Morgunblaðið - 19.08.1998, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 41 -
I
|
I
I
I
I
I
i
I
(
I
(
(
(
<
(
(
<
<
i
(
FRÉTTIR
Morgunblaðið/KVM
HRAFNHILDUR Jóna Jónasdóttir og Ásdís Björk Stefánsdóttir, eigendur Handverkssmiðjunnar í Grundarfirði.
STOFNAÐ hefur verið til hand-
verkssmiðju í Grundarfirði. Eig-
endur hennar eru þær Hrafnhild-
ur Jóna Jónasdóttir og Ásdís
Björk Stefánsdóttir.
Upphaflega var Hrafnhildur
ein með handverksstarfsemi
ásamt húsmóðurstörfum sínum,
sem voru mjög krefjandi þar
sem hún átti fatlaða dóttur,
Ragnhildi Rún, _sem lést í vor.
Eftir það kom Ásdís vinkona
Hrafnhildar inn í starfsemina og
nefndu þær hana Handverks-
smiðjuna Rún í minningu Ragn-
hildar Rúnar. Starfsemin hefur
vaxið töluvert og hafa þær inn-
réttað aðstöðu á neðri hæð á
heimili Hrafnhildar.
„Við vinnum mest úr tré, skilti,
ýmsa nytjahluti og margt fleira
Handverks-
smiðja í
Grundar-
firði
svo sem sérpantaðar vörur. Nú
erum við að útbúa herbergja-
merkingar fyrir Hótel Framnes
hér í Grundarfirði. Stundum
kemur fyrir að við erum beðnar
að skreyta birkikransa, sauma
bútateppi og jafnvel mála keram-
ik. Mest höfum við selt í Galleri
Grúski og einnig höfum við selt í
Blómasetrinu á Húsavík. Og við
höfum orðið varar við góðar und-
irtektir annars staðar á landinu,"
sagði Hrafnhildur og bætti því
við að ekki teldi hún ólíklegt að
eiginmenn þeirra, þeir Gunnar
Jóhann Elísson og Sigurður Pét-
ursson, ættu eftir að koma í
auknum mæli inn í starfsemina.
Vinnutíminn í Handverks-
smiðjunni Rún er frá kl. 13-17 og
er fólk velkomið að kfkja inn og
skoða framleiðsluna á Eyrarvegi
20 í Grundarfirði. Hrafnhildur
segir að það hafi gefíð sér mikið
á erfiðum tímum að vinna við
svona skapandi starf. Undir þetta
tekur Ásdís og segir það mjög
ánægjulegt og gefandi að starfa
við það að breyta hugmynd í list-
og nytjamuni, sem prýða heimili
manna.
LEIÐRÉTT
Hundavinafélag íslands
í UPPTALNINGU á þeim samtök-
um sem standa að sjálfseignarfé-
laginu Dýi-aspítala Watsons í gær
féll niður nafn Hundavinafélags ís-
lands.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
Friðarstólpi
settur upp
í Eyjum
Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.
FRIÐARSTÓLPI hefur verið
settur upp á Skansinum í Vest-
mannaeyjum af alþjóðlegu frið-
arsamtökunum The World
Peace Prayer Society. Stólpinn
í Eyjum er, sá fjórði sem reistur
er hér á landi en friðarstólpar
hafa verið reistir í 169 löndum
af samtökunum.
Friðarsamtökin voru stofnuð í
Japan árið 1955 og hafa þau að
markmiði að dreifa bæn um að
friður megi ríkja á jörð. Ástæðu
þess að stólpinn er reistur í Eyj-
um má rekja til þess að 25 ár eru
liðin frá eldgosinu á Heimaey og
vonast fulltrúar samtakanna til
að með honum skapist friður milli
náttúru og mannlífs í Eyjum.
Á friðarstólpann er bænin:
Megi friður ríkja á jörð, letruð á
nokkrum tungumálum en um leið
og hann var settur upp var
einnig sett í jörð við fót hans
mappa með friðarbænum á
mörgum tungumálum. Etna Saito
var ein þriggja fulltrúa samtak-
anna sem komu til Eyja með frið-
arstólpann. Hún ber nafn af eld-
fjallinu fræga, og hefur alla tíð
verið mikil áhugamanneskja um
eldfjöll og lagt sig fram um að
fræðast um þau.
