Morgunblaðið - 19.08.1998, Side 14

Morgunblaðið - 19.08.1998, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 VIÐSKIPTI MORGUNB LAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðjð/Aðalheiður Högnadóttir ELDRI kynslóðin steig dans í risatjaldi með hljómsveitinni Farmalls. Þriggj a daga há- tíðahöld á Hellu Hellu - Töðugjöld í Rangárþingi hafa fest sig rækilega í sessi sem eftirsótt skemmtun fyrir alla ald- urshópa, en hátiðin var haldin í fimmta sinn um siðustu helgi. Sífellt fleiri gestir sækja Hellu heim þessa daga, hálfum mánuði eftir verslunarmannahelgi. Mörg atriði Töðugjaldanna eru orðin hefðbundin eins og fallhlífarstökk, bfla- og búvéla- sýning, leiktæki, markaðstorg, kraftakeppni, veiði í silunga- (jörn, grillveisla og margt fleira. Meðal nýjunga að þessu sinni voru kajakasiglingar á Ytri- Rangá, útsýnisflug með þyrlu og Njálubardagi. Dagskráin hófst á föstudag með Ijölbreyttum atriðum og dansleikjum um kvöldið og var síðan fram haldið á eftir hádegi á laugardag. Veður hélst gott og margir dvöldu daglangt við margs konar skemmtiatriði, en áberandi var hversu margir brottfluttir Rangæingar komu á Töðugjöldin til að sýna sig og sjá aðra. Á laugardagskvöldið söfnuðust gestir saman í blíðunni í brekk- una við kappreiðavöllinn á Gadd- staðaflötum til að taka þátt í fjöl- breyttri kvöldvöku. Þar skemmtu þeir Karl Ágúst Ulfsson og Orn Árnason, sem reyndar var kynnir hátíðarinnar, línudansarar sýndu dans ásamt ungmennum sem sýndu suður-ameríska dansa. Mikil stemmning var í brekkunni þegar Árni Johnsen mætti með gítarinn og stjórnaði fjöldasöng, en að sögn Óla Más Aronssonar, framkvæmdasljóra Töðugjald- anna, er talið að a.m.k. tvö þús- und manns hafi tekið lagið sam- an. Kvöldvökunni lauk með varð- eldi og flugeldasýningu Flug- björgunarsveitarinnar á Hellu. Að henni lokinni steig yngri kyn- slóðin dans í risatjaldi með hljóm- sveitinni Á móti sól en þeir eldri dönsuðu langt fram á nótt með hljómsveitinni Farmalls. Á sunnudag hófst dagskrá með helgistund sr. Auðar Eir en að henni lokinni voru viðurkenn- ingar Töðugjaldanna og Sunn- lenska fréttablaðsins afhentar. Það var hraunlistamaðurinn Snorri Guðmundsson sem gerði verðlaunagripina úr Heklu- hrauni og nefnir „Listaverk nátt- úrunnar“. FRÁ kraftakeppninni sem haldin var á Töðugjöldunum á Hellu. Viðunandi afkoma Járnblendifélagsips Ahrif orkuskerð- ingarinnar óljós jslenska jámblendifélagið hf. ur arsmuiareiKnmgi JAN.-JÚNÍ JAN.-JÚNÍ Hekstrarreikningur MUijónir króna 1998 1997 Breyting Rekstrartekjur 1.890,4 2.035,2 -7,1% Rekstrarqjöld 1.643,5 1.809,4 -9,2% Rekstrarhagnaður 246,9 225,9 +9,3% Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (12,8) 45,2 - Hagnaður af reglul. starfs. f. skatta 234,1 271,1 -13,6% Eignaskattur (17,4) 0 - Hagnaður af reglulegrl starfsemi 216,7 271,1 -20,1% Óreglulegar tekjur og (gjöld) 207,2 (10,6) - Hagnaður tímabilsins 423.9 260.4 +62,8% Efnahagsreikningur Miiijónir króna 30/6 '98 31/12 '97 Breyting 1 Eignir: \ Fastafjármunir 2.353,3 2.245,2 +9,9% Veltufjármunir 1.977,9 1.756,3 -2,6% Eignir samtals 4.331,2 4.001,5 +4,2% | Skuidir og eigið fé:\ Eigið fé 4.012,4 3.588,5 +11,8% Langtímaskuldir 