Morgunblaðið - 05.09.1998, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 05.09.1998, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 13 FRÉTTIR Kornuppskera hafin undir Eyjafjöllum KORNUPPSKERA hófst á miðvikudaginn hjá bændunum Ásgeiri Árnasyni og Kristjáni Mikkelsen, sem búa félagsbúi í Stóru-Mörk. Notuð er ný vél sem búnaðarfélög Vestur- og Austur-Eyfellinga keyptu með stuðningi Byggðastofnunar. Umsjónarmaður vélarinnar og aðalsláttumaður er Einar Viðar Víðarsson, Ásólfsskála. Bændur voru spurðir um uppskeruhorfur og sögðu þeir að vel liti út með uppskeru og kornakrar á sandrækt kæmu fyrr til uppskeru. Um 27 bænd- ur stunda kornrækt á tæpum 200 hekturum undir Eyjafjöll- um og hefur mikil aukning orðið síðustu ár, samfara betri uppskeru árlega og öryggi í úr- vinnslu. Þeir sögðust sjálfír súrsa og valsa kornið og með öllum kostnaði ef frá væri talin eigin vinna kostaði hvert kíló tæpar 5 kr. sem væri góð hvatning til að afla kornsins heima en þá væri ekki meðtal- inn ávinningurinn við endur- vinnslu túna. í þessu sambandi skipti þó máli hvort markaður væri fyrir hálminn en með auk- inni kornrækt bænda er sýnt að vinna þarf að þeirri markaðs- setningu. Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson Nýja vélin sem notuð er við kornuppskeruna. Öryrkjabanda- lagið mótmælir Undirbúa lögsókn á hendur ráðherra FORSVARSMENN Öryrkja- bandalags íslands segja að skerðing tekjutryggingar til ör- yrkja vegna tekna maka eigi sér ekki heimild í lögurn og hafa því falið Ragnari Aðal- steinssyni lögmanni að undir- búa lögsókn á hendur Ingi- björgu Pálmadóttur heilbrigð- is- og tryggingaráðherra. Benda þeir á að fari mánaðar- tekjur maka yfir 40.225 krónur á mánuði byrji tekjutryggingin að skerðast. Garðar Sverrisson varafor- maður Öryrkjabandalagsins segir að hvorki Trygginga- stofnun ríkisins, heilbrigðis- ráðuneytinu, né Umboðsmanni Alþingis hafi tekist að benda á lagaheimild fyrir slíkri tekju- tengingu enda sé hún ekki fyrir hendi. Auk þess telur hann þessa tekjutengingu vera brot á jafnræðisreglu stjórnsýslu- laga, stjórnarskránni, alþjóða- samningum og mannréttinda- sáttmálum. Leitað til innlendra eða erlendra dómstóla „Við höfum verið að bíða eft- ir því að heilbrigðisráðherra félli frá þessari tengingu við tekjur maka, en hún hefur enn ekki gert það, þótt hún hafi vitað af þessu máli í langan tíma. Við eigum því engan ann- an kost en að leita réttar okkar til innlendra dómstóla og er- lendra ef með þarf,“ segir Garðar. Öryrkjabandalag Islands mótmælir ennfremur því að hækkun frítekjumarks skuli hafa dregist aftur úr launaþróun á undanförnum ár- um og segir Garðar að auki að með því að hækka frítekjumark um aðeins 4% á einu ári sé enn verið að draga úr möguleikum öryrkja til atvinnuþátttöku og fjölskyldulífs. Vilji þeir reyna að bæta sér upp hina lágu tekjutryggingu megi mánaðar- tekjur þeii’ra að hámarki nema kr. 20.112 krónur. „Mikil um- ræða hefur verið í þjóðfélaginu um jaðarskatta og hefur verið talað um að stefna að því að minnka þá og efla fjölskylduna sem grunneiningu og hornstein þjóðfélagsins. Það að frítekju- markið skuli ekki hafa hækkað nema 11% á síðustu fimm árum gengur í þveröfuga átt við þetta og minnkar möguleika ör- yi-kja á að bæta sér upp lágar bætur og ennfremur möguleika þeirra til hjónabands og fjöl- skyldulífs,“ segir Garðar. 