Morgunblaðið - 18.08.1998, Page 44
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 45
snyrtimennsku. Sigurjón var farinn
að eldast og gat vinnu sinnar vegna
og góðs fjárhags eytt meiri tíma
með konu sinni, bömum og barna-
börnum. Það var gaman að fá þau
hingað í Varmadal færandi hendi í
morgunkaffí og endaði það stundum
með því að mitt hús var málað. Eins
og áður sagði var mikil breyting á
þegar Sigurjón eignaðist bíl, þá
gátu þau hjónin glatt Guðmund son
sinn og lyft honum upp um helgar,
en Gummi gekk ekki heill til skógar
vegna flogaveiki og fór aldrei úr
foreldrahúsum. Til marks um fyrir-
hyggjusemi og trúa foreldra snertu
þau aldrei þær örorkubætur sem
Gummi hlaut, þær skyldu verða
notaðar honum til handa þegar þau
féllu frá. En Gummi lifði móður sína
sem lést aðeins 62 ára, en féll sjálf-
ur frá fjórum árum seinna, 45 ára
gamall, og arfleiddi systkini sín að
eigum sínum.
Sigurjón var nú orðinn einn í
sinni íbúð, mikil umskipti voru orð-
in, Ólöf yngsta dóttir Sigurjóns og
fjölskylda hennar bjuggu þá á efri
hæðinni og varð það til að létta hon-
um eiginkonu- og sonarmissi. Þá
létti það honum tilveruna að sjá
tengdason sinn taka af áhuga með
honum þátt í viðhaldi húss og lóðar
og var það ávallt eins og best varð á
kosið. I lífi Sigurjóns voru skin og
skúrir. Áhyggjur af velferð sinna
nánustu, meira en gengur og gerist,
hljóta að vera slítandi og hugsan-
lega stytta lífið, en þeim sem verða
þess aðnjótandi að það sé borin fyr-
ir þeim umhyggja, líður vel.
Sigurjón varð þeirrar gæfu að-
njótandi að með honum og ekkju
vinnufélaga hans hjá Olíuverslun-
inni, Ólínu Kristinsdóttur, tókst góð
vinátta og samvera. En þá var barið
að dyrum, stuttu eftir að Sigurjón
lét af störfum eftir langan vinnu-
dag, fékk hann heilablóðfall og gekk
ekki heill til skógar eftir það; Sá
stutti, en góði tími sem þau Ólína
höfðu átt saman, bæði fullfrísk, var
á enda. En þá komu mannkostir
Ólínu skýrt fram, hún ætlaði ekki að
yfirgefa sambýlismann sinn og nú
eins og ungt fólk ákváðu þau að
selja séreignir sínar og kaupa sam-
an nýja íbúð í Árskógum í Mjódd.
Þar bjó Ólína Sigurjóni fallegt ævi-
kvöld. Sigurjón komst til nokkurrar
heilsu og gátu þau notið þess að
ferðast saman nokkrum sinnum til
útlanda. Sigurjón gat notið þess
sem sameign hússins að Árskógum
hafði að bjóða, og þegar hann varð
75 ára, hittust allir afkomendur
hans þar í afmælisveislu sem hann
hélt þeim og var það stór hópur.
Það var ánægjulegt að koma í heim-
sókn til þeirra Sigurjóns og Ólínu
og njóta gestrisni þeirra og sjá hve
heimilið var fallegt. Með þessum
góða ráðahag eignaðist Sigurjón
enn fleiri börn og barnaböm og eiga
þau miklar þakkir skildar frá fjöl-
skyldu Sigurjóns íyrir umhyggju
fyrir honum síðustu árin. Sigurjón
veiktist fyrir mánuði af lungnasjúk-
dómi. Hann lá stutta en erfiða sjúk-
dómslegu og lést hinn 7. ágúst á
Landspítalanum.
Blessuð sé minning þessa ágætis-
manns.
Jón Sverrir Jónsson.
Elsku afi minn, þá er komið að
kveðjustundinni. Það er erfitt að
vera búsett í útlöndum þegar að
hinstu kveðjustundinni kemur. En
svona er nú einu sinni lífið, menn
koma og menn fara og nú var þinn
tími kominn.
Á svona stundu streyma minning-
arnar um hugann en minningin sem
mér er dýrmætust er frá árinu sem
ég bjó hjá Ólöfu og Bjössa á efri
hæðinni hjá þér í Nökkvavoginum.
Þá fékk ég tækifæri til að kynnast
þér náið í fyrsta skipti og þau kynni
voru góð.
I seinni tíð áttir þú því láni að
fagna að kynnast svo góðri vinkonu
sem Olla er. Elsku Olla, hafðu bestu
þakkir fyrir að hafa reynst afa mín-
um svo tryggur og góður vinur.
Elsku afi, það tekur mig mjög
sárt að geta ekki fylgt þér síðasta
spölinn en í huganum er ég hjá þér.
Hvíl þú í friði.
