Morgunblaðið - 05.09.1998, Page 2

Morgunblaðið - 05.09.1998, Page 2
2 LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Afkomendur Brasilíufaranna komnir til landsins Morgunblaðið/Bjöni Blöndal AFKOMENDUR Brasilíufaranna ásamt Einari Gústafssyni (fjóröi frá vinstri) á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun. Nanna Sondahl er fyrir miðri mynd. Hlökkum til að fara til Vopnafjarðar Shell og Texaco í samstarf í Evrópu Hefur engin áhrif á Olís Landsbankinn hefur rekstur á Guernsey Auknir mögu- leikar í lánum og sjóðavörslu LANDSBANKINN hefur fengið leyfi til rekstrar fjármálafyrirtækis á eynni Guernsey í Ermarsundi, en þar er svonefnt fjármálafrísvæði. Fyi-irtækið mun heita Landsbanki Capital Intemational Ltd og er ráð- gert að starfsemi þess hefjist í næsta mánuði. Það verður að öllu leyti í eigu og undir yfirstjórn Landsbankans. Landsbréf hf. verða fjárfestingaráðgjafi hins nýja fyi-ir- tækis. „Stofnun þessa nýja alþjóðlega dótturfélags eykur heildarþjónustu- framboð Landsbankasamstæðunn- ar,“ sagði Halldór J. Kristjánsson bankastjóri, í samtali við Morgun- blaðið. „Þetta geram við bæði til að auka möguleika á lánveitingum í gegnum þessa nýju einingu okkar, og einnig til að geta sett upp sjóði í slíkri lögsögu.“ Tilgangurinn með því að veita svonefnda aflandsþjónustu (off- shore) er að styðja framrás ís- lenskra fyrirtækja erlendis og mæta vaxandi þörf íslenskra fjár- festa vegna fjárfestinga í erlendum verðbréfum, að því er segir í frétta- tilkynningu frá bankanum. Heimsmeistar- arnir á mbl.is AÐDRAGANDA landsleiks ís- lendinga og Frakka, sem er fyrsti leikurinn í undankeppni Evrópu- keppni landsliða, verða gerð góð skil á fréttavef Morgunblaðsins. Þá verður leiknum lýst beint á netinu frá Laugardalsvelli og myndir settar inn jafnóðum og eitthvað markvert ber við. Slóð fréttavefjarins er www.mbl.is og má ve]ja sér leið að umfjölluninni með því að smella á hnapp á for- síðu vefjarins. TÓLF afkomendur íslensku Brasiliufaranna komu til landsins í gær og ætla að dvelja hér í vikutíma. „Við hlökkum mikið til að fara til Vopnafjarðar," sagði Nanna Sondahl, læknir og ætt- móðir hópsins, í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins á Keflavíkurflugvelli í gær. Magnús Árnason Sondahl, fað- ir hennar, var 8-9 ára gamall, þegar hann yfirgaf Sunnudal í Vopnafirði og sigldi vestur um haf árið 1873. Sondahl-fjölskyld- an kennir sig við Sunnudal. VIÐVARANDI tap og slæmar horf- ur í rækjuveiðum eru ástæða þess að Snæfell hf. hefur ákveðið að hætta rekstri rækjuverksmiðju sinnar á Ólafsvík. Starfsmenn eru 28 og var þeim tilkynnt þessi ákvörðun fyrirtækisins í gær. Reiknað er með að verksmiðjan starfi út október. í frétt frá Snæfelli hf. kemur fram að atvinnuástand sé gott í Ólafsvík um þessar mundir og búast megi við því að flestir starfs- menn verksmiðjunnar geti fengið vinnu í bænum. Sondahl-fólkið var þreytt eftir langt ferðalag í gær en það flaug til landsins heiman frá Curitiba í Brasiliu í gegnum New York. í gær hvfldu þau sig og skoðuðu sig um og héldu í veislu hjá ætt- ingjum sínum hérlendis en bræð- urnir Einar Gústafsson í New York og Sveinn Gústafsson hafa veg og vanda af komu þeirra til landsins. Á sunnudag fljúga Brasilíu- mennirnir norður að vitja ættar- óðalsins en í næstu viku skoða þeir sig um sunnanlands. „Þetta kom mér mjög á óvart og heimamenn vissu almennt ekki