Morgunblaðið - 18.08.1998, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ
^ 56 ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998
FÓLK í FRÉTTUM
DUSTIN Hoffman í The Graduate. RICHARD Burton og Elizabeth Taylor í Hver LEIKSTJÓRINN Mike Nichols ásamt Orson
er hræddur við Virginiu Woolf ? Welles á tökustað Catch 22.
LEIKHUSMAÐURINN Mike
Nichols kom sá og sigraði með
sínu fyrsta verkefni sem kvik-
myndaleikstjóri. Hann hafði átt
mikiili velgengni að fagna á
Broadway og hlotið þar dýrmæta
reynslu áður en hann hélt til
vesturstrandarinnar. Annars er
æfi Nichols viðburðarík og
dramatísk sem bestu verkin hans
á sviði og tjaldi: Hann er fæddur
í Berlín 1931, af gyðingaættum.
Foreldrar hans náðu að flýja
land í tæka tíð til Vesturheims
rétt áður en Nasistar hófu stríðs-
*brölt sitt og ofsóknirnar gegn
hinni hrjáðu þjóð. Faðir Nichols
lést er drengurinn var um ferm-
ingu en fjölskyldunni tókst að
koma honum í gegnum háskóla-
nám. Hann nam síðan leiklist í
hinu fræga „Actors Studio" Lees
Strasberg í New York og hélt
þaðan til Chicago þar sem hann
stofnaði leikflokk ásamt
nokkrum örðum leikurum sem
áttu eftir að verða heimsfrægir
(m.a. Elaine May, Barbara Harris
og Alan Arkin). Þau May stofn-
uðu með sér félag og settu upp
tveggja manna sýningu sem
nefndist einfaldlega An Evening
With Nichols and May, og gekk
árum saman í Chicago, og síðar á
Broadway. Þar hófst hann fljót-
lega til vegs og virðingar sem
leikstjóri. Fyrst stýrði hann einu
kassastykki Neils Simon, Bar-
efoot in the Park, og fimm met-
aðsóknarleikrit fylgdu í kjölfarið
við afbragðsdóma. Eitt þeirra
var Hver er hræddur við Virg-
iniu Woolf ?, og Warner ákvað að
kaupa hann með kvikmyndarétt-
inum.
MIKE NICHOLS
I einu vetfangi varð hinn gullni
drengur leiksviðsins óskabarn
kvikmyndaiðnaðarins. Fyrsta
myndin hans, og sú næsta, The
Graduate, (‘67), urðu ótrúleg
kassastykki, nánast uppúr þurru,
og sópuðu til sín verðlaunum að
auki. Nú voru Nichols gefnar
frjálsar hendur hvað snerti efni-
við og peninga, kvikmyndaborg-
in missti glóruna, rétt eina ferð-
ina. Efnið sem gulldrengurinn
valdi var metsölubók Josephs
Heller, Catch-22, (‘70). Bókin
virtist gjörsamlega ómyndanleg,
en Buck Henry tókst að gera
furði gott handrit eftir þessari
kolsvörtu háðssögu um fárán-
leika stríðs. Nichols átti ekki eins
góðan dag en leikhópurinn er
ásjálegur enn þann dag í dag; AI-
an Arkin, Jon Voight, Martin
Balsdam, OrsonWelles, svo
nokkrir séu nefndir. Myndin kol-
féll. Næsta mynd hans, Carnal
Knowledge, (‘71), gekk mun bet-
ur, en hún er byggð á leikriti eft-
ir háðfuglinn Jules Feiffer.
Myndin gerði alvöru stjörnu úr
Jack Nicholson. Við tók tímabil
þriggja mynda sem hlutu vonda
dóma og dræma aðsókn; Day of
the Dolphin, (‘73), The Fortune
(‘75) og Gilda Live, (80).
Þegar töfrarnir virtust horfn-
ir, kom leikstjórinn enn á óvart
með Silkwood, (‘83); sem hlaur
bæði góða dóma og aðsókn. En
Hollywood var ekki ginkeypt
lemgur fyrir þessu fyrrverandi
óskabarni. Hann varð að bíða í
þrjú ár eftir næsta viðfangsefni,
Heartburn, (‘86), með Nicholson
og Streep, í Ieiðinlegu, sjálfsæfi-
sögulegu verki eftir hina of-
metnu Noru Ephron. Þá var röð-
in komin að Working Girl, (‘88),
stórgóðri gamanmynd um skrif-
stofustúlku (Melanie Griffith),
sem hirðir bæði starfið og
kærastann (Harrison Ford) af
THE GRADUATE (1967)
★ ★★
Ein af undirstöðumyndum sjö-
unda áratugarins, setti skýrt mark
á samtíðina og árin á eftir.
Hollywood varð aldrei aftur sú
sama, siðprúða draumaverksmiðja
eftir að hin roskna frú Robinson
táldróg unglngspiltinn, son við-
skiptafélaga manns hennar. Sem
síðar skipti á henni og lambaket-
inu, dóttir hennar. Frábær mynd í
alla staði, vel skrifuð (Buck
Henry), tekin (Conrad Hall) og
leikin (Dustin Hoffman og Ann
Bancroft). Tónlistin eitt af bragð-
efnum fyrrgreinds áratugar, og
óaðfinnanlega leikstýrð af nýliðan-
um Nichols.
f
Misstu
ekki
af þessari frábæru
söngkonu, aðeins
þessi tvö skipti.
frábæra söngkona
Caron sem slegið
hefur i gegn i sumar
i söngleiknum
Carmen Negra
heldur tónleika á
Kaffi Reykjavik
þriðjudaginn 18.
