Morgunblaðið - 05.09.1998, Page 8
8 LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Mun styttri vertíð en
mun meiri laxveiði
' ^, v&í:
GUÐLAUGUR Bergmann með 18 pundara úr Kvörninni í Haffjarðará
í vikunni. Laxinn tók svarta Frances túpufiugu.
NOKKUÐ á áttunda hundrað laxa
hefur veiðst í Haffjarðará það sem
af er sumri, en veiði lýkur þar 8.
september. Þetta er þegar orðin
miklu betri veiði heldur en allt síð-
asta veiðitímabil og hafa skilyrði þó
fjarri því alltaf verið heppileg,
t.a.m. var áin afar vatnslítil, nánast
vatnslaus, allan júlímánuð, er
göngur eru að jafnaði hvað
sterkastar.
Síðasta sumar veiddust 560 lax-
ar í ánni. Þó hefur vertíðin að
ýmsu leyti verið mjög frábrugðin
og er þá ekki átt við slakan vatns-
búskap framan af sumri. „Við
veiddum áður til 20. september, en
styttum vertíðina um 12 daga. Þá
byrjuðum við tíu dögum seinna.
Við erum því með vertíð sem er 22
dögum styttri. Reynslan hefur
sýnt að iðulega eru menn að lenda
í alla vega skilyrðum í september,
oftar slæmum en góðum og þá
freistar það manna að hætta bara
og fara heim. Eftir sitjum við með
rekstur í veiðihúsi. Það hafði sitt
að segja í þessari breytingu og
eins að það er ugglaust mjög gott
fyrir ána að laxinn fái frið á
haustin,“ sagði Einar Sigfússon,
annar eigenda Haffjarðarár, í sam-
tali við blaðið. Einar sagði það
áberandi hversu þyngdarskipting-
in væri víð, hollin væru hvert af
öðru að fá lax sem væri á bilinu 5
pund og upp í 18 pund. Stór og
smár fiskur væri ævinlega bland-
aður saman og það væri alls ekki
víða sem slíkt fyrirfyndist. „Sá
stærsti í sumar var annars 22
punda,“ bætti Einar við.
Talan batnar í Hítará
Hítará var lengi í gang og
kenndu menn um vatnsleysi. I gær
voru þó komnir alls 276 laxar á
land, 251 af aðalsvæðinu, 17 af Hít-
ará 2 og 8 af Hítará 3. Þá hafa
veiðst 440 sjóbleikjur, mest á aðal-
svæðinu. Þrátt fyrir tregveiði fram
eftir öllu sumri er veiðin 1 ánni orð-
in mun meiri en í fyrra, en þá
veiddust alls 217 laxar. Enn eru
nokkur holl eftir í ánni.
Betri tala í Stóru-Laxá
Heildartalan í Stóru-Laxá er
mun betri í dag, eftir veiðihrotuna
í upphafí vikunnar, heldur en fyrir
síðustu helgi. Nú eru komnir 174
laxar á land. Þrátt fyrir veiðina á
neðsta svæðinu á dögunum, er
heildarveiðin þar aðeins 68 laxar.
Efsta svæðið hefur gefið 78 laxa og
miðsvæðið 28 laxa. í fyrra veidd-
ust 359 laxar í ánni og er vandséð
að áin fari fram úr því í sumar. Að
vísu er veitt út september og getur
því svo sem allt gengið eftir.
Breskur sérfræðingur sótti ráðstefnu á fslandi um riðu
Kynbætur til varn-
ar riðu á Bretlandi
MICHAEL Dawson starfar við til-
raunastöðina í dýralækningum í
Weybridge á Bretlandi og hefur
stundað rannsóknir á riðu í sauðfé
á Bretlandi. Hann vinnur meðal
annars að því að útrýma riðu á
Bretlandi og segir samstarf við
bændur gott enda vilji þeir ekki
missa af lestinni.
„Við vitum ekki nákvæmlega
hversu algeng riða er á Bretlandi,
en það hefur verið tillkynninga-
skylda um sjúkdóminn innan Evr-
ópusambandsins frá árinu 1993,
þannig að bændur ættu að greina
frá tilfellum þegar grunur vaknar
hjá þeim,“ sagði Dawson. „Meðal-
talið hjá okkur hefur verið um 400
tilfelli á ári. Nýlega var hins veg-
ar samþykkt áætlun um að bæta
bændum upp tjón vegna einstakra
tilfella og vonandi fær það fleiri
bændur til að greina frá tilfell-
um.“
Brenna hræið og greiða
bændum bætur
Samkvæmt núgildandi reglum á
Bretlandi er dýralæknir kallaður
til þegar grunur leikur á riðu. Telji
læknirinn að um riðu sé að ræða er
dýrinu slátrað, yfirvöld brenna
hræið og bóndinn fær bætur fyrir
kindina.
