Morgunblaðið - 18.08.1998, Page 51

Morgunblaðið - 18.08.1998, Page 51
52 ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Blindrafélagið fær höggmynd að gjöf LISTAMAÐURINN Teddi, fullu nafni Magnús Theodór Magnús- son, gaf 5. ágúst sl. Blindrafé- laginu listaverk eftir sig. Lista- verkið heitir Afrísk kona og er höggmynd unnin í íslenskan reynivið. Blindrafélagið hefur tvívegis sótt Iistasýningar Tedda í Perlunni og einnig í Ráðhúsi Reykjavíkur árið 1994. „Höggmyndir Tedda í tré í mismunandi ástandi og af ólík- um uppruna og eru sérstaklega lifandi og áhrifamikil list sem félagsmenn Blindrafélagins hafa notið og munu með þessari gjöf halda áfram að njóta um ókomna tíð,“ segir í frétt frá Blindrafélaginu. TEDDI við höggmyndina Afrísk kona. Námskeið um Ritn- inguna í Vatnskógi NAMSKEIÐ verður í sumarbúð- um KFUM í Vatnaskógi dagana 20.-23. ágúst. Á námskeiðinu, sem er öllum opið, verður „rölt“ um síð- ur Gamla testamentisins undir leiðsögn gestakennara frá Noregi sem heitir Jon Steinar Jacobsen. Auk þess verða í boði ýmsar val- stundir um málefni tengd Biblíunni og kristinni trú og koma kennarar víða að. Námskeiðið heldur Biblíuskólinn við Holtaveg sem er í eigu KFUM og KFUK, Kristniboðssambands- ins og Kristilegu skólahreyfíngar- innar. Það hefst á fímmtudags- kvöld kl. 21.30 og lýkur um kl. 16 á sunnudegnum. Gjald er 5.500 kr. fyrir 16 ára og eldri en hámarks- gjald fyrir hjón með böm undir 16 ára aldri er 11.000 kr. og er þá matur og gisting innifalin. Skráning er á skrifstofu Biblíu- skólans við Holtaveg kl. 8-16 virka daga til 19. ágúst. Þar fást einnig nánari upplýsingar og dagskrá. Útsala Stuttar og síðar kápur Sumarúlpur og heilsársúlpur Dæmi: Áður kr. 15.900, nú kr. 5.000. Opið laugardag kl. 10-16 \oÁHU5ID Mörkin 6, sími 5SS 551S STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN DOMUS MEDICA - KRINGLUNNI Nýjar haustvörur ecco í DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Vegagerðin og vegir Vestfirðinga ÉG hefi á þessu sumri loks haft svigrúm til að aka með góðum forunautum tvær hringferðir um landið okkar mikilfenglega í sum- arskrúða. Hin fyrri var eftir þjóð- braut nr. 1, sólarsinnis í júni/júlí. Sú leið mun vera 1.382 km og þar af 80% með bundnu slitlagi, skv. upplýsingum frá skrifstofu Vegagerðarinnar. Hinn óbundni hluti leiðarinnar fannst mér mun meiri en 20% hringsins. Það er ef- laust vegna þess að hann er á köflum mjög seinfar- inn, því holurnar eru margar. Síðari ferðin, nú í júlí/ágúst var um Vestfirð- ina, eftir þeirri á löngum köflum hrikalegu leið nr. 60 og nr. 61. Mikilfengleiki fjallanna þarna á Vest- fjarðakjálkanum mun ekki gleymast mér, né heldur fossinn Dynjandi og ekki heldm' ýmis mannanna verk, svo sem vegirnir og brýrnar yfír Gilsfjörð, Dýrafjörð, Önundarfjörð og jarðgöngin miklu við Isafjörð. Og gott var að sjá hve minning Jóns Sigurðs- sonar forseta á Hrafnseyri er fógur og vegleg. En ljóðurinn á vegakerfmu um Vestfirði er hve við- haldið víða á malarvegun- um er óviðunandi. Ekki er nóg að leggja vegi, þeim þarf að halda við, rétt eins og við mannfólkið leitumst við að hirða líklama okkar daglega og við leitum lækna í þvi viðhaldi er þurfa þykir. Svo holóttir og harðir voru þama ýmsir vegakaflar að engu taii tekur. Mér varð hugsað til vökumanna Vestfirðinga á Alþingi, þingmannanna. Sofa þeir nú á verðinum? Ef svo er þá hvet ég þá til að vakna til dáða, einnig í sambandi við vegina þarna í vestrinu. Vegirnir nr. 60 og 61 hljóta að hafa sama rétt til viðhalds og þjóð- braut nr. 1 - eða er það ekki? Ef byggð á að hald- ast á Vestfjörðum þá hljóta íbúar þar að njóta sama réttar í samgöngu- málum og aðrir lands- menn. Umsögn Vegagerð- arinnar við þessari ábend- ingu væri þakksamlega þegin. H.