Morgunblaðið - 18.08.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.08.1998, Blaðsíða 45
46 ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ ATVINIMU AUGLYS I NGA Útlitshönnun Morgunblaðið óskar að ráða útlitshönnuð til starfa. Starfið felst í því að hanna útlit á síðum blaðsins í samráði við starfsmenn ritstjórnar. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða almenna menntun. Sérstök áhersla er lögð á íslensku, tölvufærni og gott formskyn. Útlitshönnuður þarf að vera hugmynda- rlkur og eiga auðvelt með að vinna hratt undir álagi. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af útlitsteikningu eða blaða- mennsku. Nánari upplýsingar um starfið fást í starfs- mannahaldi frá kl. 9-13 virka daga. Umsóknareyðublöð liggja frammi í af- ► greiðslu Morgunblaðsins og skal um- sóknum skilað þangað í síðasta lagi 21. ágúst. Morgunblaðid leggur áherslu á að færa lesendum sinum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag. Hófuðstöðvar Morgunblaðsins eru i Kringlunni 1 i Reykjavík þar sem eru hátt i 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. ísafjarðarbær Grunnskólar ísafjarðarbæjar í skólanum eru 550 nemendur í 1.—10. bekk. Við leggjum áherslu á skólanámskrárgerð og faglegt samstarf kennara innan árganga og deilda. Skólinn er þátttakandi i Cominius-verkefni á vegum Evrópu- sambandsins um menningarsamskipti og gagnkvæmar heimsóknir kennara og nemenda. Nýtt tölvuver, bókasafn og kennslustofur á unglingastigi eru búnar nettengdum margmiðlunartölvum. Óskum eftir að ráða fólk til eftirtalinna starfa næsta haust: Kennslu: Heimilisfrædi (3.-7. bekk) frá 1. september til áramóta. Almenn kennsla á yngsta og miðstigi (2.-6. bekkur). Sérkennsla í öllum árgöngum. Tónmennt á yngsta og midstigi (1 .—7. bekkur). Nánari upplýsingar veita skólastjóri og aðstoð- arskólastjóri í síma 456 3044 (skólinn), 456 4305, GSM 899 6305 (Kristinn Breiðfjörð), 456 4132 (Jónína Ólöf). Umsóknir sendist skólastjóra á eyðublöðum sem fást í skólanum. Umsóknarfrestur ertil 25. ágúst 1998. Við bjódum flutningsstyrk, mjög hag- stæda húsaleigu og persónuuppbót. Skólastjóri. Barnaverndarstofa Forstöðumaður Stuðla Barnaverndarstofa auglýsir lausa til umsóknar stöðu forstödumanns meðferðarstöðvar ríkisins fyrir unglinga, Stuðla. Meðferðar- stöðin Stuðlar starfar skv. reglugerð nr. 474/ 1998. Hlutverk stöðvarinnar er að veita sér- hæfða meðferð, þ.m.t. vímuefnameðferð, skammtímavistun í neyðartilvikum og grein- ingu á vanda unglinganna ásamt eftirmeðferð að lokinni meðferðarvistun. Stöðin þjónarfyrst og fremst unglingum á aldrinum 12-18 ára. Forstöðumaður starfar skv. erindisbréfi og fer með faglega og fjárhagslega stjórn stöðvarinn- ar undir yfirstjórn forstjóra Barnaverndarstofu. Forstöðumaður skal hafa háskólamenntun í sálfræði, félagsráðgjöf, uppeldisfræði eða hlið- stæðu námi með viðbótarmenntun. Hann skal ennfremur að jafnaði hafa reynslu af meðferð- arstarfi og/eða reynslu eða menntun í stjórnun- arstörfum. Laun eru skv. launakjörum opinberra starfs- manna. Æskilegt er að nýr forstöðumaður geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir skulu berast Barnaverndarstofu, Pósthússtræti 7, pósthólf 53, 121 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 7. sept. nk. Nánari upplýsingar veitirforstjóri Barnavernd- arstofu í síma 552 4100. Framtíðarstörf Óskum eftir að