Morgunblaðið - 19.08.1998, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Jim Smart
LISTAMENNIRNIR sem hlutu starfslaun og styrki frá Reykjavíkur-
borg f gær. Á myndina vantar Camillu Söderberg og blásarana Einar
Jóhannesson, Daða Kolbeinsson og Jósef Ognibene.
Starfslaun Reykjavíkur til listamanna
Birgir og Blásara-
kvintettinn fengu
mest í sinn hlut
Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri
Slavneskir dansar
í íslensku eldhrauni
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
AÐSTANDENDUR Klausturtónleika: Selma Guðmundsdóttir, píanóleik-
ari, Edda Erlendsdóttir, píanóleikari og Iistrænn stjórnandi, Ólöf Kolbrún
Harðardóttir, sópran, Helga Þórarinsdóttir, víóla, Sigurlaug Eðvaldsdótt-
ir, fíðla, Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla, og Richard Talkowsky, selló.
TÍU listamenn hlutu í gær starfslaun
Reykjavíkurborgar árið 1998, auk
þess sem styrkur var veittur til rekst>
urs tónlistarhóps. Úthlutaði Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri
laununum á Kjarvalsstöðum á afmæl-
isdegi Reykjavíkur og kvaðst þess
fullviss að úthlutunin ætti eftir að
verða til þess að efla enn frekar öflugt
menningarlíf höfuðborgarinnar. Til-
gangur starfslaunanna er að skapa
listamönnum skilyrði til að helga sig
list sinni í lengri eða skemmri tíma.
Umsækjendur um starfslaun voru
84 en að þessu sinni voru til úthlut-
unar alls 55 mánuðir. Menningar-
málanefnd Reykjavíkurborgar fer
yfir umsóknir og velur þá listamenn
sem úthlutun hljóta og leggur þá
niðurstöðu fyrir borgarráð. Styrkur
til tónlistarhóps nemur árslaunum
tveggja listamanna sem þiggja
starfslaun hjá Reykjavíkurborg.
Menningarmálanefnd tekur afstöðu
til styrkveitingarinnar að fenginni
tillögu frá sérstakri dómnefnd sem
skipuð er til eins árs í senn. Heildar-
upphæðin sem nú kom til úthlutunar
nam 5.447.000 krónum.
Listamennirnir sem hljóta starfs-
laun borgarinnar 1998 eru myndlist-
armennimir Birgir Andrésson í 12
mánuði, Guðrún Kristjánsdóttir í 9
mánuði, Sigurður Örlygsson, Borg-
hildur Óskarsdóttir, Helgi Hjaltalín
Eyjólfsson og Daði Guðbjömsson, öll
í 3 mánuði; tónlistarmennirnir Ca-
milla Söderberg flautuleikari í 9
mánuði, Sveinn Lúðvík Björnsson
tónskáld í 6 mánuði og Sigurður
Flosason saxófónleikari í 3 mánuði
og Auður Bjarnadóttir danshöfund-
ur og leikstjóri í 4 mánuði.
Styrk til reksturs tónlistarhóps
hlaut Blásarakvintett Reykjavíkur
sem skipaður er Bemharði Wilkin-
son flautuleikara, Hafsteini Guð-
mundssyni fagottleikara, Daða Kol-
beinssyni óbóleikara, Jósef Ogni-
bene hornleikara og Einari Jóhann-
essyni klarínettuleikara.
Hefur mikla þýðingu
Birgir Andrésson myndlistarmað-
ur, sem fékk starfslaun í eitt ár, seg-
ir launin hafa mikla þýðingu fyrir
sig. Grunnurinn að umsókn hans er
verkefni sem hann kallar íslensk hús
með erlend borga- og landaheiti og
kveðst listamaðurinn nú öðlast aukið
svigrúm til að sinna því og útfæra. I
verkefninu fjallar Birgir bæði um
hús sem enn standa og hús sem horf-
in era af sjónarsviðinu.
Bemharður Wilkinson flautuleik-
ari í Blásarakvintett Reykjavíkur
segir styrkveitinguna hafa komið
skemmtilega á óvart en þá félaga
hafi dreymt um þetta lengi. Er þetta
stærsti styrkur sem kvintettinn hef-
ur hlotið á sautján ára ferli sínum.
