Morgunblaðið - 19.08.1998, Page 32
32 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GUÐMUNDUR TÓMAS
GUÐMUNDSSON
Guðmundur
Tómas Guð-
mundsson var
fæddur í Reykjavík
8. maí 1971. Hann
lést 10. ágúst síð-
astliðinn. Foreldr-
ar hans eru Kristín
Þórarinsdóttir, f.
9.10. 1941 og Guð-
mundur Olafsson,
f. 21.11. 1944.
Seinni kona Guð-
mundar er Birna
Þóra Vilhjálms-
dóttir, f. 26.12.
1948. Guðmundur
Tómas var yngstur fjögurra
systkina. Elst er Guðleif Þór-
unn, dóttir Kristínar og fóstur-
dóttir Guðmundar, f. 1.3. 1963,
hún er gift Kristjáni Inga Kri-
stjánssyni. Þeirra dætur eru:
Cilia, Sunna og Hanna. Ólafur,
f. 27.3. 1966, hann
er kvæntur Láru
M. Jónsdóttur.
Þeirra börn eru:
Guðmundur Andri
og Stefanía. Þórar-
inn Gísli, f. 13.6.
1968, hans kona er
Svanhvít Gunnars-
dóttir. Dóttir
þeirra er Sunna
Rún.
Móðurforeldrar
Guðmundar Tóm-
asar eru: Guðleif
Árnadóttir og Þór-
arinn Gísli Sigur-
jónsson, d. 5.10. 1991. Föður-
foreldrar: _ Þóra Guðmunds-
dóttir, og Ólafur Tómasson, d.
12.10. 1996.
Utförin fer fram frá Ás-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Það er með miklum harnii og
trega, sem ég kveð elskulegan
bróður og vin. Hann mun ætíð
verða mér hjartfólginn, ljóshærði
og bláeygði bróðirinn sem ég eign-
aðist fyrir 27 árum síðan. Eg er
*j>akklát fyrir að hafa fengið að vera
eins mikið með Gumma og við fjöl-
skylda mín fengum að vera síðast-
liðin ár. Það vom góðar stundir.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Fallegu orðin, hlýjan og einlægn-
in sem þú alltaf auðsýndir mér
munu fylgja mér alla tíð. Eg veit að
þú ert kominn á bjartan og góðan
•». stað og að þar hefur verið tekið vel
á móti þér.
Guðleif Þórunn Stefánsdóttir.
Ég kynntist eiginkonu minni,
Bellu, árið 1986. Stuttu seinna
kynntist ég bræðrum hennar, Óla,
Badda og Gumma. Gummi var
yngstur systkinanna, einungis 15
ára. Ég uppgötvaði strax að Gummi
var ákaflega viðkunnanlegur, blíð-
ur, viðkvæmur og hvers manns
hugljúfí. I samkvæmum, hvort sem
um var að ræða fyrir fullorðna eða
börn, var hann hrókur alls fagnað-
ar. Það duldist mér ekki að um góð-
an dreng var að ræða. Allt frá þess-
■ iim tíma var Gummi með annan fót-
inn á heimili okkar Bellu. Hann var
augasteinn dætra okkar og alltaf
kærkominn á heimili okkar.
Mánudagskvöldið 10. ágúst sl.
bárust okkur Bellu sorgarfréttir.
Gummi var látinn, farinn yfír móð-
una miklu á vit feðra sinna. Hann
er okkur harmdauði. Þó að fregnin
um andlát hans sé harmþrungin,
yfírþyrmandi og söknuðurinn mik-
ill, þá minnumst við þó allra gleði-
stundanna er við áttum með hon-
um. Gummi var svo sannarlega
*gleðigjafi, hjartahlýr, drenglyndur
^og vinur allra. Andlát hans var
ótímabært, en þeir deyja víst ungir
sem guðirnir elska. Eftirfarandi
orð úr Nýja testamentinu eiga við
Gumma.
Ég er góði hirðirinn og þekki mína og mínir
þekkja mig.
