Morgunblaðið - 05.09.1998, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÞORVARÐUR Elíasson aflienti dr. Guðfinnu Bjarnadóttur lykil að
skólanum.
FINNUR Geirsson, formaður háskólaráðs, sagði að miklar væntingar
væru gerðar til skólans.
Guðfínna Bjarnadóttir setur Viðskiptaháskóla fslands í fyrsta sinn
Skólinn verði í fararbroddi
á sviði viðskiptamenntunar
Miklar væntingar eru bundnar við Við-
skiptaháskóla Islands, sem var settur í
gær í fyrsta sinn. 300 nemendur stunda
nám við skólann og hefur aðsókn verið
mikil. Aldarfiórðungur er síðan sú hug-
mynd var fyrst sett fram að koma á fót við-
skiptaháskóla. Það gerði Haraldur Sveins-
son, fyrrverandi formaður Verslunarráðs,
fyrstur manna á ráðstefnu sem haldin var
á Þingvöllum.
GUÐFINNA Bjarnadóttir, rektor
Viðskiptaháskóla íslands, sagði við
setningu skólans í gær að markmið
hans væri að vera í fararbroddi á
sviði viðskipta- og tölvufræði-
menntunar. Markmiðið væri jafn-
framt að auka samkeppnishæfni ís-
lensks atvinnulífs.
Björn Bjarnason menntamála-
ráðherra gaf í gær út starfsleyfi
í'yiir skólann, en hann starfar í
samræmi við ný heildarlög um há-
skóla. Ráðherra afhenti dr. Guð-
finnu starfsleyfið við skólasetning-
una. Við það tækifæri sagði hann að
stofnun þessa skóla einkenndist af
sönnum stórhug og einlægum vilja
til að leggja mikið af mörkum í
þágu góðrar menntunar. Hinn mikli
áhugi nemenda á því að innrita sig í
skólann sýndi að hann hitti í mark.
Áhrifa skólans mun gæta
í öðrum skólum
„Skólinn eykur enn fjölbreytni í
háskólanámi. Hann fer inn á nýjar
brautir. Áhrifa þeirrar stefnu, sem
stjórnendur hans móta, mun gæta í
öðrum menntastofnunum Iandsins.
Háskólar starfa í harðnandi inn-
byrðis og alþjóðlegri samkeppni.
Þeir verða að laga sig að hertum
kröfum nemenda og atvinnulífs,"
sagði Björn.
Finnur Geirsson, fonnaður há-
skólaráðs hins nýja háskóla, sagði
við skólasetninguna að til skólans
væru gerðar miklar væntingar eins
og mikil aðsókn að skólanum sýndi
vel. Tæplega 800 nemendur sóttu
um skólavist, en skólinn gat aðeins
tekið á móti 200. Auk þess stunda
100 nemendur nám á öðru ári, sem
verið hafa í Tölvuháskólanum, en
hann sameinast nú Viðskiptahá-
skólanum.
„Segja má að tengslin og nálægð-
in við atvinnulífið leggi grunninn að
starfsemi Viðskiptaháskólans. Það
verður lögð mikil áhersla á fag-
HARALDUR Sveinsson (þriðji frá hægri), fyrrverandi formaður Versl-
unarráðs, og Agnes Jóhannsdóttir, eiginkona hans, voru viðstödd setn-
inguna. Þar kom fram að Haraldur hefði fyrstur sett fram hugmynd-
ina um að stofna viðskiptaháskóla hér á landi.
VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN er glæsileg bygging, hönnuð af Ormari Þór
Guðmundssyni og Örnólfi Hall.
menntun, verklega þekkingu og
raunhæf viðfangsefni í kennslunni.
Okkur er jafnframt ljóst að þetta
eitt dugir ekki til að uppfylla óskir
atvinnulífsins. Skólinn mun því
jafnframt leggja áherslu á rann-
sóknir og fræðimennsku, sem ætlað
er m.a. að þroska hugmyndaauðgi
og dýpka skilning nemenda á við-
fangsefninu,“ sagði Finnur.
Beini nýjum straumum
í atvinnulífíð
Viðskiptaháskólinn starfar á veg-
um Verslunarráðs Islands líkt og
Verslunarskóli Islands hefur alla
tíð gert. Kolbeinn Kristinsson, for-
maður Verslunarráðs, sagði að leit-
ast hefði verið við að laða að skólan-
um vel menntaða kennara sem
væru í fremstu röð á sínu sviði. Við
skólann starfa 27 kennarar sem
koma víða að úr atvinnulífinu. Kol-
beinn sagði að þess væri vænst að
skólinn beindi nýjum straumum inn
í íslenskt atvinnulíf, ekki síst með
þeirri símenntun sem fyrirhugað
væri að skólinn sinnti fyrir fólk sem
nú starfar í íslensku atvinnulífi.
Þoi-varður Elíasson, skólastjóri
Verslunarskólans, sem öðrum
mönnum fremur hafði í upphafi for-
ystu um uppbyggingu Viðskiptahá-
skólans, sagði að fyrstur til að setja
fram þá hugmynd að stofna við-
skiptaháskóla hefði verið Haraldur
Sveinsson, fyrrverandi formaður
Verslunarráðs Islands, fyrir meira
en 26 árum. Með stofnun Tölvuhá-
skóla árið 1988 hefði fyrsta skref að
stofnun sérstaks háskóla á við-
skiptasviði verið stigið. Margir
hefðu unnið að því að hrinda mark-
miðinu um stofnun viðskiptahá-
skóla í framkvæmd og afla honum
fjár, en kostnaður við byggingu
skólans er um 1.500 milljónir.
Kostnaður á fermetra að frátöldum
vöxtum er 99.000 krónur.
Þorvarður sagði að núverandi
bygging gæti hýst 500 nemendur
og það sem kennslu þeirra fylgdi.
Þeim nemendafjölda yrði náð í lok
ársins 2000 og væri brýnt að þróun
háskólans stöðvaðist þá ekki.
Nemendur
númer eitt
Þorvarður afhenti dr. Guðfínnu
Bjarnadóttur rektor lykil að skóla-
húsnæðinu. I setningarræðu sinni
sagði hún að í skólanum yrðu nem-
endur númer eitt. Markmiðið væri
að búa þá undir lífið með öflugri
menntun.
„Það er ætlun þessa háskóla að
vera í fararbroddi í landinu í við-
skipta- og tölvufræðimenntun.
Jafnframt ætlum við okkur að auka
samkeppnishæfni íslensks atvinnu-
lífs. Við vonumst til að okkur takist
að ná þessum markmiðum bæði
með því að þjóna nemendum í hefð-
bundnu námi og einnig með því að
þjóna atvinnulífinu með símennt-
un,“ sagði Guðfinna.
Guðfinna sagði að námið ætti að
vera samþætt og stuðla að víðsýni
nemenda. Námið ætti að vera hag-
nýtt og það ætti að vera í stöðugri
þróun. I upphafí færi námið fram í
tveimur deildum, tölvufræðideild
og viðskiptadeild.
FJÖLMENNI var við setningu Viðskiptaháskólans. Meðal gesta var menntamálaráðherra sem flutti ávarp,
HJALTI Geir Kristjánsson afhjúpaði brjóstmynd af Þorvarði Elíassyni
skólameistara.