120,0 160,9 -25,4% Skammtímaskuldir 379,4 581,8 -34,8% Skuldir og eigið fé samtals 4.511.9 4.331.2 +4.2% Kennitölur og sjóðstreymi 1998 1997 Breyting Eiginfjárhlutfall 88,9% 82,8% Veltufjárhlutfall 5,1 3,4 VeltUfé frá rekstri Milljónir króna 559,2 377,4 +48,2% Athugasemd SÖLUTEKJUR íslenska járn- blendifélagsins hf. á fyrri helmingi ársins námu 2.056 milljónum króna en voru 2.197 milljónir á sama tíma í fyrra. Hagnaður fyrir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins er 441 m.kr. en 424 milljónir að frádregn- um eignarskatti. Heildareignir fé- lagsins námu 4.512 milljónum króna í lok júní og höfðu aukist úr 4.331 milljón frá áramótum. Eiginfjárhlut- fall hefur hækkað úr 82,8% í lok síð- astliðins árs í 88,9% í lok júní. Fé- lagið fær endurgreiðslu frá Lands- virkjun vegna lokauppgjörs á raf- orku á árunum 1993 til 1997 að upp- hæð 207 milljónir króna. Að endur- greiðslunni frátalinni nemur hagn- aður félagsins 217 milljónum króna á fyrri helmingi ársins en var 260 milljónir króna á sama tímabili í fyrra, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá félaginu. Bjarni Bjarnason, framkvæmda- stjóri Járnblendifélagsins, segir af- komuna í milliuppgjörinu viðunandi en bendir á að verð á kísiljárni sé á niðurleið auk þess sem Landsvirkj- un hafi boðað skerðingu á af- gangsorku til félagsins á komandi vetri vegna væntanlegs vatnsskorts: „Það er ljóst að þessir þættir munu valda tekjulækkun á árinu en hversu mikil hún verður fer einfaldlega eft- ir tíðarfari í haust.“ Bjarni segir ýmsa frekari hag- ræðingarmöguleika vera til skoðun- ar og bendir m.a. á að áhersla verði lögð á að nýta rekstrarstöðvun ofn- anna sem allra best til viðhalds og endurnýjunar á búnaði þeim tengd- um, þannig að þeir verði sem best búnir undir samfelldan rekstur á næsta ári. Bjarni telur ólíklegt að bygging þriðja bræðsluofnsins, sem hófst í apríl sL, verði fyrir áhrifum af væntanlegum sviptingum í haust og gerir ráð fýrir að ofninn verði til- búinn samkvæmt áætlun hinn 1. október á næsta ári en forsvars- menn fyrirtækisins undirrituðu á mánudag 50 milljóna dala lánasamn- ing (3,5 milljarða íslenskra króna) sem Norræni fjárfestingarbankinn og 4 evrópskir bankar fjármagna. Þorsteinn Víglundsson hjá Kaup- þingi segir afkomuna nokkuð í takt við þær væntingar sem menn höfðu en bendir á að talsverð óvissa ríki um síðari hluta ársins: „Landsvirkj- un hefur tilkynnt orkuskerðingu til Járnblendifélagsins síðar á árinu. Það liggur hins vegar ekki fyrir hvenær til þeirrar skerðingar kem- ur, né hve lengi hún varir og því ófyrirséð hvaða áhrif hún mun hafa á rekstur fýrirtækisins," segir Þor- steinn. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Lands- virkjun: „I tilefni af fréttatilkynningu Is- lenska járnblendifélagsins hf. um 207 m.kr. endurgreiðslu Lands- virkjunar við lokauppgjör á raf- orkukaupum áranna 1993-1997 vill Landsvirkjun taka fram eftirfar- andi: Samkvæmt þriðja viðauka við rafmagnssamning Landsvirkjunar og íslenska járnblendifélagsins sem gilti frá 1. janúar 1993 til 31. desem- ber 1997 var rafmagnsverð til Is- lenska járnblendifélagsins tengt á ákveðinn hátt við verð