(Jóh. 10,14)
Margar spurningar vakna þegar
ungur maður eins og Gummi deyr
svo skyndilega í blóma lífsins. Þeim
spumingum verður seint eða aldrei
svarað. Það eina örugga í lífinu er
að maður deyr víst einhvern tím-
ann. Sumir þurfa að hlýða kalli
dauðans allt of snemma, líkt og var
með hann. Það er þó huggun harmi
gegn að hafa kynnst þvílíkum
dreng sem hann var. Hann kemur
alltaf til með að lifa í minningu
minni. Eitt er víst að það er líf eftir
þetta líf. í Spámanninum eftir Ka-
hlil Gibran segir: „Þá mælti alm-
ítra: Mál er nú að spyrja um dauð-
ann. Og hann sagði: Þú leitar að
leyndardómi dauðans. En hvernig
ætlar þú að finna hann, ef þú leitar
hans ekki í æðaslögum lífsins? Ugl-
an, sem sér í myrkri, en blindast af
dagsbirtunni, ræður ekki gátu
ljóssins. Leitaðu að sál dauðans í
líkama lífsins, því að líf og dauði er
eitt eins og fljótið og særinn.
í djúpi vona þinna og langana felst
hin þögla þekking á hinu yfirskilvit-
lega, og eins og fræin, sem dreymir
undir sjónum, dreymir hjarta þitt
vorið. Trúðu á draum þinn, hann er
hlið eilífðarinnar. Óttinn við dauð-
ann er aðeins ótti smaladrengsins
við konung, sem vill slá hann til
riddara.
Er smalinn ekki glaður í hjarta sínu
þrátt fyrir ótta sinn að bera merki
konungsins? Og finnur hann þó
ekki mest til óttans? Því hvað er
það að deyja annað en standa nak-
inn í blænum og hverfa inn í sól-
skinið? Og hvað er að hætta að
draga andann annað en að frelsa
hann frá friðlausum öldum lífins,
svo að hann geti risið upp í mætti
sínum og ófjötraður leitað á fund
guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur
af vatni þagnarinnar, mun þekkja
hinn volduga söng. Og þegar þú
hefur náð ævitindinum, þá fyrst
munt þú hefja fjallgönguna. Og
þegar jörðin krefst líkama þíns,
muntu dansa í fyrsta sinn.“ (Kahlil
Gibran.)
Ég bið þá sem eftir lifa að íhuga
og fara eftir þeim orðum sem koma
fram í kvæðinu Einræður Starkað-
ar eftir Einar Benediktsson.
Eitt bros - getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skáiar.
Pel getur snúizt við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.
Einar Benediktsson
Ég votta fjölskyldu Gumma og
öllum þeim sem eiga um sárt að
binda samúð mína.
Gummi, ég þakka þér fyrir kynn-
in. Ég horfí með trega á eftir þér
yfír í annan heim, þar sem ljósið
skín skærar. Þú átt þér ávallt stað í
hjai-ta mínu. Hvfldu í friði og
gakktu á guðs vegum.
Þinn mágur og vinur,
Kristján Ingi Kristjánsson.
Elskulegur og yndislegur frændi
minn og vinur, Guðmundur Tómas,
er nú látinn. Fregnin um andlát
hans kom eins og reiðarslag þar
sem ég var staddur í vinnu úti á
landi með ferðafólk. Ég gat ekki
komið upp orði eftir að ég hafði lagt
símtólið á og fékk því erlendan
samferðamann minn til að segja
fólkinu það nauðsynlegasta þangað
til við komum á áfangastað. Guð-
mund Tómas hef ég þekkt síðan
hann fæddist, þar sem ég kom í
þennan heim tæpum tíu árum á
undan honum. Við náðum við því
miður ekki að vera mikið saman á
lífsleiðinni, en frá því ég man eftir
honum fyrst, sem barni, geislaði
alltaf af honum góðmennskan. Það
fór ekki framhjá neinum að þar
sem hann var fór góð sál enda þarf
ekki að fara langt aftur í ættir til að
finna skýringar á því - hvort sem
er í föður- eða móðurætt.