Hún sagði að það hefði alla tíð
verið draumur sinn að koma til
Heimaeyjar og sá draumur hefði
ræst nú er hún kom til að reisa
friðarstólpann. Þegar stólpinn
hafði verið reistur fór Etna með
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
FULLTRÚAR friðarsamtakanna, Guðjón Bergmann, Etna Saito og
Kimura ásamt Sigrúnu Ingu Sigurgeirsdóttur, forseta bæjarstjórnar,
við friðarstólpann á Skansinum.
bæn sem húu endaði á íslensku
með orðunum: Megi friður ri'kja
á jörð. Megi friður ríkja á Is-
landi.
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir,
forseti bæjarstjórnar Vest-
mannaeyja, þakkaði fulltrúum
friðarsamtakanna komu þeirra
til Eyja og færði þeim kveðju og
þakklætisvott frá bæjarstjórn.
Innilega þakka ég öllum þeim, sem glöddu
mig með heimsóknum, blómum, gjöfum
og heillaóskum á sjötugsafmœli mínu
þann 26. júlí sl.
Góðra kynna er gott að minnast.
Guð blessi ykkur öll.
Sváfnir Sveinbjarnarson,
Breiðabólsstað.
Happdrætti um
innflytj endaley fí
til Bandaríkjanna
SENDIRÁÐ Bandaríkjanna hefur
tilkynnt að efnt verði til happdrætt-
is um innflytjendaleyfi til Banda-
ríkjanna á þessu ári. Fólk fætt á ís-
landi sem dregið verður út fær
tækifæri til að sækja um innílytj-
endaleyfi sem gefur rétt til að búa
og starfa í Bandaríkjunum. Skrán-
ingartíminn er 30 dagar: Frá há-
degi 1. október 1998 til hádegis 31.
október 1998.
Búist er við að u.þ.b. 55.000 inn-
flytjendaleyfum verði úthlutað á
heimsvísu, gegnum DV-99-happ-
drættið. Fjöldi úthlutaðra innflytj-
endaleyfa til þeirra landa sem rétt
hafa til þátttöku er ákveðinn alger-
lega af handahófi upp að hámark-
inu 3.500 á hvert land. Þeir sem
dregnir verða út verða að hafa
menntun sem samsvarar fram-
haldsskóla, „high school" í Banda-
ríkjunum, eða tveggja ára starfs-
reynslu síðustu fimm árin í starfs-
grein sem viðurkennd er af at-
vinnumálaráðuneyti Bandaríkj-
anna. Þeir þurfa ekki að hafa at-
vinnutilboð í höndunum en verða að
vera við góða heilsu líkamlega og
andlega og geta séð fyrir sér i
Bandaríkjunum.
Til að geta tekið þátt í útdrættin-
um verður viðkomandi að vera
fæddur í landi sem rétt hefur til
þátttöku. ísland er þar á meðal.
Embættismenn sendiráðsins leggja
áherslu á að það er fæðingarstaður-
inn sem skiptir máli, en ekki ríkis-
fang.
I frétt frá Sendiráði Bandaríkj-
anna segir m.a.: „Allar umsóknir
ber að senda til höfuðstöðva í New
Hampshire í Bandaríkjunum og
verða þær að berast þangað á tíma-
bilinu frá hádegi til 1. október 1998
til hádegis 31. október 1998. Aðeins
er hægt að skila inn einni umsókn
fyrir hvern mann og umsækjandinn
getur sjálfur útbúið umsóknina á
venjulegan pappír. Ekki er um nein
eyðublöð að ræða. Umsækjandinn
verður sjálfur að undirrita umsókn
sína og líma mynd af sér í vega-
bréfsstærð á umsóknina með glæru
límbandi, ekki festa hana með hefti
eða pappírsklemmu.“
Starfsmenn sendiráðsins taka
fram að þótt margir einstaklingar
og fyrirtæki auglýsi í dagblöðum og
lofi aðstoð við að útvega vegabréfs-
áritanir eða að hjálpa fólki við að fá
„græna kortið“ þá er DV-áætlunin
hreint happdrætti. Allir sem geta
skrifað nafn sitt og heimilisfang á
blað geta verið með. Eini kostnað-
urinn felst í pappíi’num og póst-
burðargjaldinu. Þeir sem verða
dregnir út þurfa hins vegar að
borga sérstakt 75 dollara umsýslu-
gjald.
