Morgunblaðið - 19.08.1998, Page 24

Morgunblaðið - 19.08.1998, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Varðveitum gamla hitaveitustokkinn í Mosfellsbæ H ITAVE ITA Reykjavíkur er nú að endumýja elstu hita- veituleiðsluna frá Reykjum í Mosfellsbæ til Reykjavíkur, svo; nefnda Reykjaveitu. I stað hennar kemur sverari leiðsla sem er grafin í jörð. Gamli hitaveitustokkurinn hefur nú þegar verið jafnaður við jörðu innan borgarmarka Reykja- víkur, nema hvað um 30 m langur stubbur er varðveittur við Perluna á Öskjuhlíð sem safn- gripur. Framkvæmdir eru hafnar við endumýjun leiðslunnar í Mosfellsbæ. Gamli hitaveitustokkurinn er enn ósnertur á 3 km kafla, frá mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar á móts við Korpúlfsstaði að útibúi Búnaðarbankans í Markholti. Með þessum skrifum mínum vil ég hvetja til þess að þessi 3 km langi bútur verði friðaður og varðveittur um alla framtíð. Með friðun hita- veitustokksins verður tryggt að komandi kynslóðir geti skoðað fyrstu löngu heitavatnsleiðsluna sem lögð var á jörðinni. Hitaveitu- stokkurinn er glæsilegur minnis- varði um framkvæði íslendinga við að nýta jarðhitann til húshitunar. Reykjaveitan - helstu ártöl Ingvar Birgir Friðleifsson gömlu landeigendur í Mos- fellssveit árið 1933. I maí 1939 sam- þykkti bæjarstjórnin að leggja hitaveitu- leiðslu frá Reykjum í Mosfellssveit til Reykjavíkur. Þetta var lengsta heitavatns- leiðslan á jörðinni, um 17 km. Danska verk- taka- og ráðgjafarfyr- irtækið Hojgárd og Schultz var ráðið til að hanna og leggja leiðsl- una, enda útvegaði fyr- irtækið danskt lán til verksins. Framkvæmdir _ við Reykjaveitu hófust í júlí 1939. Árin 1940-1943 var grafið fyrir hitaveitu- lögnum í bæjarkerfínu í Reykjavík Ég tel það mesta glapræði, segir Ingvar Birgir Friðleifsson, að rífa þessa gömlu og fallegu leiðslu. og í september 1943 störfuðu um 700 manns við framkvæmdimar. Fjórir 1.100 tonna heitavatnsgeym- ar voru byggðir á Öskjuhlíð. Fyrsta húsið í Reykjavík var tengt við Reykjaveituna í nóvember 1943. Boranir eftir heitu vatni hófust í Laugardalnum árið 1928, en Hita- veita Reykjavíkur tók til starfa árið 1930 þegar Austurbæjarskólinn og nærliggjandi hús fengu heitt vatn eftir 3 km leiðslu úr Laugardalnum. Brátt varð ljóst að jarðhitasvæðið í Laugardal gat ekki annað nema litl- um hluta húshitunarþarfar Reykvíkinga. Bæjarstjóm Reykja- víkur samdi um jarðhitaréttindi við Efniskaup í leiðslu Þegar Þjóðverjar hernámu Dan- mörku 9. apríl 1940 lá gamli Gull- foss fulllestaður af mestöllu efninu sem til hitaveitunnar átti að fara. Sendingin fór aldrei til Islands. Dönsku ráðgjafamir höfðu valið steinsteypt rör með netkjama í að- alleiðsluna frá Reykjum til Reykja- víkur en í stað þeirra voru nú keypt stálrör frá Bandaríkjunum. Tvö rör (Ljósm. IBF) GAMLI hitaveitustokkurinn liðast vestan við Vesturlandsveginn um 3 km leið frá borgarmörkum Reykjavíkur við tílfarsfell inn í Mark- holtshverfíð í Mosfellsbæ. Þennan hluta stokksins þarf að varðveita fyrir komandi kynslóðir. voru lögð í hitaveitustokkinn og ein- angruð með reiðingi (torfi). Leiðsl- an var í notkun innan borgarmarka Reykjavíkur til 1997 og sá vart á rörunum þegar leiðslan var rifin. Leiðslan er enn í notkun í Mosfells- bæ, komin hátt á sextugsaldur. Eftir stríðið vora nokkur steypt rör sömu gerðar og í upprunalegu pöntuninni lögð í safnæðar milli borholna í Mosfellssveit. Þau entust aðeins í fáein ár. Það er því líklega eitt mesta lán í sögu íslenskrar hita- veituvæðingar að stríðið skall á og steyptu rörin lokuðust inni í Dan- mörku. Menningarsögnlegt gildi Islendingar geta ekki státað af mörgum gömlum mannvirkjum sem teljast hafa menningarsögu- legt gildi fyrir heimsbyggðina. Satt að segja