um þetta fyrr en það kom fram í fréttum í gær. Verkalýðsfélaginu var ekki til- kynnt um þessa ákvörðun og mér finnst undarlegt að svo virðulegt fyr- irtæki, angi af sjálfu KEA, skuli ekki viðhafa meiri mannasiði," sagði Jó- hannes Ragnarsson, foi-maður Verkalýðsfélags Snæfellsbæjar. Hann sagði það rétt að atvinnuá- stand í Snæfellsbæ hefði verið gott, fólk hefði verið bjartsýnt á lífið og tilveruna nú þegar mögru árin væni OLÍUFYRIRTÆKIN Texaco og Shell Europe Oil Products hafa til- kynnt að undirrituð hafi verið vilja- yfirlýsing um að stofnað verði til samstarfs fyrirtækjanna á sviði markaðsmála og framleiðslu á olíu í Evrópu. Viðræður hafa staðið hjá fyrir- tækjunum síðan 1997 og stefnt er að því að samruninn komist í fram- kvæmd á miðju næsta ári. í tilkynningu frá félögunum segir að með þessu sameinist kraftar fyr- irtækjanna tveggja í samkeppninni sem er á markaði í Evrópu. Þrátt fyrir samrunann verða bæði vöru- merkin, Shell og Texaco, áfram not- uð. Hlutur Shell í sameinuðu félagi verður 88% en Texaco 12%. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, var erlendis er Morgun- blaðið reyndi að ná tali af honum í gær en Margrét Guðmundsdóttir, að baki. „Hér hefur íbúum fækkað eins og víða annars staðar á lands- byggðinni en ég vona að sem flestir geti fengið vinnu í heimabyggð þeg- ar verksmiðjunni verður lokað,“ sagði Jóhannes ennfremur. Verka- lýðsfélagið mun eftir helgi kanna málið frekar. Hann sagði að sá grunur læddist að sér að ekki hefði verið nógu mikil alvara að baki þegar Snæfell hóf rekstur í Ólafsvík eins og nú virtist komið á daginn með lokun verk- smiðjunnar. forstöðumaður markaðssviðs Skelj- ungs, sagði að enn væri ekki vitað hvaða áhrif hugsanlegur samruni hefði hér á landi og lítið væri hægt að segja um málið að svo stöddu. Einar Benediktsson, forstjóri Olís hf., segir að tíðindin hafi engin áhrif á eignarhald í Olís í dag og óvíst hvort það geri það nokkuð í framtíðinni. „Ástæðan er sú að eignarhluturinn í Olís er í eigu Hydro Texaco as. í Danmörku sem er til helminga í eigu Norsk Hydro og Texaco,“ sagði Einar. Hann sagði að ekkert lægi fyrir um hvort hlutur Texaco í Hydro Texaco yrði seldur og ef svo yrði þá •ætti Norsk Hydro forkaupsrétt á hlutnum. Því væri ekkert hægt að segja um málið sem stendur. Olíufélagið hf. og Texaco eru tveir stærstu hluthafarnir í Olíu- verslun íslands, Olís hf. „Frumkvöð- ull og páfi pólitískrar málaralistar“ „ERRÓ finnur upp vél sem end- urvinnur ímyndir“ er fyrirsögn opnugreinar um myndlistar- manninn Erró í tímaritinu L’ev- enement du Jeudi, sem er eitt stærsta vikublað Frakklands. Greinin fjallar um sýningu hans í La Seyne-sur-Mer í Frakklandi og er hún sögð vera endurkoma hins íslenska snillings sem sé jafnframt frumkvöðull og páfí „pólitískrar málaralistar“. Greinarhöfundur segir Erró alltaf finna nýja fleti með mynd- list sinni, sem hafi átt uppruna sinn í frelsishreyfingunni í kringum 1968: „Þijátíu árum síðar eni verk hans alltaf jafn fersk og yndisleg á að horfa.“ Umfjöllun um ERRÓ í L’evenement Snæfell hættir rekstri rækjuverksmiðju í Olafsvík Nærri 30 manns missa atvinnuna Landsleikurinn í beinni útsendingu á Netinu! www.mbi.is Lítum ekki niður á landslið íslands/ B6 Tveir úr leik í meistara- baráttu í alþjóðarallinu / B7 Sérblöð í dag ALAUGARDÓGUM LESBÖ ;ii\BLAÐSI\S

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.