á kísiljárni. Ástæðan fyrir þessum viðauka vom alvarlegir rekstrarörðugleikar ís- lenska járnblendifélagsins í kjölfar verðfalls á kísiljámi. Viðaukinn fól það í sér að íslenska járnblendifé- lagið fékk verulegan afslátt af samningsverði raforku á meðan verðið á kísiljárni var undir ákveðnu lágmarki á fyrri hluta samningstímans. Vegna verðhækk- unar á kísiljárni á seinni hluta samningstímans greiddi Islenska járnblendifélagið hins vegar fullt samningsverð fyrir tímabilið í heild. Landsvirkjun færði árlega í sínu bókhaldi þær tekjur sem rafmagns- samningur íslenska járnblendifé- lagsins og Landsvirkjunar fól í sér, en afsláttur á fyrri hluta samnings- tímans og greiðslur Islenska járn- blendifélagsins umfram samnings- verð á seinni hlutanum voru færðar sem skuld og inneign sem jafnaðist út að öðm leyti en því að eftir stóð vegna ársins 1997 inneign íslenska járnblendifélagsins að fjárhæð rúm- lega 22 m. ísl. kr. Landsvirkjun end- urgreiddi þá fjárhæð í júlí síðast- liðnum. Það er því rangt að íslenska járnblendifélagið fái endurgreiðslu frá Lanflsvirkjun að fjárhæð 207 milljónir króna vegna lokauppgjörs á raforkuviðskiptum 1993-1997 eins og gefið er í skyn í fréttatilkynningu félagsins.“ Hagnaður Kaupþings og dótturfélaga 143 milljónir HAGNAÐUR Kaupþings hf. og dótturfélaga, eftir tekju- og eigna- skatta, nam rúmum 143 mkr. fyrstu sex mánuði ársins miðað við rúmar 122 mkr. á sama tímabili í fyrra. Hagnaður fyrir skatta var 217 mkr. fyrir skatta á tímabilinu en var rúmar 196 mkr. á sama tímabili síðasta árs. Á tímabilinu stækkaði efnahags- reikningur fyrirtækisins um 72% og 30. júní sl. var hann að upphæð 14 milljarðar króna. Eigið fé Kaupþings var þá 1.234 mkr., að meðtöldu víkjandi láni, en var í lok síðasta árs 979 mkr. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 42,3%. Eiginfjárhlutfall Kaupþings hf. og dótturfýrirtækja, CÁD hlutfall, er 13,6% í júnílok. Heildareignir jukust úr 8 milljörðum króna 30. júní 1997 í 14 milljarða króna 30. júní sl. Hreinar rekstrartekjur námu 619 mkr. fyrstu sex mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra voru þær 452 mkr. Rekstrargjöld námu 402 mkr. á sama tímabili þessa árs en voru 256 mkr. fyrstu sex mánuði ársins 1997. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Kaupþingi hf. gekk reksturinn vel íýrstu sex mánuði ársins og er heildarniðurstaðan talsvert betri en rekstrarárangur á sama tíma- bili í fyrra en útkoman þá þótti af- ar góð, segir í fréttatilkynning- unni. „Fyrirtækið var áberandi í viðskiptalifmu og hélt áfram öfl- ugu vöruþróunarstarfi. Horfur á síðari hluta ársins eru taldar góð- ar.“ Á tímabilinu stofnaði félagið dótturfyrirtæki í Lúxemborg, Kaupthing Luxemborg SA, og lof- ar rekstur þess góðu, samkvæmt fréttatilkynningunni. Alþjóða hlutabréfasjóður Kaupþings í Lúx- emborg, sem er einn fjögurra svo- kallaðra Lúxemborgarsjóða, var í byrjun júlí í 18. sæti af 343 hluta- bréfasjóðum á lista Standard & Poors Micropal þegar litið er á 23% hækkun síðustu sex mánaða. Starfsmönnum fyrirtækisins fjölgaði um 21 á fýrri hluta ársins og voru þeir 93 í júnílok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.