kemur mér ekkert mann- virki á Islandi í hug sem keppt gæti við gamla hitaveitustokkinn um slíkan sess. Hitaveita Reykjavíkur er enn sem komið er langstærsta jarðhitaveita heimsins. Fjölmargar þjóðir eru farnar að byggja jarð- hitaveitur og hafa margar þeirra notfært sér reynslu Islendinga. Reykjaveitan skipti sköpum fyrir Hitaveitu Reykjavíkur og var fyrsta langa heitavatnsleiðslan á jörðinni. Eg tel það vera hið mesta glapræði að rífa þessa gömlu og fal- legu leiðslu. Það er góðra gjalda vert að skilja eftir 30 m bút af henni á Öskjuhlíð við Perluna en fólk fær enga tilfinningu fyrir hvað þetta var mikið mannvirki af því að sjá slíkan stubb. Það sést hins veg- ar greinilega þar sem gamli hita- veitustokkurinn liðast meðfram Vesturlandsveginum frá borgar- mörkum Reykjavíkur og inn í Markholtshverfið í Mosfellsbæ. Áskorun Eg skora á Hitaveitu Reykjavík- ur, bæjarstjórn Mosfellsbæjar og önnur þar til bær yfirvöld að sjá til þess að gamli hitaveitustokkurinn í Mosfellsbæ verði friðaður og honum haldið við í sinni núverandi mynd. Fjölmargir núlifandi Islendingar eiga góðar minningar um göngu- og hjólaferðir á stokknum bæði innan Reykjavíkur og í Mosfellssveitinni. En það er þó einkum íyrir komandi kynslóðir sem ber að varðveita þetta merka mannvirki. Hvað myndi heimsbyggðin segja ef Italir, Frakkar eða Spánverjar tækju upp á því að rífa og jafna við jörðu hinar glæsilegu vatnsleiðslur Rómverja hinna fornu vegna þess eins að nú eru komin ný vatnsrör í jörðu sem leyst hafa gömlu leiðslurnar af hólmi? Höfundur er forstöðumaður Jarð- hitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóð- anna. VIÐ Perluna á Öskjuhlíð er varðveittur um 30 m langur bútur af gamla hitaveitustokknum. Vel er að því verki staðið, en stubburinn stuttur. Þurfa fj öllin gleraugu? Meðal annarra orða Listamaðurinn mætti hugleiða hvort hann gerði ekki meira gagn með því að fínna rétt gleraugu handa landsfeðrum, segir Njörður P. Njarðvík, gleraugu gerð úr hugarfari. Síðastliðinn föstudag gat að lesa hér í blaðinu um fyrirætlun myndlistar- manns nokkurs að setja gleraugu á nef Esjunnar, og fylgja myndir með. Eins og nærri má geta verða þetta ekki lítil gleraugu, enda nefið stórt, 20 metra há álgleraugu og 60 metra breið. 15 tonn af áli eiga að fara í gripinn þótt holur sé að innan. Gert er ráð fyrir að fylla hann vatni til að ná 700 tonna þyngd, en samt á að festa hann niður með múrboltum og stálvír. I stað glerja skal setja gyllta fleka um 300 fermetra hvorn til að endurspegla sólskin handa Reykvíkingum, - og mun víst ekki af veita. Það á að vera hægt að spígspora eftir endilöngum spöngunum, sem verða lögð handriðum og þá væntan- lega tröppum, til þess að fá gott útsýni yfir Faxaflóa og til Reykjavíkur, eins og segir í greininni, og hefur þá væntanlega ekki fengist nógu gott af fjallinu sjálfu. Sannast hér þá kannski hið fornkveðna, að smá hugsun þurfi miklar umbúðir. Tilefni þessa stórvirkis er að árið 2000 verður Reykjavík ein af mörgum menningarborgum Evr- ópu, enda er þangað sótt um styrk til verksins, sem áætlað er að kosti um 15 milljónir. Fylgir sögunni sú gleðifregn, að bandarískur gleraugnaframleiðandi hafi sýnt framtakinu áhuga. Kannski sér hann sér þarna leik á borði að auglýsa söluvöru sína. Listamaðurinn skýrði svo frá að tvær ástæður lægju fyrir verki þessu. Önnur væri sú að hann teldi við hæfi að minnast þannig Halldórs Laxness með 400-faldri stækkun þeirra gleraugna sem hann notaði á yngri áram. En hin væri aftur á móti að Esjan væri orðin svo fjarsýn, að henni þyrfti að útvega gleraugu til að fylgjast með hátíðahöldum Reykvíkinga á aldamót- um. Kannski vill nú einhver taka undir með kerlingunni sem sagði að ekki væri öll vit- leysan eins, en