Morgunblaðið - 19.08.1998, Page 10

Morgunblaðið - 19.08.1998, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Afmælisráðstefna Tilraunastöðvarinnar á Keldum Nóbelsverðlaunahafinn í lækn- isfræði meðal fyrirlesara , Morgunblaðið/Árni Sæberg FIMMTIU ár eru Iiðin síðan Tilraunastöð Háskólans í meinafræðuni tók til starfa og af því tilefni verður haldin fjölmenn ráðstefna þar sem Nóbelsverðlaunahafinn í læknisfræði 1997, Stanley B. Prusiner, verður meðal fyrirlesara. Á myndinni eru frá vinstri Guðmundur Pétursson prófessor, Guðmundur Georgsson for- stöðumaður Tilraunastöðvarinnar og Sigurbjörg Þorsteinsdóttir ónæmisfræðingur og ritari ráðstefnunnar. DAGANA 20.-22. ágúst fer fram al- þjóðleg ráðstefna Tilraunastöðvar Háskóla íslands í meinafræði. Til- efnið er hálfrar aldar afmæli starf- seminnar á Keldum og fer ráðstefn- an fram í sölum Háskólabíós. Dag- skráin hefst á morgun, fímmtudag, kl. 13.30, en á föstudag kl. 8.30 mun Björn Bjamason menntamálaráð- herra setja ráðstefnuna formlega. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Symposium On Prion And Lenti- viral Diseases" og munu fyrirlesar- ar ýmist kynna nýjustu rannsóknar- niðurstöður sínar á sviði Lentivírus- sjúkdóma og Príonsjúkdóma eða halda yfirlitsfyrirlestra. Á meðal Lentivírussjúkdóma er alnæmi, en til Príonsjúkdóma teljast m.a. riða í sauðfé og Creutzfeldt-Jakob-veikin. Þátttakendur á ráðstefnunni eru 280 talsins frá 30 þjóðlöndum og þeirra á meðal eru margir vísinda- menn, sem staðið hafa framarlega í rannsóknum á ýmsum þáttum Prí- on- eða Lentivírussjúkdóma. Meðal þeirra sjö gestafyrirlesara sem taka þátt í ráðstefnunni er Nóbelsverð- Iaunahafi ársins 1997 í læknisfræði, Stanley B. Prusiner, prófessor við Kaliforníuháskóla. Hann hlaut verð- launin fyrir rannsóknir sínar á smitefni riðu og skyldra sjúkdóma, sem hann gaf nafnið Príon. Mun hann fjalla um þennan sjúkdóma- flokk og aðra hrömunarsjúkdóma í heila, sem hann telur kunna vera af sama toga og t.d. Alzheimersjúk- dómurinn. Niðurstöður 18 íslenskra rannsókna kynntar Guðmundur Geoi-gsson, forstöðu- maður Tilraunastöðvarinnar á Keldum, sagði á blaðamannafundi í gær, að valið á viðfangsefni ráð- stefnunnar hefði verið auðvelt og að rekja mætti ástæðu íyrir valinu til þess að rannsóknir á visnu og riðu hefðu verið viðfangsefni Tilrauna- stöðvarinnar frá upphafi. „Það voru rannsóknir Tilraunastöðvarinnar á visnu og riðu sem komu henni inn á kort alþjóðlegra vísinda og því var valið auðvelt," sagði Guðmundur. „Við fengum mun meiri þátttöku en við áttum von á og á ráðstefn- unni verða rædd mikilvæg málefni sem eru mikið í umræðunni." Á þessu ári er engin sambærileg ráð- stefna í heiminum og sagði Guð- mundur það vera hluta skýringar- innar á hinni miklu þátttöku. Hlutur fslenskra vísindamanna er nokkur á ráðstefnunni og sagðist Guðmundur vera ánægður með framlag heimamanna, en alls verða kynntar niðurstöður úr íslenskum rannsóknum í 18 fyrirlestrum eða á veggspjöldum. Ýmislegt fleira stendur til á af- mælisárinu og má nefna, að gerð hefur verið heimasíða Tilrauna- stöðvarinnar á Keldum, gefinn verður út kynningarbæklingur um stofnunina og haft verður opið hús hinn 4. október næstkomandi þar sem starfsmenn munu kynna al- menningi deildir sínar. Ennfremur hyggjast starfsmenn Tilraunastöðv- arinnar bjóða námsfólki sem tengist starfseminni í gegnum t.d. líffræði og bændanám. Áfengis- og vímu- efnameðferð Ráðstefna um ný viðhorf ERLENDIR og innlendir sér- fræðingar halda erindi á ráð- stefnu Geðlæknafélags íslands og geðdeildar Landspítalans um nýja strauma í viðhorfum til