smástund og komir rétt bráðum aftur. En ég sé þig ekki aftur fyrr en ég kem yfir til þín. Eg veit að þú munt taka vel á móti mér eins og þú varst alltaf vanur að gera. Þú sýndir manni alltaf fullkomlega hversu velkominn maður var til þín afi minn. Elsku afi, þú varst svo yndisleg- ur og hjartahlýr. Það fór ekki framhjá neinum hversu vænt þér þótti um þitt fólk og þú hafðir svo gaman af því að stjana við okkur barnabörnin. Þú varst alltaf svo góður við okkur og gerðir allt fyrir okkur. Þú fylgdist alltaf svo vel með því hvernig mér gengi í nám- inu og samgladdist mér alltaf svo innilega þegar' mér gekk vel. Þú hafðir líka alltaf svo gaman af því að hlusta á mig spila á píanóið. Ég á eftir að sakna þess mikið. Ef ég hafði áhyggjur voru þær ekki leng- ur til staðar eftir stutt spjall við þig- Það er svo margt sem ég vil segja þér afi minn, að það gæti fyllt mörg blöð. En ég verð víst að bíða með það þar til við hittumst aftur seinna. Það var svo sárt að sjá þig í síð- asta skiptið, en þú varst svo falleg- ur. Nú veit ég að þér líður vel hjá honum Gísla, fóður þínum, og Rannveigu, móður þinni. Kannski ertu jafnvel búinn að hitta litla hundinn minn hann Ebba. Þú hafðir nú alltaf svo gaman af hon- um og honum þótti svo vænt um þig. Þau voru alltaf mikil fagnaðar- lætin í honum þegar þú komst í heimsókn. Elsku amma mín. Missir þinn er mikill enda voruð þið afi svo sam- rýnd. Það fór ekki framhjá neinum hversu heitt þið elskuðuð hvort annað. Þú veist að ég er alltaf til staðar fyrir þig amma mín. Elsku afi, ég vil senda þér nokk- ur falleg kveðjuorð sem ég fann í bókinni Alveg einstakur afi, en það er einmitt það sem þú varst: Þegar ég óttast vil ég helst vera hjá þér. Þú hefur sagt mér að víst hafir þú oft orðið hræddur. En allt fór þó vel að lokum. Þú hefur verið fastur punktur í allri tilveru minni. Ég man bros- andi augu þín, hönd þína sem leið- beindi mér, arm sem forðaði mér frá vá og ruggaði mér í svefn. Ég sat á háhesti, þrýsti hönd þína, átti með þér ævintýr. Hlustaði á sög- urnar þínar. Hló að skrýtlunum. Undraðist töframátt þinn. Þú ert hluti af lífi mínu. Hluti af mér. Um eilífð. Ég elska þig svo mikið og ég á eftir að sakna þín sárt. Ég á heilan hafsjó af minningum um þig sem allar eru svo yndislegar. Þær eiga sér stóran stað í hjarta mínu. Ég mun varðveita þær þar og þær gleymast aldrei. Þín afastelpa, Eva. Legste I rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum ogerlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. II S.HELGASON HF ISTEINSMIDJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410 + Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur, föður- bróðir og ömmubarn, HJALTI ÓLI EIRÍKSSON, Faxatúni 40, lést af slysförum föstudaginn 14. ágúst sl. Útförin auglýst síðar. Jóhanna S. Sigmundsdóttir, Eiríkur Hjaltason, Helgi Eiríksson, Eivar Þór og Agnar Freyr Helgasynir, Heiðar Sigmar Eiríksson, Anja Zillke, Ólína Jóhanna, Álfheiður Björnsdóttir, Ólína Rebekka Eiríksdóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR frá Eyrarbakka, lést á Garðvangi laugardaginn 15. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Alda Jensdóttir, Haildór Á. Jensson, María Valdimarsdóttir, Kristinn Þ. Jensson, Sævar Þorkell Jensson, Julie Price, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BRAGIHALLDÓRSSON, Vallargötu 18, Keflavík, andaðist föstudaginn 14. ágúst. Fjóla Bragadóttir, Baldur Bragason, Valgerður Óladóttir, Pétur Georgesson, Valgerður Fjóla Baldursdóttir, Bragi Baldursson og barnabarnaböm. v/ PossvogsUipkjwgapð Sími: 554 0500 3 Erfídrykkjur 3 H H H H H H P E R L A N H H H H H H H u Sími 562 0200 rnxTiiiiiTin / Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn Krossar á (eiði Ryðjrítt stóí - varaníegt efni Krossamir emframkidcíir úr hvíthúSuðu, ryðfríu stáíi. M imisvarði sem endist um ókomna tíð. Sóihross m/geisíum. £ Hæð 100 sm.frájörðu. Tvöfaíáur ítross. Hceð 110 smfrájörðu. Hringiö í síma 431-1075 og fáiö litabækling. BLIKKVERKt Dalbraut 2, 300 Akranesi. Slmi 431 -1075, fax 431 -3076

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.