Vegna vinnu fóður hans dvaldi
Guðmundur Tómas mikið á lands-
byggðinni og erlendis með fjöl-
skyldu sinni á sínum uppvaxtarár-
um og því sáumst við ekki nema
endrum og sinnum þegar fjölskyld-
ur okkar hittust en á milli þeiiTa
hefur alltaf verið kærleiksríkt sam-
band og mikil vinátta og þá um leið
á milli okkar, þrátt fyrir að sam-
verustundirnar væru alltof fáar.
Það var í raun ekki fyrr en eftir að
hann flutti að heiman að við kynnt-
umst vel. Mannkostir Guðmundar
Tómasar voru auðsjáanlegir og
hann hafði þá sérstöku hæfileika að
næstum umvefja mann hlýju og
væntumþykju með augnaráði sínu
einu saman samhliða fallega bros-
inu og geislandi góðmennskunni.
Ég er ekki hissa á að þessi yndis-
legi frændi minn hafí verið umvaf-
inn fallegu kvenfólki og það svo
kirfilega að okkur frændur hans og
vini langaði virkilega að vera í hans
sporum.
Það þurfti ekki mjög glöggan
mann til að sjá þann innri styrk
sem hann bjó yfir. Hann gerði það
sem hann ætlaði sér og tók þeim
þolraunum sem lífið lagði fyrir
hann með þvílíkri yfírvegun að að-
dáun vakti.
Guðmundur Tómas hefur kvatt
okkur, nánustu ættingja og vini, áð-
ur með mjög skömmum fyrirvara.
Ég hélt innra með mér að sú þol-
raun sem hann gekk í gegnum þá
og stóðst með eindæmum vel hefðu
hert hann það mikið að þeir erfið-
leikar sem hann þyrfti að glíma við
síðar á lífsleiðinni væru eins og
hjóm miðað við þá.
Við sem eftir lifum sitjum og
spyrjum okkur spurninga sem að
sjálfsögðu verður aldrei svarað. Ein
spurning leitar sterkar á huga
minn en aðrar, en hún er sú hvort
hann hafi verið búinn að tæma sinn
andlega orkuforða á þeirri tiltölu-
lega stuttu en vægast sagt mjög ill-
færu og fjölbreyttu lífsleið - því
verður víst heldur ekki svarað.
Ég hef alltaf verið stoltur af
þessum ljúfa, góða og dagfar-
sprúða, en jafnframt einbeitta
frænda mínum. Hann sagði mér til
dæmis í grófum dráttum af veru
sinni í frönsku útlendingahersveit-
inni, sem ég skrifaði blaðagrein um
fyrir allmörgum árum og vakti
mikla athygli. Ég lét það ekki
nægja heldur hef ég sagt með
stolti, mörgum - hvort sem er er-
lendu eða innlendu fólki frá Guð-
mundi og hversu vel hann stóð sig í
þessari hersveit, sem er talin hinn
illræmdasta í heimi.
Hann hélt til Frakklands vel
undirbúinn líkamlega og hafði með-
al annars lagt stund á bardagaí-
þróttir. Þrátt fyrir það fór hann svo
til allslaus og ekki mælandi á
franska tungu sem hvort tveggja
hlýtur að hafa gert veruna þar mun
erfiðari en ella.
Það sem þar var lagt fyrir hann
hefði enginn venjulegur maður
haldið út enda sagði hann mér að
það hefði þurft að senda marga úr
hersveitinni þar sem andlegt sem
líkamlegt álagið hafði yfirbugað þá
- hámenntaða menn sem ómennt-
aða.
Skömmu eftir að hann gekk til
liðs við hersveitina var hann sendur
í Persaflóastríðið. Þar biðu hans
ótrúlegir hlutir. Sem dæmi má taka
að sérsveitir Bandaríkjahers þorðu
ekki að fara til Kúveit fyrr en
franska útlendingahersveitin hafði
farið á undan þeim til að finna jarð-
sprengjur, faldar sprengjur í bílum
sem litu út fyi-ir að vera yfirgefnir,
íraka sem sætu fyrir þeim og svo
framvegis.