ágúst og
fimmtudaginn 20.
ágúst. Caron flytur
þekkt vinsæl lög frá
ýmsum timum.
I/AfFI
REYNJAVIK
HEITASTI
STAÐURINN
í BÆNUM
Sígild myndbönd
HVER ER HRÆDDUR VIÐ
VIRGINIU WOLF? - (WHO’S
AFRAID OF VIRGINIA
WOOLF?
Nichols gjörþekkti sitt fyrsta
verkefni fyiir hvíta tjaldið, hafði
leikstýrt því á Broadway við frábær-
ar viðtökur og dóma. Flutningur
hans á hinu orðhvassa verki Albees,
um kvöldstund í lífi tveggja hjóna.
Elizabeth Taylorog Richard Burton
leika eldra parið, George Segal og
Sandy Dennis það yngra, sem er
gestkomandi. Persónurnar gera upp
hlutina umbúðalaust í drykkjuvímu,
atburðarrásin verður miskunnarlaus
og ýmislegt misjafnt kemur uppá yf-
irborðið. Líkt og The Graduate, olli
myndin straumhvörfum og markaði
nýja og opinskárri umræðu um sam-
skipti kynjanna í kvikmyndaborg-
inni. Besta mynd hjónanna Taylors
og Burtons. Hún fékk Óskarinn,
ásamt Dennis og kvikmyndatöku-
stjórans, Haskells Wexler (fyrir
töku einnar síðustu stórmyndarinn-
ar í Hollywood í svart/hvítu).
SILKWOOD (1983)
★★★'A
Athyglisverð mynd sem vakti um-
ræðu um öryggi kjamorkuvera löngu
íyrir Tsjemóbíl. Aðalpersónan er ung
verkakona (Meryl Streep) í pútón-
íumverksmiðju í Oklahoma sem
kemst að göÚum í öiyggiskerfi henn-
ar. Lætur lífíð er hún reynir að koma
upplýsingum til fjölmiðla. Umhugs-
unarverð mynd um líf og stai-f Karen-
ar Silkwood, eínið er ekki síður
brennheitt í dag og það er fengist við
það á jarðbundinn og raunsæan hátt.
Streep fékk Óskarinn, Cher og Kurt
Russell era litlu síðri. Nicholas heldur
vel á hlutunum og stjóm hans á leik-
hópnum óaðfinnanleg sem oftar.
Sæbjörn Valdimarsson
gribbunni, yfirmanni sínum
(Sigourney Weaver).
Nú var ferill leikstjórans orð-
inn ærið köflóttur, og hefur ver-
ið það allar götur síðan. Hann
gerir afleita skelli, en hristir síð-
an af sér doðann og gerir góða
hluti þess á milli. Þetta er
óvenjulegt í kvikmyndaborginni,
karlinn virðist hafa níu líf. Biloxi
Blues, (‘88), var sviplítil, súrsæt
gamanmynd, byggð á sjálfsæfi-
sögulegu leikriti eftir Simon.
Postcards From the Edge, (‘90),
var yfírborðskennd kvikmynda-
gerð enn einnar, sjálfsævisögu-
legrar bókar. Röðin komin að
Carrie Fisher og uppgjöri henn-
ar við móðir sína, leikkonuna
Debbie Reynolds. Sem Shirley
McLaine túlkaði með ágætum.
Regarding Henry, (‘91)var næst
á dagskrá, þar umbyltir Harri-
son Ford lífi sínu eftir áfall
vegna heilaskaða. Báðar voru
myndirnar miðlungsgóðar og
hrollurinn Wolf, (‘94), með
Nicholson, var engan veginn jafn
kröftug og efni stóðu til.
Þá kom leikhúsið enn til bjarg-
ar. Nichols kvikmyndaði Fugla-
búrið - Tlie Birdcage 1996, gam-
anleik um homma í hremming-
um (byggt á frönsku kvikmynd-
inni La Cage aux Folles). Hans
gamli samstarfsmaður, Elaine
May. skrifaði bráðsmellið hand-
rit, heimfært á kana, Nathan La-
ne og Robin Willimas voru
óborganlegir í aðalhlutverkinu.
Nýjasta myndin hans, Primary
Colors, (‘98), byggð á metsölu-
bókinni um Clintongengið í
Hvíta húsinu, fékk prýðisdóma
og bærilega aðsókn, svo Nichols
mun örugglega fylgja okkur inní
næstu öld. Þá hefur hann einnig
fengist við kvikmyndafram-
leiðslu, merkasta framlag hans á
því sviði er tvímælalaust Dreggj-
ar dagsins, (‘93).
Hundrað þáttum fagnað
LEIKARAR geimþáttanna „Star Trek: Voyager“
fögnuðu á dögunum hundraðasta sjónvarpsþætt-
inum og fengu sér sneið af afmælisköku í upp-
tökuverinu í Los Angeles af tilefninu. Á myndinni
eru Tim Russ, Robert Picardo, Ethan Philips, Ka-
te Mulgrew, Jeri Ryan, Robert Meltran, Roxanne
Dawson, Garrett Wang og Robert Duncan
McNeill.