Segir Bemharður styrkinn gera að
verkum að fimmmenningarnir geti
einbeitt sér betur að Blásara-
kvintettinum á komandi mánuðum en
þeir era allir félagar í Sinfóníuhljóm-
sveit íslands. „Þetta er afar kærkom-
ið og við munum meðal annars nota
styrkinn til að hljóðrita geislaplötu
sem útgáfufyrirtækið Chandos í
Bretlandi hefur áhuga á að gefa út.
Þá langar okkur að flytja verðlauna-
kvintettinn hans Páls Pampichlers
Pálssonar, Expromtu, auk þess sem
við fengum nýlega í hendur nýtt verk
eftir Jón Ásgeirsson.“
ÁRLEGIR kammertónleikar á
Kirkjubæjarklaustri verða haldnir
nú um helgina, 21.-23. ágúst, í átt-
unda skipti. Dagskráin hefst á tón-
leikum á föstudagskvöld kl. 21, er
fram haldið með tónleikum kl. 21 á
laugardagskvöld, og lýkur með tón-
leikum kl. 17 á sunnudag.
Listrænn stjórnandi tónleikanna,
og upphafsmaður þeirra, Edda Er-
lendsdóttir, segir tónleikahaldið á
Kirkjubæjarklaustri miðað við að
fólk, sem dvelji á staðnum, geti not-
fært sér þá aðstöðu sem þar er að
finna: Gestum er bent á fjölmargar
náttúraperlur í nágrenninu, s.s.
Núpsstaðaskóga, Lakagíga, Land-
mannalaugar, Skaftafell, Jökulsár-
lón o.fl. Er þá ógetið ýmiss konar
tómstundaaðstöðu, s.s. golfvallar,
sundlaugar, hesta- og bátaleigu,
veiði, og gönguleiða. „Tónleikarnar
eru að sjálfsögðu aðalatriðið en
landslagið er mjög „innspírerandi";
Vatnajökull blasir þama við og gef-
ur okkur mikinn kraft.“
Einvalalið stendur að tónleikun-
um í þetta skipti, eins og jafnan áð-
ur. Auk Eddu sjálfrar er um lands-
þekkt tónlistarfólk að ræða: Ólöfu
Kolbrúnu Harðardóttur sópran-
söngkonu þekkja allir, Selma Guð-
mundsdóttir leikur á píanó en
strengjakvartettinn skipa Sigrún
Eðvaldsdóttir, fiðla, Sigurlaug Eð-
valdsdóttir, fiðla, Helga Þórarins-
dóttir, víóla, og Riehard Talkowsky,
selló.
Efnisskrá tónleikanna er blönd-
uð, þ.e. söngur og hljóðfæraleikur.
„Þrjú stærri kammerverk verða í
brennidepli en svo reynum við að
byggja í kringum þau efnisskrá sem
hefur einhverja heild,“ segir Edda.
Þessi þrjú verk eru: ,Ameríski
strengjakvartettinn" eftir Dvorák,
fluttur á föstudagskvöld, „Píanótríó
í B dúr“ eftir Schubert á laugar-
dagskvöld og „Píanókvintett“ eftir
César Franck á lokatónleikunum
sunnudagskvöld.
Sjaldgæfir ljóðasöngvar
Af öðru efni má nefna dúó fyrir
fiðlu og víólu eftir Mozart, 5 ljóð úr
Mörike-ljóðum eftir Hugo Wolf,
sónötu fyrir fiðlu og píanó eftir
Janacek (á föstudag); fengur er í 6
ljóðasöngvum eftir Rakhmanínov
en þeir era sjaldan fluttir, slavnesk-
um dönsum fyrir fiðlu og píanó eftir
Dvorák (laugardag); lokadaginn
gefst kostur á að hlýða á ljóða-
söngva eftir Pál Isólfsson og Karl
Ó. Runólfsson og sónötu fyrir selló
og píanó eftir Debussy (sunnudag).
Áðsóknin að kammertónleikum á
Kirkjubæjarklaustri hefur ætíð ver-
ið góð, að sögn Eddu. „Við höfum
yfirleitt verið með fullt á þremur
tónleikum. Við byggjum þetta enda
á því að aðkomufólk komi og dvelji í
þrjá daga og njóti tónleika og nátt-
úra. Það hefur sýnt sig á undafóm-
um áram að fólk á ferðalagi vill
gjarnan gera eitthvað meira en bara
að ferðast. Það vill fá eitthvað meira
út úr því, eitthvað menningarlegt.
