Morgunblaðið - 19.08.1998, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Fósturskóli í fimmtíu ár
BÆKUR
Afmælisrit
FÓSTURSKÓLI ÍSLANDS
eftir Valborgu Sigurðardóttúr. Gott
mál 1998. 240 blaðsíður.
VALBORG Sigurðardóttir fyrr-
verandi skólastjóri Fósturskóla ís-
lands hefur skráð 50 ára sögu skól-
ans, sem gefín var út á bók nýverið.
Fósturskóli íslands átti 50 ára
starfsafmæli árið 1996 en skólinn var
stofnaður árið 1946 og fyrst nefndur
Uppeldisskóli Sumargjafar. Stýrði
Valborg Sigurðardóttir skólanum frá
stofnun hans til ársin 1985 þegar
Gyða Jóhannsdóttir, nú skorarstjóri
í leikskóladeild, kom til skjalanna.
í bókinni er gerð grein fyrir sögu
Fósturskólans frá upphafi og þróun
starfseminnar og mótun í hálfa öld.
Leitast höfundur verksins líka við að
varpa Ijósi á þær grundvallarhug-
myndir og uppeldisviðhorf sem
menntun leikskólakennara hefur
byggst á í gegnum tíðina.
Heimildir höfundar eru fjölmargar,
bæði prentaðar og óprentaðar, ekki
síst þær sem hann hefur í fórum sín-
um sjálfur eftir tæp 40 ár við stjóm-
völinn. Er þá átt við skólaslitaræður,
sem jafnframt voru nokkurs konar
annálar í lok skólaárs, prófverkefni,
stundatöflur, fundargerðir skóla-
nefnda og Bamavinafélagsins
Sumargjafar, opinber bréf og skýrsl-
ur. Auk námsvísa, nefndarálita, frum-
varpa, laga og reglugerða og greina
og viðtala í blöðum um
hálfrar aldar skeið. Þá
veitti Fósturskólinn höf-
undi aðgang að skjölum
og skýrslum eftir því
sem óskað var eftir.
Barnavinafélagið
Sumargjöf hafði að
markmiði að vernda og
efla siðferðilega, and-
lega og líkamlega heil-
brigði barna og þegar
uppeldisskóli
Sumargjafar var stofn-
aður árið 1946 voru
nemendumir níu og
þrjú bamaheimili rekin í
Reykjavík á vegum fé-
lagsins. Valborg Sigurð-
ardóttir var lengi eini
starfsmaður skólans en rúmri hálfri
öld síðar hafa hátt á sautjánda hund-
rað nemenda útskrifast frá Fóstur-
skóla íslands og leikskólar í landinu
era orðnir á þriðja hundrað talsins.
Húsnæðisskortur og stöðugir
flutningar hafa sett svip sinn á skóla-
starfið því Fósturskóli íslands fékk
ekki fast aðsetur fyrr en eftir 30 ára
starf þegar hann flutti í Leiralæk.
Önnur tímamót í starfseminni urðu
þegar Fósturskólinn var gerður að
ríkisskóla árið 1973 og varð lögum
samkvæmt fyrir bæði kynin. Fyrstu
karlmennirnir voru brautskráðir frá
skólanum árið 1983 og vora orðnir 13
talsins árið 1996.
Þrátt fyrir ýmsar hrakningar í ár-
anna rás, breytingar á nafni skólans
og rekstrarformi hefur menntastofn-
unin sjálf verið rekin
sem ein samfelld heild
frá upphafi. Brautskráð-
ir nemendur báru starfs-
heitið fóstra í tæpa hálfa
öld en árið 1994 afréð
Félag leikskólakennara
að taka upp starfsheitið
leikskólakennari í kjöl-
far nýrra laga rnn leik-
skóla árið 1991.
Um tíma, fáeinum ár-
um eftir stofnun, stóð til
að leggja skólann niður
þar eð Barnavinafélagið
Sumargjöf hafði ekki
lengur fjárhagslegt bol-
magn til þess að standa
straum af kostnaði við
reksturinn. Ekki þótti
sjálfsagt þá að fóstrustörf krefðust
fagmenntunar og talið að konum,
sem þá vora einu nemendur skólans,
væri bamauppeldi einfaldiega í blóð
borið. Kom þessi skoðun best í Ijós
þegar fóstrar tóku að krefjast launa í
krafti menntunar sinnar.
Frásögnin endar þegar frumvarp
um uppeldisháskóla er í bigerð en ný
lög um menntun leikskólakennara á
háskólastigi tóku gildi um síðustu
áramót. Engum blandast lengur
hugur um að þroskað fólk með góða
menntun sé grannurinn að góðum
uppeldisstofnunum en þeir sem
halda að þeim áfanga hafi verið náð
án mikillar fyrirhafnar ættu að lesa
bókina um Fósturskóla íslands.
Helga Kr. Einarsdóttir
g mvá
Valborg
Sigurðardóttir
TÍNA með keilu, 1992, eftir Peter Nagel.
Eggtempera á striga, 98 x 94 cm.
