Morgunblaðið - 19.08.1998, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 23
Á hjara veraldar
KVIKMYJVDIR
Háskólab íó
DIMMUBORG „DARK CITY“ irk
Leikstjdri: Aiex Proyas. Handrit: Proyas, Lem
Dobs og David S. Goyer. Kvikmyndatiikustjóri:
Darius Wolski. Aðalhlutverk: Rufus Sewell, Ki-
efer Sutherland, William Hurt, Richard
O’Brien, Jennifer Connelly, Ian Richardson.
New Line Cinema 1998.
í UPPHAFI var myrkur og myrkrið er eilíft í
Dimmuborg, furðulegum stað sem býður uppá
furðulegan samsetning af gömlum og nýjum bif-
reiðum og húsagerð og þar sem fólk sofnar á
miðnætti á meðan draugalegrr menn með kúlu-
hatta skipta um minningar þess og breyta borg-
inni frá grunni. Allt er það í tih-aun kúluhatt-
anna til þess að komast að því úr hverju manns-
sálin er gerð. Peir hafa enga sjálfir, aðeins eina
sameiginlega vitund, og vilja vita hveiju ná-
kvæmlega einstaklingurinn er gerður úr.
Það væri gaman fyrir áhorfandann að vita
hvað nákvæmlega mynd eins og Dimmuborg
er. Hún lítur út eins og hún sé mjög frumleg
en höfundur hennar, Alex Proyas, hefur ein-
faldlega skellt saman fjöldanum öllum af
þekktum þáttum úr bókmenntum og kvik-
myndum og soðið úr því oft talsvert tilkomu-
mikla fantaísu með skemmtilegum og jafnvel
mögnuðum myndskeiðum en svo sem ekki
mikið annað. Hann notar Kafka og Orwell og
ofsóknaræðið úr „Jacob’s Ladder“, einnig
Metrópólis og Frakkana Jeunet og Cairo og
svo mætti áfram telja. Úr því verður eins
konar leynilögreglusaga, reyfari á
astralplaninu þar sem aðalpersónan hefur
ekki hugmynd um af hverju hún er hundelt
(já, það er Hitchcock) af fljúgandi kúluhött-
unum, sem í þokkabót eru klæddir í þykka
vetrarfrakka og hafa dæmlaust mikla hugar-
orku.
í ljós kemur, án þess að kafað sé of mikið í
söguna, að þeir eru eins konar guðir mann-
anna og mennirnir eiu fórnardýrin þeirra og
tilraunardýrin sem þeir halda í algjöni myrkii
bæði um sína eigin fortíð og staðsetningu í
heimsmyndinni og um tilvist þeiira. Annars
skilur höfundurinn eftir fjöldann allan af
ósvöruðum spurningum í myndarlok svo það
getur hver haft sína skoðun á því sem fram
fer. Hverjir erum við mennirnir í sögunni og
hvað erum við að gera á þessum stað? Varðar
okkur eitthvað um það?
Leikararnir eiu allir ágætlega stilltir inn á
þessa geðsýkislegu film noir veröld. Breski
leikarinn Rufus Sewell, sem er að fóta sig á
Ameríkumarkaði, er eitt spurningaiuierki í
framan lengst af; William Hurt er góður rann-
sóknarlögreglumaður, nokkurn veginn eins og
Chandler vildi hafa þá; Ian Richardson fer fyr-
ir kúluhöttunum og er í framan eins og þegar
hann leikur spillta breska ráðherra; Jennifer
Connelly er brothættan dúkkan sem er þess
virði að bjarga heiminum fyrir og Kiefer
Sutherland er klikkaði prófessorinn eða því
sem næst.
En það er með mynd eins og Dimmuborg
og einnig þá sem leikstjórinn gerði á undan,
Krákuna, að ytra byrðið er miklu mun
áhugaverðara en innmaturinn. Einhvern
veginn tekst honum aldrei að skálda al-
mennilega inn í tignarlegar leikmyndirnar.
Þannig verður hún meira fyrir augað en vits-
munina og þótt myndinni takist að halda at-
hyglinni til enda með góðu bíói nægir það
okkur ekki.
Arnaldur Indriðason
Norræn
miðaldamál-
stefna
NORRÆN miðaldamálstefna verður
haldin í Skálholti dagana 20.-23.
ágúst. Efnið verður menningarleg
forysta og eða miðlun kvenna.