áfengis, vímuefna og meðferðar sem verður haldin í Háskóla ís- lands á morgun. Ráðstefnan er fyrst og fremst hugsuð fyrir fagfólk en er opin öllum sem hafa áhuga en greiða þarf þátt- tökugjald. Meðal fyi-irlesara er dr. Eric Single en hann er m.a. prófess- or við háskólann í Toronto. Hann hefur einkum unnið að rannsóknum á forvörnum sem miðast að því að minnka skað- semi vímuefnaneyslu. Aðrir er- lendir fyrirlesarar eru dr. Dou- glas Cameron kennari við há- skólann í Leicester, dr. Moira Plant hjúkrunarfræðingur og dr. Martin Plant, forstöðumað- ur við Centre City-sjúkrahúsið í Edinborg. Þau eru öll með ára- langa reynslu af störfum með áfengis- og vímuefnasjúklingum og hafa unnið að rannsóknum og gefið út efni á þessu sviði. Innlendir fyinrlesarar eru þeir Kristinn Tómasson, geð- læknir á geðdeild Landspítal- ans, og Oddur Bjarnason sem nú starfar við Sanviken-sjúkra- húsið í Bergen. Kristinn hefur unnið að rannsóknum á áhrifum fjölkvilla á árangur í áfengis- meðferð. Oddur hefur áralanga starfsreynslu sem geðlæknir og starfaði lengst af á geðdeild Landspítalans en vinnur nú á Sanviken-sjúkrahúsinu í Bergen. Erindi þeirra fjalla um áfengis- og vímuefnameðferð íyrir fjölkvilla sjúklinga eða sjúklinga með aðra alvarlega geðsjúkdóma. Almenn viðmið sett fram í skýrslu nefndar um forgangsröðun í heilbrigðismálum Grunnur lagður að víð- tækri fagleg'ri umræðu FJÖLDI sjúklinga er á biðlistum eftir þjónustu í heilbrigðiskerfinu. í niðurstöðum nefndar um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu er lagt til að settar verði reglur um hámarksbið á biðlistum og að þeir sem eru á biðlistum séu flokkaðir í a.m.k. þijá flokka eftir því hve brýn þörf þeirra er og listarnir séu yfirfarnir með reglulegu millibili. Fjöldi sjúklinga á biðlistum 1991-97 • ] skv. skrám Landlæknis 3.062 pHjartaaðgerðir Hjartaþræðing Þvagfæra- skurðaðgerðir Háls-, nef- og eyrna- aðgerðir Bæklunar- aðgerðir 1991 1992 1993 1994 1995 l’96 II ’96 I'97 II'97 NIÐURSTOÐUR nefndar um for- gangsröðun í heilbrigðiskerfinu, sem gefnar voru út í síðustu viku hafa ekki verið kynntar formlega innan heilbrigðisstétta eða stofn- ana en fyrstu viðbrögð forsvars- manna Læknafélags íslands og Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga eru jákvæð þó gagnrýna megi ein- staka þætti í tillögunum að þeirra mati. í fréttatilkynningu frá heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneyti segir að í nefndarstarfinu hafi náðst víð- tæk samstaða um meginhugmyndir og stefnumótun í heilbrigðiskerfinu. í nefndinni sem fjallaði um for- gangsröðun sátu auk fulltrúa allra stjórnmálaflokka fulltrúar heil- brigðisstétta og sjúkrastofnana, fulltrúi Neytendasamtakanna og fulltrúi Siðfræðistofnunar Háskól- ans. Tillögur nefndarinnar voru auk þess sendar stjómendum heilbrigð- isstofnana, fagstéttum og hags- munahópum áður en þær voru gefn- ar út. Umræðu um heil- brigðismál fagnað „Við fögnum almennt umræðu um þessi mál og þar af leiðandi þessari skýrslu. Læknar eiga hins vegar í grundvallaratriðum erfitt með að sætta sig við að takmarka þurfi fjármagn til heilbrigðiskerfis- ins því samkvæmt okkar siðalög- málum þá ber okkur að sinna öllum þeim sem til okkar leita og þurfa á aðstoð að halda. En ef takmarka þarf fjármagn til heilbrigðismála þá er nauðsynlegt að gera sér grein íyrir því hvernig eigi að forgangs- raða,“ segir Guðmundur Bjömsson, formaður Læknafélags íslands. Hann segir læknafélagið hafa unnið skýi-slu fyrir ári þar sem ákveðnari og skýrari hugmyndir um forgangsröðun komi fram, hann segist sakna þess að sjá ekki vitnað til hennar efnislega með skýrari hætti eða að skýrari afstaða sé tek- in til þeirra tillagna sem þar komi fram, í henni sé að finna ábendingar til stjórnvalda og læknasamtak- anna.