Dawson, sem nýlega var staddur
hér á landi vegna alþjóðlegrar ráð-
stefnu á vegum Tilraunastöðvar-
innar á Keldum um príon- og lenti-
vírussjúkdóma, kvaðst vita til þess
að á Islandi væri allri hjörðinni
eytt á þeim bæjum þar sem
greindist riða. Hann sagði að slíkt
hefði aldrei komið til greina á
Bretlandi. Þar með vildi hann þó
ekki segja að gengið væri of langt
á Islandi.
„Það er erfitt að segja til um
það,“ sagði hann. „Greinin er ís-
lendingum mikilvæg og sjúkdóm-
urinn er talinn mikið vandamál í
sauðfjárrækt á Islandi. Riða er
vandamál á Bretlandi, en sjúkdóm-
urinn hefur verið til staðar frá upp-
hafi átjándu aldar og bændur hafa
þurft að venjast því.“
Riða í sauðfé telst til príon-sjúk-
dóma, sem eru einstakir fyrir það
að orsökin er afbrigðilegt form prí-
on-próteinsins. Aðrir príon-sjúk-
dómar eru riða í nautgripum og
Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómurinn í
mönnum.
Góðar undirtektir breskra
bænda
Dawson hefur greint hvert sauð-
fjárkyn í fimm flokka, sem hafa mis-
munandi áhættustig, sem byggjast
á arfgerðum príon-próteinsins í
þeim. Hann sagði að undanfarin tvö
til fjögur ár hefði verið unnið að því
að rækta út þau afbrigði sauðfjár,
sem væru veik fyrir riðu. Aðferðim-
ar snerust um erfðaval og leit að
breytileika í príon-geninu.
„Nokkur ræktunarfélög hafa
boðist til að reyna þetta og mér
sýnist að sú leið verði farin, fyrst
um sinn að minnsta kosti,“ sagði
hann.
Að sögn Dawsons hafa bændur á
Bretlandi brugðist mjög vel við
þessum tilraunum.
„Það sem gerist er að eitt rækt-
unarfélag hefur tilraunir og annað
fylgir í kjölfarið því að enginn vill
missa af lestinni," sagði hann. „En
menn sjá einnig að þetta er leiðin
fram á við og besta tækið, sem við
höfum til að ná árangri."
163. árgangur Almanaks Hl kominn út
Sókn í alman-
aksupplýsingar
hefur aukist
ALMANAK Háskóla
íslands fyrir árið
1999, öðru nafni ís-
landsalmanakið, er komið
út í 163. sinn. Ritstjóri
þess er dr. Þorsteinn Sæ-
mundsson, stjömufræðing-
ur hjá Raunvísindastofnun
Háskóla íslands, sem séð
hefur um útreikninga og
búið almanakið til prentun-
ar síðastliðin 36 ár.
Lögum samkvæmt hef-
ur Háskóh Islands einka-
rétt til þess að gefa út og
selja eða afhenda með öðr-
um hætti almanök og
dagatöl á Islandi. Alman-
akið kom fyrst út hjá
Kaupmannahafnarháskóla
árið 1837 og er því mun
eldra en Almanak Þjóð-
vinafélagsins sem kom
fyrst út árið 1875. „Margir
rugla þessum almanökum saman,
sem vonlegt er, því að Þjóðvinafé-
lagið fékk í öndverðu heimild til
þess að taka Almanak Háskólans
upp í sitt almanak. Hefur sú hefð
haldist síðan, nema 1914-1918
þegar ritin vora algerlega aðskil-
in,“ segir Þorsteinn Sæmundsson.
Árið 1999 er þriðja ár eftir
hlaupár og fjórða ár eftir sumar-
auka og þess má geta að Almanak
Háskólans er eina almanakið hér-
lendis sem birtir stjömufræðilegar
upplýsingar fyrir almenning og
margvíslegan annan fróðleik. Sem
dæmi um umfjöllunarefni í fyrri
almanökum má nefna hlutfall birtu
og myrkurs á jörðinni, brandajól,
stærð hænufetsins, heimskauts-
bauginn, tíðni sól- og tungl-
myrkva, tímareikning á Islandi og
sólmyrkva á Islandi fram til ársins
2200. Nánari upplýsingar um alm-
anakið fást á heimasíðu eftir slóð-
inni www.raunvis.hi.is/~halo/alm-
anak.html
- Hvernig er samvinna Há-
skóla Islands við aðra útgefendur?
„Háskólinn hefur ekki nýtt
einkarétt sinn til þess að hindra
aðra útgefendur í því að gefa út
almanök, síður en svo. Sífellt flem
hafa áhuga á því að gefa út dag-
bækur og síðasta samantekt um
árlegan fjölda prentaðra dagatala
leiddi í ljós 630 þúsund eintök.
