Morgunblaðið - 19.08.1998, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 25
AÐSENDAR GREINAR
Fjármög’nun
heilbrigðis-
kerfísins
FYRIR nokkru ritaði
undirritaður grein í
Morgunblaðið og gerði
þar grein fyrir stöðu
heilbrigðiskerfisins í
landinu. Sú lýsing var
ekki fógur og niðurstað-
an var sú að það skorti
u.þ.b. 2,5 milljarða króna
í rekstur kerfisins og allt
að því sömu upphæð til
viðbótar til viðhalds hús-
næðis og tækja. Orsök
þessa ástands er tví-
mælalaust niðurskurður
undanfarinna ára sem
byggist á miðstýringu á
grundvelli úrelts flár-
mögnunarkerfis, þ.e.
fastra fjárlaga.
Grundvallarhugmynd velferðai--
kerfa er sú að við í sameiningu mynd-
um nokkurs konar tryggingasjóð sem
við greiðum í meðan við erum fær til
þess. Þegar veikindi ber að höndum
er þeim okkar, sem á þurfa að halda,
tryggð framlög úr þessum sameigin-
lega sjóði til að mæta óhjákvæmileg-
um kostnaði. Með öðrum orðum, með
greiðslum okkar tryggjum við okkur
rétt til þjónustu þegar á þarf að
halda. Þessi réttur hefur skerst veru-
lega á undanfórnum árum í meðferð
stjómvalda í landinu.
Rekstur heilbrigðisstofnana
Rekstur þeirra stofnana sem veita
þjónustuna hefur í sjáliu sér ekkert
með velferð að gera. I eðli sínu er
reksturinn ekki írábrugðinn rekstri
annarra fyrirtækja og þarf að lúta
sömu lögmálum, þ.e. að fjármagnið
sem fer til þeirra sé nýtt á sem hag-
kvæmastan hátt. Það hljóta að vera
hagsmunir almennings að nýting fjár-
magnsins sé sem best þannig að þjón-
ustan geti gengið snurðulaust. Ríkis-
rekstur hefm' ekki þótt sérlega heppi-
legt rekstrarform til þess að það
markmið náist. Tekjur og gjöld heil-
brigðisþjónustunnar verða að haldast
nokkum veginn í hendur. Ennfremur
verður framboð og eftirspurn þjón-
ustunnar einnig að haldast í jafnvægi.
Sú aðferð að takmarka
þjónustu og skapa
biðlistavandamál hefur
ekki gefið árangur og
veldur raunar kostnað-
arauka í þeim tilvikum
þar sem sjúklingar njóta
tryggingabóta meðan
þeir bíða. Þetta hafa ný-
legai' rannsóknir í Nor-
egi staðfest. Nýlegur úr-
skurður Evrópusam-
bandsins um réttindi
sjúklinga komst að
þeirri niðurstöðu að
reglm- um takmörkun á
frelsi sjúklinga til að
leita sér þjónustu í öðr-
um aðildarlöndum stæð-
ust ekki þar sem þær
væra andstæðar meginreglum sam-
bandsins um frjáls þjónustuviðskipti.
tírelt kerfi
Þegar framlög til rekstrar heil-
brigðisþjónustunnar vora færð inn í
fjárlög fyrir nærri 30 árum og það
sjúkratryggingakerfi sem þá var við
Besta leiðin til að koma
fjármagni til seljenda
þjónustu, segir Qlafur
Örn Arnarson, er
að gera þjónustu-
samninga.
lýði lagt niður breyttist eðli þjónust-
unnar töluvert. Miðstýring jókst
verulega og heilbrigðiskerfið þurfti
að keppa við ýmsa aðra þjónustu sem
ríkið veitir um fjárveitingar á fjárlög-
um, t.d. menntamál, landbúnaðarmál
og samgöngumál. Á undanfórnum ár-
um hefur það svo gerst að í þeim til-
gangi að ná hallalausum fjárlögum
hefur heilbrigðiskerfið orðið að taka
á sig verulegan niðurskurð, þrátt fyr-
ir auknar þarfir. Þetta kerfi gengur
engan veginn upp og sérfræðingai’
Alþjóðabankans og Alþjóða heil-
Ólafur Örn
Arnarson
Morgunblaðið/Arnaldur
MAURIZIO í eldhúsinu á La Primavera.