satt best að segja era margir fletir á þessu máli, og sumir þein-a kunna að spegla býsna djúpa táknræna merkingu. Máski mætti þá fyrst víkja að Halldóri Laxness. Eins og suma rekur ef til vill enn minni til rit- aði Hallór sitthvað um náttúru Islands og umgengni þjóðarinnar við þenn- an tilveragrandvöll sinn. Hann átti meira að segja til að líkja henni við hernað af hálfu mannfólksins. Þess konar líking virðist benda til þess að hann hafi borið þann ótta í brjósti að þjóðin myndi að endingu ganga af landinu dauðu í stundarfrekju sinni og græðgi. Eins og nú virðist reyndar vera að koma á daginn. Að vísu ekki með því að grafa skurði og ræsa fram mýrar til að fæla burtu fugla. Heldur með því að sökkva land- inu og drekkja því. Enda bæði snöfurlegri aðferð og áhrifaríkari. Eg tala nú ekki um sem fuglafæla. Þá er ekki að undra að ein- hverjum skuli detta í hug að minnast slíks manns, þess er sameinaði land og þjóð betur í orðum en aðrir menn, með því að hlaða svona nútímalega vörðu á fjallið sem rís framundan dalnum hans. Já, fjallið, vel á minnst. Það vill nú svo til að fjölhn hafa horft á þessa þjóð steinþegj- andi og gleraugnalaust frá því að íyrstu menn stigu hér á land endur fyrir löngu. Má vera að þau hafi gónt á okkur með aukinni undrun upp á síðkastið. Eg veit það ekki fyrir víst. En hitt er ég nokkuð viss um að ekkert þeirra, og ekki heldur Esjan, sé illa haldið af íjarsýni. Þvert á móti er ég handviss um að fjöUin búi enn bæði yfir víðsýni og útsýni yfir dali og firði og langt út á haf. En ef svo er komið að Esjan horfi ekki á athafnir manna í Reykjavík, þá efast ég stórlega um að það verði læknað með álgleraugum. Eg óttast þvert á móti að það stafi þá af því að Esjan vilji hálfpartinn ekki lengur kannast við okk- ur, eins og við eram tekin upp á að haga okk- ur. Og það batni kannski ekki til muna þótt Reykjavík verði dubbuð upp í einhvers konar menningarborg, þótt sumum þyki eflaust kominn tími til. Eg held að annað og meira þurfi, ef sætta á fjöll við fólk á ný. að er kannski ekkert undarlegt í framhaldi af umræðum um önnur og meiri stórvirki en gleraugna- gerð, þótt einhverjum detti í hug að reisa fjöllum Islands svona minnisvarða úr áli. Eins og það má nú heita samgróið til- veru okkar. Sú var tíðin að mynt okkar var slegin úr þeim eðalmálmi, enda var hún talin léttvæg orðin. Og raunar lítt skiljanlegt að því skyldi hætt. Nú er flest vfst talið í álver- um sem til framtíðarheilla horftr fyrir þessa þjóð. Og þykja úrtölumenn þeir sem amast við þeim drekkingarhyljum er þau krefjast. En satt að segja efast ég um að það leysi nokkurn vanda að setja álgleraugu á nefið á Esjunni. Vera má að fjöllin geti ekki lengur horfst í augu við okkur án þess að blygðast sín. En hvað með okkur? Hvernig líður okk- ur að horfast í augu við fjöllin? Það skyldi þó aldrei vera að okkur væri meiri þörf á nýj- um gleraugum til þess að sjá landið okkur réttum augum - áður en það er orðið um seinan. Að minnsta kosti vildi ég skjóta því að þessum ágæta myndlistarmanni að hug- leiða hvort hann gerði ekki meira gagn með því að finna rétt gleraugu handa þeim sem nú ráða ferðinni fyrir íslenska þjóð. Slík gleraugu verða víst ekki smíðuð úr áli, þótt það sé bæði góður málmur og gagnlegur. Einna helst hvarflar að mér að þess konar gleraugu þurfi að smíða úr hugarfari. Og það er víst erfiðara smíðaefni. Ef til vill mættum við líka rifja upp fyrir okkur lítið ljóðkorn úr Urðargaldri Þor- steins frá Hamri, sem heitir Rætur: Þsgar ég ferðast um landið ogktútumgluggann kemur landið inn um gluggann og rennur saman við sviðann í hjartanu. Senn gránar í rót. Höfundur er prófessor í fslenskum bókmenntum við Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.