Era þá ótalin innflutt dagatöl.
Aðrir útgefendur hafa verið að-
stoðaðir með því að fá leyfi til
þess að taka upplýsingar úr Is-
landsalmanakinu enda er mikil-
vægt að upplýsingar í almanökum
séu sem réttastar. Aður fyrr bar
nokkuð á misræmi enda ýmsir að
fást við þessa útgáfu og stundum
varð mjög meinlegur raglingur."
- Hvað getur slíkur ruglingur
leitt af sér?
„Eitt árið bar komu þorra upp á
röngum tíma í íjölda dagatala, sem
til dæmis hafði áhrif á undirbúning
þeirra sem framreiða þoiramat.
Hjá sjónvarpinu rugl-
uðust menn líka af
sama tilefhi og gátu
ekki breytt dagskránni
þótt hið sanna kæmi I
þós á síðustu stundu.
Stefnan hefur því verið að láta
upplýsingar í té eftir því sem
mögulegt er. Raunai- hefur sókn í
hvers kyns almanaksupplýsingar
fram og aftur í tímann aukist til
muna, sérstaklega símleiðis, og er
það farið að taka fullmikið af mín-
um tíma. Það verður að játast."
- Hvernig hefur almanakið
breyst íáranna rás?
„A þeim tíma sem ég hef unnið
að almanakinu hefur það fjórfald-
ast að blaðsíðutali og geymir
miklu meiri fróðleik en áður. Slíkt
er ekki óeðlilegt enda var útreikn-
Dr. Þorsteinn Sæmundsson
► Þorsteinn Sæmundsson fæddist
í Reykjavík árið 1935. Hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um í Reykjavík árið 1954 og BSc.
Hons. prófi frá háskólanum í St.
Andrew’s í Skotlandi árið 1958
með stjörnufræði sem aðalgrein.
Að því búnu stundaði hann rann-
sóknir við stjörnutum Lundúna-
háskóla og lauk doktorsprófi það-
an árið 1962. Umfjöllunarefni
doktorsritgerðar Þorsteins var
áhrif sólar á jörð, einkum orsök
raðbundinna segulstorma. Hóf
hann störf við Eðlisfræðistofnun
Háskóla íslands, nú Raunvísinda-
stofnun, árið 1963 og hefur starf-
að þar síðan. Eiginkona Þorsteins
er Guðný Sigrún Hjaltadóttir,
sérhæfður starfsmaður á leik-
skóla. Þau eiga þrjú börn.
ingurinn óskapleg handavinna og
tímafrekur áður en tölvumar
komu til sögunnar. En þótt vinnu-
brögðin hafi breyst er vinnan við
það að reikna almanakið og setja
ekkert áhlaupaverk. Maður þarf
að vera með finguma í þessu á öll-
um stigum til þess að tryggja að
ekkert fari úrskeiðis. Þetta er
mjög mikil nákvæmnisvinna. Þó
að tölvur séu fyrir hendi þýðir það
ekki að villur geti ekki komið upp.
Þær geta meira að segja orðið
miklu verri og afdrifaríkari ef ekki
er að gætt. Einn rangur innsláttur
getui- skekkt fjölda atiáða.“
- Ferðu oftyfir útreikningana?
,Áður en tölvur komu til sög-
unnar unnu alltaf tvefr menn við
útreikning almanaksins, reiknuðu
allar tölur hvor í sínu lagi og báru
saman. Samstarfsmaður minn við
þetta til margra ára var Trausti
heitinn Einarsson prófessor. Þessi
aðferð er ekki viðhöfð lengur held-
m- gripið til þess að prófa tölur
hér og þar til þess að útiloka kerf-
isbundnar villur. Það má nokkuð
treysta því að séu gögnin í lagi og
þau mötuð inn á réttan hátt verði
_______ útkomurnar réttar. En
setning í prentsmiðju
getur líka farið úr-
skeiðis þótt tölvur séu
notaðar og þess vegna
“”~ er alltaf þörf á ná-
kvæmum prófarkalestri.“
- Ertu aldrei á nálum yfii- því
að hafa gert einhver mistök ein-
hvers staðar?
„Jú, það er stöðugt áhyggjuefni
en maður vandar sig eins og kost-
ur er. Einhvern tímann taldi ég
mér trú um að hægt væri að koma
út almanaki þar sem hvergi væri
snurða eða misfella. En ég er
hættur að trúa því að slíkt sé
mögulegt og prentvinnslan hefur
oft síðasta orðið. Sem betur fer
hafa hins vegar aldrei orðið nein
meiriháttar skakkaföll.“
630 þúsund
dagatöl prent-
uð árlega