Morgunblaðið - 05.09.1998, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Biskup Islands um samning um fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju
Færir kirkjunni
sjálfstæði
í fjármálum
Morgunblaðið/RAX
ÞORSTEINN Pálsson kirkjumálaráðherra, Karl Sigurbjörnsson biskup og Geir Haarde íjármálaráðherra
undirrituðu samninginn um íjármálasamskipti ríkis og kirkju í gær.
BISKUP íslands, kirkjumálaráð-
herra og fjármálaráðherra undimt-
uðu í gær samning um fjárhagsleg
samskipti ríkisins og þjóðkirkjunn-
ar. Greiðir ríkið fast árlegt framlag
til kirkjunnar samkvæmt ákveðnum
forsendum en hún tekur við fjár-
hagslegu forræði á málefnum kirkj-
unnar. Framlag ríkisins til kirkj-
unnar verður á næsta ári sam-
kvæmt frumvarpi til fjárlaga 691,7
milljónir króna.
Samningurinn felur í sér að fram-
lag ríkisins er óháð því hvort öll
prestsembætti eru setin eða ekki,
þjóðkirkjan getur fjölgað eða fækk-
að starfsmönnum eða ráðist í ný
verkefni með því að færa til fé frá
einum kostnaðai-lið til annars svo
dæmi séu nefnd. Auki kirkjan út-
gjöld umfram árlegt framlag ríkis-
ins verður að mæta því með öðrum
tekjustofnum eða með breytingum
á starfsemi hennar.
Tímamótasamningur
HeiTa Karl Sigurbjömsson bisk-
up sagði við undirritunina að samn-
ingurinn markaði tímamót og væri
niðurstaða á löngum ferli viðræðna
og samninga, á tiðum deilna, um
kirkjueignir og réttarstöðu kirkj-
unnar, viðræðna sem átt hefðu sér
stað um áratuga skeið. Hann sagði
ný lög um stöðu, stjóm og starfs-
hætti kirkjunnar, sem tóku gildi um
síðustu áramót, ásamt samningi um
kirkjueignir færa kirkjunni umtals-
vert sjálfstæði og ábyrgð á fjármál-
um. Sagði hann samninginn nánari
útfærslu og nauðsynlega skilgrein-
ingu á stöðu þjóðkirkjunnar og bisk-
upsembættisins gagnvart ríkinu.
Biskup þakkaði þeim fjölmörgu
sem komu við sögu en starfshóp
skipuðu þau Sigríður Dögg Geirs-
dóttir, fjármálastjóri biskupsstofu,
Ásdís Sigurjónsdóttir frá fjármála-
ráðuneyti og Sólmundur Már Jóns-
son frá kirkjumálaráðuneyti. Þau
hafí jafnframt notið liðveislu séra
Þoi'valdar Karls Helgasonar bisk-
upsritara og Ragnhildar Benedikts-
dóttur, ski-ifstofustjóra biskups-
stofu. Þá þakkaði hann þeim Þor-
steini Pálssyni kirkjumálaráðhema
og Geir Haarde fjármálaráðherra,
en þeir undimtuðu samninginn
ásamt biskupi.
Kirkjan ábyrg fyrir
innri málefnum
Þorsteinn Pálsson sagði að með
samningnum væri ríkið skuldbundið
til að láta kirkjunni í té ákveðna
fjárhæð árlega en kirkjan væri hins
vegar ábyrg fyrir stjórn innri mál-
efna. „Hér er verið að koma þeirri
skipan á að kirkjan hafi mun meira
sjálfræði og sjálfstæði um það
hvemig fjármunum er varið.“
Ríkissjóður greiðir árlega fram-
lag vegna launa og launatengdra
gjalda biskups íslands, vígslubisk-
upa og 138 presta og prófasta og að
auki verður gert ráð fyrir fjárfram-
lagi sem nemur 70 mánaða launum
vegna námsleyfa, fæðingarorlofs,
veikinda og annarra launaútgjalda.
Þá greiðir ríkið einnig laun 18
starfsmanna biskupsembættisins.