Gestakokkur
á La Primavera
KOMINN er til landsins ítalski
veitingamaðurinn Maurizio Man-
froni, sem rak til margra ára
veitingastaðinn La Traviata í
Riccione á Ítalíu. Þann stað sóttu
íslendingar mikið á ái'um áður,
þegar Rimini og Riccione voru
vinsælir sumarleyfisdvalarstaðir.
Maurizio dvelur hér á landi
ásamt fjölskyldu sinni, en hann á
marga vini hér á landi. Maurizo
verður gestakokkur á veitinga-
staðnum La Primavera í Austur-
stræti þessa viku. Hann hefur
sérhæft sig í fiskréttum og mun
elda íslenskt hráefni á ítalska
vísu. Nú rekur hann vinsælt fisk-
réttaveitingahús í Brecia á Italíu.
brigðismálastofnunarinnar telja að
það kerfi sem við búum við í dag
henti eingöngu vanþróuðum þjóðum.
Nýtt sjúkratryggingakerfi
Það er því nauðsynlegt að við finn-
um nýjar leiðir til þess að fjármagna
og reka heilbrigðisþjónustuna. I ræðu
sem Bolli Héðinsson hagfræðingur,
formaður tryggingaráðs, hélt í tilefni
60 ára afinælis Tryggingastofnunar
ríkisins sagði hann m.a.: „Eg hef áður
lýst þein-i skoðun að sjúkratrygging-
ar, hvort sem þeim er sinnt af einni
Tryggingastofnun allra landsmanna,
sjúkrasamlögum sveitarfélaga eða
heilbrigðisstjómum héraða, era
heppilegasta fyrirkomulagið á
greiðslu fyiir veitta sjúkraþjónustu og
læknisverk. Skiptii’ þá ekki máli hvai'
sú þjónusta er veitt, innan sjúkrahúsa
eða á einkastofum utan þeirra.
Aðeins með þeim hætti er tryggð
sem best ráðstöfun þeirra fjármuna
sem úr er að spila og lykilatriði að
ákvörðun um kaup þjónustunnar, án
tillits til hvar hún er veitt, verða að
vera á sömu hendi.“
Bolli kemur hér að kjarna málsins.
Það er mjög mikilvægt að skilja á
milli kaupanda og seljanda þjónustu.
Hvernig afla eigi tekna slíks sjúkra-
tryggingakerfis þarf að skoða vand-
lega. Ekki er óeðlilegt að hver ein-
staklingur greiði iðgjald í sameigin-
legan sjóð á grandvelli núverandi
tekjuskattskerfis. Ríkissjóður kæmi
þá með ákveðið viðbótarfjármagn til
þess að tryggja jafnan rétt allra til
þjónustunnar.
Þjónustusamningar
Besta leiðin til að koma fjármagni
til seljenda þjónustu er að gera þjón-
ustusamninga á grandvelli greiningar
á kostnaði hverrar stofnunar. í þeim
kostnaði þarf að gera ráð fyrir við-
haldi húsnæðis og endumýjunar á
tækjabúnaði þannig að stofnanimar
geti sinnt hvora tveggja á eðlilegan
hátt. Skynsamlegt væri að skipta
greiðslum í tvennt, þ.e. fastar greiðsl-
ur á móti fóstum kostnaði og breyti-
legar greiðslur byggðar á magni og
tegund þjónustu. Með þessu móti
fengist samanburður milli stofnana
og eðlilegur metnaður til þess að gera
vel skilaði sér. Með þekkingu á kostn-
aði við hina einstöku þætti þjónust-
unnar væra ákvarðanir um hagræð-
ingu, t.d. með sameiningu stofnana
eða tilflutningi þjónustu, byggðar á
mun traustari forsendum en nú er
mögulegt að gera.
Höfundur er læknir.
AFI/AMMA
allt fyrir minnsta barnabarnið
ÞUMALÍNAs. 551 2136
Súrefnisvörur
Karin
ww
Herzog
• vinna gegn
öldrunareinkennum
• enduruppbyggja húðina
• vinna á appelsínuhúð
og aliti
• vinna á unglingabólum
• viðhalda ferskleika
húðarinnar
Ferskir vindar í
umhirðu húðar
Ráðgjöf og kynning
\ Paradís,
Laugamesvegi 82,
í dag kl. 13-18.
Kynningarafsláttur
Þliaætir
n ,
skattana þma
- með skattfrjálsum peningum!
.V %
í kvöld er dregið í Víkingalottóinu
um tugi milljóna króna!
Fáðu þér miða fyrir kl. 16 í dag.
C ATH! Aðeins^§|kr. röðin )
,, 7 Af VlNN
Tll Ml»