Morgunblaðið - 18.08.1998, Blaðsíða 63
Atvinnutryggingar
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF569 USl
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTII
ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
*
Grunur um fölsun hjá Listasafni Islands
Olíumálverk eftir Svavar
Guðnason til rannsóknar
RANNSÓKN hefur staðið yfir í
nokkra mánuði hjá Listasafni Is-
lands á olíumálverki eftir Svavar
Guðnason, vegna gruns um fölsun.
Niðurstöður liggja enn ekki fyrir,
en langan tíma tekur að efnagreina
olíu og liti og bera saman við lita-
notkun listamannsins, að sögn Ólafs
Kvaran, forstöðumanns Listasafns
Islands, sem óskaði eftir rannsókn-
inni. Fjöldi málverka eftir aðra ís-
lenska listamenn hefur verið til
rannsóknar að undanfömu.
Tímafrek rannsókn
Listasafnið festi kaup á verkinu
hjá hinu virta uppboðsfyrirtæki
Bruun og Rasmussen í Kaup-
mannahöfn fyrir rúmlega tveimur
árum. Ólafur segir að fljótlega eftir
að hann hafi komið til starfa við
safnið á síðastliðnu hausti hafi hann
óskað eftir því að þessi tiltekna
mynd yi’ði tekin til athugunar.
Rannsókn hafi nú staðið yfir um
nokkurra mánaða skeið en hún sé
afar tímafrek.
Ólafur á þó von á að rannsókninni
ljúki von bráðar og að þá, en ekki
fyrr, verði tekin ákvörðun um
hvernig brugðist verði við niður-
stöðunni. „Fyrr er ekki hægt að
draga neinar ályktanir," segir hann.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Fiskútflytjendur um gengislækkun rússnesku rúblunnar
Ottast ekki var-
anleg áhrif
TALSMENN Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna og Fiskafurða hf.,
sem auk íslenskra sjávarafurða eru
stærstu útflytjendur fisks til Rúss-
lands, gera ekki ráð fyrir að verðfall
rúblunnar og gengislækkun á bilinu
12 til 15% í gær muni hafa veruleg
eða varanleg áhrif á útflutninginn.
-A^eir telja þó of snemmt að fullyrða
hvort verðbreytingar verði á afurð-
unum.
SH stofnaði dótturfyrirtæki í
Moskvu um mitt síðasta ár sem
nefnist IFPC Russia. Allt árið í
fyrra flutti fyrirtækið 11.500 tonn af
sjávarafurðum til Rússlands. Á
__ fyrri hluta þessa árs voru flutt út
14.100 tonn að verðmæti yfir 700
milljónir króna. Gert hafði verið ráð
fyrir að heildarútflutningurinn allt
árið yrði yfir 20 þúsund tonn.
„Eg held að það sé ekki ástæða til
að ætla annað en heildarsalan á
þessu ári verði eftir sem áður vel yf-
ir 20 þúsund tonnum,“ segir Gylfi
Pór Magnússon, framkvæmdastjóri
erlendra verkefna hjá SH.
Gylfi segir of snemmt að segja
hvaða áhrif, ef þá nokkur, gengis-
lækkunin muni hafa á verðhug-
myndir kaupenda fisksins í Rúss-
landi. „Innfluttur fiskur er að
ákveðnu marki í samkeppni við fisk
sem Rússar veiða sjálfir og taka
þarf tillit til þess í verði eftir geng-
islækkun, en það er ekki hægt að
skera úr um þau mál á þessu stigi.“
Fiskafurðir hf. kaupa fisk af rúss-
neskum togurum og taka þátt í
rekstri útgerðarfyrirtækis í Rúss-
landi. Jón Sigurðarson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins, gerir
ekki ráð fyrir að gengisfelling muni
hafa mikil áhrif á þá starfsemi, en
líklega muni hún heldur styrlq'ast.
„Við höfum líka verið í innflutn-
ingi til Rússlands, en það er langt
frá því að vera meginstarfsemi okk-
ar. Innflutningurinn verður erfiðari,
en það er of snemmt að segja hver
áhrifin verða. Þó má almennt segja
að útflutningur íslendinga til Rúss-
lands er á frekar ódýrri neysluvöru
almennings, síld og loðnu til dæmis,
og það er slík nauðsynjavara að ég
get ómögulega ímyndað mér að hún
verði ekki flutt inn áfram. Þetta er
alvarlegast fyrir þá sem flytja inn
dýrari vöru.“
■^Skemmti- og afþrey-
ingarskáli fyrir börn
*
Okeypis
fyrir full-
orðna í
fylgd barna
“f.EIK.SKÁLI fyrir börn og full-
orðna, Barnaríki, verður opnaður í
Framtíðarhúsinu í Faxafeni 10 um
miðjan september næstkomandi í
830 fermetra húsnæði.
Jón Pálsson, framkvæmdastjóri
Leiklands efh., sem rekur Barna-
ríki, segir að fyrirbæri af sama tagi
hafi haldið innreið sína í Bandaríkj-
unum 1989 og notið mikilla vin-
sælda. Jón segir að Barnaríki verði
skemmti- og afþreyingarstaður fyr-
ir börn og foreldra þeirra.