Gert er ráð fyrir því að fjölgi með-
limum þjóðkirkjunnar um 5.000
verði greidd ein prestslaun til við-
bótar og einum launum færra ef
þeim fækkar sambærilega. Verði
prestar orðnir tíu í viðbót fást laun
eins viðbótarstarfsmanns á Bisk-
upsstofu greidd.
Auk þessa greiðist árlega úr nTds-
sjóði 89,5 milljóna króna framlag til
rekstrarkostnaðar prestsembætta
og prófasta og annars kostnaðar en
launa, 30 milljónir ki'óna vegna ann-
ars kostnaðar biskupsstofu, vígslu-
biskupa og biskups íslands og árlegt
framlag til kristnisjóðs skal svara til
fimmtán fastra árslauna presta í fá-
mennustu prestaköllunum. Er það á
næsta ári ráðgert 36,4 milljónir
króna. Þá segir í samningnum að
ríkissjóður greiði samkvæmt fjárlög-
um ár hvert sérframlög til þjóðkirkj-
unnar, sem samið sé um sérstaklega,
lög kveði á um eða Alþingi ákveði.
I sameiginlegri frétt ráðuneyt-
anna og biskupsstofu segir að þess
sé vænst að með samkomulaginu sé
tryggt að þjóðkirkjan geti í framtíð-
inni sinnt sínu mikilvæga hlutverki á
öruggum fjárhagslegum grunni.
Þá er í samningi ríkisins og þjóð-
kirkjunnar ákveðið að á þessu ári fái
kirkjan rúmlega 75 milljóna ki'óna
aukafjárveitingu og skulu 5,2 millj-
ónir renna til kristnisjóðs. Eru rúm-
ar 27 milljónir vegna uppsafnaðs
halla fyrri ára.
Fjórir dráttartrukkar og vagnar til reiðu
fyrir flutning Keikós
Morgunblaðið/Arni Sæberg
TRUKKAR, tengivagnar, sendiferðabflar og fatnaður flutningamanna, allt í stfl.
FJÓRIR dráttartrukkar og þrír
sendiferðabflar hafa verið sér-
stakiega sprautaðir í litum flutn-
ingafyrirtækisins United Parcel
Service (UPS) til að flylja Keikó
og ýmislegt sem honum fylgir
þegar liann kemur til landsins.
Trukkana með vögnunum þarf
til að flytja hann úr flugvélinni,
annaðhvort frá Keflavík til Þor-
Iákshafnar um borð í Herjólf eða
frá flugvellinum í Vestmanna-
eyjum að prammanum. Æfíng á
varaáætlun, þ.e. ef lenda þarf í
Keflavík, fór fram í gærmorgun.
Þrír trukkar og tengivagnar
voru fluttir til landsins fyrir
þetta verkefni, vagnarnir fara
aftur út en dráttarbflarnir verða
hér áfram. Einn dráttarbflanna
Farartæk-
in máluð
og merkt
var til hér og sömuleiðis einn
tengivagn. Allt hefur þetta verið
sprautað hér og merkt með lit-
um og einkennismerki fyrirtæk-
isins og er verið að sprauta síð-
asta trukkinn í dag.
Það verða því tveir trukkar
og tveir vagnar sem bíða Keikós
bæði á Keflavíkurflugvelli og í
Vestmannaeyjum. Annar trukk-
anna sem eru í Keflavík er með
krana og sérstakur trukkur er
til að hífa búr Keikós í Vest-
mannaeyjum en hann var fluttur
þangað í æfingarflugi C-17A
flutningavélarinnar á miðviku-
dag.
UPS hefur áður séð um flutn-
ing á Keikó, m.a. frá Mexíkó til
Oregon. Fyrirtækið er eitt
stærsta hraðsendingafyrirtæki
heims og hefur haft afhending-
arþjónustu hér en sendiferðabfl-
arnir eru vísir að meiri þjónustu
fyrirtækisins hér á landi að sögn
Arna Péturs Jónssonar hjá TVG
Zimsen, sem hefur umboð fyrir
UPS hérlendis og hefur séð um
að láta sprauta farartækin og
merkja.