100.000kr. vssrðla í: Samband ungra sjálfstæðismanna boðartil ritgerðar- samkeppni um ísland tækifæranna fyrir alla á aldrinum 16-35 ára. Markmið keppninnar er að fá ungt fólk til að velta fyrir sér hvernig land það vill byggja og hvaða væntingar það hefur til framtíðar. Meginþema keppninnar er ísland tækifæranna en efnistök eru að öðru leyti frjáls. Skilafrestur rennur út mánudaginn 26. október. Umsjón: Áslaug Hulda Jónsdóttir Upplýsingar á www.xd.is/sus/ísland SAMBAND UNCRA SJÁLFSTÆÐISMANNA H5 am j . ■ -»■ - v Skilafrestur rennur út mánudaginn 26. október. ‘ Umsjón: Áslaug Hulda Jónsdóttir JbJjJL. Upplýsingar á www.xd.is/sus/island \Wr. í'cisw Æ5 Jm S í/ tækiíæranna Fjölmargt er á döfinni hjá SUS. Þar á meðal má nefna ráðstefnu um markaðslausnir í umhverfismálum sem haldin verður 25. september nk. Auk þess verður haldinn glæsilegur Frelsis- kvöldverður þann 26. september þar sem EYC, Evrópusamtök ungra hægri- manna, heiðra Davíð Oddsson forsætisráðherra fyrir störf hans í þágu frelsis. Máleínaíundir Umsjón: Sigmundur Sigurgeirsson og Auður Finnbogadóttir. Fáðu nánari upplýsingar á heimasíðu SUS www.xd.is/sus/ Eftirtalin fyrirtæki taka þátt í að styrkja verkefnið island tækifæranna: SIÓVÁ-AIMENNAR Fundirnir eru liður í undirbúningi málefnaþings SUS í Garðabæ helgina 3.-4. október . Fundirnir verða í Valhöll, Háaleitisbraut 1 og eru áhugasamir hvattir til að taka virkan þátt. Menntun og framtíðarsýn Umsjón: Jónas Þór Guðmundsson og Svanhildur Hólm Valsdóttir 1. fundur þriðjudaginn 15. septemþer kl. 17:30 2. fundur fimmtudaginn 17. september kl. 17:30 Frelsi einstaklingsins Umsjón: Sigurður Kári Kristjánsson og Hafsteinn Þór Hauksson 1. fundur fimmtudaginn 10. september kl. 17:30 2. fundur miðvikudaginn 16. september kl. 17:30 Atvinnulífíð og þróun þess Umsjón: Arnar Þór Ragnarsson og Heiðrún Hauksdóttir 1. fundur þriðjudaginn 8. september kl. 17:30 2. fundur fimmtudaginn 17. september kl. 17:30 Fjölskyldan í nútímaumhverfí Umsjón: Ásdís Halla Bragadóttir og Jens Garðar Helgason 1. fundur þriðjudaginn 8. september kl. 17:30 2. fundur þriöjudaginn 15 september kl. 17:30 Mutverk hins opinhera Umsjón: Haraldur Johannessen og Einar örn Arnarsson 1. fundur mánudaginn 7. september kl. 17:30 2. fundur mánudaginn 14. september kl. 17:30 VÍÓ VSÓ RÁÐGJÖF EHF. Wkögun ®TOYOTA Takn um gæöi Sjávarútvegsmál Umsjón: Ingvi Hrafn Óskarsson 1. fundur miðvikudaginn 9. september kl. 17:30 2. fundur miðvikudaginn 16. septemberkl. 17:30 Heilbrigðismál Umsjón: Bjarni Þór Eyvindsson 1. fundur mánudaginn 7. september kl. 17:30 2. fundur mánudaginn 14. september kl. 17:30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.