Morgunblaðið - 19.08.1998, Page 3

Morgunblaðið - 19.08.1998, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1998 3 Vaxtarrækt Við vorum tveir mjög jafnir á þessu vaxtarræktarmóti. Ég vann hann á brosinu. íslenska grcenmetisbrosið íslensk garðyrkjurækt er í örum vexti og eru ársverk í greininni og við þjónustu henni tengdri um 1500. Með hliðsjón af umsvifum „græna geirans" er óhætt að skipa honum í flokk með annarri stóriðju þjóðarinnar. Á undanförnum árum hafa orðið miklar framfarir í garðyrkjunni og ber vetrarræktun í Ijósi raforkunnar þar hæst. Fyrir vikið eru nú ýmsar tegundir grænmetis fáanlegar allt árið. En það hefur ekki aðeins kviknað á perunni hjá íslenskum garðyrkjubændum í eiginlegum skilnirigi því ýmsar tilraunir hafa verið gerðar með ræktun forvitnilegra tegunda í gróðurhúsum. Þekktasta afsprengi þessara heilabrota eru íslensk jarðaber en ýmislegt fleira er í farvatninu ef réttar aðstæður skapast. Vöxtur íslenskrar garðyrkjuræktar tengist vaxtarrækt líka í öðrum skilningi því þeir sem stunda þá erfiðu íþrótt vita hve mikilvægu hlutverki grænmeti gegnir í mataræði þeirra sem vilja ná árangri. Sneisafullt af vítamínum, steinefnum og trefjum hefur íslenskt grænmeti, þessi hreina ómengaða náttúruafurð, algjöra sérstöðu. ISLENSK GARÐYRKJA & £aLtw |xe/i/ Etáct/

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.