Ég held að íslendingar séu rétt
að vakna til meðvitundar um að það
er hægt að bjóða útlendingum upp á
tónleika, myndlist og ýmislegt
fleira. Staðurinn hefur upp á yndis-
lega náttúru að bjóða og takmark
okkar er að vera með mjög metnað-
arfulla dagskrá, þannig að fólkið fái
nokkuð breiða tónlistarlega línu.
Tónleikamir hafa virkað alveg
skínandi vel frá byrjun og þess
vegna höldum við áfram. I upphafi
var þetta hálfgert ævintýr. Maður
startar einhverju og veit ekkert
hvernig undirtektir verða. Þetta fór
mjög vel af stað og það hefur alltaf
fylgt þessu tónleikahaldi mjög góð-
ur andi, í góðu umhverfi."
Heimavist í tvö ár
Væntanlegir áheyrendur á tón-
leikunum fá að njóta fiðluleiks
nýráðins konsertmeistara Sinfóníu-
hljómsveitar íslands, Sigránar Eð-
valdsdóttur, en hún leiðir strengja-
kvartettinn. Sigrán hefur búið er-
lendis um árabil en verður, vegna
nýja starfans, næstu tvö ár hér
heima. „Ég er búin að vera úti mjög
lengi. Fór út að læra 1984 og síðan
hef ég bara verið þar svona meira
eða minna. Fyrst í Ameríku, síðan
núna síðast í Englandi í þrjú ár. En
ég hef alltaf verið svo mikið hérna
heima, alveg þrisvar á ári. Þannig
að mér líður eins og ég hafi aldrei
farið, í raun og veru. En ég bara get
ekki útskýrt hvað það er æðisleg til-
finning að fá að vera hérna, alveg, í
tvö ár.“
Utgerðin í Englandi var strembin
og m.a. þess vegna fannst Sigránu
tímabært að venda sínu kvæði í
kross. „Ég tók þvi þessa örlagaríku,
eða yndislegu ákvörðun og hún kom
alveg frá jörðinni," segir Sigrán og
táknar jarðorkuna með því að draga
lófana upp með síðunum. „Og nú
mun ég vinna með fólkinu mínu, á
landinu mínu. Já. Og líst ofsalega
vel á það.“
Hljómleikaferð
með Björk
Sigrún hefur í sumar fylgt Björk
Guðmundsdóttur á hljómleikaferða-
lögum. „Við voram átta íslenskir
strengjaleikarar að ferðast út um
allt með henni. Fórum um alla Evr-
ópu, Norðurlöndin og Japan. Það
var ofsalega gaman fyrir mig að
sleppa mér í einhverju öðru, í alger-
lega annarri tónlist. Ég hafði í raun
og veru bara gott af því. Öllum tón-
listarmönnum er hollt að prófa eitt-
hvað framandi. Ég varð svo að
segja bless við hópinn út af tónleik-
unum á Kirkjubæjarklaustri en þau
era núna einmitt að fara til Suður-
Ameríku, í tvær vikur. En þetta var
orðið fínt,“ segir Sigrán og hlær
sínum tæra hvella hlátri.
m
Ram
#
m
m
Dodge Durango og Dodge Ram,
draumajepparnir frá jöfri eru
sennilega stærstu, öflugustu og
glaesilegustu jepparnir sem í
boði eru á markaðnum í dag.
Dodge Ram er stór 2-6 manna pallbíll með allt að
300 hestafla V-io vél og fjórhjóladrifi. Ram er óvið-
jafnarilegur bíll fyrir þá sem geta allt.
Dodge Durango er stórglæsilegur 7-8 manna
eðaljeppi. Ríkulega innréttaður fjallajeppi með
toppeinkunn fyrir framúrskarandi hönnun. Durango,
jeppi ársins 1997, ber vott um fágun og framsækni.
Ef þú stefnir hátt hefur löfur jeppann fyrir þig.
Eigum fyrirliggjandi örfáa Ram 2500 með z<,v turbo dísilvél, t, hurðum og stuttum palti
IÖFUR • NVBÝIAVEGI 2 • KÓPAVOCI ‘ S í MI