Morgunblaðið - 18.08.1998, Blaðsíða 53
54 ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
DÓPSALINN og melludólgur-
inn „True Romance“.
vinna
LeigumorÐingi
www.mbl.is
FÓLK í FRÉTTUM
ett Letter“.
að stunda smáglæpi. Hann
hreifst af Malcolm McDowell
í „If...“ eftir Lindsay Ander-
son. „Ég fann mikla sam-
kennd með andhetjunni í
„If...“ sem sker upp herör
gegn kerfinu.“ Hann rekur
upplifun sína á þeirri mynd
til þess að hann hefur enn
svo gaman af þvi að leika
utangarðsfólk, „þetta fólk sem er
alltaf kolruglað".
Hann fór í leiklistarskóla og þeg-
ar námi iauk starfaði hann með
breskum leikstjórum á borð við Al-
an Clark og Mike Leigh áður en
hann vakti heimsathygli í myndun-
um Sid og Nancy, eftir Alex Cox
þar sem hann lék pönkarann Sid
Vicious, og „Prick Up Your Ears“,
þar sem hann fór með hlutverk leik-
ritaskáldsins Joe Ortons.
Hann tók að leita uppi hlutverk í
Bandaríkjunum þegar kvik-
myndaarullurnar sem buðust í
Bretlandi „voru um það bil tvær á
ári og Daniel Day-Lewis og Tim
Roth hrepptu þær.“ í Bandaríkjun-
um var honum tekið fagnandi, það
var eins og Hollywood hefði beðið
eftir honum í öll skuggalegu hlut-
verkin sem draumaborgin hefur
uppá að bjóða. Hann var glæpamað-
ur í „State of Grace“, Lee Harvey
Oswald í „JFK“ eftir Oliver Stone,
Drakúla í „Bram Stoker’s Dracula",
melludólgur í „True Romance",
leigumorðingi í „Leon“ og Arthur
Dimmsdale í „The Searlet Letter“.
Gary Oldman talar mjög opin-
skátt um drykkjusýki sína, sem
hann segist nýlega hafa hreinsað
sig af. „Sem leikari er maður alltaf
að rugla með tilfinningar sínar. Þú
getur grátið frammi fyrir 500
manns eða öskrað eða nauðgað og
það losar um hömlur í þér. En það
gerir mig kvíðinn og taugaveiklaðan
og mjög erfíðan í sambúð." Drykkj-
an gerði hann þunglyndan og fullan
af sjálfseyðingarhvöt og hann skildi
tvisvar, fyrst við leikkonuna Lesley
Manville og síðar við Umu Thur-
man. „Ég man eftir mér skríðandi
inn á klósett eins og 85 ára gamal-
menni. Ég varð að drekka þrjú glös
af vodka áður en ég fór að halda því
niðri.“ Á endanum leitaði hann
hjálpar. Þó ekki fyrr en eftir að hafa
lent í bílslysi í Los Angeles.
Ef hann átti einhverntíma að geta
gert „Nil By Mouth“ varð hann að
vera edrú. Hann fór í afvötnun í
Virginíu. Núna, þremur árum síðar,
veit hann ekki nema hann snúi sér
að öðru í framtíðinni en leiklist. „Ef
ég ynni í lottóinu mundi ég aldrei
framar stíga framfyrir kvikmynda-
tökuvél," segir hann. „Þannig líður
mér þessa stundina í það minnsta.
Ég lifi á því að leika en ég hef ekki
lengur þennan eld innra með mér.
Það þarf ekki að þýða að mér falli
ekki leikurinn en það nægir mér
ekki lengur að koma á tökustað,
staðsetja mig rétt og fara með setn-
ingarnar ... Það er þreytandi að
vera alltaf sá sem er með betri hug-
mynd en allir aðrir á staðnum."