í húsinu verður stór eining þar
sem verður boðið upp á leiki sem
byggjast á hreyfingu og ratþroska
barna. Engin rafknúin leiktæki
verða í þessari einingu. Þarna verða
'iýíboði veitingar. „Ætlunin er að
börnin geti leikið sér þama og for-
eldrarnir slakað á eða tekið þátt í
Ieiknum,“ segir Jón.
Stór boltaleikvöllur
í Barnaríki verður hægt að halda
upp á barnaafmæli. Þar verður stór
boltaleikvöllur, stórar rennibrautir,
klifurgrindur og fleira. Á öðram
stað í húsinu verða spilakassar með
ýmsum boltaleikjum sem þarf að
greiða sérstaklega í.
Jón segir að Barnaríki sé hugsað
fyrir aldurshópinn 0-12 ára og verði
opið á hverjum degi í samræmi við
lögbundinn útivistartíma barna. Að-
gangseyrir verður 500 kr. fyrir börn
'eVi ókeypis fyrir fullorðna í fylgd
barna.
Milljóna-
tjón í rall-
keppni
FÉLAGARNIR Páll Halldór Hall-
dórsson og Jóhannes Jóhannes-
son urðu fyrir verulegu áfalli í
rallkeppni á laugardaginn, sem
gæti kostað þá 2,5 milljónir
króna. Vél bilaði í sérútbúnum
keppnisbíl þeirra, sem keyptur
var til landsins í fyrra. Stóð
stimpill útúr blokkinni.
Þeir voru í forystu í Islands-
mótinu fyrir keppnina. Leifar
vélarinnar voru sendar með flugi
til Englands, en þar var hún upp-
haflega sett saman. Páll og Hall-
dór pöntuðu nýja vél, enda er
stutt í alþjóðarallið, en grafist
verður fyrir um orsakir þessarar
alvarlegu bilunar. Miðað við fyrri
reynslu í heimi akstursíþrótta er
líklegt að ökumennirnir verði að
bera tjón sitt sjálfir.
■ Afföll léttu/BlO
Loðnunót
hafnaði í
húsagarði
Morgunblaðið/Líney
GÁMUR með nót valt inn í garð á Þórshöfn í gær og er sögð mildi
að enginn varð fyrir honum. Á innfelldu myndinni sést undir gám-
inn og pallinn, sem bar hann.
Þórshöfn. Morgunblaðið.
ÞAÐ óhapp varð þegar vörubif-
reið var að flytja nót af Júpíter
frá skipinu og að Netagerðinni
Ingólfi á Þórshöfn í gær að
fjaðrabúnaður gaf sig í vagnin-
um sem nótin var á með þeim af-
leiðingum að vagninn valt og
slitnaði frá vörubifreiðinni en við
það brotnuðu festingar. Mikið
lán var að enginn gangandi var
þarna á ferð því að gámurinn
sem geymdi nótina skall á gang-
stéttina. Nótin fór úr honum og
endaði inni í garði hafnarvarðar-
ins, Sigurðar Óskarssonar, sem
sagði þetta góðan feng.
Fyllsta öryggis var gætt þegar
farið var með nótina frá bryggju
og lögreglubíll með blikkljósin á
fór á undan bflnum. Óhappið átti
sér stað ofarlega á Langanesveg-
inum. Loka þurfti veginum um
stund meðan nótin, gámurinn og
vagninn voru fjarlægð.
Skömmu fyrir óhappið voru
börn á ferli á gangstéttinni, en
hún var auð þegar vagninn valt.
Að sögn bifreiðarstjórans, Þórð-
ar Þórðarsonar, urðu litlar sem
engar skemmdir á bfl og vagni
og þótt svo hefði verið væri það
aukaatriði; mest um vert var að
engin slys urðu á fólki, sagði
Þórður.
Varnarliðið
Bjóða út
heildsölu
matvæla
BOÐIN verður út nú í haust, í
fyrsta sinn á vegum varnarliðs-
ins, heildsala á matvælum sem
ætluð eru til sölu í verslunum á
Keflavíkurflugvelli. Aðeins er
um óverulegt magn að ræða af
heildameyslu varnarliðsmanna
en þeim fyrh-tækjum sem
áhuga hafa á þátttöku í útboði
er gert að gangast undh- úttekt
dýralæknaþjónustu bandaríska
hersins, eins og segir í auglýs-
ingu. Nú þegar uppfylla þrjú ís-
lensk fyrirtæki kröfur þeirra en
það eru Sláturfélag Suður-
lands, Stjörnuegg og Kjúk-
lingabúið, Reykjagarði. Útboð-
ið er liður í sparnaði á vegum
varnailiðsins sem hingað til
hefur keypt hluta af þessum
matvælum beint af íslenskum
framleiðendum.
Að sögn Ragnai-s Kristjáns-
sonar, hjá varnannálaskrifstofu
utanríkisráðuneytisins, sem sér
um framkvæmd útboðsins, er
um að ræða 15 tonn af kjúkling-
um, 4,5 tonn af nautakjöti og 50
tonn af eggjum. Gerir hann ráð
fyrir að forvali þátttakenda
verði lokið í byrjun september
og að útboð fari fram í byrjun
október.