Guðmundur upplifði að sjá fjölda
vina sinna aka trukk á sprengju og
springa í loft upp. Þegar það sem
eftir var af hersveitinni kom til Kú-
veit blasti við þeim sjón sem mér
fannst ekki prenthæf af tillitssemi
við viðkvæmar sálir. Samkvæmt
lýsingum Guðmundar jafnaðist það
sem hann sá lítið á við það versta
sem ég vissi um voðaverka nasista í
síðustu heimsstyrjöldinni, svo
dæmi sé tekið. Irakarnir voru enn
að framkvæma sín voðaverk þegar
þeir komu og sá Guðmundur með
sínum eigin augum fólskuverk
þeirra, sem hlýtur að hafa haft djúp
áhrif á hverja einustu heilbrigða
manneskju. Þetta sá hann allt og til
viðbótar við meðferð Iraka á sínum
eigin her, sem var hroðaleg. Hvern-
ig getur annað verið en að svona
ung, og að mínu mati, óhörðnuð sál
taki allt þetta inn á sig og að það
skilji eftir ör á sálinni. Maður sem
kemur tiltölulega heill út í þeim
mannraunum sem hann hefur
þurfti að þola í lífinu er ekki hægt
annað en að kalla hetju og það var
hann.
Guðmundur Tómas stóð sig það
vel að hann mátti velja hvers konar
vinnu hann myndi vilja vinna inna
herdeildarinnar og valdi hann ekki
það léttasta heldur það erfiðasta -
það að sérhæfa sig í að vera sendur
bak við víglínu óvinarins og reyna
að gera hann að einhverju leyti
óvirkan. Þetta lýsir vel styrk hans
og sjálfstrausti.
Yfirmenn frönsku útlendingaher-
sveitarinnar voru hæstánægðir
með piltinn og sögðu að hann mætti
fara í frí enda hafði hann bæði
fengið með hæstu einkunnum í inn-
tökuprófí hersins og einnig staðið
sig með afbrigðum vel í stríðinu.
Hann fékk að fara heim en sneri
ekki aftur.
Guðmundur Tómas hafði alltaf
löngun til að mennta sig meira en
það var eitthvað sem kom í veg fyr-
ir að hann héldi sig að náminu
þannig að ekki er ólíklegt að ein-
hver innri togstreita hafi hrjáð
hann. Hann bjó um tíma í Amster-
dam og vann við fyrirtæki tengda-
móður bróður síns, þar sem hann
og kona hans voru einnig hlutaðeig-
endur.
Veran í Amsterdam hefur vafa-
laust einnig haft mikil á hrif á líf
Guðmundar. Ég hitti hann
nokkrum sinnum þar og lét hann
nokkuð vel af sér, þótt mér hafi
fundist sem hann væri ekki alls
kostar ánægður með lífið og tilver-
una. Nú er veru hans lokið hér og
hann þarf því ekki að bera sínar
þungu andlegu byrðar lengur sem
hann gerði í hljóði og lét sjaldan
annað í Ijós en að hann væri nokkuð
sáttur við lífið og tilveruna.
Það er ákveðið tómarúm sem
hefur myndast í tilveruna við fráfall
Guðmundar, sem manni finnst svo
ótímabært og nokkuð sem maður
átti ekki von á, nú þegar lífíð blasti
við honum og manni fannst hann
vera kominn á beinu brautina.
Með Guðmundi Tómasi fer ein-
lægur og traustur maður, heiðar-
legur og góður, sem ég vona að hafi
fengið sálarró og líði nú betur. „Ég
hlakka til að hitta þig síðar, elsku
Guðmundur Tómas minn. Þakka
þér fyrir allt það góða sem þú hefur
gefið mér. Guð blessi þig, elsku
frændi!"
Ég, foreldrar mínir, systir og
fjölskylda hennar biðjum góðan
Guð að styrkja fjölskyldu og ástvini
Guðmundar Tómasar í þessari
miklu sorg. Góðs drengs verður
sárt saknað en minningin um hann
mun ylja þeim sem eftir lifa.
Þorsteinn Erlingsson.
Ó, sólarfaðir signdu nú hvert auga
og sér í lagi þau sem tárin lauga.
(Matth. Joch.)