Jarðbundið
málverk
i
I
í
I
MYJVPLIST
Hafnarborg,
Hafnarfirði
MÁLVERK
FIMM LISTMÁLARAR FRÁ
SLÉSVÍK-HOLTSETALANDI
Til 24. ágúst. Opið miðvikudaga til
mánudaga frá kl. 12-18.
HÉR er á ferðinni sýning á mál-
verkum þeirra Use Ament (f. 1940),
Michaels Arp (f. 1955), Birgittu
Borchert (f. 1940), Johannes Duwe
(f. 1956) og Peters Nagel (f. 1941).
Öll eru þau hversdagslega fígúratíf
eins og svo margir raunsæismálarar
nú til dags. Stílinn mætti einnig
kalla bókstaflegt raunsæi, því eng-
inn þessara ágætu málara reynir að
bregða upp litrænu andrúmslofti -
svo sem birtubrigðum - stemmn-
ingu ellegar dulúð í málverkum sín-
um. Það sem sett er fram er alls
kostar áþreifanlegt, meitlað og full-
unnið. Bókstaflegt raunsæi er því
meir í ætt við lýsingar en einstæð
listaverk og ræður því afgerandi og
fastmótað handbragð málaranna og
meðvitað val þeirra á stflbrigðum.
Birgitta Borchert sker sig þó frá
hinum í skissukenndri útfærslu
sinni. Hún beitir háu sjónarhorni á
samsafn fólks í sýningarrými og
bregður því upp með snöggum
pensildráttum, nánast eins og
skuggamyndum, ekki ósvipað
feneyskum vedute-málurum 18.
aldar. Raunar er aðferð Borchert
mun meir í ætt við blek- og vask-
teikningar en málaralist, og ákveð-
innar gamansemi í anda Daumiers
gætir í þeim verkum sem hún sýn-
ir.
Reyndar má segja að konurnar
tvær í hópnum standi uppi með
sterkasta framlagið á sýningunni.
Ilse Ament nær sérstæðum áhrifum
út úr gljúpum kartonpappanum,
sem minnir okkur á þá staðreynd að
pappír er síst verri grunnur en
strigi undir olíu- og akrýlliti. Besta
myndin á sýningunni er væntanlega
Mynd með flugvél þar sem Ament
tekst að gæða þurrhamrað málverk
sitt af málverki af flugvél eigindum
með því að ramma það á hvítan
pappír og skapa með því sérstæða
aukavídd.
Michael Arp fæst við sterk og
stæðileg form úr umhverfi þunga-
iðnaðar og málmsmíði. Sumpart
minnir hugarheimur hans á tákn-
ræna vélaveröld landa hans Kon-
rads Klapheck. Brunahanar Arps
með sínum kynbundna mun eru |
gerðir að sigurreifri pansarasveit, "
jafnógnvænlegri og himingnæfandi
og Singer-saumavélaher Klapheks.
Raunsær stfll Johannes Duwe
væri varla í frásögur færandi ef
ekki lægi að baki honum mjög
ákveðin tilvísun í portrettmyndir
Diegos heitins Velázquez af dapur-
legum hirðfíflum. Reyndar er býsna L
auðsær skyldleiki milli fýrirsætna
Duwes og málarans seviljanska,
enda báðir á höttunum eftir „gim- |
steinum í mannsorpinu". En um leið "
verður þessi tilvísun Duwes til að
draga úr ágæti verka hans því þau
þola engan samanburð við nýstár-
legt og krassandi raunsæi
barokkaldarinnar.
Peter Nagel reynir að töfra fram
undraveröld barnaherbergisins með
því að mála sig aftur til bemskunn- .
ar. Hann er ekki á ólíkum slóðum
og HC Andersen eða Tsjaikovskí í
Hnotubrjótnum. Þessar dreymnu |
áherslur skilja Nagel frá kollegum '
hans og færa hann nær metafýsísku
raunsæi ítalskra málara. Að myndir
hans Qalli um nútímafólk, líkt og
hann vill vera láta, er engan veginn
augljóst. Þær eru mun nær því að
vera tímalausar, eins og myndir
Magrittes, enda gerast þær alls
kostar á innra plani.
Ekkert skortir á tæknilega út-
færslu þessara ágætu gesta, ef með- i
vituð, appóllónsk vandvirkni telst |
listamönnum til tekna. Vandinn er
þó sá að fimmmenningarnir bæta
engum dyram við þá höll sem þeir
era að smíða. Enginn þeirra bendir
á nýjar leiðir til úrlausnar þeim sem
eru í svipuðum sporum; að geta
ekki lifað án þess að mála.
Að vísu mega sýningargestir
læra ýmislegt af þessum norður- ,
þýsku málurum, svo sem það að
menn þurfa ekki að einskorða sig |
við nauðgun á íslensku landslagi til |
að teljast liðtækir í listinni. Hins
vegar eigum við slíkt einvalalið af
spennandi múrbrjótum á syiði nú-
tímamálaralistar - unga, miðaldra
og roskna - að heimsókn fimm-
menninganna hefur enga praktíska
þýðingu fyrir íslenska málaralist.
En þá ber þess að gæta að sýning-
arsalir og menningarmiðstöðvar ,
þurfa heldur ekki að einskorða sig
við eintóma nytjastefnu í sýninga- I
haldi. |
Halldór Björn Runólfsson