Grunnskólar
Garðabæjar
einsetnir í haust
ALLIR grunnskólar Garðabæjar
era frá og með þessu hausti einsetn-
ir, flmm áram fyrr en lög gera ráð
fyrir. I Garðabæ eru þrír grunnskól-
ar. Alls eru 1.346 nemendur í 61
deild við nám í gi’unnskólum bæjar-
ins. Nemendum í 1.-6. bekk er skipt
eftur búsetu á milli Flataskóla og
Hofsstaðaskóla en allir nemendur í
7.-10. bekk sækja Garðaskóla. Auk
Garðbæinga eru nemendur úr
Bessastaðahreppi í 8.-10. bekk í
Garðaskóla.
A fundi bæjarstjórnar Garðabæj-
ar 3. nóvember 1994 var samþykkt
að fela skólanefnd grunnskóla að
gera tillögur um tilhögun og tíma-
setningu nauðsynlegra fram-
kvæmda vegna einsetningar gi'unn-
skóla Garðabæjar. í framhaldi af
samþykkt bæjarstjórnar ákvað
skólanefnd Garðabæjar að láta
kanna ýmsa þætti er varða einsetn-
ingu og var Almennu verkfræðistof-
unni hf. falið að gera athugun á upp-
byggingarkostnaði einsetins skóla.
Þeir þættir sem Almenna verkfræði-
stofan kannaði m.a. voru húsnæðis-
þörf skólanna, valkostir í bygginga-
málum og stofnkostnaður vegna
byggingarframkvæmda. Við mat á
framtíðarhúsnæðisþörf skólanna var
stuðst við spár um íbúafjölda í
Garðabæ til ársins 2015 sem byggð-
ust á mismunandi uppbyggingar-
hraða bæjarins, annars vegar 50
nýjum íbúðum á ári og hins vegar 65
nýjum íbúðum á ári.
I kjölfar skýrslu Almennu verk-
fræðistofunnar og eftir ítarlega um-
ræðu í skólanefnd og bæjarstjórn
Garðabæjar var samþykkt að
gi'unnskólar Garðabæjar skyldu ein-
setnir haustið 1998 eða fimm áram
fyrr en hin nýju grunnskólalög
mæla fyrir um eins og áður segir.
Við Flataskóla voru nú við skóla-
byrjun teknar í notkun fjórar nýjar
kennslustofur og sérkennslustofa.
Einnig hafa breytingar og endur-
bætur verið gerðai- á eldra húsnæði.
Við Hofsstaðaskóla var nýr áfangi
tekinn í notkun með átta nýjum
kennslustofum með fylgirýmum, þar
af er ein tölvustofa tengd bókasafni.
Lætur nærri að samanlagður fram-
kvæmdakostnaður 1996, 1997 og
1998 vegna einsetningar og endur-
bóta Flata- og Hofsstaðaskóla sé um
250 milljónir króna. Ráðgert er að
byggja þriðja áfanga Hofsstaða-
skóla, fjórar stofur, árið 1999 en þá
fjölgar deildum í skólanum.
Kennsla aukin umfram
lögbundnar stundir
Samfara einsetningu grannskól-
anna hafa bæjaryfn-völd Garðabæj-
ar aukið kennslu verulega umfram
lögbundnar stundir. Samtals er við-
bótarkennsla 546 stundir sem jafn-
gildir 19,5 stöðugildum. I Flata- og
Hofsstaðaskóla er gert ráð fyrir að
kennari mæti 20 mínútum fyrir
kennslubyrjun og að kennari eigi
sérstaka næðis- og nestisstund með
nemendum en áður hefur nestis ver-
ið neytt í kennslustund.
,Ávinningur af þessu fyrirkomu-
lagi er m.a. aukið kennslumagn, for-
eldrum gefst tækifæri á að hitta
kennara fyrir skólabyrjun, meiri ró
og friður í byrjun skóladags og sú
krafa kennara að umsjón með bekk
sé fullt starf næst fram. Hér er því
um tímamót í skólastarfi að ræða,“
segir í frétt frá fræðslufulltrúa
Garðabæjar.