Starfsmenn sendiráðsins segjast ’
vita til þess að mörg fyrirtæki sem
bjóða aðstoð við útvegun innflytj-
endaleyfa setji upp óheyrilega hátt
gjald og gefi óraunhæf loforð. Aðr-
ir aðstoði umsækjendur fyrir sann-
gjarnt verð eða jafnvel ókeypis. En
þau fyrirtæki sem segjast geta
aukið líkur umsækjandans eru að
lofa því sem þau geta ekki staðið
við.
Til að fá upplýsingar um frágang
á umsóknum fyrir DV-happdrættið
skal senda frímerkt áritað umslag
til Sendiráðs Bandaríkjanna eða
sækja upplýsingablaðið á ræðis-
mannaskrifstofu sendiráðsins.
Einnig er hægt að nálgast upplýs-
ingar á Netinu á heimasíðunni
http://travel.state.gov
Ágústhelgar-
skákmót TR
HELGARSKÁKMÓT fer fram í fé-
lagsheimili Taflfélags Reykjavíkur
helgina 21.-23. ágúst.
Samkvæmt venju fara fram þrjár
atskákir á fóstudagskvöldið frá kl.
20 en svo tvær kappskákir á laug-
ardaginn, sem hefjast kl. 10 og kl.
17, tvær kappskákir á sunnudag
sem hefjast kl. 10.30 og kl. 17.
Tefldar eru 7 umferðir eftir Mon-
rad-kerfi með umhugsunartíman-
um l'Æ klst. á 30 leiki og síðan 30
mín. til að klára. Verðlaun eru 120
kr. fyrir 1. sæti, 80 kr. fyrir 2. sæti
og 50 kr. fyrir 3. sæti. Fyrir hverja
20 þátttakendur umfram 35 bætast
við 50 kr. á hvert sæti.
Þátttökugjöld: 16 ára og eldri
1.500 kr. (2.300 kr. utanfél.) 15 ára
og yngi’i 1.000 kr. (1.500 kr. utan-
fél.).
Öllum heimil þátttaka.
Málþing um
heilbrigðisstörf
í friðargæslu
HALDIÐ verður málþing í Reykja-
vík laugardaginn 29. ágúst um heil-
brigðisþjónustu í friðargæslu. Mál-
þingið halda nokkrir íslenskir
læknar og hjúkrunarfræðingar sem
hafa verið við friðargæslu í Bosníu
á vegum Sameinuðu þjóðanna og
NATO.
Markmið þingsins er að kynna
framlag íslands og miðla upplýsing-
um um friðargæslustörf til lækna
og hjúkrunarfræðinga sem hafa
hugleitt að fara til slíkra starfa.
Fyrirlesarar verða Islendingar,
Bretar og Norðmenn. Aðgangur að
þinginu verður ókeypis, en fjöldi
þátttakenda takmarkaður. Þingið
verður haldið á ensku.
Þeir læknar og hjúki’unarfræð-
ingar sem vilja sækja þingið eða
óska frekari upplýsinga snúi sér til
Halldórs Baldurssonar læknis,
Erlu G. Sveinsdóttur, læknis eða
Stefáns Alfreðssonar hjúkrunar-
fræðings.
Flugvallarhring-
urinn genginn
HAFNARGÖNGUHÓPURINN
fer í kvöld, miðvikudagskvöld, frá
Hafnarhúsinu kl. 20 i gönguferð
með Tjörninni og um Háskóla-
hverfið suður í Skerjafjörð.
Síðan með sti’öndinni inn í Naut-
hólsvík, til baka um Öskjuhlíð,
Vatnsmýrina og Hljómskálagarð-
inn. Hægt verður að stytta göng-
una og fara með SVR til baka.
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem glöddu
okkur á gullbrúðkaupsdegi okkar þann
25. júlí síðastliðinn.
Sérstakar þakkir til barna okkar og tengda-
barna fyrir þeirra þátt í því að gera okkur
daginn ógleymanlegan.
Guð blessi ykkur öll.
Árni Helgason og Anna Hafliðadóttir.