“ Hann segir tillögur heil- brigðisráðuneytisins alls ekki í mót- sögn við þeirra tillögur en þær séu mun almennari. Guðmundur segir mikla vinnu eftir til að hægt verði að nota hug- myndir nefndarinnar í starfi þar sem margt sé óskilgreint og mjög almennt orðað. „Þetta plagg verður viðmiðunarplagg og umræður um forgangsröðun munu halda áfram og taka mið af því ástandi sem er í þjóðfélaginu hverju sinni og þetta er ágætis innlegg í þá umræðu." Gagngerar breytingar þarf á biðlistum Guðmundur telur að ekki sé nógu langt gengið í breytingum á biðlist- um, þeim eigi að breyta í grundvall- aratriðum. „Biðlistar eru úrelt stjórntæki, gerðir til að dylja upp- safnaðan vanda. Þá á eingöngu að nota til að stýra flæði inn í heil- brigðisþjónustuna til að skipuleggja starfið þannig að starfsfólk, hús- næði og tækjakostur nýtist sem best en það á ekki að setja fólk á biðlista til að skrá uppsafnaðan vanda, á þetta var bent í umsögn læknafélagsins um skýrsluna." Hann segir rétt að minna á að með aukinni skilvirkni og skipu- lagningu megi ekki setja skorður við frelsi lækna til að ávísa lyfjum eða ávísa meðferð sem þeir telji best íýrir sinn skjólstæðing. Hann segir læknasamtökin vinna að gerð svokallaðra klínískra leiðbeininga sem tryggja eigi að besta og hag- kvæmasta lausnin á hverjum tíma sé fundin. Gagnrýni á tillögnr um for- gangsröðun „Skýrslan er mjög vel unnin og yfirgripsmikil, hún er bæði unnin út frá siðfræðilegum þáttum og þeim áherslum sem eru lagðar til grund- vallar í heilbrigðisþjónustu. Margar af tillögunum eru raunhæfar til að auka gæði heilbrigðisþjónustunnar og gera hana skilvirkari. Þessar til- lögur veita skjólstæðingum heil- brigðisþjónustunnar upplýsingar um það hvers þeir geta vænst og veita þar af leiðandi ákveðið öryggi. Lagðar eru grunnlínur í skipulagi heilbrigðisþjónustunar og þær eru í samræmi við áherslur sem lagðar hafa verið innan félags hjúkrunar- fræðinga og við vísum til í umsögn okkar um skýrsluna," segir Ásta Möller formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Ásta segir félag hjúkrunarfræð- inga hafa gagnrýnt flokkun í for- gangsröðun í umsögn sinni, tekið hafi verið tillit til þeirrar gagnrýni að hluta en ekki öllu leyti. „Okkur finnst verið að rugla saman for- gangsröðun sem heilbrigðisstéttirn- ar standa frammi fyrir í starfi sínu daglega og svo forgangsröðun í heildarskipulagi heilbrigðisþjónust- unnar. Við forgangsröðun í heildar- skipulagi leggjum við að jöfnu þá hópa sem eru í bráðri hættu og þá sem þurfa langtíma umönnun, það er fólk sem kemst ekki af án viðeig- andi sólarhrings heilbrigðisþjón- ustu. í daglegu starfi ganga hins vegar þeir sem eru í bráðri lífs- hættu fyrir. í tillögum nefndarinnar er meðferð vegna alvarlegra lang- vinnra sjúkdóma og líknandi með- ferð raðað í hóp tvö í forgangsröðun og það á ekki við að okkar mati í til- lögum um heildarskipulag,“ segir Ásta. Yfirgripsmikið verk Ásta segir margt í tillögunum fagnaðarefni, þar á meðal séu regl- ur um hámarksbiðtíma og að þeir sem eru á biðlistum séu flokkaðir eftir þörf og listarnir séu yfirfarnir með reglulegu millibili, mismunandi eftir tegund biðlista. „Það er margt verulega gott í tillögunum sem veit- ir aðhald og tryggir ákveðinn rétt skjólstæðinga og grunnáherslur í skipulagi eru viðeigandi. Verkefnið er yfirgripsmikið og hópurinn hefur skilað því vel,“ segir Ásta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.