Margir fyrirlestrar verða á stefn-
unni. Jenny Jochens talar um Guð-
ríði Þorbjarnardóttur í hlutverki
„lóðrétts og lárétts menningarmiðl-
ara“, Maria Sjöberg um kvennasögu,
Else Marie Wiberg Pedersen um
þýðingu á Opinberunum Mechtilde
af Hackeborn, Jón Viðar Sigurðsson
um afstöðu til barna á þjóðveldistíma
Islendinga, Vivian Etting um stjórn-
mál, menningu og trú á Norðurlönd-
um á fjórtándu öld, Sverrir Jakobs-
son vm margræðar konur, Birger
Sawyer um hlutverk kvenpa við
ki'istni, Gísli Sigurðsson um Óðin og
völvuna í Völuspá, Ásdís Egilsdóttir
um þöglar og ræðnar konur, Hedda
Gunneng um bréfaskriftir kvenna,
Sverre Bagge um Önnu Kommenas,
Kirsten Tode Raahauge um konur í
danskri þjóðvísnahefð, Inga Huld
Hákonardóttir um munnlega miðlun
kvenna á Islandi fyrh' árið 1200, Ing-
vild 0ye um konur og hefðbundna
efnislega menningu og Sæbjorg
Waliaker Norbeide um konur og
breytingar í átt til borgarmenningar.
---------------
Nýjar bækur
• ÉG er innra með þér er eftir Ei-
leen Caddy í þýðingu Ragnheiðar
Benediktsdóttur. Bókin er í dagbók-
arformi og hefur að geyma texta
fyrir hvern dag ársins. Bókinni fylg-
ir eftirfarandi kynning: „ÉG ER
andi. ÉG ER alls staðar. ÉG ER í
öllu. Sá staður er ekki til þar sem
ÉG ER ekki. Þegar þú gerir þér
grein fyrir þessari staðreynd og get-
ui' skilið hana, veistu að guðsríki er
innra með þér. Þú getur hætt að
leita og snúið inn á við. Þá finnur þú
innra með þér allt sem þú leitar að.
Þetta er lítið brot af þeim boðskap
sem Eileen Caddy hefur tekið á
móti. Meira en 40 ár eru liðin síðan
hún fékk sína fyrstu handleiðslu frá
hljóðri innri rödd, uppsprettunni
sem hún kallar Guð hið innra.“
Lífsljós gaf bókina út. Björg Atla
gerði kápumynd. Myndskreytingar
eru eftir Clandiu Klingemann. Bókin
er prentuð í Odda og fæst í verslun-
um Máls og menningar, Pennans og
Eymundssonar og Betra lífs. Einnig
verður bókin seld hjá útgefanda.
Söluverð er 1.800 kr.
-------♦-♦“♦-----
„Grease“ á mið-
nætursýningu
LEIKFÉLAG Reykjavíkur býður
leikhúsgestum upp á miðnætursýn-
ingu á söngleiknum „Grease“, sem
sýndui’ er í Borgarleikhúsinu.
Uppselt hefur verið á allar sýning-
ar og boðið hefur verið upp á eftir-
miðdagssýningar um helgar. Með
miðnætursýningum hyggst leikfélag-
ið auka sætaframboð á „Grease" enn
frekar, segir í fréttatilkynningu.
Fyrsta sýningin verðui' laugardaginn
22. ágúst kl. 23.30.
Miðasala á Laugardalsvelli:
Frá kl. 10:00.
17 ára og eldrt: 1.500
Börn 11 - 16 ára í stæði: 500
Ökeypis fyrir börn 10 ára og yngri.
Hitum upp fyrir
Frakkaleikinn!
Aðgangskort A giída.
Nú er hægt að nots Debetkorí
í rniðasölu á Laugardalsveili.
Revklaus síúka.
Nu verður tekið fasi á Lettum á Laugardaisveili í kvöid
þegar iandslið ísiands og Lettlands i knattspyrnu
mætast í vináttulandsieik. Ailir okkar bestu menn verða
á vellinum tii að stiila saman strengina fyrir ieikinn
gegn Frökkum.
Ailir á völlinn - Áfram Ísíand!
Mætum og hvetjum
okkar bestu menn!
Samstarfsaðilar KSI eru
lllllllll
ffl
HEKLA
SÍÓVá9IaLMENNAR
FLUGLEIDIR ,
®BÚ
BUNAÐARBANKINN