Morgunblaðið - 19.08.1998, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 45
Leika saman í
fyrsta sinn
SAMLEIKUR hjóna í
Hollywood er engin nýlunda
og var nýtt par að bætast í
hópinn. Frengir herma að
leikkonan Patricia Arquette
hafa ákveðið að slást í för með
eiginmanni sínum, Nicholas
Cage, og leika í mynd Martins
Scorsese „Bringing Out The
Dead“. Þess má geta að sam-
leikur flestra hjóna á hvíta
tjaldinu hefur ekki gengið vel
og virðist sem sumir eigi erfitt
með að yfirfæra töfra sam-
bandsins yfir á filmuna. Meðal
þeirra hjóna sem leikið hafa
saman með misjöfnum ár-
angri ei-u Tom Cruise og
Nicole Kidman, Warren
Beatty og Annette Bening,
John Travolta og Kelly
Preston, Alec Baldwin og Kim
Basinger og hjónin Dennis
Quaid og Meg Ryan.
Þetta verður í fyrsta sinn
sem Arquette og Cage leika
saman í kvikmynd en sérstakt og
litríkt hlutverkaval þeirra hefur
löngum vakið áhuga manna. I
myndinni mun Cage leika út-
branninn sjúkraflutningsmann
sem er að andlegum þrotum kom-
inn. Á hlaupum sínum milli útkalla
PATRICIA Arquette, sem ætlar að
leika með eiginmanni sínum
Nicholas Cage í fyrsta sinn, var við
hans þegar hann var heiðraður
á dögunum.
ásækja hann minningar um látna
sjúklinga og fyrrverandi eigin-
konu. Ekkert hefur verið gefið
uppi um hvaða hlutverk Arquette
muni leika. Tökur munu hefjast í
New York í september næstkom-
andi.
hlið
JAY Leno með snjóbrettameistarann Ross Rebagliati í viðtali en Jay
hefur verið kærður fyrir óviðeigandi ummæli um lærling.
Kærður vegna
Clintons-brandara
FYRRVERANDI lærlingur hjá
bandaríska ríkinu, Carrie Photsios,
hefur höfðað mál gegn spjallþátta-
stjórnandanum Jay Leno vegna
brandara sem hann lét flakka í
þætti sínum „The Tonight Show“.
Brandarinn snerist um kynningar-
bækling hins opinbera þar sem
mynd var af Carrie með Bill Clinton
forseta og státað var af „persónu-
legri reynslu" eða „hands-on ex-
perience“.
Photsios fer fram á rúmlega 5,4
milljónir króna frá Leno og þremur
öðram, þar á meðal sjónvarpsstöð í
Detroit sem sýndi þáttinn. Myndin í
bæklingnum sem Leno vísaði í var
tekin þegar Photsios var lærlingur
hjá dómsmálaráðuneytinu í Was-
hington.
Hin 24 ára gamla Photsios segist
hafa upplifað „skömm, niðurlæg-
ingu og vanvirðu“. Að sögn lögfræð-
ings hennar mátti hún þola sím-
hringingar og brandara vegna um-
mæla Lenos í þættinum. Talsmenn
Lenos hafa ekki tjáð sig um málið
en lögfræðingur blaðamannafélags
Detroit sagði greinilegt að ummæl-
in væru grín og að málaferlin ættu
sér enga stoð. Lögfræðingur
Photsios sagði að réttur konunnar á
friðhelgi einkalffsins væri tjáningar-
frelsi Lenos yfirsterkari. „Hún á
rétt á sínu einkalífi og að vera látin í
friði.“
HLJÓMSVEITIN Land og synir spilaði órafmagnað fyrir gesti
Astró síðasta fínimudagskvöld.
FOLK I FRETTUM
Framfluttu
tvö lög
órafmagnað
HLJÓMSVEITIN Land og synir
brá undir sig betri fætinum og
lék órafmagnað á veitinga-
staðnum Astró siðastliðið
fimmtudagskvöld. Sveitin, sem
hefur undanfarið vermt vin-
sældalista með laginu Terlín,
frumflutti tvö lög á tónleikun-
um auk þess sem eldri lög
hljómuðu í órafmögnuðum út-
setningum. Ekki var annað að
sjá en gestir Astró, sem að
þessu sinni sátu og nutu tónlist-
arinnar í rólegheitum, kynnu
vel að meta líflegan flutning
sveitarinnar.
Land og syni skipa þeir
Gunnar Þór Eggertsson,
Hreimur Örn Heimisson, Birgir
Nielsen, Njáll Þórðarson og Jón
Guðfinnsson. Auk þeirra léku
með þeim þetta kvöld þeir
Ríignar Gunnarsson gítarleik-
ari og Ingólfur Sigurðsson á
slagverk.
FJÖLMENNT var á Astró og frumflutti sveitin tvö lög
fyrir áhugasama gesti.
Köld vatnsgusa
STRANDGESTUR fær það
óþvegið á Ravenna-ströndinni á
Italiu sem liggur við Adríahaf.
ítalir þyrptust á ströndina í
gær enda var þá þjóðarfrídag-
ur. Það er alsiða að sumri til á
Italíu að koma strandgestum í
opna skjöldu með kaldri vatns-
gusu.
cncn
wmemmmxm
a slitflotum
Lltir: brúnt og grænt