Elísabet og fjölskylda, IloIIandi.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
KATRÍN SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
Akbraut,
Holtum,
andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands sunnu-
daginn 16. ágúst.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Þóra M. Magnúsdóttir, Jón Ingileifsson,
Jón L. Magnússon,
Guðrún L. Magnúsdóttir,
Gísli Þ.G. Magnússon,
Árni S. Magnússon,
Daníel Magnússon,
Sigrún J. Magnúsdóttir,
Bjarni P. Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
Gísli Helgason,
Þórunn I. Reynisdóttir,
Guðrún B. Ólafsdóttir,
Ástkær móðir okkar, amma og langamma,
STELLA GUNNUR SIGURÐARDÓTTIR,
Logafold 56,
Reykjavík,
áður til heimilis
í Sólheimum 23,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstu-
daginn 21. ágúst kl 13.30.
Jóhannes Norðfjörð Sólrún L. Ragnarsdóttir,
Hermann Norðfjörð,
Ingibjörg S. Norðfjörð, Sigurður Ingólfsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Við þökkum innilega auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður
okkar, afa og langafa,
EINARS GUÐMANNS GUÐMUNDSSONAR,
Þiljuvöllum 35,
Neskaupstað.
Unnur Jóhannsdóttir,
Sveinbjörg Einarsdóttir, Hilmar Guðbjörnsson,
Sveinn Einarsson,
Sólveig Einarsdóttir,
Gfsli Svan Einarsson,
Vilberg Einarsson,
Níels Einarsson,
Stefanía Steindórsdóttir,
Dennis Wilson,
Bryndís Þráinsdóttir,
Arndís Sigurðardóttir,
Oddný Snorradóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför okkar ástkæra eigin-
manns, föður, tengdaföður og afa,
TÓMASAR JÓNSSONAR,
Skarðshlíð,
Austur-Eyjafjöllum.
Kristín Jónsdóttir,
Guðrún Anna Tómasdóttir,
Auðbjörg Tómasdóttir,
Guðbjörg Jóna Tómasdóttir,
Hjördís Tómasdóttir,
Guðmar Jón Tómasson,
Þorgils Gunnarsson,
Hermann Hansson,
Sveinn Borgar Jóhannesson,
Þórir Ingvarsson,
Helena Kjartansdóttir
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
KATRÍNAR SIGURÐARDÓTTUR,
áður Ljósheimum 9.
Ingiríður Halldórsdóttir,
Þórhildur Halldórsdóttir,
Signý Halldórsdóttir,
Sigrún Halldórsdóttir,
Oddný Dóra Halldórsdóttir,
Pétur Eggertsson,
Jón Árnason,
Hrafn Einarsson,
Birgir Þorsteinsson,
Kristján Kristinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir,
DAVID KYVIK,
New City, N.Y.,
lést í Noregi þriðjudaginn 11. ágúst.
Jarðsett verður í New City.
Turid Kyvik,
synir, tengdadætur, barnabörn,
systkini og fjölskyldur þeirra.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐNÝ ÞORBJÖRG ÁGÚSTSDÓTTIR
frá Aðalvík,
lést á heimili sínu, Bergþórugötu 51, Reykja-
vík, laugardaginn 15. ágúst.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Böm, tengdabörn
og barnabörn.
+
Elskulegur sonur okkar, bróðir, sonarsonur,
mágur og frændi,
GUÐMUNDUR TÓMAS GUÐMUNDSSON,
sem lést mánudaginn 10. ágúst sl., verður
jarðsunginn frá Áskirkju miðvikudaginn
19. ágúst kl. 13.30
Kristin Þórarinsdóttir,
Guðmundur Ólafsson,
Guðleif Þórunn Stefánsdóttir,
Ólafur Guðmundsson,
Þórarinn Gísii Guðmundsson,
Guðleif Árnadóttir,
Þóra Guðmundsdóttir
Bima Vilhjálmsdóttir,
Kristján Ingi Kristjánsson,
Lára Magnea Jónsdóttir,
Svanhvít Gunnarsdóttir,
barnabörn og aðrir vandamenn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlý-
hug vegna andláts og útfarar eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
ÁRNA MAGNÚSAR INGÓLFSSONAR,
Drekagili 18,
Akureyri.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á
dvalarheimilinu Hlíð/Skógarhlíð fyrir einstaka
umönnun og hlýhug.
Björg Sigurjónsdóttir,
Margrét Árnadóttir, Heimir Tómasson,
Auður Árnadóttir, Snæbjörn Sigurðsson,
Gunnlaug Árnadóttir, Gunnar Jóhannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+ Kærar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ÞÓRUNNAR ÁSTRÍÐAR BJÖRNSDÓTTUR, Þórsmörk 1a, Hveragerði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11E á Landspítalanum fyrir góða umönnun. Guðrún Þórðardóttir, Svava H. Þórðardóttir, Arnheiður Þórðardóttir, Eiríkur Jónsson, Ögmundur, Jón Hjalti og Þjóðbjörg Eiríksbörn, Þórgunnur Björnsdóttir, Úlfur Björnsson, Skírnir Björnsson.
+ Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legs eiginmanns míns, BENEDIKTS JÓNS GEIRSSONAR, Safamýri 21, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Brynhildur Pálsdóttir. • Á