Hjartkær vinur okkar er horfinn
sjónum. Fyrsta minningin er af litl-
um glókolli með spurul blá augu og
geislandi bros, sem forvitinn kom
og bað um að fá að sjá litla barnið á
heimilinu, Helga Rúnar, sem þá var
aðeins þriggja mánaða. Upp frá
þeim degi hófst þeirra einlæga vin-
átta sem og annarra á heimilinu.
Þessi vinátta var okkur öllum mik-
ils virði, gefandi og gagnkvæm.
Gummi dvaldist mikið hjá ömmu
sinni og afa í Sigluvogi, eða á hæð-
inni fyrir ofan okkur. Þar vandist
hann á heiðarleika, snyrtimennsku
og allar góðar dyggðir og naut þar
kærleika og ástúðar sem varð hon-
um og öðrum til góða.
Þó svo að við hittumst sjaldnar
en áður síðustu árin var það ætíð
eins og við hefðum hist í gær, þegar
Gummi birtist með sitt hressilega,
hlýja viðmót og vafði okkur örmum.
Kæri vinur, við trúum og vonum
að góður Guð sé með þér og verði
þér nálægur, og megi hann styrkja
og blessa alla ástvini þína í þeirra
sáru sorg. Björt minning þín mun
ylja okkur um ókomin ár.
Af eilífðar ljósi bjarma ber
sem brautina þungu greiðir
vort h'f sem svo stutt og stopult er
það stefnir á æðri leiðir
en upphimin fegri en augað sér
mót öllum svo faðminn breiðir.
(E.Ben.)
Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir,
Helgi Rúnar Hilmarsson og
Sveinbjörn Ililmarsson.
„Dáinn, horfmn!“ - Harmafregn!
Hvílíkt orð mig dynur yfir! .
Enégveit, að látinnlifir.
Pað er huggun harmi gegn.
Hvað væri annars guðleg gjöf,
geimur heims og lífið þjóða?
Hvað væri sigur sonarins góða?
Illur draumur, opin gröf.
Síst vil ég tala um svefn við þig.
Þreyttum anda er þægt að blunda
og þannig bíða sælh funda -
það kemur ekki mál við mig.
Flýt þér, vinur, í fegra heim.
Krjúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa guðs um geim.
(Jónas Hallgrímsson.)
Elsku Gummi, hvíl þú í friði og
megi Guð vera með þér.
Kveðja,
Hjördís Sóley.
Með örfáum orðum langar okkur
til að kveðja fyrrverandi samstarfs-
mann okkar, Guðmund Tómas Guð-
mundsson. Það var áfall fyrir okkur
öll að frétta af andláti hans, það er
svo stutt síðan hann var hluti af
hinu daglega lífi okkar allra.
Hingað í Tindasel kom Gummi
snemma árs 1997 og fljótlega sáu
allir að þar var góður drengur á
ferð. Hann var afar þægilegur í
mannlegum samskiptum, hreinn og
beinn. Skjólstæðingum sínum var
hann mjög góður félagi og duglegur
að finna út þarfir hvers og eins.
Hann var alltaf sérlega réttsýnn og
heiðarlgur þegar málefni fatlaðra
voru annars vegar. Ekki verður hjá
því komist að nefna hversu liðtæk-
ur hann Gummi var við heimilis-
verkin og skipti þá ekki máli hvort
um var að ræða eldamennsku, þrif
eða fatakaup. Það sem hann hafði
umfram alla aðra karlmenn hér var
hversu flinkur hann var að brjóta
saman þvott, nákvæmnin og snyrti-
mennskan var álíka og í fínustu
verslunum. Þetta fannst kvenfólk-
inu eftirsóknarverður eiginleiki og
alltaf brosti Gummi breitt þegar
hann fékk hrós fyrir þvottinn. En
vinnan hjá okkur snerist ekki alltaf
um heimilisverkin, stundum gafst
tóm til að rabba saman um lífið og
tilveruna og þá hafði Gummi oft
margt til málanna að leggja.
Við eigum öll eftir að sakna Guð-
mundar en í hugum okkar hefur
hann skilið eftir margar skemmti-
legar minningar og fyrir þær erum
við þakklát.
Fyrir hönd skjólstæðinga okkar
þökkum við fyrir liðnar stundir.
Starfsfólk sambýlisins
í Tindaseli 1.