Kvikmyndagerðarmaðurinn Old-
man er með tvö stutt kvikmynda-
handrit í takinu undir því sameigin-
lega heiti „Roast Beef‘. Hann er
einnig að hugleiða að gera mynd um
löggur í New York á sjöunda og átt-
unda áratugnum. I það minnsta eru
líkindi á því að hann láti óþokka-
hlutverkin vera í bili þótt ekki sé
hann svo vitlaus að segja beinlínis
að hann ætli aldrei að leika þau aft-
ur. „Það er ekki oft sem koma aðal-
hlutverk eins og þau í „Raging
Bull“ eða Sid og Nancy. Slík hlut-
verk koma á tíu eða fimmtán ára
fresti. Ef þú ert heppinn færðu
kannski tvö eða þrjú slík á öllum
þínum ferli. Og það eru ekki allir
sem njóta þess að vera í því sam-
bandi sem De Niro er við Scorsese.
Það er einstakt. Maður verður alltaf
að borga skuldirnar. En ég er að
hætta í þessum óþokkahlutverkum.
Ég hef fengið þrjú ný tilboð um slík
hlutverk og ég ætla ekki að halda
áfram í þeim.
Jæja, kannski ef ég má til,“ segir
hann svo.
Líklega er kominn tími á Gary
Oldman sem óþokka. Menn geta
gert of mikið af góðum hlut og hann
virðist gera sér Ijósa grein fyrir því;
hann á það á hættu að vera hlægi-
legur með því að endurtaka sjálfan
sig í sífellu auk þess sem hann er
miklu betri og meiri leikari en
óþokkahlutverkin gefa til kynna. En
rómantísk gamanmynd? Það verður
erfitt.
Breski leikarinn Gary Oldman hefur
leikið nær eingöngu óþokka í bíómyndum
mörg undanfarin ár en nú segist hann
ætla að hætta því. Arnaldur Indriðason
skoðaði litríkan feril þessa skemmtilega
leikara, sem er sjálfur farinn að eiga
við kvikmyndagerð.
Vesturgötu 3 _________
SUMARTÓNLEIKAROÐ
KAFFILEIKHÚSSINS
,Ágústkvöld“. Signý Sæmundsdóttir
syngur lög úr öllum áttim.
fim 20. ágúst kl. 21 laus sæti
MENNINGARNÓTT
I KAFFILEIKHÚSINU lau. 22. ágúst
„Líf manns" e. Leoníd Anrejev.
Frums. í tilefni Menningamætur.
kl. 22 laus sæti
Kvennaband harmonikufélags
Reykjavíkur kl. 23 laus sæti og að-
gangur ókeypis
Draugasögur úr miðbænum í flutn-
ingi Erlings Gíslasonar,
kl. 00.30 laus sæti, aðg. ókeypis
Míðasala kl. 15 til 18 alla virka daga
Miðapantanir allan sólarhringinn í sima
551 9055. Netfang: kaffileik@isholf.is
OFLEIKUR í Fimmtu
höfuðskepnunni.
OLDMAN hefur sérhæft
sig í hlutverki illingjans á
hvíta tjaldinu og nú þegar
hann er farinn að gera
bíómyndir sjálfur segir hann að
hann þurfi að leika tvo dýra óþokka
til þess að eiga fyrir mynd eins og
„Nil By Mouth“, þeirri fyrstu sem
hann gerir sjálfur. „Þetta eru svona
kringumstæður þar sem maður fer
að eltast við skottið á sjálfum sér,“
segir hann í nýlegu tímaritsviðtali.
„Þú verður vinsæll, verðið á þér
hækkar, þú græðir meiri pening og
þótt ekki starfi hjá mér blaðafulltrúi
og lífvörður eru þónokkrir sem lifa
á Gary Oldman iðnaðinum. Þú hefur
ákveðinn lífsstíl, þú þarft að halda
honum við. Ef ég ætla að taka frí í
eitt og hálft ár til þess að gera
mynd eins og „Nil By Mouth“ og
Sýningar hefjart kl. 20.00. Óióttar panlartir rcldar'rf
Lau. 22, síðasta sýning.
Sýningar hefjast kl. 20.00.
Miðasala sími 551 1475.
Opin alla daga Id. 15-19. Simapantanir frá kl. 10 virka daga ogfrákl. 13 um helgar.
setja í hana 2,5 milljónir dollara
af mínum eigin peningum, þá
þarf ég að leika óþokkana í
stórmyndunum. Ég mundi
strax leika í „Air Force One“
til þess að greiða skuldirnar."