Þ. Dýrahald Kettlingur óskar eftir heimili KETTLINGUR, 8 vikna fress, óskar eft- ir góðu heimili. Er kassavanur. Upplýs- ingar í síma 554 3187. Hefurðu séð síamsköttinn Nóa? NÓI er frekar stór síamsköttur með ljósbrúna slikju á feldinum (chocolate point). Hann hvarf frá heimili sínu á Laufásvegi að morgni mið- vikudagsins 12. ágúst sl. Engin ói er á honum en hann er eyrnamerktur með auðkenninu R7220. Nói á það til að vera dálít- ið mannfælinn og kann að hafa lokast inni í bílskúr. Allar upplýsingar um ferð- ir eða afdrif Nóa frá því á miðvikudag væru þegnar með þökkum. Síminn er 552 0052. SKAK llinsjón Margcir Pétursson STAÐAN kom upp á rússneska meistaramót- inu í Sánkti Pét- ursborg sem lauk í síðustu viku. Konstantín Landa (2.505) var með hvítt, en Ild- ar Ibragimov (2.590) hafði svart og átti leik. Hvít- ur lék síðast 22. Re3-g2? en skárra var að setja riddarann á fl. 22. - Bc4!! og hvítur ákvað að SVARTUR leikur og vinnur. gefast upp. Hann sá fram á að fá á sig aðra biskups- fóm eftir 23. Dxc4. Þá leikur svartur 23. - Bxf2+! og hvíta staðan er með öllu vonlaus eftir bæði 24. Kxf2 - Hxd2+ 25. Ke3 - Hxc2 og 24. Ke2 - Dxg3. HOGNI HREKKVISI Pennauinir ÞRÍTUGUR Dani sem getur skrifað á íslensku með menningu og útivist sem áhugamál: Hans Nielsen, Birkeskoven 46, 2600 Glostrup, Danmark. ÞRETTÁN ára japönsk stúlka með áhuga á bréfa- skriftum og verslunar- ferðum: Yuko Takano, 2-8 Nishidayudai, Himeji Hyogo 670, Japan MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga íyrirvara fyrir sunnudags- blað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja af- mælistilkynningnm og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, Sent í bréfsíma 569-1329, sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Víkver|i sknfar... VÍKVERJA hefur borizt r\G BRÉFRITARI heldur áfram svohljóðandi bréf frá Guð- V-Jog segir: „Það er nú reyndar mundi Fylkissyni, lögreglumanni: „Víkverji 11.08.1998 kemur m.a. að lausagöngu sauðfjár við þjóðvegi í pistli sínum. Það er rétt að það er gersamlega óviðunandi ástand að sauðfé gangi laust á þjóðvegum landsins. En hvers er það að sjá til þess að svo sé ekki? Er það bónd- ans? Skoðum aðeins málið. Fyrir einhverjum tugum og jafnvel hund- ruðum ára voru bændur með kind- ur víðs vegar um landið. Þá voru ekki neinir vegir né bflar. Síðan komu bílar og í framhaldi vegir. Þar sem kindurnar höfðu verið var allt í einu búið að leggja vegi og áð- ur en langt um leið voru bflar farnir að aka á hátt í hundrað kílómetra hraða um þessa vegi. Er hægt að ætlast til þess að bændurnir breyti öllu í sínum búskap af því að vegir og bflar komu til? Er það ekki frek- ar að það sé veghaldara að sjá til þess að kindurnar geti áfram verið óhultar í sínu umhverfí?" þannig í vegalögum að þar er kveðið á um að girt skuli meðfram nýjum vegum og þar sem girðing er beggja vegna vegar er hægt að banna lausagöngu búfjár. Það er enn langt í land með að svo verði. Umræðan hefur því miður verið á neikvæðan hátt gagnvart bændum. Einhverjir hafa sagt að bændurnir séu búnir að beita fénu á vegina. Meira að segja Víkverji orðar þetta á neikvæðan hátt gagnvart bóndanum í síðustu setningu þegar hann segir: „Og svo eiga bíleigendur að borga bændum skaðabætur!!“ Hvað með bóndann sem hafði girt af landið sitt fyrir 25 árum og haldið vel við girðingunni. Vegagerðin tók eignarnámi land hjá honum og lagði veg í gegnum tún og beitilönd. Þetta var áður en vega- gerðinni var gert að girða af veginn. Skyndilega var kominn vegur í gegnum mitt landið og kindurnar sem áður voru innan girðingar voru á veginum. Bóndinn girti af í nánd við bæinn og vildi fá rörahlið á veg- inn til að hann gæti lokað kindurnar af. Slíkt hlið kostar um það bil 600.000 kr. Á bóndinn að borga það eða vegagerðin? Bóndinn fær hliðið á einhverjum næstu 4-6 árum. Hættum að hallmæla bændum fyrir lausagöngu búfjár við vegi. Gerum þá kröfu að veghaldari girði af veg- ina. Við getum þá vonandi ferðast um vegina af meira öryggi og lifi- brauð bóndans verður ekki skert. Guðmundur Fylkisson, lögreglu- maður.“ XXX VÍKVERJI getur fallizt á að Guðmundur Fylkisson hafi töluvert til síns máls. En alltént hljóta menn að vera sammála um, að óbreytt ástand gengur ekki. Ein- um eða tveimur dögum eftir að um- ræddur Víkverjapistill birtist hvolfdu útlendingar bíl norður í landi þegar þeir reyndu að koma í veg fyrir árekstur við kindur. Til allrar hamingju varð ekki dauðaslys eins og í Öræfasveitinni fyrir nokkrum vikum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.