Morgunblaðið - 05.09.1998, Síða 23

Morgunblaðið - 05.09.1998, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 23 VIÐSKIPTI Kaupþing Norðurlands hf. á Akureyri hagnast um 12,5 milljónir á fyrri árshelmingi Aukning á öllum svið- um verðbréfaviðskipta UMSVIF Kaupþings Norðurlands hf. á Akureyri hafa aukist verulega á öllum sviðum verðbréfaviðskipta. Félagið skilaði 12,5 milljóna króna hagnaði á fyrri árshelmingi, sem er lítið eitt lakari afkoma en á síðasta ári, en afkoman samsvarar þó 21% ávöxtun eigin fjár. Heildartekjur Kaupþings Norð- urlands hf. námu rúmum 68 milljón- um kr. fyrstu sex mánuði ársins og er það 47% aukning frá sama tíma- bili á síðasta ári. Að teknu tilliti til vaxtagjalda og verðbóta og reiknaðra gjalda vegna verðlags- breytinga voru hreinar rekstrar- tekjur nú 50,5 milljónir kr. en voru 43,8 milljónir fyrir ári. í takt við þessa aukningu hefur starfsfólki fjölgað um þrjá frá áramótum og eru starfsmenn félagsins nú tólf. Tryggvi Tryggvason, fram- kvæmdastjóri Kaupþings Norður- lands hf., segir að félagið hafi í upp- hafi sérhæft sig í hlutabréfaviðskipt- um. Þau séu enn veigamikill þáttur í starfseminni en fyrii'tækið hafi aukið hratt hlut sinn á öðrum mörkuðum, skuldabréfa- og peningamai’kaði og í erlendum viðsldptum. Eigið fé í lok júní nam 134 milljónum kr. en var 119,6 milljónir í upphafi ársins. Það jókst því um 14,4 milljónir kr. og samsvarar það 21% ávöxtun eigin fjár, segh- í fréttatilkynningu frá félaginu. Flest verðbréfafyrirtækin í Reykjavík hafa útibú eða einhvers konar aðstöðu á Akureyri en Kaupþing Norðurlands hf. er eina löggilta verðbréfafyrirtækið þar og raunar hið eina utan Reykjavíkur. Það veitir einstaklingum, fyrirtækj- um og stofnunum um allt land al- hliða þjónustu á sviði fjármála og verðbréfaviðskipta. Tryggvi segir að eðli málsins samkvæmt sé þjónusta við einstaklinga mest á Akureyri og nágrenni. Öðru máli gegni um fyrir- tæki og stofnanir, þar sé félagið í viðskiptum á almennum markaði, eins og önnur verðbréfafyrirtæki. Sjóðir í vörslu félagsins eru Hluta- bréfasjóður Norðurlands og Sjávarútvegssjóður Islands. Kaupþing Norðurlands hf. er dótturfyrirtæki Kaupþings hf., sem á tæplega tvo þriðju hlutafjár. Þriðjungur er í dreifðri eignaraðild þar sem lífeyrissjóðir og sparisjóðir eru meðal hluthafa, einnig eiga Kaupfélag Eyfirðinga og Búnaðar- bankinn litla hluti í félaginu. Kornax fær hveitibíl KRAFTUR ehf., sem er með um- boð fyrir MAN-bifreiðar, afhenti nýlega Kornaxi ehf. nýja MAN 26.463 DFLC vörubifreið til hveitiflutninga. Bifreiðin er 26 tonna þung með 460 hestafla vél, loftíjöðrun, svefnhúsi og ýmsum öðrum búnaði. Á bifreiðinni eru fjórir tankar sem gera flutning á fjór- um mismunandi hveititegundum mögulegan, samtals 13 tonnum. Bifreiðin er einnig búin hátækni- vigtarbúnaði til að vigta nákvæmiega það hveiti sem af- greitt er hverju sinni. --------------- Fjármunir víxluðust í SKÝRINGARTÖFLU með frétt um afkomu Taugagi'einingar hf., sem birtist í Morgunblaðinu í vik- unni, lentu veltufjármunir í sæti fastafjármuna og öfugt. Hið rétta er að að fastafjármunir fyrh'tækisins á fyrstu sex mánuðum ársins námu 119.998 mkr. en veltufjármunir voru 29.294 mkr. Beðist er velvirðingar á mistök- unum sem urðu í vinnslu blaðsins. NETÞJONAR FYRIR RLLRR STÆRÐIR FYRIRTfEKJA Með netþjóninum frá Compaq leggurðu grunninn að öflugu tölvukerfi í fyrirtæki þínu og tryggir öryggi gagna og skjala. Allt framleiðsluferli netþjónsins er undir hinu stranga gæðaeftirliti Compaq sem hefur skilað fyrirtækinu 43% markaðshlutdeild í PC netþjónum í Bandaríkjunum. Compaq tölvukerfin er sérlega auðvelt að aðlaga að mismunandi þörfum fyrirtækja og einstakiinga vegna hinnar framúrskarandi samhæfingar sem kerfin byggja á. Tæknivai Kauphöllin íNew York notar Compaq tölvur NftST YFIRBURÐIR • flfköst www.mbl.is s/cc‘r öllvirri t>iö www.toeknivol.i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.