ráða til starfa: Þernur og starfsmann í þvottahús. Æskilegur aldur 21 árs og uppúr. Allar nánari upplýsingar veitir starfsmanna- stjóri á staðnum milli kl. 13.00 og 16.00 í dag og á morgun, ekki í síma. Hótel Holt, Bergstaðastræti 37. FJÖLBRAUTASKÓLI 5UÐURLAND5 Viðskiptagreinar Skólann vantar nú þegar kennara í viðskipta- greinum. Skólameistari og aðstoðarskólameistari veita nánari upplýsingar í síma 482 2111. Skólameistari. Aðstoð óskast á tannlækningastofu í miðborginni sem fyrst allan daginn. Umsóknir, með venjulegum upplýsingum, sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 21. ágúst, merkt- ar: „Aðstoð — 5746". Tinna hárgreiðslustofa Hárgreiðslu- eða hársnyrtir, sem getur unnið 'sjálfstætt, óskast sem fyrst. Upplýsingar í símum 557 6221 og 553 2935. Kaffi Lefolii óskar eftir að ráða matreiðslumann til starfa. * Upplýsingar gefur Þórir í síma 483 1600. MENNTASKÓLINN VIÐ SUND^A Skólastarf í Menntaskólanum við Sund hefst í síðustu viku ágústmánaðar. Endurtektarpróf verða 25. og 26. ágúst. Nemendur 1. bekkjar komi í skólann föstudag- inn 28. ágúst kl. 13.00. Þá fá þeir stundaskrár og önnur gögn. Skólasetning verður mánudaginn 31. ágúst kl. 8.30. Þá fá eldri nemendur stundaskrár og hefst kennsla að því loknu. Bókalista er hægt að fá í afgreiðslu skólans milli kl. 10—16. Bókalistar eru einnig á vefsíðu skólans www.ismennt.is/~ms/. Nemendur eru hvattir til að afla námsgagna tímanlega og vera reiðubúnir til náms fyrsta kennsludag. Starf forstöðumanns Hornbrekku, Ólafsfirði Starf forstöðumanns heilsugæslustöðvarinnar og dvalarheimilisins Hornbrekku, Ólafsfirði, er laust til umsóknar. Um er að ræða afleysingu um óákveðinn tíma vegna veikindaforfalla. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Launakjör samkvæmt samningum STÓL og Ólafsfjarðarbæjar. Upplýsingar gefur stjórnarformaður í síma 466 2254. Umsóknir skulu berast til undirritaðrarfyrir 1. september 1998. Sigurbjörg Ingvadóttir, stjórnarformaður. Arkitektar Opinber aðili, með aðsetur í nágrenni höfuð- borgarsvæðisins, vill komast í samband við arkitekta, sem áhuga hafa á sjálfstæðum atvinnurekstri með búsetu á staðnum og samning um nokkur þjónustuverkefni. Áhugasamir arkitektar leggi svör inn á af- greiðslu Mbl., merkt: „Arkitekt utan Reykjavík- ur — 17281", fyrir 5. september nk. Afgreiðslustarf Starfskraftur, á aldrinum 25—50 ára, óskast til afgreiðslustarfa. Upplýsingar í dag og á morgun á skrifstofunni, Auðbrekku 24, Kópavogi, milli kl. 10 og 13. -L Kringlunni. Úra- og skartgripa- verslun við Laugaveg vantar starfskraft til afgreiðslustarfa. Um er að ræða 70—100% starf. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist til afgr. Mbl., merktar: „Framtíðarstarf." Húnavallaskóli auglýsir Grunnskólakennarar — leiðbeinendur Vegna barnsburðarleyfis vantar kennara í almenna kennslu frá 1. sept. til áramóta. Upplýsingar gefur Arnar Einarsson, skólastjóri, í símum 452 4049/452 4313. „Au pair" Lúxemborg Fimm manna fjölskylda óskar eftir „au pair" frá 1. september. Ef þú ert eldri en 20, með bílpróf og reyklaus, hringdu þá í Guðrúnu í síma 554 4631. Karlar — konur Laghent starfsfólk óskast til vélgæslu í iðnfyrir- tæki í Reykjavík. Áhugasamir vinsamlegast leggið inn umsókn, fyrir 28. ágúst 1998, á afgreiðslu Mbl., merkta: „P — 5741". Öllum umsóknum verður svarað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.