Engar rómantískar
gamanmyndir
get rétt ímyndað mér hvemig ykk-
ur hefur líkað við leikinn í Fimmtu
höfuðskepnunni. Ég ofleik hræði-
lega.“ Og síðar segir hann: „í sann-
leika sagt horfi ég stundum á mig í
þessum myndum og hugsa sem svo,
ekki vissi ég að ég væri að gera
þetta. En ef ég er hættur að hafa
gaman af leiknum þá er þar líka að
hluta til um að kenna fólkinu sem
sendir mér handrit. Það er ekki eins
og höfundar „When Harry Met
Sally...“ rjúki upp til handa og fóta
og hrópi: Frábært, fáum Gary Old-
man í aðalhlutverkið. Ég fæ aldrei
rómantískar gamanmyndir uppí
hendurnar. En ef á að gera mynd
um Charles Manson þá spyrja þeir
strax eftir mér.“
Hann sér ekki eftir neinu. „I
„State of Grace" er sumt af því
besta sem ég hef gert en enginn
veitti því athygli." Hann gerði Luc
Besson greiða þegar hann sam-
þykkti að leika í Fimmtu höfuð-
skepnunni en hann hafði leikið fyrir
hann áður í „Leon“ og Besson
hjálpaði honum að útvega fé í „Nil
By Mouth“. Og þegar Oldman las
handrit Quentins Tarantinos, „True
Romance", „hló ég mig máttlausan.
Ég hafði gaman af þeim kokteil öll-
um. “
Erfið æska
Hann hefði reyndar getað leikið
aðalhlutverkið í sinni eigin bíómynd
en hafnaði því eftir nokkra umhugs-
un. Aðalpersónan í „Nil By Mouth",
drykkjumaðurinn og fjölskyldufað-
irinn Ray, er byggð að nokkru leyti
á lífi föður Oldmans. „Það er sárs-
aukafullt og erfitt að leika slík hlut-
verk.“ Oldman segir myndina vera
ástarbréf til föður síns. „Hann lést
þegar hann var 62 og við náðum
aldrei saman. Ég þekkti hann varla.
Þrátt fyrir það sem hann gerði
saknaði ég hans alltaf. Ég drakk
vegna þess í 25 ár. Mér fannst kom-
inn tími til að loka því máli og koma
fyrirgefningunni að.“
Faðir Oldmans, Leonard, fór frá
fjölskyldunni þegar Gary var sjö
ára gamall. Strákurinn fékk að vita
það hjá kennurunum sínum að hann
væri heimskur og hætti í skóla og
Gamanleikrit í leikstjórn
Siguröar Sigurjónssonar
fim. 20/8 kl. 21 örfá sæti laus
fös. 21/8 kl. 21
lau. 22/8 kl. 23
Miðaverð kr. 1100 fyrir karla
kr. 1300 fyrir konur
Vöröufélagar Ll fá 30% afslátt
Sýnt í íslensku óperunni
Miðasölusími 551 1475
Gary er ekki viss sjálfur hvemig
það kom til að í hvert sinn sem leik-
stjórar þurfa illingja í myndirnar
sínar er það hann sem þeir hringja
í. Mjúku rullurnar standa honum
einfaldlega ekki til boða. „Ég hætti
að taka sjálfan mig alvarlega og
leikferilinn," segir hann í samtali
við kvikmyndatímaritið Neon,
„vegna þess að ég var farinn að líta
á mig sem hverja aðra vöru. Ég var
orðinn þreyttur á sjálfum mér; ég
ÞJÓNN
fim. 20/8 kl. 20 UPPSELT
fös. 21/8 kl. 20 UPPSELT
fös. 21/8 kl. 23.30
aukas./örfá sæti
sun. 23/8 kl. 20 örfá sæti laus
fim. 27/8 kl. 20 örfá sæti laus
lau. 29/8 kl. 20 UPPSELT
lau. 29/8 kl. 20 UPPSELT
Mðssala opin kL 12-18
Qsottar patani* 1 sádar datfega
Mðasdtemt 5 30 30 30
„MEANTIME" frá 1981.
VÍRAÐUR í Sid og Nancy.
Dauðleiður á
óþokkunum
SKAPILLUR
Beethoven.
HRYÐJUVERKA-
MAÐURíFor-
setaflugvélinni.